Morgunblaðið - 24.08.1934, Page 7

Morgunblaðið - 24.08.1934, Page 7
7 CTfEÉfcS£l| Vönduð vinna, fljót afgreiðsla. Höfum filmur, ódýrar myndavjel- ar, ramma og albúm. Amatördeiíd Sígr. Zoega & Co. Þetta Suðusúkkulaði er tippáhald allra húsmæðra. Kanpsnn háliflosknr kás verði. I malinn: Nýslátrað dilkakjöt, Verðið lægst. Lifur og hjörtu. Sviðin svið. Gulrófur, Nýtt gróðrarsmjör og margt fleira. Versítín Sveíns Jóhannssonar Bergstaðastræti 15. — Sími 2091. Melónur hvítkál, purrur, raharbari, gul- rætur, blómkál 0.45 pr. st., gulróf- nr, appelsínur, epli, niðursoðnir ávextir. Jón Ss Vesturgötu 21. Sími 1853. Súrf: Skyr, Hvalur, Sundmagi. RaupQelag Borgfirtiiiiga. Sími 1511. Isl. blómkól. Klein. Bddursgötu 14. — Sími 3073 Bragi Steingrímsson prakt. dýralæknir, Eiríksgötu 29 Sími 3970. MORGUNBLAÐIÐ ... .n«.i F(ú Ragnbeiður úorgrfms- dúttir Thorgrfmsson, Um hljóða nótt mjer heilög skín frá hásölum stjarnan skæra. Hvort ber hún ei frá þjer boð til mín, og bíður mjer hörpu að hræra. Jú, mjer væri skylt að minnast þín ef mætti jeg strengi þæra. Þú höfðingskona með. blíða brá, hið bjarta og' hvelfda enni. í göfgnm og tignum svip jeg sá, sem sólu er geislum renni. Þjer dæturnar bestu, sem ísland á, jeg óska þjer líkist henni. 1 brúðarskara þú barst af þeim, sem bárn þó skrautið fleira. - Þú gafst svo lítið um gull og seim, en g'ull þitt var æðra og meira. Þú elskaðir vorsins unaðs heim, þú. eískaðir Guð að heyra. ‘H' Ö Og þungbær þjer ekki ellin var þó oft væri þungt í spori. Þinn síungur andi af öðrum bar, svo auðgur af styrk og þori. Og gleðin og trúin geymdust þar, sem glóandi blóm á vori. Þú lifðir við alt og alla í sátt um örlög þín varst ekki að kvarta. Þú bentir þeim fáfróðu í æðri átt til eilífa ljóssins bjarta. Það rúmaði alla, sem áttu bágt, þitt ástríka stóra hjarta. Og þó að þú okkur flyttist fjær, og fljótt væru tár að vakna, þá lifir þín minning mörgum kær, því margt er að þakka og sakna. Við ósknm að komast þjer aftur , nær, þá af okkur böndin rakna. Nú standa þjer opin himins hlið og hjálpin, sem brast þig eigi. Þig engla og vina leiði lið á ljómandi dýrðarvegi. Sem fuglar í búri bíðum við, uns birtir af æðra degi. S. H. ------------------ ViH hverfii itaó búasf nœsl? Ríkisstjórnin brýtur í bág við lýðræðið, svift ir hreppsnefndir og sýslunefndir umráða- rjetti yfir málefnum sínum og kúgar bær undir yfirráð Alþýðu- sambands íslands. Áðnr en ísland várð sjálfstætt ríki, en laut Dönum, var hjer til lýðræði í málefnum sveita og bæja. Vald hreppsnefnda og sýslunefnda var bygt á fullkomn- um lýðræðisgrundvelli og svo er enn. Almenningur (alþýðan) fær sveitarstjórnum og bæjarstjórn- um í hendur vald þeirra, með al- mennum kosningum, þar sem all- ir. eru jafn rjettháir. Sveitar- stjórnirnar eru því ekkert annað en umboðsmenn alþýðunnar í sveitum og sýslum og er það um- boð bygt á landslögUm. Gegn þessu löglega og lýðræðislega umboði rís Alþýðusamband ís- lands -— utan við lög og rjett — og fær ríkisstjórnina í lið með sjec. Þessir tveir aðilar koma sjer saman um það, að svifta hreppa og sýslur landsins umráðarjetti um það, hvað skuli greiða hátt kaup í þeirri vegavinnu, sem hreppar og sýslur láta vinna og leggja fje til. Ætla mætti, að samþyktir hreppa og sýslunefnda hjer að lútandi, sje sem oftast í saniræmi við getu og vilja hrepps- búa og sýslubúa yfirleitt. En nú kemur alveg nýtt fyrir- brigði til sögunnar. í þoirpnm og bæjum hjer á landi hafa menn og konur hnappast saman og stofn- að verkamannafjelög’. Fjelögin hafa síðan myndað eitt allsherjar samband, sem þau nefna Alþýðu- samband Islands. Við þessu er nú ekkert að segja og þetta er sjálf- sagt í alla staði löglégt, á meðan þessi fjelagsskapur fer ekki út fyrir takmörk velsæmis og lands- laga. En nú hefir hann farið feti lengra en hann hefir heimild til, með því að gera tilraun til að syifta lögleg' stjórnarvöld sýslna og hreppa þeim nmráðarjetti, sem þeim ber að lögum. Furðanlegra er þó, að ríkisstjórnin skyldi verða til þess, að misbjóða svo kerfilega bændum og búalýði um land alt, að samþykkja þessa kúg- unartilraun Alþýðusambandsins og gera samning við það um þetta. Hjer er það ekki fjárhæð kaup- gjaldsins, sem mestu máli skiftir, þó það sje mikilsvert, heldur hitt, að ríkisstjórnin semur við ofríkis- fult fjelag um það, að táka lögleg'- an rjett af sveitarstjórnum lands- ins og fá hann nefndu fjelagi í hendur. Hjer er gengið ínn á nýja og óheillavænlega braut. Við hverju má húast næst? B. M. S. Qagbok. Veðrið í g’ær: Við SV-strönd íslands er smálægð, og er vindur SA-S-lægur á SV-landi en annars staðar A-NA. Ringt hefir nokkuð í dag á SV- og V-landi og lítið eitt sunlsstaðar á N- og A-landi. TTit.í er 10—12 st. syðra en annars 6—9 st. Úrkoma verður minni á morgun. Suðvestanljands verður vindur mjög hægur, en hætt við skúrum. Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri en hjart á milli. Meðal farþega með Drotning- unni, hingað frá útlöndum í gær voru Ólafur Þorsteinsson og frú, Bjarni Jónsson framkvæmdarstj- og frú, frú Hlín Þorsteinsdóttir, ungfrú Ragnheiðnr Jónsdóttir, frú Leví, Einar Jónsson myndhöggv- ari, Sig. B. Signrðsson, Haraldur Hagan, p.etersen bíóstjóri, frú Ásta Flygenring, Sigúrður Guð- mundsson, frú V. Sigurðsson, frú Blandon o. fl. o. fl. Jakob Texiére var meðal far- þega með m.s. Dronning Alex- andrini. Ætlar hann að lesa upp í kvöld kl. 9 í Iðnó. Að þessu sinni les hann upp þetta: Gaardhanen og Vejrhanen, Hjertesorg, Hvad Fatter gör, det er altid det rigtige, Elverhöj, Historien om en Moder, Pen og Blækhus. Ivar Wennerström, hermálaráð- herra Svía, kom hingað í gær með m.s. Dronning' Alexandrine, ásamt konu sinni. E.s. Lyra fór hjeðan í gær áleiðis til Bergen. M.s. Dronning Alexandrine kom hingað í gær frá Kaupmannahöfn. Botnía fer annað kvöld áleiðis til Leith. Dýrafræði §amin af Benedikt Grdndal með 66 myndtim. Prentuð i Ísafoídarprentsmiðýa 1878. Nokktir eintök af þessari bók, sem hetír veríð ófáanleg ara fjöída ára, hafa ná komíð t leít- irnar og etti seld á skrifstofa ísafoldarprentsmiðja. Kostar að- eins kr. 2,50 eíntakíð. Karoly Szenassy heitir ungverskur fiðlusnillingur, sem er hingað kominn og ætlar að halda hjer hljómleika n. k. þriðjudag. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ frá J. kr. 2,50. Brauðabúðum bæjarins verður lokað frá kl. 1 e. h. á morgun (laugard. 25. ágúst) í tilefni ald- arafmælis branð g'erðarstj ettarinn- ar hjer á landi. ísland kemur til Hafnar í dag. Súðin fér í kvöld í strandferð norðnr og vestur um land. Ungbamavernd Líknar, Báru- götu 2. Læknirinn viðstaddur fimtnd., föstud. og þriðjud., kl. 3—4. Undanskilin er þó fyrsti þriðjudaglir í hverjum mánuði, en þá er tekið á móti barnshafandi konum á sama tíma. Höfnin. í fyrrinótt kom hingað kolaskip með kolafarm til Kol & Salt, og olíuskip með farm til Olíuversl. íslands. sen frá Noregi og' kaptein Ander- sen, sem dvalið hefir í Færeyj- um í orlofi. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,Í0 Veðurfregnir. i 19,25 Erindi: Brauðgerð á íslandi, I aldarminning (Guðbrandur Jóns- son). 19,50 Tónleikar. 20,00 | Klukkusláttur. — Grammófón- ; tónleikar: Mozart: Symphonía í | G-moll. 20,30 Upplestur: Sögukafli (Sigurður Helgason). 21,00 Frjettir. 21,30 Grammófónn: Mau- rice Ravel: Sonatine Jeux d’eaux. Eimskip. Gullfoss mun hafa farið frá Akureyri áleiðis til Siglu fjarðar í gærkvöld. Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum í gæráleiðitil Hull. Brúarfæoss er í Kaupmanna- höfn. Dettifoss fór frá Hull 21/8 áleiðis til Vestmannaeyja. Lagar- foss kom til Stykkishólms í gær. Selfoss fór frá Leith í fyrrakvöld á leið til Ausitfjarða. Sigurður Skagfield heldur hljóm leika í Fríkirkjunni í kvöld, með aðstoð Páls ísólfssonar. Á söng- skránni verða lög eftir erlenda og íslenska höfunda, m. a. eftir Þór- arinn Jónsson, Árna Thorsteins- ; son, Sigf. Einarsson o. f.l — Sig- urður er nú á förnm til London j og er hann ráðinn þar sem söng'v- i ari við leikhús í vetnr. ; Afturgangan á Barkeley Squ- i are, þessi ágæta mynd, sem Nýja Bíó hefir sýnt undanfarin kvöld, ! verður sýnd í síðasta sinn í kvöld. Ungfrú Ásta Beck kom nýlega til Reyðarfjarðar á hjólhesti, alla leið hjeðan frá Reykjavík. Síldveiði nokkur hefir verið á Eskifirði síðnstu daga. Alls hafa verið saltaðar þar 3400 tn. Togararnir. Geir kom í fyrri- nótt af veiðum og hjelt áfram áleiðis til Englands. Otur kom frá Englandi. Farþegar með e.s. Lyra til út- landa í gær voru m. a.: Frú Ragnh. Eyjólfsdóttir, ung'frú Ásta Kolbeinsdóttir, Bjarni Guðmunds- son, Lárus Ingólfsson, Ásgeir Ás- geirsson, Valgarð Thoroddsen. Sig. ísólfsson, Ágúst Sigurðsson, Björn Br. Björnsson, Þórður Guðmundsson, Jóh. Th. Johnsspn o. fl. o. fl. Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 81/) verður kveðjusamkoma fyrir kadett Jón Sigurðsson, sem í nær- felt 2 ár hefir starfað við aðal- ■'<W> stöðvarnar í Reykjavík, og mest- megnis haft með höndum rit- stjórn „Herópsins“, en jafnframt verið aðaltúlkur og þýðari Hers- ins. Jóú Sþgurðsson er fyrstd kadettinn, sem fer frá íslandi til hins alþjólega herskóla í London. J afnframt verður fagnaðarsam- koma fyrir kaptein Th. Fredrik- Fótg'angandi maðurinn: Heyrðu lasm! Varst þ'að ekki þú, sem kallaðir á eftir mjer áðan: „Get- urðu vikið þjer við, bölvaður lundabagginn þinn“. — Hjólreiðarpilturinn: Jú, en þá vissi jeg ekki, að við myndum hittast kjerna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.