Morgunblaðið - 03.07.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1934, Blaðsíða 8
 MORGUNBLAÐIÐ | Smá-auglýsingai| Brjmjólfur Þorláksson er flutt- «ur í Eiríksgötu 15. Sími 2675. M&lverk, vegg'myudir og m&rBj- tonar rammar. Freyjngðtu 11. Kaupum gamlan kopar. Vald. Paulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024.___________________________ Hefi fyrirliggjandi mublur, hentug'ar í sumarbústaði. Tæki- færisverð. Sími 4341. Nýja Reiðhjólaverkstæðið, — Laugaveg 79 — hefir nobkur ný- leg reiðhjól til sölu. Reiðhjólavið- gerðir fljótt afgreiddar við lágu verði. _ Heimabakarí Ástu Zebitz, Ei- ríksgötu 15, sími 2475. Gefið börnum kjarnabrauð. T*að t:r bætieiwanki oy noii. eu ódýrt. Það færst aðeins í Kaupfjeiags- btapðgerðinni, Bankastræti 2. — Sfmi 4562. Tölur og bnappar af miklu úr- vaii, sokkar ljósgráir, iakkbelti svört og livít. Versl. Hólmfr. Krjstjánsdóttir, Bankastræti 4. Silkitvinni í öllum litum. hör- tvinni og pilsstrengir nýkomið. Versí. H. Kristjándsdóttir, Banka- stræti 4. Slæ grasbletti við hús með hand- éláttuvjel (og ljá). Sími "2165. Cróð stofa til leigu, með eða án húsgagna. Túngötu 20, G-lænýr, hamflettur iundi. Aðal- fLskbúðin. Sími 3464. Norðnr. Norðnr. Næsta ferð til Akureyrar á þriðjudag. — Farþegar teknir til Hvammstanga, Blönduóss, Sauðárkróks og víðar. Verið vandlát qg akið aðeins í hinum bestn fáanlegu bií'reið^1 um og með traustustu bifreiðarstjórum. , Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. Vinnuföt, smekkbuxur, jakkar, sam- festingar og dreng'jabuxur, allar stærðir. ManGðester Sími 3894. Allskonar nýtt grænmeti. lækkað verð. Klein Baldursgötu 14. Sími 3073. - .?i WKfl Nú er Meilið H.S.I. timinn koaninn til að taka myndir. Myndavjelar, Kodak- og Agfa- filmur og' allar ljósmyndavörur fást hjá oss. Einnig framköllun, kopiering og stækkun. Komið og skoðið hinar stækk- uðu litmyndir vorar. Filmur yðar getið þjer líka fengið afgreiddar þannig. F. A. THIELE. Austurstræti 20. Verðlækitue: Kaffistell 6 manna með kökudisk, ekta postulín 10,00 Kaffistell sama 12 manna 16,00 Matarstell rósótt 6 manna 17,00 Eggjabikarar postulín 0,15 Desertdiskar postulín 0,40 Matskeiðar ryðfrítt stál 0,75 Matgafflar rvðí'rítt stál 0,75 Teskeiðar ryðfrítt stál 0,25i Borðhnífar ryðfríir 0,75 Vatnsglös þykk 0,25 Tannburstar í bulstri 0,50 Sjálfblekungar og skrúfblý- antar, settið 1,25’ alt nýkomið. I. SBna i Rkn. Bankastræti 11. Tómatar, Tröllasúra, blómkál, blaðlaukur, guirætur o. fl., kemur í dag. — Dilkakjöt, margskonar pylsur og kjötmeti, best til helgarjpnar á Sólvallagötu 9. Sveinn Þoikelsson. Sími 1969. Kfýjar í? KarÍIMliir r Garða- og sumarbústaðaeigendur. Þjer hafið ekki hálfa ánægju af garði yðar eða sumarbú- stað, ef ykkur vantar úti-stóla, borð og sólhlíf frá okkur Stórt úrval höfum við í ýmsum gerðum og litum. Húsgagnaverslunin við dðmkirkiuna. S'30É53BÍ3SS SvefeherberglshasBflDB póleruð, birki. nýkomin, smekkleg og vönduð. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar. Laugaveg 13. Grand-Hótei 86. iítilfjörlegu en hátíðlegu athöfn. — Svona gerir litla Flamm einhverntíma við mig, hugsaði innri maður hans, sem hann réði ekki við. — Þú ert svo svo ánægður á svipinn, hugsaði hann. Líður þér nú vel? Það er ekkert vont — eða hvað? Það verð- ur ekki vont, hugsaði hann. Bráðum kemur að því — bráðum. — Hefir yfirforstjórinn gert lögreglunni að- vart? spurði hann hikandi, um leið og hann rétti aftur úr sér. Preysing hristi höfuðið. — Vill herra yfirforstjórinn, að ég taki það að mér? Ég er reiðu- búinn til þess fyrir herra yfirforstjórann, sagði hann. Þótt undarlegt megi virðast, var Preysing miklu léttara nú er Kringelein var kominn inn í her- bergið til hans og tjáði sig, í kurteisum undirtyllu- tón, reiðubúinn til að framkvæma skipanir hans. — Jú, strax. Ekki enn. Bíðið þér dálítið, hvísl- aði hann. Þetta líktist ströngu, ógreinilegu fyrir- skipununum, sem voru hin venjulega plága starfs- fólksins í verksmiðjunni. — Þér rieyðist til'að tilkynna gamla manninum það, sem skeð hefir, sagði Kringelein. Óskar yfir- forstjórinn, að eg serwli skeyti heim? — Nei, nei, sagði Prevsing, og hvíslaði hásum rómi og bar óðan á, svo hvíslið lét hæjra en óp. — Það væri að minnsta kosti skynsamlegt fyrir yfirforstjórann að útvega sér málfærslumann. Það er að vísu orðið áliðið næturinnar, en 1 svona ó- óvenjulegu tilfelli væri hægt að síma til málfærslu- manns. Sennilega verður herra yfirforstjórinn strax settur í gæsluvarðhald. Eg er reiðubúinn til að gera það, sem nauðsyniegt kann að verða herra yfirforstjóranum, áður en ég fer héðan, sagði Kringelein, og hélt áfram að bjóða þjónustu sína. Hann hafði það mjög á tilfinningunni, að hér væri hann mitt í, óvenjulegum viðburðum, og hin hefl- uðu orðatiltæki, er hann vriðhafði, féllu honum Æjálfum vel í geð, og voru í samræmi við kringum- stæðurnar. En þessi kurteisi, sem hann sýndi hin- um úrvinda yfirforstjóra, átti sér einkennilegar rætur. Hann stóð þarna, lítill en hnarreistur, sem sigurvegari í ævalöngum ófriði, sem Preysing hafði þangað til í dag, ekki haft hugmynd um. Nú var ekkert lengur eftir af reiðinni, magnleysinu og kvíðanum — ekki vitund eftir af Fredersdorf- til- finningunum yfirleitt. Ef til vill svolítill vottur af vúrðingu, þessari undarlegu, óskiljanlega virðingu, sem menn finna til gagnvart þeim, sem hafa gert þeim eitthvað illt -— en það, sem jafnframt gerði hann svona kurteisan, var einskonar meðaumkun og sigurgleði. — Þér getið ekki farið burt héðan, hvísiaði Preysing úr sæti sínu á þvottarkörfunni. Þér þafið hér hlutverk að inna af hendi og eg þarf yðar við. Það kemur ekki til mála, að þér farið héðan. Þetta síðasta var alveg eins og höstug neitun um orloí. Kringelein hefði brosað að því, ef það hefði ekki valdið honum svo sárrar kvalar, að Gaigern lá þarna marflatur á gólfinu með dautt höfuðið á hörðum fjölunum. — Yðar þarf við sem vitnis. Þér verðið að vera hér þegar lögreglan kemur, skipaði Preysing. — Vitnisbui'ður minn tekur ekki langan tíma. Annars er eg veikur og þarf að fara mér til lækn- inga á morgun, sagði Kringelein, derrinn. — Já, en þér hafið þekkt þennan mann, flýtti Preysing sér að segja. — Og kvensniftina líka! — Baróninn var vinur minn. Ungfrúin leitaði verndar minnar, þegar eftir morðið, sagði Kringe- lein á góðu blaðamannamáli. Hreyknin þandi út brjóst hans. Hann var ánægður með sjálfan sig, og þóttist maður til að mæta því, sem fyrir kæmi. — Maðurinn var innbrotsþjófur. Hann hefir stolið veskinu mínu. Það hlýtur að finnast á hon- um. Og eg hefi ekki hreyft við honum. Kringelein leit niður á Gaigern — og það var svo einkennilegt, að hann, sem lá þarna þögull meðan hinir töluðu, virtist samt brosa á einhvern óljósan hátt, sem ekki varð skýrður. Hann ýppti öxium undir skraddarabómullunni í nýju fötun- um. — Það er hugsanlegt, hugsaði hann með sér ' það er hugsanlegt, að hann hafi verið innbrots- þjófur. En er það nokkurt atriði í málinu? í heimi þar sem menn græða þúsundir, eða þúsundum sam-- an og vinna þúsundir í spilum — er eitt vesalt veski ekkert aðalatriði. Allt í einu vaknaði Preysing úr hugsanamóki sínu. — Hvernig komust þér hingað inn? Hver hefir sent yður hingað? Fröken Flamm? spurði hann hvasst. Þannig fekk Kringelein að vita borgara- nafn ungfrú Flamm. — Já, ungfrú Flamm, svaraði hann. Ungfrúin i er stödd í herbergi mínu. Hún hefir sent mig hing- að til að ná í farangur sinn, til þess að hún geti verið klædd þegar lögreglan kemur. Hún var það alls ekki, þegar hún féll í ómegin. Preysing athugaði þetta bókmálssvar tvær mín- útur. — Ungfrú Flamm verður yfn’heyrð, sagði hann t síðan, og skein angistin og örvæntingin út, úr orðunum. — Já, svaraði Kringelein, stuttaralega. — Það stendur vonandi ekki lengi yfir. Ungfrúin fer héð- an með mér á morgun. Eg hefi boðið henni stöðu, bættti hann við, og nú urðu líka kinnar hans fölar af eintómri tilfinningasemi, sigurgleði og hreykni. En í þessu augnabliki var Preysing alls ekki karl- maður og fjarri því að ætla að fara að berjast um konur. Hann hafði ekki hugmynd um þýð- ingu þess fyrir Kringelein, að fá hana frá honum, — að það var.í Kringeleins augum geysilegt atriði — undur — hámarkið af sigri yfir keppinautn- um. — Farangur ungfrú Flamm er inni í herbergi hennar, nr. 72. Næstu dyr til vinbtri, sagði hann og reyndi að standa upp, en hnén voru of máttlaus. Það var eins og öll liðamót hans væri dauð og full af sandi; þau vildu ekki hlýðnast honum. Og líkið lá enn þarna á gólfinu___... En þegar Kringelein var kominn út að dyrum ■ og að því kominn. að< skilja Pi’-eysing eftir einan, . *.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.