Morgunblaðið - 24.08.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1934, Blaðsíða 6
6 MORUU NBLAÐIÐ M.s. Dronníng Alexandrine fer annað kvöld kl. 6 til Isa- ■fjarðar, Siglufjarðar, Akur- eyrar, þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla í dag. Fylgibrjef yfir vörur komi í dag. G.S. Bolnia fer annað kvöld kl. 8 til Leith (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). SklpaaigrelSsUi Jes Zimsea. Tryggvagötu. Sími 3025. Málaði í kima og krók, hvarv&tna um skrokkinn. Olíu í tunnum tók, til að bera á rokkinn. SvtiHiliasIoppar með ermum og ermalausir. ódýrar milliskyrtur og V innuskyrtur, Sundhettur, baðslár og handklæði. Manchester Laugaveg 40. Sími 3894. Nokkrar aflmpsem nm sálmabókarm: «b Eftír Knút Arngrímsson. Umræðumar um svonefndan „Viðbæti við sálmabók“ eru nú orðnar rúmfrekari í blöðunum en umræður um nokkurt annað mál um langa hríð. Er það mjög eft- irtektarvert, þar sem ýmsir hafa viljað halda því fram, að áhuga- leysi um alt, er snerti kirkju -og trúarbrögð væri almennt ríkjandi. En nú er það einmitt ráðstöfun kirkjunni til handa, sem vekur þessa feykileg'u athygli. Það er haft eftir merkri konu hjer í borginni, að óánægjan með Við- bætinn megi teljast „gleðilegt tákn tímanna, að íslenska þjóðin lætur ekki bjóða kristinni kirkju roð og ugga“. Og er það í rauninni merg- ur þessa máls: Almenningsálitið hefir þegar varpað viðbætinum í ruslakörfuna. Tel jeg það vel far- ið. Einhverjum kann nú að virðast nýstárlegt nokkuð, að sjá slíkt koma úr penna eins þeirra manna,, er voru í sálmabókarnefndinni, ekki síst af því, að hvergi hefir enn komið opinberleg'a fram neitt um það, að nefndin hafi verið klofin, eða þar hafi átt sjer nokk- ur ágreiningur stað. Er það aðeins eðlilegt. Hinsvegar getur það ekki lengur verið rjett, að yfir því sje þagað, hvernig verkinu var hag- að við samantekt þessarar furðu- legu bókar. Og er það fullkomlega sanngjarnt, að það sje upplýst, hv&ð hafi ráðið því, að bókin varð, eins og' hún er, svo ekki sje sak- lausum um kent. Jeg vil þannig ekki skilja svo við þétta mál, að nokkur standi í þeirri méiningu, að jeg hafi verið ánægður með það, hvernig þetta verk var unnið. Jeg vil lýsa því yfir, að jeg hafði hugsað mjer því hagað á alt annan hátt. Jeg bar fram tillögur í þess- ari nefnd, sem ekki voru að neinu hafðar. Jeg get í fáum orðum sagt, að mjög veigamikill hluti þessa verks hefir gengið í þveröfuga átt við það, sem jeg óskaði og áleit rjett vera. Kemur mjér því á engan hátt á óvart, þótt svo fari, sem farið hefir. Þegar í upphafi varð jeg þess var, að formaður nefndarinnar, biskupinn, gerði sjer næsta ófull- komnar hugmyndir um tillög'u- rjett okkar, sem með honum höfðu verið kvaddir í nefndina. Var starfi öllu hagað á þann hátt, að hann rjeði þar öllum úrslitum- Reglulegar bókanir þe'ss, er fram kom á fundum nefndarinnar, áttu sjer engar stað. Við skiftum með okkur verkum við söfnun efnis, og framan af stóð jeg í þeirri méiningu, að tillit væri tekið til þess, er hver okkar lagði til um val sálma, en síðar varð jeg þess var, að ekkert eða næsta lítið til- lit hafði verið tekið til þessa. Biskupinn fór þar sínu fram. Formleg atkvæðagreiðkla fór aldrei fram í nefndinni, enda ekki sýnilegt, að g'ert væri ráð fyrir því, þar sem nefndarmenn voru fjórir (ekki oddatala, eins og almennt tíðkast í nefndum). Þetta kom sjer eihkum illa fyrir mig, þar sem jeg var sá nefndar- manna, er oftast var á annari skoðun en formaður. Loks vil jeg lýsi því yfir, að formaður hef- ir enn ekki kvatt nefndina saman til þess að greiða atkvæði um það, hvort hún vilji bera ábyrgð á viðbætinum eins og frá honum var gengið til prentunar. Við slíka at- kvæðagreiðslu hefði mitt atkvæði verið neikvætt. Auk þess munu einhverjar breytingar hafa verið gerðar á sálmum, eftir það að jeg sá efni hókarinnar síðast. Má for- maður og' þeir nefndarmenn, sem vilja, eiga allan heiður af því verki. Jeg bið að hafa mig undan- skilinn. Tillögur mínar. Það mun nú rjettmætt, svo menn geti áttað sig á afstöðu minni í nefndinni, að jeg gefi ör- stutt yfirlit yfir þau atriði, sem jeg gerði þar að ágreiningséfni. Þegar í upphafi starfsins hóf jeg' máls á því, að nefndin ætti að skýra opinberlega frá því, að bún óskaði eftir að skáld, sendu ^enni-þá sálma, er þau ættu í fór- um sínum, eða þá sálma, er þau kynnu að yrkja innan einhvers þess tíma, er nefndin ákvæði. Þetta taldi jeg geta orðið til þess, að ýms ný verðmæti kæmu fram á sviði sálmakveðskapar, og fyrir mjer vakti það enn fremur, að í viðbætinum yrði sem mest af þ m kveðskap, er speglaði trúar- hugsanir núlifandi fslendinga, einkum af yngri kynslóðinni. Þetta var ekki gert, — þótti tefja starf nefndarinnar um of. Einnig hafði jeg orð á þvi. að nauðsynlegt væri, að fá skýrslu frá prestum landsins um það, hvaða sálma, er ekki vorifí sálma- • bókinni frá 1886, þeir ljetu syngja í kirkjunum. Var einkum nauð- synlegt fyrir nefndina, að fá vit- neskju um, hvaða sálmar utan sálmabókarinnar hefðu unnið hylli almennings. — T. d. er það kunn- ugt, að víða eru notaðir við hKð sálmabókarinnar, „150 sálmar“, og sálmakverið „Þitt ríki komi“, sem Haraldur Nielsson safnaði og kom út 1924, auk ýmsra annara trúar- ljóða, sem mönnum hefir þótt fengur í að syngja í kirkjum. Þetta fekk engan byr. M.jer hafði skilist, að hjer væri verið að vinna verk, er ætti að korua nútíð og framtíð að notum. Var mjer því mest umhugað um, að sem mest af þeim kveðskap,' sem nýr var að efni og formi, kæmist, inn í viðbætinn. Hins- vegar var jeg því mótfallinn, að farið væri að prenta þar upp gamla sálma. Fekk jeg' fáu ráðið um þetta. Loks vil jeg gefa þá yfirlýs- ingu, að jeg hefi aldrei gefið mitt samþykki til þess, að breyt- ingar yrðu gerðar á sálmum, að höfundum fornspurðum. Sömuleið- is var mjer ókunnugt um, að for- maður nefndarinnar hefði ekki leitað leyfis núlifandi höfunda til að birta sálma eftir þá í viðbæt- inum. Jeg vil geta þess, að jeg sneri mjer til tvegg'ja höfunda, sem mjer ljek hugur á að fá á- kveðna sálma eftir. og fekk leyfi þeirra til að birta þá. Stóð jeg í Til Þingvalla, að Ölvesárbrú og í Þrastarlund verða stöðugar ferðir á laugardag og sunnudag. Hjer verður eins og áður besta skemtiferðin og sú ódýrasta sem völ er á. MSSfreiISastöÍS SleiiidórM. þeirri meiningu, að formaður hefði farið eins að við aðra höfunda. Enfremur taldi jeg rjett, að söngfróðum mönnum yrði falið að velja lagboða við sálmana. Hefir mjer virst átakanlegur skortur á því, að forsöngvurum væru gefn- ar nauðsynlegar leiðbéiningar um val á sálmalögum. Jeg' er persónu- lega þeirrar skoðunar, að fast- heldni við blátt áfram ljót og leiðinleg sálmalög innan kirkjunn- ar, eigi sinn þátt í að fæla margan nútímamanninn frá guðsþjónust- um í kirkjunum. En formaður nefndarinnar setti sjálfur lagboðana við sálmana í viðbætijium. Hversvegma jeg sagði mig ekki úr nefndinni. Síðan umræður um viðbætinn hófust, hefi jeg oft verið spurður að því, hversvegna jeg hafi ekki sagt mig úr nefndinni, þegar jeg sá, að starf hennar yrði á alt ann- an hátt en jeg hefði óskað. Jeg hefi því einu til að svara, að mjer hugkvæmdist það ekki, enda er jeg viss um ,að það hefði ekki breytt neinu. Viðbætirinn hefði verið gefinn út eins og hann var jafnt fyrir því. Kirkjuráð skipaði okkur nefnd- armenn. Jeg skýrði einum af með- limum kirkjuráðs frá óánægju- efnum mínum í nefndinni. Það gaf þó, að því, er jeg best veit, ekkit.il efni til þess, að kirkjuráð tæki málið til frekari athugunar. Veit :jeg ekki betur en meiri hluti kirkjuráðs hafi samþykt viðbæt- inn. Annars ér það ekkert eins dæmi, að nefnd sje klofin, og sit- ur þá minnihluti við þau úrslit, sem meiri hluti ákveður. Jeg gat ekki meira gert. Al- menningsálitið varð að skera úr um það, hvað rjett væri eða rangt í þessu máli. Framtíð sálmabókarmálsins. Hjer skal ekki farið út á þann hála ís, að spá neinu um það, hvað um Viðbæti við sálmabók verður. Hvort. sem hann verður borinn á bál e'ða ekki, þá er hann í raun og veru úr sögunni. En þessi mishepnaða tilraun með að endurnýja og auka sálma- kost kirkjunnar hefir valdið um- róti í hugum manna, sem ekki er r.jett að falli niður við svo búið. Hið mikla umtal, sem fit af þessu hefir spunnist, hefir vakið menn til umhugsunar um mál, sem þeir láta sig hversdagslega litlu éða éngu skifta. Það hefir hlotið al- menn viðurkenningu, að sálma- kosti kirkjunnar sje ekki sá sómi sýndur, sem skyldi. Það er al- mennt vöknuð sú krafa, að sálmar kirkjunnar verði að vera í sam- ræmi við smekk og trúarhugmynd- ir nútímafólks, og það er jafnhliða viðurkent, að þetta komi fleirum við en klerkum einum. Það er einn af lærðustu uag'um mönnum með þjóðinni, heimspekingur og fagur- fræðingur, sem verður til að vekja nmrót í þessu máli, og skapar með eldingarhraða það aimenn- ingsálit, að sálmar sjeu einn þátt- ur í menningarlífi þjóðarinnar, og komi öllum við. Menn spyrja nú hver í kapp við annan. Hvað á að gera í sálma- ■ bókarmálum kirkjunnar? j Sumir líta svo á, að sjálfsagt ; sje að fitjað sje upp á nýjum j viðbæti, og þau víti varast, sem urðu þessum að falli. Jeg er því alg'erlega mótfall- inn, og tel það enga bragarbót. Annari leið vil jeg mæla með og e» það aðal tilgangurinn með þessum línum: Nú liggur beinast við, að gerð sje gagnger endur- skoðun á sálmabókinni frá 1886, felt úr henni það af sálmum, sem er orðið úrelt, en bætt inn í hana úrvali nýrri sálma. (Frh.). j Ægir j tekur enskan togara i íandhelgi. —---. Norðfirði 23. ág. FÚ. Rannsókn hóst í dag í máli togarans „Cresflower“ H. 239, sem varðskipið Ægir hafði tek- ið nálægt Raufarhöfn og farið með til Norðfjarðar. Kappflug. Oslo, 23. ágúst. FB. Tveggja daga norrænt kapp- flug stendur yfir. Lögðu 39 flug- menn af stað frá Kaupmannahöfn í gær áleiðis til Gardemoen, með j viðkomu á Ljungbyhed og Malm- ; slætt. Fyrstu flugmennirnir komu j til Gardemoen um kl. 2 í gær. i Flugmennirnir lögðu af stað ' til baka til Kaupmannahafnar kl. 5 í morgun. Af flugmönnunum eru sex norskir, 16 sænskr og 14 danskir. --- **•*---- GyÖiragaur vilja ekki býskar vörur. Genf 23. ág. FB. Á alþióo ifundi Gyðinga hef- ir verið samþykt einróma álykt- un þess efnis, að halda áfram að vinna að því, að menn kaupi ekki þýskar vörur, vegna þess, að þær ástæður, sem leitt hefði til þess að Gyðingar bundust samtökum í þessa átt, sjeu enn fyrir hendi, engu síður en áður. (U. P.) . ..— Dr. Karl Lenzen, píanóleikari var meðal farþega á e.s. Lyra £ gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.