Morgunblaðið - 06.09.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1934, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ^-h™ — KVENÞJÓÐIM Oa EIEIMILIN f Skyldur barnsins heima fyrir. Það er ekki holt fyrir börnin, að þau fái alt rjett upp í hend- nrna, að þau venjist á að stjanað í^lje við þau um of. Þeim fer þá að finnast að þau sjeu hafin yfir alla vinnu, og deittur ekki í hug að rjetta hjálparliönd á heimilinu. Þetta er skaðlegt fyrir börnin. Þku fá með þessu móti ranga hug- mynd um gildi vinnunnar. Þess vegna er g'ott að láta börnin hafa eitthvað fyrir stafni, láta þau hafa sitt skylduverk að vinna, við þeirra hæfi, og ganga ríkt eftir að þau gæti þessa stiarfa. Það er ánægjulegt að gefa því gætur, hvað hvert barnið er hneigðast fyrir og velja starfið eftir því. Eins er skemtilegt að g'efa því gaum, hvað barninu líð- ur við starfið. Láta það sjálft segja frá hvernig gangi. Þá gefst tækifæri til ])ess að sjá h.vernig barnið vinnur verk sít't', og liægt að styðja það með ráð og dáð eftir því sein með þarf. Og maður sjer hvert upplag barnsins er, hvort það er í eðli sínu vinnu- samt og skyldurækið, eða öfugt. Reyndar eiga vitnisburðabæk- urnar í skólunum að sýna slíkt. En það kemur nn saint öllu betur 4 Ijós á sjálfu heimilinu. í sambandi við þessi skyldustörf barnanna mætti hafa smáverðlaun. En þó verður að gæta varkárni í því. Sjerstaklega verður að gæta þess að draga ekki taum eins bamsins á kostnað annars, eða vekja óþarfa samkeppni með börn- unum. Það ge’tur komið illindum af stað og vakið gremju meðal barnanna. Hrós er gott, ef rjett er með farið. Og einnig er gott að ,,segja til syndanna“ ef svo ber undir. En hvorugt má gera. á annara kostnað, því að þá er það frekar til ills en góðs. Frumlegur fjelagsskapur. í bænum Oklahoma City í Am- eríku liefir presturinn stofnað klúbb fyrir karla. Hann heitir Fje- lag ágætra eiginmanna. Hipn bjart, sýni prestur vonar að hann g'eti með þessum fjelagsskap dregið úr hjónaskilnaði. Meðlimir éru þeg- ar 30 talsins. Eiginmönnunum eru settar lífsreg'Iurnar í hjóna- bandinu. Segir klerkurinn það að- alatriðið, að maðurinn sje góður við konuna og hugsunarsamur. Fjelagsmenn vinna eið um löið og þeir ganga í klúbbinn. Eiður- inn er éitthvað á þessa leið: Jeg heiti því hjer með hátíðlega að kyssa konuna mína a. m. k. einu sinni á dag, og fullvissa hana um trygð mína og einlægni. Auk þess ætla, jeg' að hrósa henni fyrir hvað hún býr til góðan mat. Og að lokum lofa jeg því að gleðja hana eitthvað óvænt á hverjum degi. Nú býst prestur og sóknarbörn hans við góðum árangri og að hjónaskilnaður hverfi úr sögunni þar í sókninni. Annars hefir hann verið þar með tíðasta móti. Tíska. Nú og síðar meir. Það er sagt að parísarkonan sjé ávalt jafn vel og snoturlega klædd, ung eða gömul, rík eða fátæk, altaf jafn „fiks“. Og hvaða stúlka hefði á móti slíkum vifnis- burði um sig. Það var þá parísar- stúlkan: í haust klæðist hún ullar-,,dragt“, ósköp látlausri, auð- vitað svartri, París elskar svarta litinn. Svart er ávalt, fínlegt, og svo verður maður ekki eins leiður á sjálfum sjer í svartri dragt og væri hún gul. græn eða öðruvísi áberandi á litinn. „Dragtin“ er annaðhvort skradd ara-saumuð, eða með þessu nýja sniði ! ,,vindblásna“ sniði), eins og/ mvndin sýnir. Bakið er sljett, en sniðið út í belti að framan. Pilsið verður að vera eins sljett og þröngt og mögulegt er, þegar ]>ess er gæ!lit að maður á að ganga í því og standa, jafnvel líka sitja. Við ,,dragtina“ verður maður svo að hafa flatan, já, sjerstak- lega flatan, flókahatt — og gula vaskaskinn.shanska.. Heinna -— þegai- lengra er-'iún liðið, skiftir maður um, og Á'œr sjer litla svarta flauelshúfu {með hvítri f.jöður. I stað vaskaskit.ús- hanskanna, svarta skinnhanska með háum manchettum. Og I'ks fær inaður s.jer snotrasta skinnslá yfir „dragEina'' — og' þá kemur nú gamla loðkápan að góðum notum. Kyrstaða. Sern stendur er eins og dauður punktur í tískuheiminuin. Reynd- ar ekki þar sem vetrartískan er nú í óða 'önn að skapast, en hjá venjulegu fólki, sem kærir sig ekki um að hugsa þeg'ar til vetr- arins. Það vantar einhverja tilbreyfti- ingu. Eitthvað smávegis nýtt, sem lífgar upp, t. d. lítinn kraga eða eitthvað slíkt. H,jer er þrent af því tagi. Kraginn fremst til vinstri er „blúndu‘‘-kragi, ferskeyttur. minn ir á „Maríu-S|t'úart-kraga“. Þó er hann h.jer ekki að a.ftan. Matreíðsía. H vítkál Á þessum Itíma er íslenskt hvít- kál og toppkál komið á markað- inn, og' ættum vjer að hagnýta oss það sem best, því það er fylli- lega svo gott, sem það útlenda. Hjer á eftir fylgja nokkrar upp- skriftir af hvítkálsrjettum: Hvítkálsbögglar. 125 gr. nautakjöt. 125 gr. svínakjöt. 1 tesk. saxaður laukur. 1 tesk. salt. 3 matsk. hveiti. 1 egg. iy2—2 dl. af mjólk. %tesk. pipar. Hvítkál. Sósan: 30 gr. smjörlíki. 30 gr. hveiti. Böggla.soðið. Söxuð steinselja. Kjötið er hreinsað og saxað sex sinnum í söxunarvjel. Hrært með saltinu þar til það verðui- seigt. Hveiti og pipar lirært saman við, eggið hrært þar í smátt og- smát'í. Þar eftir mjólkin, sem er heit, 1 matsk. í einu. Bíði um stund. Hvítkálið er tekið blað fyrir blað frá leggnum, svo heillegt, sem hægt er. Heitu vatni helt á það og suða látin koma upp. Vatninu helít af því. Kjötdeig'ið er hrært aftur og mjólk sett í ef þörf er. Flatbotnaður pottur er smurður með smjöri. Efst við legg- inn á hverju blaði er sett ein mat- sk. af kjötdeiginu og biaðinu vafið vel utan um og bögglunum raðað liverjum við hliðina á öðr- um niður í pottinn. Soðnu vn.tnl er helt á og' saltað, og soðið við hægan eld í 2—3 stundarfjórð- unga. Sósa er búin ti! úr bögla- soðihu. Bögglunum raðað upp á fat og lítilli sósu lielt yfír, 'en það sem eftir er borið fram í sósuskál. srjettir. Brúnkál með kjötdeigi. y2 kg. hvítkál. 50 gr. smjörlíki. 25 gr. sykur. y2 skamtur lcjötdeig eins og í hvítkálsbögglum. Hvítkálið brytjað smátt. Smjör- ið og sykurinn briinað saman á pönnu. Kálið brúnað þar í. Kálinu helt upp í pott. Gerð hola niður í kálið og' kjöltdeigið látið þar í. Ká) látið yfir kjötdeigið. 2—3 matsk. vatn er látið á og soðið við mjög hægan elu í y2 klst. Gott er að blanda öðru grænméti saman við kálið, þegar biiið er að brúna það, t. d. gulrótum, blóm- káli eða kartöflum. Borðað með rúgbrauði. Hvítkálssalat. Hvítkál og saít. Edik og pipar. # SaBt1 og’ sykur. Söxuð steinselja. Hvítkálið skorið í mjög þunnar ræmur, salti stráð á og' bíði þann- ig í y2 klst. Þá er kálið þvegið vel, edik, alt krvddið og stein- seljan er hrært saman og helt yfir kálið. Borðað með málamat. Það er ekki hægt að geyma þetta salat. Hrátt kál með súrri rjómasósu. l/2 kg. kál. 94 dl. rjómi. 70 gr.' sykur. J4 dl. edik. y± tesk. salt. / % tesk. pipar. Bes't: er að nota hvítkál eða blómkál. Kálið er skafið eða rifið sinátt*. Best er að rjóminn sje súr, þá ekki notað edik. Hann er þeyttur og alt kryddið blandað saman við. Kálinu lirært þar í. Helga Sigurðardóttir. Kraginn til hægri er úr rósóttu gorgette, líkastur breiðum klút, sem smokkað er undir smákraga úr sama efni og kjóllinn. de chine-kragi. Breitt band er dregið laust í ræmu af efninu. Arið það er saumaður pliseraður kragi og síðan er breiðu speldi, sém líka er plíserað, fest yfir. Eitt orð um liattana. Nú leit út, fyrir að kollurinn ætlaði að fara að liækka dálítið. En svo varð önnur raunin á. Nýju hattarnir eru flatir eins og pönnukaka, flatari en nokkru sinni áður. M U N I Ð --------að leggja sokkana fyrst í kalt vatn, áður en þeir eni þvegnir úr volgu sápuvatni. Strjúkið aldrei silkisokka á rje'tltunni með heitu járni. Sokkarn ir endast miklu betur, sjeu þeir að jafnaði þvegnir. þegar að eins er búið að vera í þeim 1—2 daga. Nýjir sokkar slitna síður á hæl- unum sje dregið lauslega í hælinn, en að eins á röngunni, þannig að ekki sjáist á rjettunni. — — — að gott er að hafa appelsínu- eða sítrónubörlc í köku- ltassanum. Við ]>að verður gott bragð af kökunum. , Fegurð og snyrtimenska. Framh. VII. Líkamsvöxturinn. Sumar konur, sjaldan þær grönnu, liafa einhverja ánægju af að láta bera sem mest á líkams- vexti sínumy Þeim dettur ekki í hug að nota korsett eða annað nauðsynlegt aðhald. Slíkt ætti elcki að eiga sjer stað. En aftur á móti er það alls ekki fallegt að strengja sig í þröng korsett, svo að líkaminn verði eins og sívalur trjedrumb- ur. Einhver vöxtur má þó g'jarna sjást. VIII. Litirnir. Eins verður að gæta við andlits- snyrtinguna, litanna. Fyrir framan spegilinn sýnist máske alt í lagi. En þegar út í dagsljósið kemur, er miskunnar- laust flett ofan af öllu saman. Þetta er þá ekki annað en upp- máluð hrygðarmynd. Það verður að fara varlega með slíka hluti. Svolítið má hjálpa til og lagfæra þá ágalla sem eru frá náttúrunnar hendi, en aðeins lítið á daginn. Á kvöldin má gjarna taka betur á, en þó fara að öllu hóglega. T. d. má aldrei setja rautt þann- ig á kinnarnar, að það verði eins og blóðrauð eyja á hvítu hafi, heldur verður það að vera jafnt og eðlilegt. Og kringum augun verður að fara? gætilega! Árang- urinn á að vera sá, að augun sýn- ist fallegri og g'ljámeiri. En ekki má sverta og laga svo tilgerðar- lega að þokkaleg manneskja breytist svo að hún verði eins og' sálarlaus glerbrúða. Framli. — — — að mjólkurglös á fyrst að skola í köldu vatni og síðan þvo þau úr volgu sápuvatni. — -----að gluggarúður verða fallegar sjeu þær þvegnar úr vatni með dálítilli línsterkju í. — — — að sje stirt að opna kommóðuskúffurnar, er gott að Strjúka yfir þær með vaxi. — -,— að leggja vasaklútana, bæði þá mislitu og hvítu, í sal't- vatn, áður en þeir eru þvagnir. — — — að gyltir munir eru hreinsaðir, fyrst með sundurskorn vm lauk. Látnir standa dálitla stund, oj/ síðan stroknir yfir með svampi vættum í köldu vatni og látnir þorna. Að lokum eru þeir nuddaðir vel með mjúku skinni eða hreinum klút. „Shorts“. Það var ekki neinn tískukóng'- ur, sem fann upp sutttbuxurnar, shorts, fyrir kvenfólkið. Það var ■afbrýðissöm kona, er sag't. Sú sem eískhugi hennar, vildi heldur var nefnilega hjólfætt og þetta vildi hún færa sjer í nyt. Sjálf hafði lmn fallegar •fætur. Og svo kom hún í „shorts“. Það varð tíska. Og árangurinn var góður. ♦ |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.