Morgunblaðið - 24.08.1934, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.08.1934, Qupperneq 8
s MORGUNBLAÐIÐ ■B-- | ^má-aug!ýsingar| Góða stúlkn yantar á Hótol jBjörninn, Hafnarfirði, 1. okt. til að sranga xim beina. Athrtgið. Hattar og aðrar karl- mannafatnaðarvörur, alpaliúfur, dömusokkar óg’ fl., Hafnarstræti 18. Karlmannahattabúðin. Aths. Handunnar hattaviðgerðir, þær einustu bestu. Sama stað. Fiskfars, Kjötfars. Nýtt dilka- kjöt fæst í dag. Farsgerðin. Sími 3464. Kaupum gamlan kopar. Vald. Paulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024. _________ Heimabakarí Ástu Zebitz, Ei- ríksgötu 15, sími 2475. FramkOilun 09 fljótt og vel af hendi leyst af útlærðum myndasmið. Áhersla lögð á vandaða vinnu. Laugavegs flpótek BifreiiaslOðii Bifrist. Sími 1508, hefir ávalt til leigu nýja o'g góða bíla, í lengri og skemmri ferðir. — Sanngjarnt verð. — Fljót afgreiðsla. BIFROST )) HaTmiM & Oilsem ( Hverfisgötu 6. Sími 1508. Nýkomið: Kandís. - Flórsyknr. Sggert flristfáEssen & Co. IXýjar bækur: Jonas Lie: Davíð skygni: Þýðing eftir Guðm, Kamban Verð: heft 3.80, ib. 5.50. Páli ísóÍfssoU: Þrjú píanóstykki kr. 3.00, Tónar I. Safn af lögum fyrir ha anóníum. Eftir ís lenska og erlenda höf. Páll ísólfsson bjó til prentuu ar. Verð kr. 5.50. — Fást hjá bóksölum. Bikaversinn SI|L Ermnndssonar og Bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34 Sl áE c r -E: 11 Mj % II i& || UÐUGLE Hauumenn og kauuflefigf Höfuni lyrirliggjandi nýjar og góðar rófur með lágu verði.. u n J. SYSIURMR. 13. vinum okkar myndi li$a um jolin, er þeir voru svo langt frá okkur. Alt í einu setti að Lottu grát, sem hún gat ekkert við ráðið. — Jeg er svo hrædd um IrenU, sagði hún. — Hún má ekki eignast barn. Jeg vil það ekki. Hún sýndi af sjer það mikinn æsing, að jeg vildi ekki láta hana vera eina. Hr. Kleh hafði beðið mig að heimsækja Schmiedel-fjölskylduna, sem hann var vanur að heimsækja sjálfur. Hr. Schmiedel var þúsundþjalasmiður við verslunina, og hafði unnið þar í tuttugu ár, bæði sem afgreiðslumaður og bók- haldari, og var jafn duglegur og áreiðanlegur við hvorttveggja. En lungu hans voru ekki hraust, og á hverju ári endurtók sig sama sagan: Dagana fyr- ir jól, þegar mest var að gera og hurðin stóð aldrei, og hver sem inn kom, flutti með sjer kuldagjóst, fjekk Scmiedel bronkitis, en harkaði þó af sjer þangað til á aðfangadagskvöld, en þá fór hann í rúmið og lá yfir jóladagana með háan hita .Þá heim- sótti hr. Kleh hann og sagði á eftir hrærður frá því, hve örvæntingarfull frú Scmiedel með hvassa nef- ið hefði verið og hve innilega hún elskaði manninn sinn með snubbótta nefið. En þetta kvöld, þegar jeg kom til þeirra ístað hr. Kleh, var konan róleg og leit meira að segja vinaraugum á hitamælinn. — Þetta er þó skárra en stríðið, sagði hún; — í næstu viku á hann að mæta til skoðunar. Jeg stóð mjög stutt við og flýtti mjer þvínæst heim. En Lotta var fallin í fastan og væran svefn. H.iá henni lá nýja gull-armbandsúrið, ritverk Ric- hard Demels og allar aðrar gjafir, sem hún hafði fengið. Annan janúar kom hr. Kleh aftur frá Munchen. Hann sagði, að Irena liti illa út, hefði gula flekki í andlitniu, en það var annars ekki. nema eðlilegt, eins og ástatt var fyrir henni; að læknirinn spáði henni Ijettri fæðingu og að farið yrði að vinna að nýja húsinu ,eftir því sem veturinn leyfði. Frásögn hans var alveg eins og brjef Irenu — yfirborðsleg og ógagnsæ. Einu sinni er við vorum ein, nokkru síðar, reyndi jeg að' veiða meira upp úr honum. — Finst yður Irena líta út fyrir að vera hamingjusöm? spurði jeg. Hann svaraði: — Hún varð afskaplega 'glöð þeg- ar jeg heimsótti hana ,en auðvitað veit je ekki hvernig hún er þegar jeg er fjarri. Svo bætti hann við: — Jeg held hún sje nokkuð mikið ein; Alex- ander vinnur eins og hestur. Hann kemur ekki heim úr teiknistofunni fyr en undir miðnætti. Það var það eina, sem henni líkaði ekki, en jeg get ekki sjeð neitt athugavert við það. — Hlakkar hún til þegar barnið kemur? spurði jeg, — og hlakkar Alexander til þess? Jeg skal nefnilega segja yður, að hvorugt þeirra vildi eign- ast börn svona alveg strax. Hr. Kleh brosti eins og sá, sem vitrari er: — Það er ekki annað en uppgerðarlæti. Börnin eru ekki að spyrja að því, hvenær þau sjeu velkomin. Og þeg- ar þau eru komin eða á leiðinni fer unga fólkið að hugsa öðruvísi og gleymir þeirri vitleysu, sem það hefir látið sjer um munn fara áður. Þetta getur svo sem verið satt. Á næstu mánuðum, eftir því sem fæðingin nálgaðist, komu oftar og oft- ar fyrir í brjefum Irenu, setningar, sem hægt var að lesa út úr tilhlökkun hennar til viðburðarins, sem í vændum var. „Bara þegar blessað barnið kemur. skrifaði hún, og annað því líkt. Og um vorið þegar húsbyggingin fór að ganga hraðar, skrifaði hún, að það, sem Alexander lægi mest á hjarta væri það, að barnaherbergið yrði vel útbúið að öllu leyti. Nú virtist einnig svo, sem hún væri ekki eins oft ein síns liðs, því einu sinni skrifaði hún: „Alexander er alveg indæll: á hverjum degi sækir hann mig til að fara á skemtigöngu með sjer. Læknirinn hefir skipað mjer að ganga mikið, en þegar jeg hef eng- an til að ganga með, er jeg of löt til að hlýðnaát því. Þetta var í júní. í júlílok fór jeg til Munchen til þess að vera hjá Irenu síðustu og eríiðustu vikurn- ar. Þegar barnið væri fætt, ætluðu hr. Kleh og Lotta líka að fara þangað og vera þar um hríð. Og þá átti húsið að vera komið upp, með gestaher- bergjunum tveim. I>áð atriði var jeg dálítið vantrú- uð á, því þegar jeg kom virtist húsið ekkert vera í þann veginn: gluggalaust og dyralp,ust með ósljett- aða veggi bæði utan og innan. En Irena sagði, að það gengi kraftaverki næst hvað svona hús gætu verið fljót í smíðum, þegar húsameistari eins og Alexander stæði fyrir byggingunni. í þessu tilliti hafði þá engin breyting orðið; augu Irenu ljómuðu ennþá af ást og blíðu, þegar hún mintist á Alexander. Mjer fanst hún enn fögur, þrátt fyrir ástand hennar; hún bar barn sitt með konunglegum tígulleika, án þess að gera neitt til að leyna á^tandi sínu í klæðaburði eða tilburðum. . — Það verður indælt fyrir okkur þrjú í þessu húsi, sagði hún, þegar við vorum á heimleiðinni frá því að skoða það. Jeg man enn eftir trúnaðartraust- - inu í málróm hennar, og vorkenni henni í hvert sinn, sem jeg minnist þess. Alexander kom seint heim um kvöldið, og var þreytulegur og daufur. Hann vann allan daginn við tvær byggingar, sem voru í smíðum, og svo langt fram á nótt í teiknistofu sinni. Hann tók mjög vin- gjarnlega á móti mjer og sagði, að það gleddi sig að sjá mig, en þó enn meir hitt, að Irenu þætti svo vænt um að hafa mig hjá sjer. Hann flýtti sjer - mjög að borða og virtist ekkert taka eftir því, hvað hann var að borða. En á meðan á því stóð, spurði hann um hr. Kleh og Lisbeth systur sína og síðast — á meðan hann var að kveikja í pípunni sinni------- um Lottu. Jeg hafði þegar sagt Irenu alt, sem jeg ætlaði atf - setgja, og sagði því stuttlega: — Henni fer vel fram við námið. Hann spurði um, hvort ekki væri neinn biðill . kominn enn. En um leið gretti hann sig og varð ljótur á svipinn. Jeg svaraði, að við lifðum fremur einmana, en hr. . Kleh hefði augastað á mannir sem núna væri á víg- - vellinum. En Alexander virtist ekki hlusta á það * sem jeg var að segja, og gekk brátt tii vinnus<;pfu sinnar. — Hvað það verður indælt, þegar hann fær - vinnustofu heima sjá sjer, sagði Irena. — Vitan- - lega má ekki trufla hann við vinnuna, en það er þó ólíkt að geta heyrt fótatakið hans öðru hvoru, . eða heyrt hann hósta — hann hefir ilt í kverkun- - um af því hann reykir svo mikið. En þá er jeg held- ur ekki einsömul. í rauninni var Irena mjög einmana. Á morgnana þegar hún kom á fætur, var Alexander oftast kom- - inn til vinnu sinnar við húsin. Um miðdaginn hafði.. hann svo nauman tíma, að hann kom oft ekki heim . að borða og á kvöldin var hann svo þreyttur, að þá var varla við að búast skemtandi viðræðum. — Hann tekur þessa vinnui sína alt of alvarlega, sagði Irena, — hann slítur sjer út fyrir þennan gamla miljónakarl, sem kann ails ekki að meta. það að verðleikum. En það er nú kannske af því, . að þetta er fyrsta stórvirkið, sem hann hefir fengið. Jeg vonaði, að þetta væri svo.------Þegar ófrið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.