Morgunblaðið - 22.07.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.07.1934, Blaðsíða 5
II ORfíUN BLAÐIÐ 5 Hf hveriu nota peir, som besta bekk- ingu.hafa ð vörum til bökunar ávalt Hf bvf að heir reynast bestir og diýgstir. Suniiirkjólíi efni Peysur. Blússur. Pyls. Silkisokkar, ljósir. Barnasokkar. Nærfatnaður, allskonar. Morgunkjólar. Sloppar. Svuntur. Versl. Vlk. Laugaveg 52. — Sími 4485. ÓbrOtlliBtt: Bollapör, parið............1.55 Drykkjarkönnur.............1.10 Matardislcar...............1.35 Vatnsglös..................0.75 Vínbykarar............... 0.65 Nýkomið. Nýkomið. Bankastræti 11. Nýju bankaseðlarnir. Landsbankinn hefir látið prenta nýja gerð bankaseðla, 5, 10, 50 og 100 króna. Eru nú 10 króna seðlarnir komnir í umferð með því að skortur hafði verið orðinn á þeim seðlum, en aftur er eitthvað eftir af hinum þrem- ur tegundunum af gömlu gerð- inni, og mun eiga að nota þá meðan til eru. — Viðkunnanleg- ast hefði verið að skifta alveg um strax og kalla inn alla seðla af eldri gerð og þar á meðal ís- landsbankaseðlana gömlu, en því er til svarað, að seðlagerð sje dýr og því rjett að nota upp þær birgðir sem eftir eru, en þær munu nú senn á þrotum. Og að sjálfsögðu mun bankinn ekki bíða þangað til gömlu seðlarnir eru alveg uppslitnir, enda sú regla verið höfð í seinni tíð, að bankinn ljeti ekki úti nema sæmi lega útlítandi seðla. Og þó altaf sje allmikið af ljótum seðlum í umferð, einkum úti um land, kemur það af því að menn van- rækja að senda þá og fáþeimskift. Nýju seðlarnir eru prentaðir í Englandi hjá einu hinu besta seðlafirma þar í landi, enda bera þeir það með sjer að þeir eru miklu vandaðri að öllum frá- gangi en gömlu seðlarnir. Er lögð sjerstök áhersla á að erfitt sje að falsa þá, meðal annars litsetningunni hagað sjerstak- ega, og svo er auður blettur með vatnsmerki, sem nú reyndar ekki er til prýði, en algengt að hafa á seðlurn til tryggingar gegn fölsun. — Annars eru seðl- arnir hinir ásjálegustu og er teikningin gerð með hliðsjón af skrautstöfum úr gömlum íslensk um hándritum. Pappírinn í þeim er þynnri en í gömlu seðlunum og að því er virðist betri, og hvít ari er hann en oftlega tíðkast um útlenda seðla, svo að þeir verða ekki síður en sagt var um þá gömlu, „næmur mælikvarði á þrifnað þjóðarinnar“. — Það á því við sjerstaklega nú, að áminna menn um að fara vel með hina nýju seðla, taka ekki á þeim með óhreinum höndum, kvola þá ekki nje böggla þeim illa brotnum niður í buddur eins og altítt er. Sem flestir ættu að fá sjer veski fyrir brjef og seðla, og mundi fara vel á því að bank- arnir hefðu slík veski til sölu með vægu verði, sem og tíðkast sums staðar erlendis, svo að fólk læri að seðlar eiga heima í veskj um en ekki í buddum. — Þá eiga verslanir og allir þeir sem ein- hverja peningaveltu hafa, að gera sjer að skyldu að láta ekki úti óhreina eða rifna seðla, held- ur fá þeim skift í bankanum fyr- ir hreina. Sjerstaklega ætti að gæta þess að láta útlenda ferða- menn fá sem hreinasta seðla, eigi arðeins af sjálfsögðum þrifn- aðarástæðum heldur og vegna þess að ferðamenn taka oft með sjer til minja peninga frá þeim löndum sem þeir koma til, og það er gróði fyrir landið að þeir geri sem mest að því. Með tilliti til peningasafnara og svo í aug- lýsingaskyni hefði verið rjett að hafa á seðlunum talsvert meira úrval af íslenskum myndum, sem dreifa hefði mátt á töluröð- ina eftir ákveðnum reglum. — Mætti athuga það síðar. Á þeim seðlum sem nú hafa verið prent- aðir, eru fjórar myndir, ein aft- an á hverri tegund — á 5 kr. mynd af Landsbankanum, á 10 kr. Gullfoss, á 50 kr. Vestmanna eyjahöfn og á 100 kr. fjársafn við Þjórsá. gæti hann þar staðið vel að vígi sakir kunnugleika hjer. En nú hefir þessi erlendi um- boðssali, að því er Morgnnblaðið hefir sannfrjett, hagað sjer þannig í gai-ð íslendinga, að víta verður harðlega. Hann hefir skrifað er- lendum stjórnarvöldum og kvart- að um það, að hann fengi ekki innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir vörur þær, sem hann vildi selja á íslandi. Og hann hefir snúið sjer til fulltrúa þeirrar stjórnar, sem hann, sakir kunnug- leika hjer, g'at búist við að kvört- un hans gæti komið óánægju af stað, og orðið okkur sjerstaklega skaðleg vegna yfirstandandi samn- jinga. En. því ódrengilegri er þessi [ aðferð hjá Obenhaupt, að vera að senda kvörtun til stjórnarfulltrúa þessa lands, sem oss íslendingum ríður mest á að lialda vinfengi við. , Þessi aðferð, að fara með kvart- anir til erlendra stjórnarvalda, mun, sem betur fer, vera óþekt fyrirbrigði meðal heiðvirðrá, kaup- sýslumanna. Þeir yrðu a. m. k. að vera beittir miklum órjetti, sem ekki fengist leiðrjettur, ef þessi leið væri farin. En hefir hr. Obenhaupt verið órjetti beittur? Hann er ekki ís- lenskur þegn, rekur enga verslun hjer á landi, og greiðir hjer enga skatta. Hann á því engan rjett á innflutnings- og gjaldeyrisleyfum hjer, Að sjálfsögðu hafa hlutaðeig- andi erlend stjórnarvöld fengið hinar rjettu upplýsingar^ viðvíkj- andi framferði Obenhaupts, og' er þess því að vænta, að þessi miður drengilega aðferð hans liafi ekki getað skaðað okkur... Kn íslenskir kaupsýslumenn ættu hjer éftir að þekkja betur þennan erienda, um- boðssala. Varasamir menn. Landhelgisvamir Norðmanna. Illur kurr í Bretum út af þeim. Erlendur umboðssali reynir að pota sjer áfram á miður drengilegan hátt. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að vjer íslendingar eigum við marg'skonar og' mikla erfið- leika að etja í viðskiftum við erlendar þjóðir. Hjer heima eigum vjer við að glíma gjaldeyrisskort svo tilfinn- anlegan að öl] viðskifti eru fjötr- uð, vegna þess að miðla þarf þeim gjaldeyri, sem til fellur. Erlendis eigv\m vjer við að stríða magnaða hafta- og ófrelsis- stefnu, sem hefir orðið ofan á í öllum okkar aðal viðskiftalöndum. Þessir margháttuðu erfiðleikar koma að sjálfsögðu þyng-st niður á verslunarstjett þjóðarinnar. Hennar lífsstart’ er lamað. Hún hefir orðið að draga mjög' s^man seglin og fjþldi fólks, sem hefir haft góða 'atvinnu við verslunar- störf, hefir bæst við atvinnuleys- ingjahópinn. En íslenska verslunarstjettin hefir skilið érfiðleikana og þess vegna hefir hún sætt sig furðulega við þær hömlur, sem lagðar Iiafa verið á hennar atvinnugrein. 11ún hefir vonað, að brátt færi að rofa til, og' þá myndi frjáls viðskifti aftur fá notið sín. Hennar eina krafa hefir verið sú til stjórnar- valdanna, að trygt væri, að full- komið rjettlæti ríkti við útlilutun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa. Verður ekki sagt, að síí krafa sje ranglát. En á meðan íslenska verslunar- stjettin verður að þola allskonar þrenging'ar vegna óáranar þeirrar sem ríkir í verslun- og viðskiftum, koma erlendir menn fram á sjón- arsviðið og reyna að nota þá erf- iðleika, sem þjóðin á við að stríða, til þess að pota sjálfum sjer áfram á miður drengilegan hátt. Einn þessara manna er A. Oben- haupt, umhoðssali í Hamborg', sem margir Reykvíkingar kannast við frá dvöl hans lijer á fyrri -árum. Þessi maðnr rekur ekki lengur neina verslun hjer á landi, hann er ekki víslenskur ríkisborgari og greiðir enga skatta hjer. Hann fluttist alfari til Þýskalands 1930 og settist að í Hamborg og' mun starfa þar sem umboðssali. Hann liefir reynt að halda viðskiftum við ísland sem umboðssali, enda A fundi í neðri deild breska þingsins 9. júní mintist þing- maður Hull, K. Law (hann er sonur Bonar Law) á meðferð Norð manna á breskum togurum. Hann kvað það upplýst að breska stjórn- in væri nú að leita samkomulags við Norðmenn um þetta efni. En ef enginn verði árangur af þessu vænti menn þess, að breska, st-jórn- in sýndi Norðmönnum í tvo heim- ana. Norðmenn meg'i ekki láta sjer detta það í liug að Bretar geti ekki náð sjer niðri á þeim á ann- an hátt, ef þessar samkomulags- tilraunir stranda, Ef nauðsyn krefur verði breska stjórnin að taka sterklega í taumana og koma norsku stjórninni í skilning nm það, að Bretland geti ekki þolað það lengur að Norðmenn ásæki breska togara eins og þeir ln.fa g'ert. Ef breska stjórnin ætli að hiunma þetta fram af sjer, þá hljóti að reka að því, að einhver enslr togaraskipshöfn taki málið í sínar hendur og neiti að láta taka sig' fasta, þar sem hún er að veiðum á alþjóðamiðnm. Og ‘það geti orðið slæmt og valdið meiri, vandræðum en mi sje á ferðinni. Það má líta svo á, að árangurinn af þessari ræðu sje sá, að breska HOTEL'tROSENKRANTS BERGEN, NORGE. Er í miðjum bænum við Þýskubryggju. Herbergi með heitu og köldu vatni, síma og baði. Sanngjarnt verð. EinlHar bláar \ manchettskyrtur, allar stærðir á kr. 6.50. Maniiliester Laugaveg 40. Sími 3894. Þetta Suðusúkkulaði er uppáhald aílra hásmæðra. Nýslátrað sauðakjot. Frosið dilkakjöt. Saxað kjöt. To- matar. Nvjar næpur. .Nýjar ísl rófur. — Ennfremur allskonar ný- lenduvörur, hreinlætisvörur og sælgæti. Nýjtx Sólvaílabúðírnar. Sveínn Þorkelsson. Sími 1969. stjórnin hefir rni ákveðið að sendá e'ftirlitsskipið „Harebell" til Nor- egs. til þess að athuga alt viðvíkj- andi töku breskra togara fyrir veiðar í landhelgi. Nú er það kunnugt að Norðmenn hafa sjálfir ákveðið landhelg-i sína 4 mílur, en þá landlielgi hafa Bretar aldrei viðurkent. Munu ýmsir enskir togarar hafa verið teknir og sekt- aðir í Noregi fyrir veiðar í land- helgi þótt þeir vasru fyrir utan hina alþjóða-yiðurkendu þriggja mílna línu. „Harebell“ fer fyfst til Hnll og ætlav foringinn að eiga þar tal við togaraeigendur þá, er þetta mál varðar. Þvínæst mun hann bjóða foringja norsks varðskips að þeir sigli saman um fiskislóðirnar og' mæli upp alla þá staði, þar sem breskir togarar hafa verið teknir fyrir landhelgisveiðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.