Morgunblaðið - 17.07.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBL.AÐIÐ S Ingólfur Gíslason hjeraðslæknir í Borgurneei er sextugur í dag. Þessu myndi euginn trúa, sem < fema ætti eftir útliti Ingólfs, og <ekki vissi u m aldur hans. Samt sem áður er það satt, að hann er fæddur fyrir sextíu árum, að Þverá í Dalsmynni. Ættfæra þarf hann ekki. Svo landskunn eru þau systkyn. Ingólfur varð stúdent 1896, með fyrstu einkunn. Gekk síðan í Læknaskólann í Reykjavík oglauk fullnaðarprófi í læknisfræði snemma á árinu 1901 með fyrstu ■ einkunn. Fór hann þá til útlanda ■ og dvaldi þar um tíma á sjúkrá" húsum, en var svo síðar, það sama ,ár, skipaður h jéraðslæknir í Reyk- • dælahjeraði. — Þar dvaldi hann um 5 ára skeið, en varð þá hjer- . a'ðskeknir í Vopnafirði, árið 1906. t því hjeraði sat hann þangað til ,á miðju ári 1923, er hann tók við : Borgarhesh jeraði. Hann hefir því verið lijeraðs- : læknir um þriðjung aldar. Og þegar þess er gætt, að mestan ' þann tíma hefir hann gengt ein- hverju alira erfiðasta hjeraðinu ; á íslandi, þá er það eitt út af fyrir sig næg sönnun þess, hví- líkur þrekmaður og karlmenni Ingólfur er og hefir verið, að enn skuli hann sýnast á Ijettastaskeiði. Og það þrátt fyrir alla ósjerhlífni, • er hann jafnan liefir sýnt í störf- ■ um sínum, og allar j>ær svaðil- farir og þrekraunir, sem hann hef- ir lent í. Það var áreiðanlega ekki heiglum hent,, að vera læknir í Vopnafjarðarhjeraði, enda myndu 'þeir þar eystra, geta sagt af Ing" ólfi margar hreysti- og dugnaðar- sögur, ef eftir væri leitað. Það er því áreiðanlega ekki ofmælt, þó sagt sje um hann, að í hreysti og 'harðfengi, hafi hann verið sómi ■ sinnar stjettar og getur ekki öllu ’ 'betra hrós, því vel l>efir verið um marga stjettarbræður hans í þess- ' um efnum. Ingólfur hefir látið sjer mjög . ant um að halda við læknisment - sinni. Hefir hann því oft farið til útlanda til framhaldsnáms. Hann ' hefir því, að verðleikum, ætíð notið liinna bestu vinsælda og • trausts lijeraðsbúa sinni, enda lip- urmenni hið mesta og nærgætinn • við sjúklinga sína. — Hann hefir ' og verið mjög áhugasamur um fjelagsmál stjettarbræðra sinna og einnig látið heilbrigðismál og stjórnmál til sín taka. Annars hefir Ingólfur fjöldann allan af þeim kostum, sem einn Islending mega prýða. Hann er fríður sýnum og íturvaxinn. Mætti sjálfsagt um hann ségja eins og' nafna hans *forðum „Allar vildu • meyjar með Ingólfi ganga“. Hann «er fimur maður og snarmenni, skjótráður og skáldmæltur með afbrigðum. Br það alkunna, ekki síst meðal stjettarbræðra hans, hve bráðslsemtileg og hnyttin tæki- færiskvæði hans eru. Enda er margt af kvæðum hans og kviðl- ingum löngu landfleygt orðið. — Ingólfur er gleðimaður í fjelags- skap og hrókur alls fagnaðar, þar sem hann má því við koma, ræðu- maður góður og oft bráðfyndinn og- skemtilegur í ræðum sínum. í sambandi við alt þetta á hann andlegt og líkamlegt þrek til þess að lifa lífinu blátt áfram, njóta þess og bjóða því byrginn. Alla þéssa kosti á hann ennþá í ríkum mæli. — Hjer er því um engan meðalmann að ræða. Þá má ekki gleyma einum hans besta kosti, sem er gestrisni hans. Henni þarf ekki að lýsa, Hún er kunn svo mörgum, leikum sem lærðum, ekki síst þeim, sem um Borgarnes eiga leið. — En þar fær liann ekki að vera einn um hrósið, því þar hefjr hann full' komna og ágæta aðstoð, þar sem er hin ágæta kona hans, frú Odd- ný. Eru þau samvalin um hlý- legar viðtökur og gleðibrag á þeirra ágæta heimili. , Það var aldrei tilætlunin, með línum þessum, að rita sög'u Ingólfs. Til þess, er æfi hans of skamt komið, því ekki hyllir enn undir ellina. Enda munu þeir, sem sjá Ingólf í dag', í engum vafa um að hann á enn eftir að vinna mikið starf, og langt er enn til sögu- loka. — Munu og allir vona það og óska þess af heilum liug. Nei. Ilitt var erindi þessara orða, að flytja hlýjar kveðjur og heilaóskir góður vini og' fjelaga, og jafnframt nota þessi tímamót í lífi hans, til þess að benda á góðan dreng og merkan mann innan læknastjettarinnar íslensku. Heill þjer Ingólfur! ágæti fje- lagi. Sómi þinnár stjettar! , Pjelagar. Síldarútgerð útlend- inga við Island. Tveir sænskir leið- angrar, tveir finskir, einn hollenskur, einn eistlenskur komnir til Sifflufjarðar. Siglufirði 15. júlí F.Ú. Sænskur síldarleiðangur kom hingað til Siglufjarðar í gær, með tvö mótorskip, 1500 og 5000 smá- lesta, og 10 veiðiskip, 40—50 smá- lesta. Annar sænskur síldveiði- leiðangur ltom í dag, og var qitt móðurskip og 8 veiðiskip, af sömu stærð og hin. Einnig eru' komnir hingað til Siglufjarðar tveir finskir síld- veiðileiðangur, 2 móðurskip og 9 veiðiskip; einnig eistlenskur leið- angur fimm skip, öll stór, og einn hollenskur. Von er á fleirum. í dag er sama síldarleysið, eii frjetst hefir að hollenskir síld" veiðimenn liafi fengið síld norður undir ísbrún. Fjöldi útlendra veiðiskipa er hjer á Siglufirði í dag. Skólaleiðangurinn til Noregs. í gærdag barst Norræna fjelaginu eftirfarandi skeyti frá honum: f sólskinsskapi á Flöjen (hjá Bergen). Kærar kveðjur. ísak. Goðafoss fer annað kvöld í hrað ferð vestur og norður. Dagbók. Veðr.ið (mánudag ld. 17): All- djúp Iægð yfir hafinu milli Is- lands og' Skotlands. Hjer á landi er víðast hæg N. eða A-átt, nema sumst. á SV-landi slær fyrir á S., enda eru þar skúraleiðingar. Út" lit er fyrir að heldur muni lierða á N-áttinni á morgun á Vesturl. Veðurútlit í Rvík í dag: N-gola. Senni 1 ega úrkomulaust. Hjónaband. Síðastliðinn laugar- dag voru gefin saman í lijóna- band af' síra Bjarna Jónssyni, ung- frú Asta Þorgrímsdóttir, og Er- lendur Jóhannsson, til lieimilis á Öldugötu 16. Samskotin. í samskotalista í blaðinu í fyrradag misprentaðist frá Minnu 25 kr., átti að vera frá Minna. Heimsókn H. I. K. Þeir knatt- spyrnumenn, sem hafa hugsað sjer að taka þátt í ferðalagi að Gull- fossi á morgun með dönsku knatt- spyrnumönnunum gefi sig fram við Guðjón Einarssön á skrifstofu K. R. milli kl. 5—7 e. h. í dag'. Jóhannes Áskelsson fór í morg' un norður í land með bíl. Er ferð- inni heitið til Tjörness og verður liann þar um mánaðartíma við rannsóknir á pliocene-lögunum. Guðm. G. Bárðarson heitinn hafði byrjað á þessum nauðsynlegu rannsóknum en þeim var enn hvergi nærri lokið við fráfall hans. í plioeene-lögunum eru elstu sævarmyndanir og eru þau að mörgu öðru merkileg fyrir vís- indin. Eimskip. Gullfoss fór frá Kaup- mannahöfn á laugardag á leið til Vestmannaeyja. Goðafoss fer vestur og norður á morgun. Brú- arfoss fer til Leith og' Kaup- mannahafnar í kvöld. Dettifoss kom til Hull í gærmorgun, fór þaðan í gærkvöld áleiðis til Ham- borgar. Lagarfoss kom til Leith í gær. Selfoss er á Austfjörðum Úr Strandasýslu ea* skrifað 10. júlí: Tíðarfar er nú lilýtt og gott. Vorið var fremur kalt fram yfir Ilvítasunnu, en eftir það fór að hlýna og hefir verið besta tíð síð' an. Grasspretta er orðin góð á túnum og lítur vel út á eng'jum. Sláttur er alment byrjaður. Fisk- afli hefir verið tregur. Síldarbræðslustöð er Alliance- fjelagið nú að byggja á Djúpu- vík við Reykjarfjörð. Hyggja bændur þar í grend gott til þess fyrirtækis. Einhver síldarútgerð er sagt að muni líka verða á Ing- ólfsfirði í sumar. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19.25 Tónleikar. 19,50 Tónleikar. 2O,00Klukkusláttur. — Tónleikar: Píanó-sóló (Emil Thoroddsen). 20.25 Erindi Kennarasambandsisn: Skólar og skólastefnur (Snorri Sigfússon skólast jóri). 21,00 Frjettir. 21.30 Einsöngur: Marie Louise Ussing. Landskjörstjórn liafa nú borist skýrslur úr öllum kjördæmum, þó óglöggar frá Akureyri og þarf því viðbótarskýrslu þaðan. Formaður landskjíörstjórnar, Jón Asbjörns- son hrm. skýrði Mbl. svo frá í gær, að landskjörstjórn myndi koma saman í dag, en það g'æti varla orðið nema undirbimingsfundur. IJp]) úr því yrði auglýst staður og stund, þar sem landskjörstjórn kæmi saman til að úthluta upp" bótarþingsætum'. Brúarfoss fer í kvöld til Vest- maniiaeyja, þaðan til Leith, Gríms- by og Kaupmannahafnar. SkrifstofastðlkB getur nú þegar fengið stöðu lijá verksmiðju hjer í bænum. Verður að annast innheimtu hjá viðskiftamönnmn og sjá um mánaðarreikn' ing'a. — Þarf að vera vel fær í vjelritun og ensku eða þýsku. — Eíginhandar umsókn ásamt skýringum um fyrverandi stöður og meðmæli ef til eru, sendist, merkt „Skrifstofustúlka“, til A. S. í. Stöður við Sfúdentagarðinn. Við stúdentagarðinn, sem opnaður verður til afnota 1. okt. næst- komandi, að öllu forfall-alausu, eru þessar stöður lausar: 1. Brytastaða. 2. Kyndara- og dyravarðarstaða. Ætlast er til, að brytinn annist matsölu fyrir eigin reikning' og sjái um ræstingu. Komið getur ril mála að brytinn taki einnig' að sjer að sjá um kyndingu og dýravörslu. Brytanum eru engin laun ætluð, en hann fær ókeypis íbúð, hita og eldsneyti í stúdentagarðinum. Kyndaranum er ætluð 2 ja herb. íbúð, ljós og hiti ókeypis og 100 krónur á mánuði. Skriflegar umsóknir, stílaðar til stjórnar stúdentagarðsins, send- ist undirrituðum fyrir 1. ágúst næstkomandi. Níels Dungaí. Flelso malvOruKeupmanne fer skemtifðr til Þingvalla næstkomandi simnndag, þann 22. þ. m. Farið verður af stað frá Lækjartorgi kl. 9 árd., stundvíslega, í bílum frá Bifreiðastöð íslands. Þátttökugjald 9 krónur fyrir fjelagsmenn og gesti þeirra. Hálft gjald fyrir börn. Innifalið í þátttökugjaldinu er bílfar fram og aft- ur og' sameiginlegt borðhald í „Valhöll“ (2 rjeltir og ábætir). Enn- fremur dans. Þátttakendur verða að hafa gefið sig fram í síðasta lagi fyrir kl. 3 á föstudag. Farmiðar seldir í versl. Halldórs R. Gunnarssonar, Aðalstr. 6 og Versl. Vaðnes, Laugaveg 28. SKEMTINEFNDIN. Til Akureyrar eru næst ferðir á fimtudag og föstudag kl. 8 árd. Farþegar teknir áleiðis svo sem til Hvammstanga, Blönduóss, Sauðárkróks og víðar. Bifreiðastöð Steindórs. Símí Í580. Gullbrúðkaup áttu á sunnudag- inn, Anna Sigurðardóttir og Guð' laugur Ásmundsson í Fremstafelli, S.-Þingeyjarsýslu. Þau eru bæði hálfáttræð. Veislufagnaður fór fram í trjágarði hjá bænum og voru þar 180 boðsgestir. Fískafli er óvenju góður í Norð firði. Mikil síld hefir sjest tvær sjómílur út af Horni og er búist við að síldin komi inn í firðina innan skams. Dönsku nemendurnir frá Östre Borgerdydskole fóru í gærmorg- un í ferðalag' austur yfir fjall. Með þeim fóru nokkrir nemendur og kennarar Mentaskólans. Var för- inni heitið að Ásólfsstöðum í gær. Munu þeir síðan skoða Þjórsár- dalinn. Á heimleiðinni verður kom ið við hjá Gullfossi og Geysi. Skólahúsið að Strönd á Rang- árvöllum verður vígt á sunnudag- inn.kemur. Samkoma byrjar kl. 4. Engin síldveiði er enn fyrir norðan ,svo teljandi sje. Ríkis- bræðslan á Siglufirði hefir enn ekki tekið á móti nema ca. 25.000 EGGERT CLAESSEN hnitarjettarmálaflutniiigiinaðar. Skrifstofa: OddfenowhúaM, Vonarstræti 10. (Inngangur um amturdyr). málum. Sjor er mjög lilýr nyrðra og átulaus á yfirborði, en í þeirri síld, sem fengist hefir, hefir ver- ið áta og' virðist það benda til þess að átan haldi sig nokkuð djúpt. Til Þingvalla bauð mótanefndin dönsku knattspyrnumönnunum í gær. Fengu þeir afbragðs veður þar og þótti Dönunum mikið til fegurðar staðarins koma eins og nærri má geta. Forseti f. S. í. helt ræðu að Ijögbergi og skýrði sögu Þing'valla í stuttu máli. Síðan af- henti liann hverjum hinna dönsku knattspyrnumanna f. S. í merkið til minningar um komuna. Tvö skemtiferðaskip verða hjer á morgun, Arandora Star og At- lantis. Eru Jiau bæði ensk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.