Morgunblaðið - 29.08.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐlÐ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: J6n KJartansson, Valtýr Btefánsson. Rltstjórn og afgreiCsla: Austurstræti '8. — Slmi 1606. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingask rif stof a: Austurstræti 17. — Síml 3700. Helmaslmar: J6n Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuCi. Utanlands kr. 2.50 á mánuCi í lausasölu 10 aura elntakiO. 20 aura meC Lesbók. „Greiðsluha0i“ stjórnarblaðanna. Stjórnarblöðin þykjast nú fyrst hafa uppgötvað það, að erf itt væri um f járhag ríkissjóðs og landsins í heild. Sjálf hafa þau reyndar ekki gert þessa upp- götvun, heldur nýja stjórnin. — Hún fann þetta þegar hún settist að völdum. Það er vel, að þessir aðilar hafa nú komist til sann- leiksins viðurkenningar um þetta, þó að seint sje. Kreppan hefir nú'staðið nærfelt 4 ár og flestir landsmenn hafa fundið til hennar sárlega mestan hluta þessa tíma. En nú fyrst er þetta að komast inn í höfuð þeirra manna, sem valdir voru í lands- stjórnina og þaðan flýgur fiski- sagan í stjórnarblöðin. Það tók þá. 4 ár að komast til sannleik- ans viðurkenningar um þetta ! Stjórnarblöðin segja, að greiðsluhalli ríkissjóðs á árinu 1933 hafi orðið 1.2 milj. kr. Ekki er samt landsreikningurinn fyrir það ár kominn enn og má því vel vera, að stjómarblöðin fari rangt með þetta, eins og svo ó- endanlega margt annað. En ó- hætt ætti að vera að treysta því, að verri sje niðurstaðan ekki en þetta, því að það er alveg ljóst af skrifum þessara blaða, að til- gangur þeirra er ekki að hossa hinni nýförnu stjóra. Það er eftirtektarvert, að stjórnarblöðin tala um „greiðslu halla“ en ekki um „rekstrar- halla“ eins og venja var meðan Framsóknarflokkurinn einn var við völd. Þetta er auðvitað af því, að nú á að gera sem mest úr hve illa samsteypustjórninni hafi farist störfin úr hendi, en áður var reynt að fegra eyðsl- una sem mest. Af ,,greiðsluhallanum“, sem nú er verið að hampa, hefir mest ur hlutinn f arið til greiðslu samn ingsbundinna afborgana af lán- um, en hitt til vega- og brúa- gerða, þar sem hjeruðin hafa lagt fram fje, eins og t. d. til Markarfljótsbrúarinnar. í geig- vænni kreppu er varla ástæða til að víta þetta. Þessi niðurstaða ársins er að sönnu ekki góð, en yfirleitt mun ekki hafa verið bú- ist við henni betri. Og hvað ætti þá að segja um niðurstöðu árs- ins 1930? Þá var greiðsluhallinn um 6 milj. kr. og þá niðurstöðu hafa hin sömú blöð varið og veg- samað. ------------------- Hjálparstöð Líknar fyrir berkla- veika, Bárugötu 2 (gengið inn frá Garðastræti, 3. dyr t. v.). Læknir- inn viðstaddur mánud. og mið- vikud. kl. 3—4 og föstud. kl. 5— 6. Einkennllei hiðlp til bændanna í Sláturfjelagi Suðurlands og Kaupfjelagi Borgfirðinga. Þeir eru skattlagðir, til þess að bæta hinum upp verðið, sem að sögn Tímans fá þó hærra verð fyrir sláturafurð- irnar! Tíminn er ákaflega lineykslað- ur út af því, að hjer- í blaðinu skyldi vera bent á það herfilega misrjetti og þann órjett, sem bænd ur þeir er búa, að Reykjavíkur- markaðnum verða að þola, með hinni nýju „skipulagning“ á sölu ,sláturfjárafurða innanlands. Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, er þessi „skipu- lagning“ í því fólgin, að ráðin eru tekin af þeim tveim samvinnu- fjelögum bænda, sem aðallega hafa haft með höndum kiötsöl- una hjer í bænum, þ. e. Sláturfje- lagi Suðurlands og Kaupfjelagi Borgfirðing’a, og fengin í hendur 5 manna nefnd, þar sem Sam- band ísl.! samvinnufjelaga ræður mestu. „Skipulagið“ er ennfremur i því fólgið, að greiða skuli sjerstakan skatt af öllu slátrúöu sauðfje, nema því, sém framleiðendur nota til heimilisþarfa. Þessi skattur má vera alt að 8 aurar a hvert kg. af kjöti og svarar það til ] kr. skatts af hverjum dilk. • Nú mælir ,,skipulagið“ svo fyr- ir, að skatti þessum skuli verja þannig: 1) til endurgreiðslu skattsins af því kjöti, sem út er flutt, 2) til að greiða fyrir sölu sláturfjárafurða innanlands og 3) til verðuppbótar á útfluttu dilka- alveg' gengið fram hjá verðinu hjer heima áður en aðalslátrunin hófst í fyrrahaust, sem var tals- vert hærra; einnig ber þess að gæta, að mikill hluti þess kjöts, sem selt er hjer, er ekki fyrsta flokks kjöt. En lofum Tímamönnum samt að liafa sinn samanburð. Og hvað sýnir liann? Hann sýnir, að bænd- ur þeir, sem seldu á Reykjavíkur- markaðinum fengu lægra meðal- verð en hinir, sem seldu á erlend- um markaði. Samt sem áður koma þessir spekingar Sambandsins og segja: Við leggjum einnar krónu skatt á hvern dilk þeirra bænda, sem selja á Reykjavíkurmarkaðinum, til þess að bæta upp verð hinna, sem selja á erlendum markaði! Hvað finst mönnum um þessa speki? Auðvitað þurfa þeir bændur, sem Reykjavíkurmarkaðinn nota, 1 að fá hærra verð fyrir kjötið. En , vegna takmarkaðri kaupgetu j almenning's, verður þeirri verð- ! hækkun að vera stilt í hóf, Og ]>að er víst, að þessa bændur hefði mikið munað um þá verð- hækltun, sem nemur skattinum ieinum (8 aur. á kg.), ef sú hækk- run hefði til þeirra runnið. En vegna þess, að bændur í nágrenni kjöti. Skatturinn er m. ö. o, lagður á alt kjöt, sem selt er á innlendum markaði og skal varið til verð- uppbótar á útflutt dilkakjöt. En skatturinn kemur að sjálfsögðu lang þyngst niður á þeim bænd- um, sem nota Reykjavílturmark- aðinn, því þar ér aðalmarkaður- inn innanlands. Nú ber sennilega öllum saman um það, að miklu dýrara sje að framleiða dilkakjöt hjer í nær- sveitum Reykjavíkur en í hinum ágætu fjársveitum í Þingeyjar- sýslum. — Bóndinn í Árnessýslu t. d. þarf oft og tíðum að gefa ánni að staðaldri mikinn hluta vetrar, en bóndinn í Þingeyjar- sýslu þarf máske sáralítið að gefa Samt verður útkoman sú, ao bónd- inn í Þingeyjarsýslu f'ær nál. helmingi vænni dilka' að haust- inu en bóndinn í Amessýslu. Er þá nokkurt rjettlæti í því, að bóndinn í Arnéssýslu, með rvra kjötið og margfaldan tilkostnað, sje skattlagður stórkostleg’a til þess að bæta upp verðlag bóndans í Þingeyjarsýslu, með vænu dilk- ana og miklu minni tilkostnað? Annars flettir Tíminn sjálfur (ósjálfrátt?) best ofan af þessari „skipulags-dellu“ í greininni: Hvað fengu bændur fyrir kjötið í fyrra ? Blaðið birtir þar samanburð á verðinu til bænda á því kjöti, sem Hambandið seldi erlendis s. 1. ár og verðlagi Sláturfjelags Suður- lands pg Kaupfjelags Borgfirð- inga. Þótt samanburður þessi s.je á ýmsan hátt villandi, m. • a. er Réyjavíkur, með rýrara kjöt og margfaldan tilkostnað eiga að borga með kjöti hinna, sem hafa vænna fje og minni tUkostnað, kemur verðhækkunin þeim fyrst til góða, þegar bíiið er að hækka kjötið meira en skattinum nemur. Sú verðhækkun hlýtur að i-erða svo tilfinnanleg fyrir neytendur, að markaðurinn rýrnar við það verulega. í þessu lig'gur misrjettið og órjétturinn gagnvaft þeim bænd- um, sem Reykjavíkurmarkaðinn nota. ..------------- K á r i missir skrúfuna á leið milli ísþands og Fær- eyja. í fyrradag lagði togarinn Kári á stað áleiðis ti.1 Þýskalands með afla sinn. En er hann var kominn austur úndir Færéyjar misti hann skrúfuna og var nii þarna ósjálf- bjarga. En veður var framúrskar- andi.gott og við engu hætt. Togarinn Baldur var á leið frá Þýskalandi og var honum falið að koma Kára til hjálpar. Kom Bald- ur að Kára í fyrrinótt og' er nú á léið með hann hingað. Kárí hafði mikinn fisk en hann er orðinn svo gamall (8—9 dágal að ekki mun þykja viðlit að setja hann vfir í annað skip. Ef ekki tekst að setja skrúfu fljótlega á Kára, svo að liann geti komist á, stað að nýju viðstöðulítið, mun fiskurinn sennilega tekinn upp úr honum og seldur hjei’. Kona rænir reitthesti norður í Víðidal og fer á honum suður í Borgar- fjörð. Maður heitir Gestur Ebeneser- son og á heima að Stóru-Borg í Víðidal. Hann er lausamaður og á bleikskjóttan reiðhest, sem hon- um þykir mjög vænt, um. Kona úi- Reykjavík, Kristín Björnsdóttir að nafni, hefir verið ásamt barni sínu að Stóru-Borg og' Refsteinsstöðum í sumar. Á fimtudaginn var kom hiín út á engjar, þar sem Gestur var að heyja og bað hann að Ijá sjer þann bleikskjótta til næsta bæjar. Vildi þá svo til, að Gestur var að teyma Skjóna eitthvað og hafði hnýtt upp í hann hnappheldu. Ekki vildi liann verða við bón kon unnar, en hún sló þá upp á glens við hann og sagði eitthvað á þá leið, að líklega væri óhætt að hún kæmi á bak honum Skjóna. Hopp- aði hún því næst á bak, en Gesti fanst þetta óþarfi, leysti hnapp- helduna út úr hestinum og helt annari hendi í faxið. Þá gerði konan sjer hægt um hönd, sló Gest af takinu, en setti liælana jafnframt í síður Skjóna, svo að hann þaut á stað. Þeysti hún nú berbakt og taumlaust eins og hesturinn komst í burtu frá Gesti, en hann stóð sem agndofa eftir. Nokkru seinna kom Kristín að næsta l^æ. Enniskoti, og reið þá við emteyming' — hafði linýtt beltinu af kápu sinni upp í Skjóna Kvaðst húii hafa kevpt hestinn og bað að Jána. sjer reiðtýgi. Þau fekk hún og reið nú greitt eins og leið liggur yfir Miðfjarðarháls og leiðina 1 suður. Sást. þa"ð seinast til hennar, seint um kvöldið að hiin fór fram hjá Grænumýrar- tungu og helt suður á heiðina. Það er af Gesti að segja, að hann hóf eftirfÖr og komst um kvöldið í póstbílinn. , sem var á suðurleið. Sagði liann svo frá, að hann bygg'ist ekki við því að ná henni fyr en suður í Borgarfirði. Þar ætti hún mágkonu á einhverj- um bæ. En hvort lionum hefir tekist að ná henni þar og heimta liestinn aftur, hefir ekki frjest. Bæði munu þau Gestur og kon- an hafa farið að heiman án þess að heimafólk vissi af, og var svo mikill asi á Gesti að hann hljóp frá vesti sínu með úri í vasanum þar sem það lá í slægjunni. Hakakrossmálið í Siglufirði Kommúnistar dæmdir — þrír í þriggja mán- aða fangelsi og tveir í tveggja mánaða fangelsi. Dómur var nýlega kveðinn upp í undirrjetti, út af hakakrossmál- inn hjer á Siglufirði. Þóroddur Guðmundsson, Steinn Steinarr og' Eyjólfur Árnason voru dæmdir í þriggja mánaða einfalt fangelsi hver; Gunnar Jóhannsson og Að- albjörn Pjetursson í tveggja mán aða einfalt fangelsi, báðir dómar óskilorðsbundnir. Dæmdir greiði allan áfallinn málskostnað, in solidum. Dómnnm mun verða á- frýjað. Rannsóknftr á liálenclftnii þeirra J. Gröntved og S. L. Tuxen. í fjórar vikur voru þeir uppi á öræfum náttúrufræðingarnir dönsku, J. Gröntved magister og S. L. Tuxen, ásamt stud. mag. Humlum og Geir Gígja kennara. Höfðu þeir tvo fylg'darmenn, Sig- urð Filippusson og Greip Kristj- lánsson. Þeir komu hingað til bæj- arins í fyrri viku, en Danirnir fóru heimléiðis með Gullfossi í gær. Hafði blaðið tal af þeim áður en þeir fóru. Þeir lögðu upp frá Gýgjarlióli þ. 1. ágúst, fóru fyrst upp aS Hvítárvatni, upp í Fróðárdal, þaðan að Hveravöllum, þá norður Blágnýpu, að Arnarfelli til Kerl- ingarfjalla og niður að Hrútafelli. Vikurnar 4, sem þeir voru á þess- um slóðum, fengu þeir 4—5 rign- ingardaga, annars sólskin, og aldrei veruleg't illviðri. Gröntved magister fekst við grasafræðisrannsóknir. Hann vann hjer. á náttúrugripasafninu mán- aðartíma áður en liann fór á fjöll. Erindi hans hingað var að vinna hjer að undirbúningi að úfrgáfu isíðasta bindis af hinni miklu grasafræði „Botany of Iceland“, ér Carlsbergsjóður gefur út. Ilann liefir aldrei komið hingað til lands fyr. Mjög þótti honum merkilegt, hve mikinn gróður og' fjölskrúðugan hann fyrirhitti á ýmsufii stöðum á hálendinu, al- veg uppi við jökla. , S. L. Tuxen er skordýrafræð- ingur. Hann hefir fengist við rann sóknir hjer í tvö sumur undan- farin, og farið A'íða um land. Hann var um tíma í fyrra norð- ur í Mælifelli. Þar lærði hann svo vel að tala íslensku, að hann talar málið óhikað. Skordýrasafn ]>að, sein liann 'hefir safnað hjer, er enn eigi rannsakað eða nafngreint. En nú hefir hann safnað það miklu, að tekin verður upp rannsókn á því. Tuxen er aðstoðarmaður við dýra- fræðissafnið í Höfn. Síldarsala til Póllanös Þangað hafa verið seldar 30.000 tunnur af matjessíld og feng- ið innflutningsleyfi fyrir 40.000 tunnum. Siglufirði 28. ágúst F.Ú. Matjessíldarsamlagið hefir nú selt beint til Póllands 30 þús- unnur af maíjessíld, og' fengið leyfi til að solja þangað 40.000, veiðist meira. Síldin hefir verið skoðuð og viðurkend hjer á landi á undan afhendingu, og banka- tryg-ging fengin fyrir greiðslu. Síldina á að senda í 5—tiOOO tunnu förmum, og hleður fyrsta skipið 4. september. Lagarfoss er nú lijer á Siglu- firði, og hleður þar 650 smálestir að síldarmjöli hjá Ríkisverksmiðj- unum. Gufuskipið Vardö tekur 500 smálestir síldarmjöls, hjá sömu verksmiðjum. Fimm flutninga- skip eru hjer nú að taka síld, en eitt losar tunnur ng salt. Þá er hjer kolaskip, sem losar kol til Kaupfjelagsins, og annað með kol til Ragnarsbræðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.