Morgunblaðið - 24.08.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 I DROTTI R Meistáramót I.S.Í. Ámorgun (laugardag) hefst þetta stóra, fjölbreytta og' fyrir íþróttamenn okkar þýðingarmikla og alvarlega mót. Þar verður úr því skorið hverjir meistarar verði í frjálsum íþróttum fyrir fsland- Ennfremur sjest þá hverjir í- þróttamannanna liafa lagt mesta rækt við íþróttaiðkanir yfir sum- arið, hverjir eru fræknastir allra, hverjir hlaupa, kasta og stökkva ;i>est á íslandi. Vanalega er það svo, að ekki taka mjög margir menn þátt í keppninni á meistaramótunum. Þar koma fram, nær eingöngu, úr- valsmennirnir. Það mun því vera óvanalega mikil þátttaka í þessu móti, því þar koma fram yfir 30 menn: 8 Yestmannaeyingar, 3 Hafnfirðingar, 1 Borgfirðíng'ur, 1 frá í. lí. 12—14 Ármenningar «og um 12 menn frá K. R. Og flest- ::ir þeirra eru ágætir íþróttamenn. Nokkrir þeirra hafa aldrei kept hjer fyr. Yerður því erfitt að segja fyrir hvernig leikar fara ,að þessu sinni. En höfuðorustan mun standa milli Vestmannaey- inga og Ármenninga og K. R.- inga. Skal nú að nokkru minst á 'helstu keppendurna og þær íþrótt- ir, sem þeir keppa í. 100 metra hlaup. Þar keppir ; Daníel Loftsson, sem fyrir skömmu hljóp þessa veg'alengd í Vest- mannaeyjum á sama tíma og hið . ísl. met. Jafnvel telja sumir hann hafa sett nýtt met, en einhver vafi var um það, af hverju sem ’það stafar. Garðar Gíslason, met- hafinn, mætir honum nú og auk hans þeir Karl Vilmundarson og Steinn Guðmundsson o. fl. Þarf • ekki, annað en lýta á nöfn kepp- endanna til þess að sjá fyrir, að þarna verður hinn harðasti bar- dagi um meistaratignina — og hver veit — •um nýtt met. 200 metra hlaup. Þar má búast við harðvítugri kepni milli Daníels • og Garðars og þar bætist í hópinn hinn ágæti hlaupari Gísli Kjærne- sted, sem margoft hefir sýnt okk- ur Reykvíkingum hæfileika sína, sem hlaupari. Hver þessara þrigg'ja sigrar er ómögulegt að segja um fyrirfram. En „spenn- andi“ verður hlaupið, það geta menn verið vissir um 400 metra hlaup. Þar stendur þardaginn fyrst og fremst milli þeirra Gísla Kjærnested, Ólafs - Guðmundssonar og Þórarins Guð mundssonar (Vestm.). 800 metra hlaup. Þar keppa þeir sörnu og nú bætast í hópinn . Jón Jónsson (Vestm.) og Jóhann Jóhannesson. Jón keppir hjer í fyrsta sinn, 'en Jóhann er öllum Reykvíkingum kunnur, svo oft hefir hann kept hjer í hlaupum — og sigrað. Hvoi’t hinum tveim- ur síðasttöklu tekst að sigra Gísla og Olaf er ekki gott að segja um. Býst jeg varla við því að þeim takist ]iað nú, því bæði Gísli og Ólafur liafa margsinnis sýnt yfir- burði yfir flesta aðra á þessari vegalengd. Aftur á móti býst jeg - við að Jóhann og Jón verði keppi- nautum sínum skeinuliættir á 1500 metra hlaupinu, og þó keppa þar marg'ir úrvalsmenn, t. t. Vigfús Ólafsson (Vestm.), Gísli Sigurðsson (Hafnarf.) og Sverrir Jóhannsson. Vigfús o^ Gísla hefi jeg ekki sjeð keppa hjer áður, en þeir eru báðir efnilegir hlaupar- ar. Helst býst jeg við því, að Sverrir sigri. Hann er vel æfður nú, og honum hefir farið fram svo að segja við hverja kepni. í 5000 og 10000 metra lilaupinu verður þó sennilegg aðal viðburð- urinn á þessu móti. Sverrir kepp- ir í 5000 metra hlauþinu, en í báð- um keppa meðal annara þeir Karl Sigurhansson (Vestm.), Vigfús Ólafsson (Vestm.), Gísli Alberts- son^ (sem sigraði svo glæsilega á allsherjarmótinu), Jón Jónsson (Vestm.) o. fl. Þarna er svo mikið mannaval ágætra hlaupara, að það er fullkomlega þess vért, að koma og horfa á þá eina keppa' fyrir alla Reykvíkinga, þó annað meira væri ekki í boði. Aðalbardaginn mun sennileg'a standa milli Gísla o g Karls, en hver veit nema Vig- fús eða Sverrir verði þeim hættu- legir, t. d. á styttri vegalengdinni? Hástökk. Þar keppa meðal ann- ara þeir Sig. Sigurðsson (Vestm.) Sig. Gíslason (Hafnarf.), Jóhann Jóhannesson o. fl. En milli þess- ara býst jeg við að mest verði kepnin. Langstökk, Þar keppa margir góðir íþróttamenn. Daníel og' Sig- urður (frá Vestm.), Georg L. Sveinsson, Karl Vilmundarson o- fl. - Þrístökk. Þar munu þeir Daníel, Karl Vilmundarson og Sigurjón Priðbjörnsson vera líklegastir til að sigra. Stangarstökk. Líklegastir til að hreppa meistaratignina munu þeir vera Hallsteinn Hinrilcsson (Hafn- arf.) eða Sigurður Steinsson (Í.R.) Kringlukast. Meðal keppenda þar vérða Júlíus Snorrason, Þor- geir Jónsson (methafinn), Karl Vilmundarson, Sig. I. Sigurðsson og' Kristján Jónsson, sá er setti met á drengjamótinu. Þar verður hörð keppni um meistaratignina. Og eitthvað mun Ágúst Kristjáns- son hafa að segja þarna ef hann verður með. Spjótkast. Þar ætti Ingvar Ól- afsson að sigra, ef hann getur tek- íð þátt í kepninni. Þórarinn Guð- mundsson kastar einiiig vel, en annars virðist heldur skortur á mönnum í þessari íþróttagrein. Er það leiðinlegt því spjótkast er hin fallegasta íþrótt. Kúluvarp. Þar keppa nálega allir þeir sömu og í kring'lukast- inu. Júlíus, Ágúst, Sig. I. Sig. og Kristján. Mun þar einnig verða harðvítug kepni. Þá verður einnig kept í fimtar- þraut. Meðal keppenda eru lið- legastir til sigirrs þeir Gísli Kjærnested, Karl Vilmundarson eða Garðar Gíslason, og í boð- hlaupi keppa þrjú fjélög. Úndanfarið hefir altaf verið fjárhagslegt tap á meistaramótun- um. En nú vérður vonandi ekki Willy den Ouden, íþróttayfirlit. hin heimsfræga hollenska sund- mær, sem sett hefir hvert heims- metið á fætur öðru í 100—400 metra sundi (frjáls aðferð). Þessi unga laglega stúika «r að eins.16 ára að aldri og allar líkur benda til þess að hún verði frægastA sundlcona heimsins, ef hún heldur áfram, eins og hún hefir byrjað. Hún varð fyrst heimsfræg er hún kom fram á Olympiuleikunum síð- ustu, þá aðeins 14 ára skólatelpa. En þrátt fyrir það setti hún þá nýtt met (sem þó síðar var bætt) og var harðvítugasti keppinautur Helenu Madison, sem þá var besta sundkona heimsins. Síðan hefir Willy den Ouden, farið geysi- mikið fram og heimsmet heúnar í 400 metra sundi, sem er 5 mín. 16 sek. mun vera eitt besta met sem nokkurntíma hefir sett verið. Hún tók þátt í keppninni ,um Evrópumeistaraitignina, sem hald-_ in var þ. m. í Mag'deburg. Frjettir þaðan eru ókomnar hingað, en lítill vafi mun á því vera að Willy den Ouden muni hafa sigrað þar sem hún hefir kept. íþróttamaður drepinn. Einn af nasistum þeim, sem Hitler ljet drepa 30. júní s.l. var Karl Ernst. Hann var meist- ari fyrir Berlín 1919 í 1500 stiku hlaupi og fyrir stríð var hann bæði þýskur #g austur- rískur meistari á þessari vega- lengd. Er hann var leiddur til lífláts hrópaði hann: „Jeg er saklaus. Lifi Hitler“. Varð hann vel og karlmannlega við dauða sínum. svo, því mótij verour óvanalega fjölbreytt og skemtilegt og lík- indi til mikillar kepni og harðvít- ugra bardaga um hverja einustu íþróttagrein. Það mun því verða óvanalega f jölmennt á íþróttavell- inpm laugárdag og sunnudag. K. R. stendur fyrir mótinu og' muiiu þeir sjá um að það fari vel og greiðlega fram, svo allir hafi ánægju af, áhorfendur, keppend- ur og 'starfsmenn. K. Þ. L. S. — Friðþjófur o. fl. Töluverðrar óánægju liefir orð- ið vart hjá knattspyrnumönnum — og þá sjerstaklega ,,Fram“- mönnum — út af skrifi L. S., um kappleikinn milli Fram og Vík- ings. Þótti mönnum skrif L. S. ósanngjarnt og jafnvel hlutdrægt, því ómögulegt var, að skilja það á annan veg en þann, að L. S. bæri Fram það, að þeir Ijéku hrotta- lega og illá, svo að meiðsli hlyt- ust af. Friðþjófur Thorsteinsson bar ásakanir L. S. af Fram og það rjettilega. L. S. hefir nú svarað og segist ekki hafa átt við Fram, heldur leik kdattspyrnu- manna yfirleitt, sem væri og hrottalegur. Geta Fram-menn ver- ið ánægðir fyrir sitt leiti, ef L. S. hefir ekki átt við þá, en það kom- ust þeir ekki hjá að lialda, vegna þess að dómur hans var i nn leik, sem þeir voru annar aðili í, en hinn aðilinn var þar afsakaður sem „lítt, harðnaðir unglingar“. Hafi því L. S. átt við menn úr öll- um fjelögUm, þá kom það að minsta kosti mjög ógreinilega fram í grein hans. — Dálítið mis- lukkaður er „brandari" L. S- úm að Friðþjófur muni ekki vaxinn upp úr stuttbuxunum, knatt- spyrnulega sjeð, því leitun mun á mánni, sein hefir jafn góða þekk- ingu á knattspyrnu og Friðþjóf- ur Thorsteinsson. Mundu fleiri verða til að trúa því að þar sje L. S. enn' í stuttbuxunum — að minsta kosti svona innanundir. Einhver „knattspyrnumaðúr“ skrifar einnig gegn grein L. S. í Nýja Dagblaðið og er leitt að hann ekki skrifar undir nafni. Hef ir L. S. svarað þeirri g'rein éinnig, en ekki verður hjá því komist að benda á að samlíking L. S. um ris- ann og dverginn er mjög óheppi- leg. Víkingur er enginn dvergur „sem klípur“, þó flokkur þeirra sje að mestu skipaður ungum mönnum, þá mun sá floklrur sýna, áður en langt um líður, að hann skipa engir dvergar. MS>- Sami „knattspyrnumaðGr“ fer þeim orðum um undirritaðan, að hann skrifi hlutlaust og af viti um íþróttamál, og harmar þáð ef jeg' liætti að skrifa um þau í Morgun- blaðið. Get jeg nú glatt þann, sem þetta skrifar með því að jeg mun halda áfram að skrifa um íþrótt- ir fyrir Morgunblaðið eftir því, sem mjer endist tími og kraftur til. Geta því allir fylgst með þess- konar málum í Morgunblaðinu framvegis og lesið þar „hlutdrægn islausar íþróttagreinar“. H. I. K. Mjög má það gleðja knatt- spyrnumenn okkar hjer í Rvík, eftir alt umtalið og lætin í sam- bandi við kappleik H. I. K. og K. R., bæði hjer ’og erlendis, að svo virðist, sem hinir betri menn H. I. K. sjeu nú búnir að fá algerlega yfirhöndina yfir hinum, sem af lítilli góðgirni hafa borið knattspyrnumönnum okkar illa söguna í erlendum blöðum. í „Idrætsbladet", sem jeg fekk í dag, sje jeg að ein- hver E. H. skrifar allvel um ís- landsferðina, viðtökurnar hjer, kappleikinn fræga o. fl. Að minsta kosti er þessi grein stór- um betri en þær sem áður hafa komið — enda veitti ekki. af. Ef haldið verður svona áfram, þá má. búast við því áður en lýkur, að íslendingar hljóti hið mesta lof og þakklæti — jafn- vel fyrir hinn oft nefnda K. R. kappleik. — En viðleitni þeirra manna, sem vilja vel og satt vilja segja um þessa ferð á skil- ið þakklæti allra. Iþróttir og pólitík. Frá Danmörku hefir þektur íþróttamaður skrifað undirrituð- um: í sumar hefir fjöldi af íþróttaf jelögum verkamanna sagt sig úr íþróttasambandi verkamanna og gengið inn í íþróttasamband Danmerkur (D. I. F., það sem kommúnistar kalla „borgaralega íþróttasam- bandið“). Hafa þeir nú loks fengið nóg af því að hafa sitt eigið aðskilda samband undir stjórn verkalýðsleiðtoganna. — ,,Arbejderbladet“, sem er mál- gagn kommúnista, hefir nú lýst því yfir opinberlega að D. I. F. hafi sigrað algerlega yfir í- þróttasambandi verkamanna. — Getur það þess ennfremur að D. I. F. hafi staðið við það, sem það ljet fulltr. sinn, Chr. P.Han- sen, tilkynna á mörgum fund- um í vetur og vor, að það mundi fljótlega sýna sig að íþróttafje- lög verkamanna mundu ganga aftur inn í D. I. F. — Þetta verkamannasamband er nú í fullkominni upplausn í Höfn og það hefir sýnt sig á- þreifanlega að D. I. F. hefir gert rjett í því að láta alla þeirra áróðurs- og funda- halda-starfsemi afskiftalausa, og nú sjest' árangurinn. Þeir ná ekki samvinnu við íþróttaf jelög og sambönd hvorki innanlands nje utan og svo endur alt fumið og fálmið í upplausn o'g þeir verða að teita á náífir D. I. F. — Þeir kommúnistar hjer í Reykja vík, sem nú eru að í'eyna að eyðileggja íþróttahreyfinguna hjer, ættu að læra af þessu. Að minsta kosti ættu þeir að vera svo viti bornir, að hætta að bera lognar sakir á stjórn 1. S. í. Það, að ætla að byrja að byggja í- þróttastarf sitt'á ósannindum og rógi hljóta jafnvel þeir að sjá að muni aldrei takast. íslenskir íþróttamenn! Munið það, að öll sambandsfjelög I. S. I. veita ykkur viðtöku hvaða stjórnmálaflokki, sem þið til- heyrið. Munið það, að blanda aldrei póíitík í starf ykkar í þágu íþróttanna. K. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.