Morgunblaðið - 19.08.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.08.1934, Blaðsíða 5
1 MORGUNBLAÐIÐ 5 í D R Ó T T I R. Kveðja dönsku knattspyrnumannanna. Fyrir nokkru var birt hjer í 'iblaðinu þýðing á grein úr „Poli- tiken“, undir fyrirsögninni — .„Kaldar kveðjur". Þessi grein var viðtal, er tíðindamaður þess /blaðs átti við einn af hinum >dönsku knattspyrnumönnum, er 'hjer hafði verið með H. I. K. — .Þótti mönnum hjer heldur kulda legar kveðjur hans til íslensku iknattspyrnumannanna, og það, sem meira var, það sem hann ljet hafa eftir sjer var í flestum ; atriðum bæði rangt og villandi. Það getur vel verið að þessum idanska knattspyrnu-farandsala (en það er atvinna hans) sje „ gert of hátt undir höfði með því . að geta hans að nokkru, og ef til vill færi best á því, að ganga salgerlega fram hjá öllu því, sem einstakir menn innan flokksins Iháfa sagt, því flest hefir það ver ið nauða ómerkilegt. En.tilefnið til þess, að jeg minnist á þá og komu H. I. K. er það, að síðustu i, blöð, sem ’hingað hafa borist frá Danmörku bera vott um, að hin- : ir betri menn flokksins hafa bor ið okkur skár söguna og þannig ---þó óbeinlínis sje — vítt hina fyrir ósannindin. Til marks um það, set jeg hjer smákafla þýdd ;an ár „Politiken" frá 1. þ. m. Fyrirsögn greinarstúfsins er: , ,,íslandsferðin“. ,,Frá íslandsferð hinna dönsku . knattspyrnumanna hefir maður • eiginlega ekki tekið eftir öðru > en ósamkomulagi því, sem kom fyrir í einum kappleiknum og sem varð valdandi þess, að ís- Hensku leikmennirnir gengu af leikvelli og áhorfendur ljetu í Ijós megnustu mótmæli. (De- : monstrationer). Þetta er leiðinlegt. — Allir ■ dönsku knattspyrnumennirnir hrósa mjög eindregið þeirri miklu gestrisni og vináttu er jþeir áttu að fagna meðan þeir 'voru þar uppi (á íslandi) og það > er rjett að undirstrika það, að þetta einstaka óheppilega til- felli (Intermesso) var vítt bæði af þeim, sem fyrir móttökunum stóðu og af bíöðunum á staðn- f um.“ Það er að vísu gott, að menn- : irnir eru farnir að iðrast eftir Tyrri umsögn sína um ferðina, •en í henni kom eiginlega ekkert fram annað en að hér hefði alt ■ verið meíra og minna „skand- •• alakent“. — Vonandi verða því næstu kveðjurnar ,,hlýrti“, og mætti það þá einnig koma fram, að þó það að vísu hefði verið ■ vítt, að áhorfendur rjeðust á dómarann, og að K. R. yfirgaí leikvöllinn, þá voru allir sam- mála um það, að mjög mikil ■vorkun var þeim í því efni. Enn fremur að móttökunefndin lýsti i yfir því að dómar hins danska | dómara voru óskiljanlegir öllum knattspyrnumönnum — og á- ] horfendum, sem þarna voru í þúsundatali. I „Idrætsbladet" frá 2. þ. m. birtist umsögn foringja (og dómara) H.I.K. um ferðina. — Blað þetta er lesið af flestum þeim, sém íþróttum unna í Dan- mörku og er í miklu áliti, sem íþróttablað. Það, sem hr. Mar- cussen segir þar, má álíta að komi frá flokknum og því raun verulega það eina, sem mark er takandi á af skrifunum um þessa ferð. Þar er farið mjog lofsamleg- um orðum um viðtökurnar hjer, landið og gestrisni þá og vináttu sem þeir allsstaðar urðu varir við. Er lögð mikil áhersla á, og menn beðnir um að gera sér ekki rangar hugmyndir um ferðina og veru H. I. K. á íslandi. Sjer- staklega þó það, að leggja ekki til grunndvallar einasta leiðin- lega atvikið í ferðinni „skandala kappleikinn.“ Þá er minst á ferðir þær, sem fjelögin hjer buðu flokki H. I. K. til (Gullfoss, Þingvella o. fl.) gjafir, íslendinga til H.I.H., vin- áttu sýnda þeim af forseta I. S. í., danska sendiherranum, for- manni danska íþróttafjelagsins, og hrós það, sem þjálfkennari Vals, Reidar Sörensen, á að hafa borið á leikmenn flokksins. Aft- ur á móti sleppur móttökunefnd in, sem mest hafði fyrir þessari heimsókn, við alt þakklæti — og er það vel. Nokkrum orðum er minst á kappleikinn við K. R. og komið með all-hjákátíega „psykolog- iska“ skýringu á því, hvers vegna hann endaði með útaf- göngu K. R. Þeirri skýringu, er liggur beinast við, að það hafi verið vegna þess að dómarinn var nokkuð slælegur, er auðvit- að slept — og var varla við öðru að búast. Eftir síðasta kappleikinn ósk- uðu nær allir dönsku knatt- spyrnumennirnir (og hr. Mar- cussen) undirritu'ðum til ham- ingju með verðskuldaðan sigur ísl. knattspyrnumannanna. En í þessari grein i „IdrætsRladet“ er frekar lítið gert úr leikni okk ar manna, og er slæmum velli aðallega um kent. Er leitt að hinn danski flokkur skyldi tapa jafn greinilega og hann gerði — með 5 mörkum gegn 1 — fyrir mönnum, sem svo skamt eiga að vera komnir í knatt- spyrnu. En hitt er satt, að þeir standa okkur framar „tekniskt“ sjeð, og að völlurinn er slæmur. Þykir öllum knattspyrnumönn- um hjer mjög leitt, að sjá hinar feitletruðu fyrirsagnir dönsku blaðanna: „Knattspyrnuvöllur- inn í Reykjavík er ómögulegur“ o. s. frv. Það er sannarlega mál til komið að úr þessu verði bætt ogþað, sem allra fyrst. Bæði er það, að knattspyrnumönnum okkar er það fullkomin nauðsyn að fá fljótlega fullkominn v.öll, og svo hitt, að það er afai'-leiðin- legt, að þeim erlendu flokkum, sem hingað koma, gefist þannig tækifæri til að afsaka ósigra sína. En því skal slegið föstu hjer, að síðasta kappleikinn unnu hinir íslensku knattspyrnu menn rjettilega af því einu, að þann leik ljeku þeir betur en mótherjar þeirra. Um „skandala-kappleikinn“ þykir mjer rjett að taka þetta fram: Sökina á því hvernig sá leikuur fór fram verður dómar- inn að taka á sitt bak — hann var vægast sagt mjög ljelegur dómari. Þá var það rangt af flokki K. R. að yfirgefa leikvöll- inn — og það þrátt fyrir beiðni formanns þeirra og kennara, Guðm. Ólafssonar, um að halda áfram þar til hálfleiknum væri lokið, en um leið skal það játað að mjög voru þeir aðþrengdir. En það, sem gerir aðstöðu okkar þó allra erfiðasta út á við í sam- bandi við þennan leik, er þó það að áhorfendur ,,stormuðu“ völl- inn og rjeðust með ofbeldi að dómaranum. — Slíkt má aldrei koma fyrir framar á íslenskum íþróttavelli, hvernig svo sem dómarar reynast. Fyrirsögn greinarinnar í „I- drætsbladet" er :,,Lutter Idyl trods alt“. Það er alls ekki svo vitlaus fyrirsögn. Danirnir eru mjög ánægðir yfir ferðinni hing- að, er þeim þótti bæði viðburða- rík og skemtileg. Knattspyrnu- menn okkar eru líka ánægðir. Þeim líkaði vel við dönsku knatt spyrnumennina, sem ljeku vel og frækilega og voru skemtileg- ir í umgengni. Hafa íslendingar margt nýtt lært og þekkja nú betur sjálfa sig og hvar þeir standa knattspyrnulega sjeð gagnvart öðrum þjóðum. Þeir og dómarar okkar hafa mjög mikið lært af hinum danska dóm ara — þó sá lærdómur hafi ver- ið nokkuuð dýr. — Áhorfendur fengu marga skemtilega kapp- leiki, sem þeir munu lengi minn- ast, en þeir og allir sem hlust- uðu, er síðasta kappleiknum var útvarpað um land alt, munu þó lengst og best minnast þess kapp leiks, sem hinir Islensku knatt- spyrnumenn unnu svo glæsilega, — með fimm mörkum gegn einu. K. Þ. Fram og L. 5. Það er ókjákvæmilegt að mót- mæla grein Lárusar Sigurbjörns- sonar um kappleikinn milli Fram og Yíking’s. Orebiin e- svo ill- girnisleg í garð Fram, að slíkt er einsdæmi. Hvað segja menn um slík orðatiltæki og þetta: „Fram- liðið kunni sjer ekkert kóf og ljek nreð afbrigðum karkalega“ — Baltverðirnir ... boluðu með af- brigðum“ — „Það þarf ekki nema einn gikk í kverri veiðistöð, og eins fór, kjer, kin leiðinlega leik- aðferð smitaði út frá sjer“. ,,Af ofurkappi einstakra liðsmanna^ og' löngun til að sýnast y klýst ein- göngu ljótur leikur og slys, eins og lijer átti sjer stað“, o. fl. o. fl. íþróffa yfirlit. Þýski íþróttamaðurinn Hans Heinz Siewert er tvímælalaust besti íþróttamaður heimsins í frjálsum íþróttum. Fyrir nokkru sett ihann nýtt heimsmet í hinni erfiðustu íþróttaraun, sem til er: tugþraut. Hið nýja met hans er 8790,460 stig. Þrátt fyrir það að þetta met er frábært, telur Siew- ert að hann geti enn bætt það, ef hagkvæm skilyrði eru fyrir hendi og að hann geti komist yf- ir 9000 stig. sem heyja skal landskepni milli Bandaríkjanna og Japan. — Á leiðinni kom þessi sundflokkur við í Honolulu og kepti þar, — og setti tvö ný heimsmet. Jack Medica bætti sitt eigið met í 400 stiku sundi frjáls aðferð. Var það 4 mín. 42.4 sek. En nú synti hann þessa vegalengd á 4 mín. 40.6 sek. van der Wegh setti heimsmet í 100 stiku baksundi á 1 mín. 07,4 sek. Gamla metið var 1 mín. 08,2 sek. Þá hefir ameríski jötuninn Jack Torrance enn bætt heims- met sitt í kúluvarpi. Hið fyrra met hans var 16,80 stikur (kast- aði síðar 16,89) en nú hefir hann farið langt fram úr því. Á íþróttamóti, sem haldið var í Ósló 5. þ. m., varp hann kúlunni hvorki meira nje minna en 17.40 stikur. Þó met þetta spe framúr- skarandi frækilegt telur hann að sjer muni takast í náinni fram- tíð að komast yfir 18 stikurnar í kúluvarpi. Nokkrir af fremstu íþrótta- mönnum Bandaríkjanna eru nú á ferð um Evrópu og hafa þeir sett nokkur ný heimsmet und- anfarið. Torrance í kúluvarpi, eins og fyr getur, en hinir hafa sett þessi met: % mílu hlaup, Bonthron á 3 mín. 00,8 sek. | 110 stiku grindahlaup. P. ^Beard á 14,2 sek. | 500 stiku hlaup. Ben East- man á 1 mín. 2 sek. 1 1000 stiku boðhlaup. Fjórir Bandaríkjam. 1 mín. 53,3 sek. I boðhlaupsflokknum voru: Pea esck, Kane, Hardin og Eastman. Gamla metið í 110 stiku grinda hlaupi var 14,3 sek. og í 500 stiku hlaupi 1 mín. 2,5 sek. og átti Eastman það met líka. Danir hafa nú fengið nýja ,íþróttastjörnu‘ þar, sem hlaupa garpurinn Henry Nielsen er. — Hann setti nýlega nýtt heims- met í 3000 stiku hlaupi á 8 mín. 18.3 sek. Gamla metið átti sjálf- ur „konungur“ allra hlaupara: Nurmi, og hefir það staðið lengi óhreyfanlegt. Það er ástæða til að gleðjast fyrir Dani yfir þessu afreki Henry Niélsen. Frjálsar íþróttir hafa ekki átt sjerlegum vinsældum að fagna í Danmörku undanfarið, en síðan Nielsen hefir sigrað flesta keppinauta sína undanfarið, Finna, Svía, Ameríkana, Pólverja, Þjóðverja o. s. frv. hefir lifnað svo mjög yfir frjálsum íþróttum í Dan- mörku, að nú sækja þúsundir manna íþróttamótin, þar sem a$ eins var um tugi eða hundruð að ræða áður. Menn fylgja nú nýju „stjörnunni“ Henry Nielsen. Flokkur amerískra sund- manna er á leið til Japan, þar Enski knattspyrnuklúbburinn Arsenal, sem sigraði í meistara- keppni í knattspyrnu síðast, hef ir nú gert upp reikninga sína fyrir s.l. knattspyrnutímabil. ÚtT koman’ sýnir að fjelagið hefir grætt yfir 675 þúsund íslensk- ar krónur. Verða þar af um 200 þúsundir lagðar til endurbóta á velli og áhorfendasvæði fjelags- ins. Allir ensku knattspyrnu- klúbbarnir eru hlutafjelög. Það er gott að eiga hlut í Arsenal. K. Þ. |Og þetta á að lieita dómur ,,kri-_ tik“ um knattspyrnukappleik(!). | Annað hvort er, að L. 8. hefir ! ekkert vit á knattspyrnu, eða þá að hann er hlutdrægur fyrir hönd síns fjelags — Víkings. — Þess f jelags er einu sinni lauslega getið í greininni og' þó er það annar að- ili í kappleik, sem stendur yfir í 90 mínútur. Hversvegna „glejnn- ir“ L. S. að geta þeirra, eitthvað gott hljóta þeir þó að hafa sýnt í kappleiknum? Eða. rjeði meir löng un lians til að skamma Fram, sem vann kappleikinn með 8 niörkum g gn engu? Á rósamáli, reynir L. S. að koma því inn hjá mönnum að Frain eigi sökina á því, að tveir Víkingar meiddUst. Sannleikurinn ei sá. að annar þeirra hljóp hark- arlega á mig, en jeg' vjek til hlið- ar og þá lenti maðnrinn á mark- stönginni. Ætti það að véra til varnaðar fyrir þá menn, sem í flestum tilfellum hlaupa á mann- inn, en hugsa minna um knöttinn, en slíkt gerir leikinn ljótann og hættulegan. Hinn maðurinn, sem yfirgaf leikvöll veg»a þess að blóð gekk upp úr honum, hafði verið sóttur í bíl til Stykkishólms, og mun hafa verið lítt æfður og þoldi því ekki áreynsluna í leikn- um. Hefði verið nær að hann hefði verið sendur til íþróttalæknisins, en hitt að láta hann keppa. Það sjest best á þessum dómi L. S. að hann er annað tveggja hlut- drægur eða skortir þékkingu á því, sem hann skrifar um. — Bn það getur L. S. verið viss um að honum tekst- aldrei að fá menn hjer til að trúa því, að Fram leiki illa 'og „brutalt“, því á s. 1. 26 árum hefir það sýnt sig, að Pram hefir altaf komið vel og drengilega fram á vellinum. Friðþjófur Thorsteinsson. ---------<-------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.