Morgunblaðið - 24.08.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1934, Blaðsíða 4
* 4 MORGUNBLAÐIÐ Iðgreglan. Eftir Magnús Guðmundsson. 1 síðasta tölubl. „Tímans“ er mjer send miður vingjarnleg kveðja út af lögreglumálunum. Þykist jeg þar þekkja fingraför eftirmanns míns í dómsmálaráð- herrasætinu og vil jeg svara því nokkrum orðum, með því að mjer þykir skorta á, að sann- girni sje beitt, enda gat jeg, eft- ir fyrri reynslu, átt von á því úr þeirri átt. Eitt samningsatriði við undir- búning hinnar nýju stjórnar- myndunar var það, að stöðva skyldi greiðslur úr ríkissjóði, sem nú fara fram til að halda uppi varalögreglu. Það mætti ætla, að þegar svo hátíðlega er um hnútana búið, að tveir flokk ar, sem eru að bindast bróður- böndum, taka þetta upp í sam- vinnustjórnarskrá sína, þá sje um mikilsvert atriði að ræða fyrir land og lýð. En þegar þess er gætt, að frá áramótum síð- ustu og til byrjunar yfirstand- andi mánaðar voru ríkissjóði færðar til gjalda vegna varalög- reglu um 11 þús. kr., samkvæmt því sem „Tíminn“ s'egir, þá virð- ist ekki vera um þau ósköp að ræða, að þurft hefði að gera um þetta sjerstakan samning. En jeg skil vel, áð Alþýðufl. hefir viljað taka þetta upp til þess að svínbeygj* Framsóknar- fl. og til þess að minna beri á beygjunni, reynir svo „Tíminn“ að blása þetta mál upp sem stórkostlegt fjármál. En það mun fara svo, að það verður erfitt fyrir stjórnina að gera stóran úlfalda úr þessari greiðslu til varalögreglunnar, sem svarar til hjer um bil 50 kr. á dag. Það er hætt við, að stjórnin verði mint á, að eitt af hennar fyrstu verkum var að hækka umsamið vegavinnukaup um upphæð sem sennilega nem- ur alt að 1000 kr. á dag. En fyrst svona hátíðlega var á þessu litla fjármáli tekið, þá hefði mátt ætla, að dómsmála- ráðherrann hefði haldið þenna lið samningsins. Það er þó ekki, því að það er upplýst, að á Siglufirði eiga að starfa áfram 4 varalögreglumenn og væntan- lega á ekki að ,,stöð*va“ greiðslu til þeirra. Jeg minni á þetta, til þess að það komi skýrt fram, að núverandi stjórn hefir ekki, þeg ar til framkvæmdanna kom, sjeð sjer fært áð afnema alla varalögreglu, eins og hún þó hátíðlega lofaði. Kannske er þetta lítill vottur þess, að stjórn in ætli sjer að verða frægari fyrir eitthvað annað en orð- heldni. Það er auðfundið, að „Tím- inn“ sjer vel, að það er ekki hægt að gera sjer mikinn mat úr þeim 11 þús. kr., sem færðar hafa verið til gjalda á yfir- standandi ári til varalögreglu. Hann tekur því það ráð að býsn- ast yfir kostnaðinum 1932 og 1933. En þegar á að rjettlæta það loforð stjórnarinnar að ,,stöðva“ allar greiðslur til vara lögreglu, þá verður að miða gildi þess loforðs við það á- var gefið, en ekki við það á stand, sem var einhverntíma áð ur. Greiðsla sú, sem fram hefir farið á árinu 1934 sýnif, að búið var að koma þessu máli það horf, að útgjöld ríkissjóðs til þessa voru á engan hátt til finnanleg. Ef sú tilgáta mín er rjett, að áðurnefnd „Tíma“-grein sje runnin undan rifjum eftirmanns míns, og jeg er sannfærður um að svo er, þá verð jeg að segja að það kemur úr hörðustu átl er hann kvartar yfir þessum kostnaði árin 1932 og 1933, því að hvernig tókst honum að halda uppi reglu hjer í bænum með hinni reglulegu bæjarlög- reglu? Það vita allir, að þegar mest á reyndi gat hann það ekki. Til þess geta ekki legið nema tvær ástæður, annað hvort að lögreglan hafi verið of fá menn eða stjórn hennar verið áfátt nema hvort tveggja hafi verið og mun það rjettast. Nú- verandi dómsmálaráðherra, sem á þeim tíma var lögreglustjóri hjer í bænum, getur því ðkki haldið því fram, að lögreglan hjer í bænum hafi verið nægi- lega sterk 9. nóv. 1932, nema játa um leið, að hann hafi ekki haft manndóm, vit eða vilja til að stjórna henni. Nú geng jeg út frá, að hann vilji að minsta kosti ekki viðurkenna slælega stjórn sína á lögreglunni, hvað sem aðrir kunna að álíta og frá hans sjónarmiði gat því ekki verið um annað að ræða en lög- regluaukningu. En þegar svo er, hæfir ekki að skrækja á eftir yfir því, að kostnaður hafi af því hlotist. Það átti hver og einn að geta sagt sjer sjálfur. Jeg minni á, að eftir bardag- ann hjer hinn 9. nóv. 1932, voru flestir lögregluþjónar bæjarins óstarfhæfir sökum meiðsla. Lög reglustjórinn sjálfur var meðal þeirra örfáu af lögregluliðinu, sem kom algerlega ómeiddur úr þeim ófagra leik, hvað sem vald ið hefir. Þegar svo var ástatt, var enginn ann^,r kostur til fyrir menn með ábyrgðartilfinningu en auka lögregluna þegar í stað. Það var ekki unt í skjótri svip- an að gera þetta á annan hátt en með varalögreglu og þeirri varalögreglu varð að halda. þangað til annað skipulag, sem talið var sæmilega trygt, var komið á. Allir sjá væntanlega, að ef nauðsyn var á.varalög- reglu eftir 9. nóv. 1932 hlaut sú nauðsyn að haldast, þar til lögreglan var aukin á annan hátt. Sú lögregla, sem sýndi sig *að vera of fámenn 9. nóv. 1932, hlaut líka að geta orðið of fá- menn hvenær sem var, þar til hin nýja skipun komst á, sem ráðgerð er í lögum nr. 92, 1933. Með þessu er svarað þeirri ákúru „Tímans“ í minn garð, að jeg hafi ekki afnumið varalög- regluna nógu fljótt. Hún var af- numin eins fljótt og gerlegt var eftir að bæjarstjórnin hafði á- kveðið að auka lögregluliðið og komið aukningunni á. Fyr var stand, sem var þegar loforðið ekki hægt að gera þetta, nema eiga á hættu endurtekningu á því, sém varð 9. nóv. 1932 og ætti sá maður, sem þá bar á byrgð á lögreglu bæjarins, sist að álasa fyrir, að fyrir þá hættu var girt. Það nær því engri átt að telja það brot á lögum nr. 92 1933 að varalögreglunni var haldið þann tíma, eftir að þau komu í gildi, sem þurfti til að skapa það ástand, sem þau ráð- gera. Ef jeg hefði með þessu brotið nefnd lög, þá brýtur Her- mann Jónasson eða lætur við gangast, að brotin sjeu nú dag- lega bráðabirgðalög, sem hanii hefir undirritað, um verðlag slát urfjárafurða o. fl. 1 3. gr. þeirra segir t. d„ að enginn megi slátra sauðfje til sölu nje versla með kjöt án leyfis kjötverðlagsnefnc ar. Þetta er þó gert nú daglega leyfislaust þrátt fyrir að lögin eru komin í gildi. En þetta er alveg eðlilegt og jeg saka hann ekki um lögbrot í þessu efni, því að sá undirbúningur, sem lögin ráðgera hefir ekki farið fram og verður að ætla til þess tíma, sem verður að vera því lengri, sem undirbúningurinn er meiri eða seinlegri. Ennfremur er rjett að benda á. að lögin um lögreglumenn frá 19. júní 1933 (nr.- 92) eru heimildarlög handa ráðherra, svo að jeg hefði alls ekki brotið þau, þótt jeg hefði aldrei fram kvæmt þau. Alt hjal um brot af minni hálfu í þessu efni eru því stað- lausir stafir. Þá er og sagt í nefndri Tíma“-grein, að jeg hafi brotið hin áðurnefndu lög um lög- reglumenn með því að sam- þykkja að komið væri á hjer í bænum 40 manna varalögreglu En þetta er jafnfjarri sanni og um hitt brotið. 1 6. gr. laga þess- ara er ráðherra heimilað, þegar hann telur nauðsynlegt, að auka meira en segir í 1. gr. lögreglu- lið bæjar. í 1. gr. laganna er ráðh. heimilað með þeim tak- mörkunum, sem þar greinir, að fyrirskipa, alt að tveimur starf- andi lögregluþjónum á hverja 1000 íbúa. Þetta orðalag sýnir, sbr. orðin „alt að“, að ráðherra ræður hversu margir lögreglu- ijónar sjeu, þó þannig, að hann hefir ekki heimild til að fyrir- skipa fleiri en sem svarar tveim á 1000 íbúa. En hann getur lát- ið sjer nægja með færri. Nú segir í Tímagreininni, að af því að lögregluþjónafjöjdinn í iteykjavík sje ekki.í hámarki, ). e. 2 á 1000, þá hafi verið ó- leimilt að samþykkja stofnun varalögreglu, en þetta er bygt á )eim misskilningi, að ráðherra sje neyddur til að fyrirskipa há- markstölu lögregluþjónanna. — Lögreglan í Reykjavík hefir ver ið aukin „eins og segir í 1. gr.“, sem lögin segðu „eins og mest segir í 1. gr.“. Það er leiðinlegt að þurfa að carpa um svona atriði í blaða- greinum, en jeg svara þessu af )ví, að Hermann Jónasson virð- ist vera mjög glámskygn á hvað sje löglegt og hvað ekki, )egar jeg á í hlut. Enn er sagt í „Tíma“-grein- inni, að jeg hafi brotið hin sömu lög, með því að heita bæjar- stjórn endurgreiðslu á % kostn- aðar við lögreglulið bæjarins, samkvæmt 2. gr. margnefndra laga. Þetta brot á að liggja í því, að nýfallinn undirrjettar- dómur segir, að 7 menn, sem bæjarstjórnin rjeð án samþykk- is lögreglustjóra, sjeu ekki lög- lega ráðnir og þess vegna verði færri löglega skipaðir lögreglu- þjónar í Reykjavík, en til er skilið í 2. gr.; þ. e. 1 á hverja 700 íbúa. Ástæðan til þess, að fyrir- skipað er, að ríkissjóður skuli greiða Ye hluta lögreglukostn- aðareins þegar 1 lögregluþjónn er á hverja 700 íbúa, er vita- skuld sú, að bæjum er talið um megn að greiða meira en •% þegar ekki eru fleiri í'buar um hvern lögregluþjón. Nú hefir Reykjavíkurkaupstaður ákveðið að greiða mönnum þessumkaup hvort sem þeir reyndust löglega eða ólöglega ráðnir að áliti dóm stóla og hafa þeir starfað að ýmsum lögreglumálum fullum fetum og veit jeg ekki til að neitt hafi verið að starfi þeirra fundið. Lögregluþjónar þessir hafa því verið ,,starfandi“, eins og segir í 1. gr. laganna frá 1933 og verður auðvelt að fá sann anir fyrir því, ef á þarf að halda. Eftir þessu sýnist ekki efi á, að Reykjavík á heimtingu á að fá endurgreiddan lögmæltan hluta af lögreglukostnaðinum. Mýfsastu físktiblöðin: Jeg hefi þá sýnt fram á, að ásakanir í minn garð um lög- arot eiga sjer engan stað. En fyrst jeg hefi nú lagt þá rækt við þessar röngu sakar- giftir að svara þeim, þá þykir mjer um leið rjett að benda á hversu þessum lögreglumálum var fyrir komið, er jeg hætti stjórnarstörfum. Þetta tel jeg nauðsynlegt vegna þess, að sjá- anlegt er af oftnefndri „Tíma“- grein, að blaðið vill láta líta svo út, að mjög mikill kostnaður íafi stafað af varalögi'eglunni, begar hin nýja stjórn tók við. Varalögregla var hvergi á andinu nema í Reykjavík og á Siglufirði. Á báðum þessum stöð um hafði komið til alvarlegra óeirða og nauðsynin því auðsæ og brýn. Um varalögregluna á Siglufirði þarf ekki margt að ræða. Hún var stofnuð eftir til- mælum Sjálfstæðismanna og )eggja þeirra flokka, sem að ríkisstjórninni standa. Ríkis- stjórnin hefir nú, eins og fyr er vikið að, viðurkent þessa nauð- syn og er þar með útrætt um )að mál af minni bendi í bili. í varalögreglunni í Reykjavík eru 40 menn. Kaup þeirra er 50 kr. á mánuði hvers. Árslaun )essara manna allra eru þá 24000 kr. Þar af greiðir ríkis- sjóður helming en bæjarsjóður íelming. Annar kostnaður verð- ur einnig einhver, en hann skift- ist líka til helminga og jeg hefi álitið, að fyrir ríkissjóð rnundi lessi gjaldliður til varalögreglu íeykjavíkur ekki nema meira en um 20000 kr. á ári hæst. Af iessu sjest, að þegar gefið er í skyn, að árlega muni verða 3 4 hundruð þúsund kr. kostn- aður af varalögreglunni, þá eru það hinar mestu fjarstæður. — Nordisk Mönstertidende, La Belle Parisienne, Butterick Fashion Book — haustblaðið, Roma’s Pictorial Fashions Beyers Mode fiir Alle, Elegante Welt, Paris Élégant, L’Élógance Feminine arblað, Elite — vetrarblað, Le Grand Chic, Le Tailleur Moderne, Trés Parisien. — vetr Barnatískublöð: Weldon’s Children’s Fashions Children’s Dress, Vobachs Kindergarderobe, L’Enfant Élégant. IMKSIliKM Kwlaiversliiii - Sími 2721» Nýiar kartsfiur ísl. og útlendar, lægsta verð. Melónur, Þurkaðir ávextir, Niðursoðnir og nýjir, flestar teg. Hvítkál, Blómkál, ísl. rófur. Nýja Sólvallabáðírnar Sveinn Þorkelsson. Sími 1969. Lálið Og okkur framkalla, kopiera stækka filnxur yðar. Öll vinna framkvæmd af útlærð- um myndasmið. Amatördeild THIELE Austurstræti 20. Löngu fyrir stjórnarskiftin var þessu máli komið fyrir á þann hátt sem telja mátti ríkissjóði hagkvæmt. I enda gr. þeirrar, sem hjer hefir verið svarað, er saman- burður á stefnu Sjálfstæðis- flokksins og Fi'amsóknarflokks- ins og segir þar sv.ö: ,.íhaldsmenn vilja hafa vara- lögreglu (ólöglega), kostaða af ríkinu, gagnslausa við daglega löggæslu, en tiltæka í þjónustu „máttarstólpanna“ ef „stór slags- mál“ ber að höndum..... Framsóknarflokkurinn vill enga æfintýralögi’eglu. Hann vill lög- reglu, sem ávinnur sjer traust og vinsældir með ganglegu starfi". Jeg hefi tekið þessar setning- ar upp, ekki til þess að hrekja fjarstæðurnar í þeim, heldur til að sýna þá sanngirni og sann- leiksást, er kemur fram í grein inni yfirleitt. Reykjavík, 17. ágúst. 1934. Magnús Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.