Morgunblaðið - 03.07.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1934, Blaðsíða 4
4 38*8 MORGUNBLAÐIÐ jnn snyddu til hlýfðar, en fram- an við hann er aðalvörnin, grjót- hryggur um 4 m. á breidd og á annan meter á hæð. Er grjótið þannig um 5 teningsmetrar á hverjum lengdarmetra garðs- ins. Garðurinn er nú kominn alla leið upp í Dímon, en er ekki enn íullgerður ,efst. Þar sem garður- inn var gerður, lágu þvert í gegn um hann margir farvegir með miklu vatnsrensli. Tafði það mjög verkið og varð að gera margar bílfærar bráðabirgða- brýr yfir þá, bæði vegna aðflutn- inga að brúargerðinni og vegna grjótflutninga í garðinn. Voru þessar bráðabirgðabrýr, sem all- arvoru gerðar úr timbri, um eitt skeið nálægt 200 m. að lengd. Var oft erfitt verk og vætusamt að stífla þessa farvegi, og var til þess mest notað timbur, striga- pokar með sandi og grjót. Alt grjót í garðinn er tekið í Stóra-Dímon; eru þar á nokkr- um stöðum blágrýtishryggir, en að mestu er Dímon úr mó- bergi eða þursabergi. Blágrýt- jð er mjög sprungið, svo að örð- ugt reyndist að bora í það, og grjótið ersmátt, smærra en æski- legt hefði verið. Er það^víðast í mjóum, óreglulegum stuðlum, en annarstaðar er hvergi grjót að fá. Alt hefir grjótið vei-ið flutt í garðinn á bifreiðum, og hafa allan þenna tíma verið 5 í gangi, ersamtals hafa fluttyfir 20 þús. hlöss. Malarmokstur í garðinn hefir allur verið unninn með hand- verkfærum og hefir það verið mikið verk, enda er rúmmál mal- arhryggsir.s í garðinum um 10 þús. teningsmetrar. Austan brúarinnar er einnig varnargarður um 160 m. að lengd með sömu gerð og aðal- garðurinn vestan brúarinnar. Kosta garðar þessir báðir full- gerðir um 160 þús. kr. Verkfræðingar við mannvirki þessi hafa, auk vegamálastjóra, verið þeir Jón ísleifsson og Árni Pálsson, en verkstjóri við brúar- gerðina Sigurður Björnsson brú- arsmiður og við garðinn Ólafur Bjarnason. Að mannvirkjum þessum hafa unnið sem næst 250 manns og voru flestir þeirra úr Rangárvallasýslu. Eru dagsverk þeirra alls við brúargerðina um 6000, en um 12000 við garðana. Brúin er næst lengsta brú hér á landi, aðeins Lagarfljótsbrú- in, sem er 300 m., er lengri. Mannvirki þessi eru gerð fyrir lánsfje gegn ríkisskuldabrjef- um, er fengist hefir þannig: 1. Safnað fyrir forgöngu nefndar áhugamanna í Reykjavík kr. 190000 2. Safnað fyrir forgöngu sýslumannsins í Rang- árvallasýslu úr héraði ásl. ári, að meðtöldum afgangi frá Þverár- brú um kr. 66000 3. Væntaníegt í framlög- um að mestu leyti úr héraði á þessu ári kr. 33000 Samtals um kr. 289000 Af fé því, er lagt er fram í hér- aði, er lagt fram í peningum um 23 þús. kr., en í vinnu, er verka- ménn sjálfir leggja fram, um 66 þús. kr. r W í í Hjerj fslri ekki fram venju- ieg brúanúgsla, sagði Þ. Br. þvínæst, þar sem Markarfljóts- brúin hefði verið tekin til um- ferðar á s.l. hausti. Hjer væri haldin almenn hjeraðshátíð til þess að fagna því framfara- spori, sem stigið væri með þessu mannvirki. Hann samfagnaði hjeraðsbúum með þetta fram- faraspor, þakkaði áhugamönn- um þeim, er gengust fyrir söfn- un lánsfjárins, þakkaði vega- málastjóra og verkfræðingum, yfirsmið við brúarsmíðina, verk- stjóra við hleðslu varnar- garðanna og ekki síst hinum mörgu, sem að verkinu hafa unnið.------- Að lokinni ræðu Þ. Briem var leikið á lúðra og sungið: Brúarljóð II, eftir Stein Sig- urðsson skáld. Var því næst stutt hlje. Minni íslands. Kl. 3.30 hjeldu hátíðahöldin áfram. Fyrst ljek lúðrasveitin: Þú bláfjallageimur og Sjá roðann á hnjúkunum háu. Því næst steig Ragnar E. Kvaran rithöfundur í ræðustól- inn og mælti fyrir minni Is- lands. I sambandi við einkennilegar hugmyndir er ríktu um þjóð vora, gat hann um söguna, er hingað hefði borist, um spek- ing austur í löndum, er hald- ið hefði því fram, að íslending- ar mundu eiga sjer aðra fram- tíð en aðrar hvítar þjóðir fyrir þær sakir, með hverjum hætti þeir hefðu tekið sjer bólfestu í landi sínu. — Hann hefði haldið því fram, að eitt meginböl þjóða Norðurálfunnar stafaði af því, að því nær hvert land hefði verið unnið með ofbeldi af þeim er fyrir hefðu verið. Fyrir því hvíldu ill forlög yfir þjóðun- um. Ofbeldið og grimdin, sem beitt hefði verið, þegar löndin voru brotin undir, hafi að einhverju leyti sett mark sitt á þjóðirnar, er falið væri í djúpi sálarlífs þeirra. Ástæður Ev- rópu stafaði af aldagömlum heiftarhug milli þjóða og kyn- þátta. Sáð hefði verið til ófrið- arins mikla fyrir örófi ára. En eitt land væri hjer undantekn- ing. Það væri landið í miðju Atlantshafi norður. Þjóðin þar hefði verið svo lánsöm, að hún hefði þegið land sitt eins og beint úr höndum forsjónarinn- ar; hún hefði ekki atað hend- ur sínar í illverkum til þess að eignast þar bólfestu. Sál hennar væri óskemd af því að hafa látið undan lítilsigldum tilhneig ingum til drotnunar. Land og þjóð blessaði hvort annað, því að ekkert óhreint hefði komist á milli þeirra.- En saman við mismunandi hugmyndir um land þetta og þjóð þessa fljettaði ræðumaður síðan hugmynd og staðhæfingu dr. Guðmundar Finnbogasonar í bók hans íslendingar um hinn samfelda blæ hins andlega lífs frá öndverðu og fram til vorra. tíma, er í engu birtist Ijósar 'en því, er hann nefndi stórlæti fijóðarinnar, þ. e. virðingunni fyrir manngildinu. Rakti síðan ræðumaður dæmi þess, hvernig þetta hefði birst á áberandi og fagran hátt sem stórmenska aómgreindarinnar. Að lokinni ræðu R. E. K., var leikið á lúðra og sungíð: Ó, fögur er vor fósturjörð. Minni Rangárþings. Þá talaði dr. Guðmundur Finnbogason fyrir minni Rang- árþings. Þeir menn væru til, sagði dr. G. F., sem hjeldu því fram, að ættjarðarást væri heimskuleg og skaðleg tilfinning og kendu henni að miklu leyti um ólagið sem nú væri í veröldinni. Þessi tilfinning ætti að vera sprottin af skammsýni, vjer ættum ekki að elska eitt land fremur en annað, eina þjóð fremur en aðra, vjer ættum að elska allan heiminn — alt mannkynið. — Slíkum mönnum þætti það auð- vitað fjarstæða, að elska ein- hverja sjerstaka sýslu, t. d. Rangárvallasýslu, og minnast hennar á fagnaðarstund. Þessir menn mintu á Fernis- úlfinn í ragnarökri, eins og Snorri lýsti honum: „Fernis- úlfur ferr með gapanda munn ok er enn neðri kjöptr við jörðu, en enn öfri við himin; gapa mundi hann meira, ef rúm væri til; eldar brenna ór augum hans ok nösum“. Og þeir mintu á hin djúpu orð í Jóhannesar- brjefi: ,,Ef einhver segir: Jeg elska guð, og hatar bróður sinn, sá er lygari, því- að sá sem ekki elskar bróður sinn, sem hann hefir sjeð, getur ekki elskað guð, sem hann hefir ekki sjeð.“ Dr. G. F. kvað vilja heimfæra þetta og segja: Sá, sem ekki elskar land sitt og þjóð, sem hann hefir sjeð, getur ekki elsk- að allan heim og alt mannkyn, sem hann hefir ekki sjeð. — Ást tendraðist af viðkynn- ingu og samlífi. Barnið elskaði móður sína fremur en aðrar konur, af því, að það kyntist henni margfalt betur og hefði meira gott af henni þegið en öðrum konum. Líkt væri um ætt j ar ð ar ástina. Og að halda fremur upp á sína sýslu en aðrar sýslur, væri jafneðlilegt og að vera maður. Umhverfið, sem vjer lifðum og hrærðumst í væri með óteljandi þráðnm ofið saman við líf vort. Það yrði ósjálfrátt þáttur af sjálfum oss. Lýsti því næst ræðumaður umhverfihu í Rangárþingi. En sýslan manns væri meira en augnayndið eitt, sagði dr. G. F. Hún væri starfsvið hans. — Að lokinni hinni snjöllu ræðu dr. G. F. var leikið á lúðra og sungið: Hjeraðssöngur Rang- æinga, sem Þorsteinn Gíslason orti, er Þverárbrúin var vígð. Frjáls ræðuhöld. Var nú hlje um stund, en því næst hófust frjáls ræðuhöld og töluðu þá Steinn Sigurðsson skáld og Stefán Hannesson kennari í Litla-Hvammi í Mýi'- dal. Þarna voru einnig flutt tvö kvæði. Einnig hafði Anna Vigfús- dóttir frá Brúnum undir Eyja- fjöllum ort Brúarljóð, er sýslu- maður las upp. Kl. 6. hófst dansinn á af- girtum danspalli niður við fljót- ið. Var þar dansað fram á nótt. Þegar leið á kvöldið fór fólk- ið smám saman að búast til heimferðar. ; Var þá oft þröng á brúnni og á veginum beggja megin við hana. — En lögreglumenn úr Reykjavík, sem fengnir voru sjerstaklega til þess að gæta þarna reglu, stjórnuðu umferð- inni svo vel, að hvergi varð árekstur og ekkert slys. hv slöðstofnun fyrir Verslunai shölanetnendur Á sextugsafmæli Ó. G. Eyj- ólfsson á föstudaginn, heim- sóttu hann' nokkrir nemendur af Verslunarskólanum, sem höfðu notið þar náms og tekið burtfararpróf undir handleiðslu háns. Komu þeir til þess að votta honum þakkir sínar og óska honum íangra lífdaga. Sátu þeir þar að boði og í góð- um fagnaði um stund og var mælt fyrir minnum og minst gamalla stunda frá fyrstu ár- um Verslunarskólans. Að lokum helt Ó. G. Eyjólfs- son ræðu og sagði frá því hvern- ig Verslunarskólinn var stofnað- ur og hvernig hann var ráðinn þangað sem skólastjóri — með aðeins 600 króna íaunum á ári. Lýsti hann því hve hagur skól- ans hefði verið bágborinn að öllu leyti fyrstu árin og alt erf- itt, en hvernig skólinn hefði smám saman tekið þroska og dafnað. Skólinn átti mjög lítið af kensluáhöldum þá, og kvað hann sjer þegar hafa verið ljóst að það sem skólinn þyrfti nauð- synlegast á að halda,, væri áhöld til vöruþekkingar, svo að verslunarmenn íslands vissu í framtíðinni hver væri gæði þeirr ar vöru sem þeir fengi frá út- löndum, ‘og þeirrar vöru sem þeir sendi ti lútlanda. Þess vegna hefði hann gefið skólan- um smásjá (mikroscop), en því miður hefði sú gjöf ekki komið að tilætluðum notum. Nú kvað hann sjer hafa bor-« ist peningagjöf frá nokkrum nemendum sínum. Þakkaði hann gjöfina og kvaðst með henni stofna sjóð. sem í fram- tíðinni skyldi koma efnilegum Verslunarskólanemendum að gagni — nemendum, sem hefði skilning á því, að sönn versl- unarþekking verður að byggj- ast á vísindum. Sjóðnum mundi seinna géfin skipulagsskrá, og ákvæði um tilgang hans ög starfsvið. Það mun ekki þurfa að efa að margir af hinum gömlu Verslunarskólanemendum ól- afs G. Eyólfssonar, munu vilja leggja fje í sjóð þenna og sýna með því ræktársemi sína til skólans og skólastjóranum vin- semdarvott. f Góða tegund hef jeg hitt, hana að þjer rjétti, fagmönnunum fellur mitt, fæðudæluþjetti. Fyrir sumarbústaði ' '• , 1 .f. h f:. , fr fáið þið besta Prímusa og Olíuvddar í Gúmmibuxiir. Okkar ágætu, eftirspurðu gúmmíbuxur, fyrir börn og full- örðna, eru komnar aftur. Margar fallegar, ódýrar tegundir. — Ávalt best nð versla í EGGERT CLAESSEN hæatarjettarmál&flutningsmaSiir. Skrifstoía: OddfellowhtslB, Von&rstræti 10. (Inngangni nm amrturdyr). bísku bygyingabækurnar, " sem komu um daginn, og- gengu þá strax upp, eru nú komnar aftur. Þ. á. m. eru þessar: 25 Einfamilien-Hauser 25 gweifamilien-Hauser 25 Wohnlauben und Kleinstháuser 25 Kleinháuser 25 schöne Landhauser Wir wollen ein kleines Haus bauen. 25 Kleingárten Rund ums Haus Wohne schön und richtig Behaglich wohnen 25 preisgekrönte gimmer I. 25 preisgekrönte ^immer II. Verð hvers heftis að eins kr. 1.90. Lffsðbyrgðarfielagið ntlO V H HH íslandsdeildin: Líftryggingar. Barnatryggingar. Hjónatryggingar. Hilmar Thofs. lögfræðingur. Hafnarstræti 22. Sími 3001. Skrifstofutími: 10-12 or 2-5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.