Morgunblaðið - 19.08.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1934, Blaðsíða 2
2 bí a bxb Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Rltstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Austurstræti £. — Sími 1600. Aug-lýsing-astjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuði. Utanlands kr. 2.50 á mánuði í lausasölu 10 aura eintakið. 20 aura með Lesbók. „Bölvans staðreyndirnar*‘. Alþýðublaðið hefir mikið gum að af því, síðan Haraldur Guð- mundsson settist í atvinnumála- ráð^errasætið, að Haraldur teldi aðalhlutverk sitt í stjórn- inni, að ráða bót á atvinnuleys- inu. Það var og fyrsta loforðið í samningi hinna rauðu, að nú skyldi alt atvinnuleysi hverfa. En í gær skýrir Alþýðublaðið frá því, að fulltrúar bæjarráðs Reykjavíkur hafi farið á fund atvinnumálaráðherra, til þess að spyrjast fyrir um, hvort bærinn mætti vænta stuðnings ríkis- Stjómarinnar um framhald at- vinnubótávinnu í bænum, þann- ig, að ríkið styrkti þá vinnu að einum þriðja hluta,'eins og ráð er fyrir gert í f járlögum. Að því er Alþýðublaðið herm ir, svaraði Haraldur Guðmunds- son fulltrúum bæjarráðs á þann veg, að búið væri að lofa Reykjavíkurbæ helmingnum af því fje, sem áætlað væri í fjár- lögum til atvinnubóta. Og á meðan ekki væri sjeð, hvað þyrfti að leggja til atvinnubóta annars staðar á landinu, gæti hann engu ákveðnu lofað Rvíkurbæ. Og þar sem þing kæmi saman í október, sem myndi taka þessi mái til með- ferðar, „gæti hann ekki gefið nein frekari loforð“, segir Al- þýðublaðið. Meira hefir Alþýðublaðið ekki um þetta að segja. En hvernig halda menn að sungið hefði í þeim tálknum, ef Magnús Guðmundsson eða Þor- steinn Briem hefði gerið at- vinnumálaráðherra ? Myndi því þá hafa verið tekið með þögn- inni, að ráðherra segði, að meira fje væri ekki á f járlagaáætlun? Bærinn hefir einnig sína f jár- hagsáætlun, og hann er búinn að verja öllu því fje, sem áætl- að var. En hvenær hafa sósíal- istarnir í bæjarstjórn tekið til- lit til þessa? Nýlega birti Alþýðublaðið grein eftir norskan sósíalista, Ole Colbjörnsen að nafni. Grein arhöf. gerir þar höfuðgreinar- mun á því, að tala, skrifa og heimta, og svo hinu, að fram- kvæma. Þegar til framkvæmd- anna kemur, „megum vjer ekki standa alls fjarri öllum veru- leika“, segir greinarhöf. og bæt- ir við: „Þá megum vjer ekki að- eins reikna með hinum himn- esku líkindum heldur bölvans ekki sem staðreyndunum“. Skyldi Haraldur Guðmunds- son nú farinn að reka sig á ,,bölvans“ staðreyndirnar? MORGUNBLAÐIÐ Baráttan fyrir lýðræðinu. Efnr að Framsóknarflokkur- ínn grip til þess einræðis vorið 19$1, að hleypa upp þinginu og brjótaC’ stjórnarskrá landsins, var\, jmö Sjálfstæðisflokkurinn sem tok forystuna í baráttunni fyrir lýðræðinu í þessu landi og hann hefir haldið þeirri forystu síðan. Sjálfstæðisflokkurinn dró upp merki lýðræðisins með þeirri kröfu, að rjettur manna til á- hrifa á skipan Alþingis yrði jafn — jafn kosningarrjettur allra kjósenda. Þessi lýðræðiskrafa er enn æðsta boðorð Sjálfstæðisflokks- ins. Sú lausn sem fekst á þessi mál með stjórnarskrárbreyting- unni og kosningalögunum nýju er fjarri því, að gefa fullkomið rjettlæti og getur því ekki orðið hið endanlega takmark. Sjálf- stæðisflokkurinn mun því '&alda áfram baráttunni, uns trygt hefir verið fullkomið lýðræði. Lýðræði á borði. En Sjálfstæðisflokknum hefir jafnan verið það ljóst, að ekki er nóg að hafa lýðræði í orði — í stjórnarskrá landsins — það þarf einnig að vera á borði. Það er lítilsvirði, að búa við stjórnarskrá þrungna af lýðræö- ishugsjónum, ef ekkert er hirt' um hitt, að vernda það skipu- lag, sem stjórnarskráin boðar. Þjðð, *sem viir búa víð lýðræði,; verður að sýna þann manndóm, að haía til nægar varnir til þess að halda við sínu skipulagi, því ella hlýtur lýðræðið fyr eða síð- ar að hrynja til grunna. Þ'etta hefir Sjálfstæðisflokkn- um jafnan verið ljóst. Þess vegna hefir hann — í beinu á- framhaldi af lýðræðiskröfunni — sett fram aðra kröfu — kröfu um lýðræðisvald í þessu landi. Á þessu byggir ílokkur- inn þá kröfu sína, að öflug lög- regla sje til á hverjum tíma, þannig að lýðræðinu geti aldrei stafað hætta af ofbeldis- eða byltingaflokkum, sem sitja á svikráðum við þjóðskipulagio. Ofbeldisflokkur kommúnista Alkunnugt er, að hjer á landi hefir í nokkur ár starfað flokk- ur kommúnista, sem hefir það að yfirlýstu takmarki að gera árás á núv. þjóðskipulag og granda því með byltingu, hve- nær sem tækifæri gefst. Þessi óaldarflokkur hefir aúð vdtað horn í síðu allrar lögreglu því að hann veit mjög vel, að því öflugri sem lögreglan er því fjarlægara er hans takmark. Það þurfti því engan að undya bótt kommúnistar berðust með hnúum og hnefum gegn því^áJð ríkið sjálft færi-að efla lögregluna í landinu. Enda sýndi það sig, að það voru fyrst og fremst kommúnistar, sem tóku upp baráttuna gegn þeirri lögreglu, sem ríkið ákvað að koma upp með lögum um lög- reglumenn, nr. 92 frá 1933. Þegar lögin voru til meðferð- ar á Alþingi, re'ýndu kommún- istar hvað eftir annað að gera aðsúg að þinginu og neyða þing mennina til að gera ekki skyldu sína. Og eftir að lögin voru af- greidd úr þinginu og þau komu til framkvæmda, voru það fyrst og fremst kommúnistar, sem hjeldu uppi látlausri ofsókn gegn þeirri logreglu, sem ríkið hafði komið úpp. Hálfbræður kommúnista. Óaldarlýður kommúnista hef- ir ekkert látið á sjer bæra, síð- an lögreglan vár aukin í land- inu. Umskiftih í Réykjavík hafaí á þessum stutta tírna orðið svo ínikil, að undrun sætir. Höfuð- staður landsins, sem áður logaði í síféldum kommúnistauppþot- úm, méð íjáísmíðúm og meið-; ingum, hefir svo gerbreytst við é¥ling lögregíunnar, að hann er nálega óþekkjanlegur síðan. En það er engu líkara en að þessi friður'í höfúðstaðnum hafi haft óþægileg áhrif á ýrnsa stjórnmálamenn utan Kommún- istaflokksins, menn, sem standa nálægt kommúnistum r skoðun- nu.Ki m; / (j.,í . >/( um. Einn þessara manna er núver- andi dómsmálaráðherra, Her- mann Jónasson. Hann ljet það vera eitt af sínum fyrstu em- bættisverkum í dómsmálaráð- herrasætinu, að fyrirskipa, aS varalögreglan skyldi lögð niðúr' nú þegar! Þessi ákvörðun dómsmálaráð- herra er því furðulegri, þar sem hann sjálfur viðurkennir að hið fasta lögreglulið Reykjavíkur-1 bæjar sje of veikt. Með því er fengin játning ráðherráns fyrir því, að þjóðfjelagið hafi ekki nsegilegu liði á að skipa til þess að halda uppi logum og friði í landinu. Samt sem áður leggur ráðherránn til, að varalið lög- reglunnar skuli lagt niður! ; . Nú híýtur dómsmálaráðherr- anum að yera það ljóst, að með því stórlega að v.eikja lögregl- pna, bendir hann ofbeldislýð, kommúnjst^. á, að nú sje hið rjetía tækifæ,ri komið. Því það xná ráðherrann vera viss um, að friður sá, sem ríkt hefir undan- farið stafar ekki af breyttu hug- arfari kommunigta. Hann stafar af engu öðru en því, að upp- reisnarmennirnir vissu að jafn- an var til nægilega öflugt lið, sem gat ráðjð niðurlögum of- beldisliðsins- Það má vel vera, að núver- andi dómsmálaráðherra standi svo nálægt kommúnistum, að honum sje ósárt um, þótt þeir stofni til byltingar og kollvarpi þ.jóðskipulaginu. En hann hefir áreiðanlega ekki nema lítinn hluta þjóðarinnar með sjer til slíkra hermdarverka. Drátarvextir. Þeir, sem greiða útsvör sín ti] bæjárins fyrir yf- irstandandi ár að fullu fyrir lok þéssa mánáðár, verða ekki krafð- ir um áfallna dráttarvexti. Undirbúningur Hitlers undir atkvæðagreiðsluna í dag. Álit Hindenburgs á Hitler fór vaxandi • , London 16. ágúst F.U. Hitler er nú kominn aftur til Berlín og mun verða þar þangað til þjóðaratkvæðagreiðslúnni er lokið. 1 kvöld verður útvarpsumræð- unuiii, sem fram fóru í Hamborg, útvárpað á ný, þ. á m. ræðu Hitle'rs. í dag' hefir kosningaræðum verið útvarpað af þýska útvarpinu með •3ja stuiida fresti og hefir einn af ræðumönnum í dag verið son- Ur Hindenburg's. í ræðij sinni komst hann svo að.orði „Faðir minn heitinn áleit Hitler sjálfsagðan eftirmann sinn, sem æðsta mann þýska ríkisins, og jeg breyti samkvæmt óskum hans, þegar jeg bið yður þess, að fall- ast á lögin, sem sameina forseta- og kanslaraembættið, og véita Hitler hvorttveggja. Traust föður míns á Hitler fór sívaxanni í þá 18 mán. sem þeir störfuðu saman“. Ræðan í Hamborg. „Þjónar þjóðarinnar“. Hamborg 17. ágúst F.Ú. Um alla borgina var uppi fót- ur og fit þegar Hitler kom. Fólk- ið þyrptist í allar götur, sem'hann fór um, með fagnaðarópum og hv.eryetna var einnig hljóðfæra- sláttur og söngur. við viðkynningu. Ræðu sína flutti Hitler í ráð- I húsi borgarinnar, en henni var út- varpað um allar þýskar stöðvar. Hitler mintist fyrst Hinden- burg, sagði að hann hefði veriS yfirpersónulegur fullt.rúi eða í- mynd þýsku þjóðarinnar, og mið- ill milli fortíðarinnar og framtíð- | arinnar í þýsku þjóðlífi. Þá talaði hann um slæmt á- | stand, sem verið hefði í Þýska- ' 'andi áður en núverandi stjórn ] tók til starfa, um iirræðaleysi lýð- | ræðisins og um kreppu atvinnu- Jífsins og loks um viðreisnarstörf | og' fyrirætlanir stjórnarinnar og sagði að það væri tilgangnr og ósk sín og fjelaga sinna, að vera þjón- ar þjóðarinnar. Ummæli Frakka. London 16. ágúst F.Ú. Frönsk blöð ræða mikið urm undirbúning' þann, sem staðið hef- ir yfir í Þýskalandi síðustu dag- [ana vegna atkvæðagreiðslunnar á i morgun, og, þá einkanlega ræðu i Hitlers í gærkvöldi. Bitt blaðið segir m. a., að þýska. þjóðin hafi algerlega gefið sig. á vald einræðinu, og muni I einræðisherra hennar gang'a einá langt og aðrar þjóðir sjéu nægi- lega veikgeðja til þess að þola lionum. 300 þúsund rnanns boða verkfall í Bandaríkjunum 1. sept. yol mí London 16. ágúst F.Ú. -Verkfall það, sem yfirvofir með- ] vefnaðarverkamanna í Banda- íkjunum, hefir orðið ennþá al- arlegra með því að horfur er á, ,ð það t'aki ekki einungis til verka lanna í baðmullariðnaði, heldur innig til allra greina vefnaðar- 5naðarins. Mundi það þá verða álíjagt 800 þús. manns, sem legðu Verkfallið hefir verið boðað 1. sept.' Verkamálaráðuneytið hefir birt skýrslur um atvinnu í júlí, og sýna skýrslurnar að atvinna í verksmiðjum hefir minkað svo mikið, að 400 þús. manns hafa mist atVinnu sína í júlímáunði. í skýrslunni segir ennfremur, að þetta sje einkum að kenna vinnu- Rannsóknarflug i háiofti. , r ■ ur - -v -* - London 16. ágúst F.Ú. Tveir belgiskir flugmenn fóru n^>p í liáloftin í dag í flugkúlu. Þpir tilkyntu það áður, að það værx alls ekki ætlan þeirra, að j reyna að hnékkja hæðarmeti hinna l rússnesku háloftsfara, én þeir j g'erðu sjer von um að geta verið uppi í háloftunum í 14 klst. og gert þar rannsóknir á hinum sVo-1 nefndu geimgeislum. Flugmennirnir höfðu stútt- 1 bylgju senditæki og tveim bif- reiðum, sem úthúnar voru mót- tökutækjuxn var ætlað að fylgj- ast með flugstefnunni niðri á jörðinni. Utvarpssambandið hefir ekki gefist sem best og freg'nir af flug- mönnunum eru slitróttar. Það er ekki fullkunnugt hvar flugkúlan muni vera stödd þegar fregnin er send (kl. 4 s.d. ísi. tími). Sumar fregnir telja, að flug- kúlan hafi þá verið komin niður í Saar, en önnur fregnin hermir, að hún hafi seinast sjest nálægt Salsburg. ---— Mef i §undi yfir Ermasund. , i London 16. ágúst F.Ú. Austurrísk stúlka, ungfrix Fa- ber, setti í dag nýtt met í sundi yfir Ermarsund. Hún synti frá Frakklandsströnd til Englands. Var hún 14 mín. fljótari á sund- inu én sú er áður átti metið. Höfnin. ísland kom hingað í gær frá Vestur- og Norðurlandi. Suðurland fór til Borgarness, og Fagranes kom frá Akranesi. ÓÖU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.