Alþýðublaðið - 16.02.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1929, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ 3 Erleiad símskeyti. Khötfn, FB„ 15. febr. Tillaga Cappers. Frá Paris er símiaö: TilLaga Cappers, ])ingmanns í Öldunga- deild pjóöpings BandarikjaTma, hefÍT feng’iö göðar undártektir í Fraklandi. Ætla meim, að Kel- logg muni styðja tillögu. Capp- ers. [Tilfaga Cappers gengur út á það að engin þjóð megi selja hergögn til þeirrar þjóðar, sem brýtur KeLIoggsamninginn. | Enn frá Hjálpræðishemum: Frá Lundúnum- er símað: Mála- færslumaður Booths hefir mætt á fundi Stórráðs Hjálpræðishers- ins og taiaði þar máli Booths. Því næst samþykti Stórráðið af nýju að setja Booth af. — Cforn- mander Higgings var kosijnn yfir- maður Hjál præðishers ins. Ræktunaráform íVestur-Afríku. Frá Paris er simað: Maginioli, nýlendumálaráðherra, sem verið hefir á ferðalagi í Senegal, kveð- ur vera um miklar framfarir að rasða þar í landi Stjómin áfoim- ar að styðja að frekari framför- um og ætlar hún að taka fimt- án hundruð milljónir franka að lánj tfi þess að veita Niger á ó- ræktuð landssvæði til þess að frjóvga þau. (Senegal er frakknesk nýlenda í Vestur-Afríku, ca. 195 000 fer- kílómetrar og 222523 ibúar (1921). Mikið af landinu er mýr- Ienjt og loftslag óholt, en á síð- ari árum hefir verið unn'ið að' framnæslúm og áveitum og fram- farímar yfiirleitt rniklar á flest- um sviðum. Járnbrautir hafa ver- ið lagðar í landimu, Dakar-St. Lo- uis, 262 km., og á miitó Senegal fljóts og Nigeifljóts, 552 kílómetr- ar. Aðalborgirnar em Dakar og St Louis, höfuðborgin. Senegal varð frakknesk nýlenda 1791, en hafði áður veríð í eign Hollend- inga, en þar áður í eign Portú- galsmanna.) Ný sykurtegund. Frjji Washington er símað: Verzlunarráðuíneytið hefir Látáð rannsáka efni, sem er áþekt sterkju og finst í sumum plönt- um, til dærnis georgínum og sí- kóríum. Við rannsóknina upp- götvaðist ný sykurtegund. Málverka sýnin g. í skemmugluggunum hjá Har- aldi eru mú til sýniis allmörg stór eg falleg málverk eftir Kjarval. Eru það skógarmymdir frá Frakk- Jamdi, hin prýðiLegustu listaverk. Mun þarna vera um „skyndi- sölu“ mólverka að ræða. Verðið er lægra en gerst hefiir hér á á- þekkum myndum okkar beztu listamanna. Almenningur ætti að nata tæki- færið og skoða mymdir þessar. Sýningin er þess verð, aðhenmsé gaumiur gefinn. Og vísast verða þessar og þvílíkar myndir dýrir dómar þegar stundir líða. En Kjarval hefir hér bætt enm einurn flokki við hinar sérkenni- legu myndir sínar, og ekki þeirn áfakasta. Úr Suður Þingeyjar^ sýslu, Sama einmunatíðin hefir hald- ið áfram, sem hér var í sumar og haust. Alt af er að heita má auð jörð, oft þíðviðri á daginn, þó heiðríkt hafi veríð, og frostlaust á nóttunni. Slíkt skammdegi hafa fáir lifað hér um slóðir. — Vegna tíðargæðanna hefir fé mjög lítið verið gefið og ekkert við sjóiinn, varla hýst þar sums staðar. Skepnuhöld hafa verið góð, pest- in stungið sér niður á stö'ku stað, en alls ekki gert þann usla, sem hún hefir stundum gert mönrnmi hér undanfarin ár. í nóvember slösuðust tveir menrn hér í sýalunni af byssw- skoti. Voru báðir á rjúpnaveið- um. Annar þeirra, Kári Arngríms- son frá Staðarholti í Köldukinn, særðist mjög mikið; hljóp sfcotið úr byssunni gegn um vöðva á upphandleggnum og í síðuna. Var annar maður náerstaddur, er slys- ið vildi til, og gat komið honum til byggða. — Hinn maðurinn, Snorri Gunnlaugsson á Geitafelli, meiddist minna, en þó miikið. Gekk skotið aftur úr byssunni og í enmið og dalaðist beinið'. Var enginn nærstaddur, er hann meiddist, og var hann nokkuð langt frá bæjum; náði hann þó heim einihvem veginn. Lágu báð- ir þessir menn i sjúkrahúsinu í Húsavík um hríð, en em mi nær því albata. Dáið hafa þessir menn hér í vetur: Bergur Númason, búsettur í Húsavík, hægðarmaður og vel látinm. — Hans Kristjánsson, fyrmm bóndi á Hóli í KLnn; bjó hanm þar mestallan sinn búskap. Hann var orðinn aldraður maður. Synir hans þrír eru í Noregi: Kristján, Jóhannes og Jónas, og eru tveir þeirra búsettir þar. Þrjú böm átti Hans sálugi hér á landi, Steingi'ím, sem er búsettur é Akureyri, Áslaugu, húsfrú á Hóli í Kinn, og Rút. — Hans sál- ugi var bróðursomur Sigurjóns, fyrmm óðalsbónda á Laxamýri [föður Jóhanns skálds], og var mjög vinsæll maður. — Guð- mundur Kristjánsson, unglings- maður / á Húsavík, varð bráð- kvaddur, en hafði verið heilsu- veill undanfarið. — Annars hef- ir heilsufar verið gott í héraðinu og mislingarmr em nú algerlega afroknir. 20. nóv. var fundur haldinn á Laxamýri. Boðaði Jón H. Þor- bergsson, böndi þar, aðallega til hans. Verkefni fundarins var að ræða um stofnun sérstaks búnað- arsambands fyrir sýsluna. Mættu þar fulltrúar frá flestum búnað- arfélögum úr austurhluta hennar. Var það nokkurn veginn einróma álit fundarmanna, að nauðsyn væri á að stofna sambandið, og var það samþykt á fundinum. Til umræðu kom eimnig að flytja inn útlent fé til kynhóita og fá sam- þyldd yfirvaldainina' til þess; var kosin nefnd til að ganga fram i því máli. Einnig var samþykt, að sambandið keypt nýja drá'tt- arvél í héraðið, ef nægilegar um- sóknir kæmu fram um vinnu fyr- ir hana. Eru nú þegar komnar nægar pantanir, svo að auðséð er, að nægilegt verkefnii er fyrir liana. (FB.> Um ilatgÍKm og vegiiun. I. O. G. T. á morgun kl. 2 DRÖFN. Inntaka. Spurn. og svör. Næturlæknír er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6B, sjmi 614, og aðra nótt Halldór Stefansson, Vonar- stræti 12, sfmi 2221. Næturvörður er næstu vitou í lyfjabúð Reykjavikur og lyfjaíbúðimni „Ið- xmni“. „Dagsbrúnar4‘félagart Munið fund félags ykkar í kvöld ki. 8 í templarasalnum. Bjargi við Bröttugötu. Þar verða bæði rætt verklýðsmál, —hafnar- vinnan og um kaupdeiiu sjó- manna og útgerðarmaima, — og einnig skemta kunmir söngmenn fundaxmönnum, svo sem. auglýst hefir verið. Mokafli er nú á ísfirzku bátana, segir fregm að vestan. Einn af bátum Samvinnufélagsins, sem byrjaðl að fiska 12. jam, hefir nú fengið 130 þúsund pund. Sameiginlegau fund » héldu vexklýðsfélögin í Hafm- arfirði í samkomuhúsi bæjarins í gærkveldi. Frumvarp til stjórnar- skrár fyrir Alþýðuflokkinn var aðahimræðuefni fundarins. Var Pétur G. Guðmundsson ritari AI- þýðusambandsins staddur a fund- inum og hafði hamn framsögu í þessu máli. Kirkjumáianefnd. Tabð er, að kirkjumálaráðherr- ann hafi skipað kirkjumáLanefnd og séui þessir menn í henni: Séra Þorsteinn Briem, séra Jón Guðmason ' séra SVeinbjöm Högmáson, Runólfmr Björnsson frá Koirnsá og Jómas Þorbergsson rit- stjóri. Bifreiðarslys varð í gær um stundarfjórð- ungi eftir hádegii. Tvær stúlkur voru á heimleið úr Landakots- skóla og teiddust upp Banka- stræti. Þegar þær fóru yfir Ing- ólfsstræti kom hifreið meðam strætið. Sjónarv'ottux segir svo frá, að stúlkurmar gengu a- lútax og fóru hægt og bifreiðinjni var eimnig ekið hægt; en svo slysalega vildi tsil, að ömjnur stúlk- am varð fyrir henni og lærbrotn- aði á báðum fótum, Hún ef 8 árá gömul. Var hún flutt í sjúlcfa- húsið í Lamdakoti og sett í gips. 1 morgun leið henni vel eftir von- rnn. Stúikan heitir Aðalheiður Axelsdóttir og á heima á Befg- þórugötu 23. Skógarmyndin, seim sýnd verður í (iamla Bíó kl. 2 á morgun (sbr. auglýsingu hér í blaðinu), er mjög merk fræðslumynd, sem allir ættu að sjá. Myndin er gerð fyrir Skóg- ræktarfélag Noregs og lýsir greinilega skógrækt og skogar- atvinnu Norðímanna. Auk þess, sem hún er fróðíeg, er nryndin mjög skemtileg og fögur, eins og flestar landslagsmyndir frá Nor-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.