Morgunblaðið - 19.08.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Er hafin skipulögð herferð gegn Reykjavikurbæ? Ýmislegt bendir til þess, að nú sje hafin skipulag'sbundin berferð á Reykjavíkurbæ af þeim, sem með völdin fara í þessu landi. Það er að vísu svo, að íbúar Reykjavíkur munu ekki hafa vænst neins góðs af þeirri ríkis- stjórn, sem nú fer méð völdin. En þar sem sósíalistar hafa um helming sinna kjósenda í Reykja- vík, gátu menn búist við, að þeir ljetu ekki hafa sig til að hefja beinlínis skipulagða herferð gegn íbúum höfuðstaðarns. En ýmislegt bendir til, að ein- mitt slík herferð sje hafin undir forystu sjálfrar ríkisstjórnarinnar og skulu hjer nefnd nokkur dæmi þessu til sönnunar. AhinmibæSu r. í 16. gr. 1. fjárlaga fyrir árið 1934 segir svo: , „Til atvinnubóta í kaupstöðum «g kauptúnum kr. 300.000.00, gegh tvöföldu framlagi frá bæjar- og sveitarfjelögum, enda sje þeim jafnframt gefinn kostur á láni, er nemi helmingi framlags þeirra“ Nú var í fjárhagsáætlun Reykja víkur fyrir yfirstandandi ár, gert ráð fyrir að varið yrði til atvinnu- bóta alls á þessu ári kr. 450.000.00 og skyldi fje þetta fengið á þenna hátt: ‘ Þriðjungur, eða 150 þús. kr. skyldu greiðast af tekjum bæjar- ins á árinu. Þriðjungur, eða 150 þús. kr. yæri styrkur frá ríkissjóði, sam- kv. fyrirmælum f járlaga og' loks Þriðjungur, 150 þús. kr. skyldi tekinn að láni. , Reykjavíkurbær hafði frá ára- mótum og þar til atvinnubóta- vinna var lögð niður í maímánuði varið alls til atvinnubóta rúml. 328 þús. króna. Bærinn var með öðrum orðum búinn að eyða þeim 150 þús. kr., sem varið skyldi af tekjum bæjarsjóðs, öllum ríkis- sjóðsstyrknum (150 þús.) og sem svarar 28 þús. kr. af þeim 150 þús. kr. er bærinn hugsaði sjer að taka að láni. Auðvitað treysti bæjarsjóður því, að ríkisstjórnin greiddi orða- laust þann styrk, sem fjárlög ákveða, það er þriðjung atvinnu- bótakostnaðar. Bæjarsjóður komst því í bráðabirgðaskuld við Lands- bankann, er greiða skyldi með ríkissjóðsstyrknum. En hvernig fer ríkisstjórnin að 1 Fráfarandi stjórn var búin að greiða um 66 þús. króna af þeim 150 þús. kr., sem ríkissjóði bar að legg'ja fram. En þar sem framlag bæjarsjóðs var þegar orðið 328 þús. kr. átti ríkisstjórnin að vera búin að greiða 109 þús. kr., sem er þriðjungur þéirrar upphæðar. Þegar svo núverandi atvinnu- málaráðherra er krafinn um styrk- inn, greiðir hann að eins 30 þús. kr. og segir að það sem á vantar af ríkisstyrknum (54 þús, kr.) muni verða greitt einhvérntíma fyrir „lok þessa árs“. En sagan er ekki öll sögð þar með. Bæjarstjórn Beykjavíkur hafði ákveðið að taka þriðjung atvinnu- bóta, þrátt fyrir skýlaus ákvæði bótafjárins (150 þús. kr.) að fjárlaganna. Fyrir það kemst bæj- lámi. arsjóður í vanskil við sinn við- Bæjarráðið leitaði til Lands- bankans og Utvegsbankans nm möguleika fyrir þessu láni, en fekk „daufar undirtektir“, eins og segir í brjefi borgarstjóra til atvinnumálaráðlierra. Spurðist því borgarstjóri fyrir um það hjá atvinnumálaráðherra, hvort ríkisstjórnin gæti gefið bæjarsjóði „kost á láni“ þessu, eins og fjárlögin ráðgera. Svar atvinnumálaráðherra kom bráðlega, og var á þá leið, að bæjarsjóði stæði til boða 100 þús. króna lán í Landsbanka íslands. Nú spyrja menn: Hvað hefir breytt svona snögglega ákvörðun stjórnar Landsbankans? Lántak- andinn er sá sami, og engin ríkisábyrgð fylgir. Þykir st.jórn Landsbankans betra að hafa ríkis- stjórnina sém millilið í lánveiting- um til Reyk javíkurbæ jar ? Eðá liggur annað á bak við þétta? Það er eðlilegt að menn spyrji þannig, vegna þess skilyrðis, sem atviunumálaráðherrann setur bæj- arstjórn í sambandi við ríkisstyrk- inn og lánsfjeð. Skilyrði atvinnumálaráðherra er þetta: Alt það fje, sem ríkis- sjóður leggur fram sem atvinnu- bótastyrk eftir 1. ágúst og alt það fje, sem ríkisstjórnin hlutast til um, að bærinn fái að lánað í þessu skyni, samtals um 234 þús. kr., skal varið til „beinna atvinnu bóta“, en ,.engu af því varið til endurgreiðslu á því, sem bæjar- sjóður hefir varið til atvinnubóta fram til þessa“. Nii hefir bæjarsjóður, eins og' fyr gréinir þegar varið 328 þús. kr. til atvinnubóta, en á móti því fje aðeins fengið 66 þús. kr. úr ríkissjóði, í stað 109 þús. kr. — Reykjavíkurbær hefir því varið 262 þús. kr. úr sjóði bæjarins til atvinnubóta, eða 112 þús. fram yfir fjárveitingu sína. Þessi um- framgreiðsla fór auðvitað fram* upp á væntanlega greiðslu ríkis- sjóðs. En nú kemur Haraldur Guð- mundsson og segir: Allur sá styrk ur, sem jeg' greiði til atvinnubóta í Reykjavík skal teljast nýtt fram- lag og enginn styrkur greiðast á móti því, sem bæjarsjóður er bú- inn að verja til atvinnubóta. Og Haraldur segir meira: Alt það fje, sem jeg útvega .bæjar- sjóði að láni til atvinnubóta, skal 'eljast nýtt framlág. Hefir þv stjórn Landsbankans með því að nota atvinnumálaráðherrann sem millilið um lántökuna beinlínis orðið til þess, að koma bæjarsjóði vanskil. við bankann. Atvinnumálaráðherra segir, að >ær 84 þús. kr-, sem ógreiddar oru 1. ágúst. af ríkisstyrknum og þær 150 þús. kr.. sem hann ætlar að útvega bænum að láni - samtals ca. 234 þús. kr. — skuli varið til „beinna atvinnu- bóta“. Af öllu þessu háttalagi er auð- sætt, að alt er gert til þess að reyna að stöðva allar atvinnubæt- ur bæjarins. Bæjarsjóður er svikinn um styrk úr ríkissjóði til atvinnu- skiftabanka. Þegar bæjarráð leitar fyrir sjer um lán hjá lánstofnunum, f.h. bæjarsjóðs, fær það afsvar. Þegar svo ríkisstjórnin fer á stúfana og biður um sama lánið handa sama lántakanda kemur óðara já, En ríkisstjórnin notar svo þessa aðstöðu til þess að setja bæjar- sjóði afarkosti, fremur lagabrot og svíkst um að gera skyldu sína. Blöð rauðliða nota svo þetta til rógsherferðar á Reykjavíkurbæ í því skyni, að spilla áliti hans og trausti. Varalögreglan. Öll framkoma ríkisstjórnar- innar í lögreglumálunum bendir einnig til þess, að um skiplags- bundna ofsókn sje að ræða gegn íbúum Reykjavíkur. Alþingi 1933 samþykti lög um lögreglumenn (1. 92, 1933). — Samkvæmt þeim lögum er ríkis- stjórninni heimilt, ,,að fengnum tillögum bæjar- eða sveitar- stjórnar, að fyrirskipa, að í bæj- um (kaupstöðum eða kauptún- um), þar sem eru 1000 íbúar eða fleiri, skuli vera alt að tveimur starfandi lögregluþjónum á hverja 1000 íbúa“. (1. gr.). Þar sem slík ráðstöfun er gerð, „skal ríkissjóður greiða Víí hluta kostnaðar við lögreglu og löggæslu bæjarins, þó eigi fyr en að minsta kosti einn lögreglu þjónn kemur á hverja 700 í- búa“. (2. gr.). Nú hafði fyrverandi stjórn á- kveðið, í samráði við bæjar- stjórn Reykjavíkur, að hið fasta lögreglulið Reykjavíkur skyldi skipað 48 mönnum, en var áður 27. Má því segja, að hjer hafi fyrv. stjórn farið meðalveginn samkv, ákvæðum laganna, í á- kvörðun um tölu lögregluþjóna í Reykjavík, því lágmarkið er 44, en hámarkið um 60. Lögin um lögreglumenn mæla einnig svo fyrir, að ef ráðherra telur nauðsynlegt vegna öryggi bæjar, að lögreglulið sje aukið enn meir, geti hann, „að fengn- um tillögum bæjarstjómar, bætt við varalögreglumönnum, og greiðir þá ríkissjóður alt að helmingi þess kostnaðar, sem leiðir af aukningunni, en þó ekki hærri fjárhæð en nemur kostnaðar af hinu reglulega lög- regluliði". (6. gr.). Samkvæmt þessu hafði fyrv. stjórn ákveðið, í samráði við bæjarstjórn Reykjavíkur, að hjer skyldi vera varalögreglu- lið, skipað 40 mönnum. Kostn- aður við lið þetta er hverfandi, eða um 20 þús. kr. á ári. Með þessu mátti segja, að komin væri viðunandi skipan á lögreglu bæjarins, enda hefir það sýnt sig, að síðan aukning Iögreglunnar var gerð, hefir ríkt fullkominn friður í bænum. Þegar svo stjórn rauðliða tek- ur við völdum, umturnar hún öllu sem búið var að gera í þess- um málum. Hún fyrirskipar, að öll varalögregla skuli lögð niður þegar í stað og hún ætlar auð- sjáanlega að neita, ,að taka þátt ins, eins og lögin um lögreglu- menn mæla fyrir. Hermann Jónasson, dóms- málaráðherra, sem þessa fyrir- skipan gefur, kveðst ekki gera þetta af þeirri ástæðu, að hann álíti bæjarlögregluna nægilega öfluga, heldur vegna hkis, að hann telji óheimilt að setja á stofn varalögreglu fyr en bæj- arlögreglan hafi náð því há- marki, sem lögin gera ráð fyrir Látum það vera, að dóms- málaráðherrann sje þessarar skoðunar — þó hitt sje vafa- laust hið rjetta í þessu efni, að þetta er algerlega á valdi ráð- herra. En aðferð dómsmálaráð- herrans er algerlega óforsvar- anleg og fullkomið gerræði. Hafi hann ekki viljað fallast á gerðir síns fyrirrénnara, átti hann að sjálfsögðu að tilkynna það bæjarstjórn og fyrirskipa enn meiri fjölgun hins fasta lög regluliðs. Hitt, að fyrirskipa af- nám varalögreglunnar og sam- tímis að játa, að hið fasta lið bæjarins sje of veikt, er glap- ræði og sýnir hve óhæfur dóms- málaráðherrann er í sinni stöðu. Svo er auðvitað þessi aðferð ráð herrans gagnvart varalögreglu- mönnunum gersamlega óverj- andi. Dómsmálaráðherrann og þeir aðrir, sem styðja hann í þess- ari herferð gegn lögreglunni halda því fram, að með því að hafa varalögreglu í Reykjavík, áður en bærinn hafi náð þeirri hámarkstölu, sem gert er ráð fyrir í lögunum um lögreglu- menn, sje verið að eyða fje rík- issjóðs til Reykvíkinga einna, því þetta komi öðrum lands- hlutum ekkert við. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Öflug lögregla í CHARMIS SÁPAN er sjerstaklega góð. Mýkir börundið, er drjúg og hefir góðan i 1 m. Fæst í flestöllum verslunum borgarinnar. Sementsskóflur, Steypufötur. Múrskeiðar. Múrbretti. JÁRN V ÖRUDEILD Jes Zimsen. Reykjavík er ekki mál Reyk- víkinga einna, heldur mál allr- ar þjóðarinnar. Hjer í Reykja- vík ber mest á óaldarlýð komm- únista, sem sitja á svikráðum við þjóðskipulagið. Tækist þess- um lýð að gera byltingu hjer í höfuðstaðnum, myndi sú bylting •auðvitað þegar í stað ná til allr- ar þjóðarinnar. Hvergi ríður eins á því, að til sje öflug lögregla og hjer í Rvík. En því aðeins getur lög- reglan orðið nægilega öflug hjer, að fullkomið samstarf sje um þetta milli bæjarstjórnar og ríkisstjórnar. Lögin um lögreglu menn gera ráð fyrir þessu sam- starfi; fjölgun lögregluliðs bæj- arins og varalögreglan bygðist á þessu samstarfi. Núverandi dómsmálaráðherra hefir nú brotið niður og eyði- lagt alt það starf, sem búið var að vinna. Það starf vinnur hann okki í þágu alþjóðar, heldur í þágu tiltölulega fárra' manna, sem bíða eftir tækifæri til þess, að ráðast með ofbeldi á lýð- ræðið og þjóðskipulagið. Hann gerir það einnig til þess, að geta svalað sjer á þeim bæjarstjórn- ar meirihluta, sem ræður nú yfir málefnum bæjarins. En hann gætir ekki að því, dómsmála- ráðherrann, að með þessu fram- ferði, hittir hann ekki aðeins sína pólitísku andstæðinga, held ur alla borgara þessa lands, sem vilja að friður ríki í þjóð- fjelaginu og lýðræðið megi efl- í Hafnarfirði óskast 2 herbergi og eldhús, sem næst miðbænum 1. ókt. — Upp- lýsingar í Alþýðubrauðg'erðinni, Hafnarfirði. Jafnframt því, að Skamfia- mótorar, hafa fengið miklar endnrbætur eru . þeir nú lækkaðir í verði. Carl Froppé Aðalumboðsmaður. lögreglukostnaði höfuðstaðar- ast og blómgast. Sagarþjalir, Þrístrendar og sverðþjalir frá Öberg: og Disston fyrirliggjandi. Heildsala og smásala. JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimsen. Kaffi- og matsolustofan VALHÖLL, liefir verið opnuð í Mjólkurfje- lagsliúsinu við Naustagötu. Heitur og kaldur matur og (1 rykki r. Matur afgreiddur til heimflutn- ings, ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.