Morgunblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 2
2 M O 0 0 U N B T * Fi l Ð Stórbruni á Vifilstöðum. I gæi kvðknaði í iteyi i hfiöilimni á Vifilstöðum og var að brenna þar ullan daginn. Slökkviiið Reykjavíkur var kvatf til aðstoðar. Eldurinn læsfi sig effiir endílangri byggingunni, $em er um 40 metra á lengd og blossaði upp á einum stað jafnharðan sem bann var siöktur á öðrum. *» JPhrgftstfela&ið Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: J6n KJartansson, Valtýr Stefánsson. Rttstjórn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasimar: J6n Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskrif tag jald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSi, Utaniands kr. 2.50 á mánuiSi í lausasölu 10 aura eintakið. 20 aura meB Eesb6k. Ríkissjóöur borgar Bitt af loforðunura í „Rauða sáttmála“ stjórnarflokkanna var það, að „gætt skyldi alls spamaðar í rekstri ríkisins og opinberra stofnana“. Þeir voru víst fáir, er haft höfðu einhver kynni af rauðlið- um, sem lögðu trúnað á þetta lof- orð. Þeim hefir verið annað sýnna, rauðliðum, en að spara ríkisfje. Það er og komið á daginn, að það er ekki sparnaðurinn, sem stjórn rauðliða hefir sett efstan á sína stefnuskrá. Þótt ekki sje nema einn mán- uður þar til Alþingi kemur sam- an, hefir stjórn rauðliða ekki hikað við að taka löggjafarvaldið svo freklega í sínar hendur, að slíks eru engin dæmi áður og með því bakað ríkissjóði aukin útgjöld, sem nema hundruðum þúsunda króna. Það má heita daglegur viðburð- ur að gefin sjeu út bráðabirgða- lög, reglugerðir og allskonar fyr- irskipanir, þar sem skipaðar eru nýjar, rándýrar nefndir og' ný em- bætti stofnuð. Kjötverðlagsnefndin, sem er á góðum vegi með að eyðileggja besta kjötmarkað bænda hjer inn- anlands, er á framfæri ríkissjóðs. Hún má ráða dýran framkvæmda- stjóra, ótal undirnefndir, og trún- aðarmenn víðstegar um land. Mjólkurnefnd situr á ráðstefnu á ríkissjóðs kostnað og mun henni ætlað það höfuðverkefni, að eyði- leggja þann álitlega bústofn, sem síðustu árin hefir risið upp í Reykjavík. „Það skal enginn bú- skapur geta þrifist í Reykjavík“, er haft eftir einum af ráðherrum rauðliða. í Reykjavík munu nú vera 800—1000 kýr, svo þeir virð- ast eiga ærið starf fyrir höndum, ráðherrarnir, að koma þessum bú-» skap fyrir kattarnef. Pas'teigúalánanefnd og áfengis- laganefnd hafa verið skipaðar, til þess að vinna ýms störf, sem starfshæfum ráðherrum var vork- unnarlaust að vinna. En þar kom- ust 6 menn á laun hjá ríkissjóði. Svo er stóra nefndin, sem ætlað er það verkefni, að kollvarpa nú- ■'æ.'andi þjóðskipulagi. Þar kom- ust 5 stjórnargæðingar á föst laun. Þessi nefnd má ráða starfs- menn eftir vild, og hefir hún þegar ráðið skrifstofustjóra með 7200 kr. árslaunum. Skrifstofu- menn koma næst, því nefndinni eru engin takmörk sett í því, hVe marga starfsmenn hún megi hafa, Þessi nefnd mun áreiðanlega kosta ríkissjóð tugi þúsunda á ári og‘ þetta er föst nefnd, sem mun starfa meðan núverandi stjórn fer með völd. Þjóðin borgar! Þegar klukkuna vantaði um 20 mínútur í eitt í gærdag urðu menn varir við það, að eldur var kom- inn upp í heyhlöðunni á Yífils- stöðum. Hlaða þessi er norðan við spítal- ann og læknisbústaðinn og stend- ur alllangt frá þeim. Sambygt við hana er fjós, svínahús og alifugla- hús. Br við hlöðuna bygð um 40 metra löng álma milli hennar og' annars húss, sem nokkurs kon- ar skemma fyrir búið. Gaflhúsin eru há. en álman milli þeirralægri. Br þar fjós niðri fyrir allar kýr hæilsins, en á lofti e'r heygeymsla. Loftið yfir fjósinu er steinsteypt. Sunnan við fjósið er skúrbygging og þar eru geymd öll hin mörgu svín og alifuglar, sem hælið á. rtr> 7N Á brunastaðnum. Þegar frjettin um bruna þenna kom hingað til Reykjavíkur og slökkviliðið hafði verið beðið um aðstoð, og þegar brugðið við, sendi Morgunblaðið frjettaritara þangað suðureftir. Yar þá svo um- horfs þar, að öll hin mikla fjóss og hlöðubygging sýndist standa í ljósum loga og lagði þykkan reýkjarmökk upp af henni, og vegna þess að veður var kyrt, lá hann eins og höttur yfir staðnum, gleypandi elds og’ gosmekki, sem brutust út um dyr og glugga frá sviðnandi og logandi heyi í þessu stórhýsi. TJppi á þaki við bygg- ingarmúra voru slökkviliðsmenn Reykjavíkur, svartir af reyk, ým- ist með vatnsdælúr í höndum, eða þeir voru að rjúfa þakið til þess að komast betur að. En þrátt fyrir allar tilraunir þeirra virtist,. svo sem eldurinn færi í feluleik við þá, gaus upp á ólíklegustu stöðum, þar sem menn heldu að hann væri kæfður. Vatn til þess að slökkva eldinn var feng'ið í læk sunnan og neðan við VífiJsstaði. Slökkvilið llafii- arfjarðar; korn þangað með dælu og dældi vatninu upp á hæðina, þar sem hælisbyggingarnar eru. Þar tók við dæla Slökkviliðs ReykjaVíkur og ótal slöngur úr henni, sín á hvern stað í hinni miklu stórbyggingu, og munu slöngurnar alls hafa verið um 400 metra langar. En þrátt fyrir all- an vatnsaustur tókst ekki að kæfa eldinn. Samtal við ráðsmaiminn á Vífilstöðum. Þegar bruninn stóð sem liæst í gær náði Morgunblaðið tali af ráðsmanninum á Vífilsstöðum, Birni Konráðssyni og spurði liann hvernig eldurinn mundi hafa. komið upp og hverjar afleiðingar bruninn mundi hafa fyrir búið á Vífilsstöðum. Hann svaraði: — Eldurinn kom upp í lieyi í hlöðunni, sem bygð er suðaustan Hlaðan á Vífilstöððum að brenna. VerkfalS§óeirðirnar i Bandaríkfnnnm. IO menn liala verið drepnír. London, 7. sept. PÚ> Sjerstök nefnd, sem Roosevelt forseti befir skipað til þess að leitast við að miðla málum í vefn- aðariðnaðlarverkfallinu, hjelt fyrsta fund sinn í dag. En svo virðist sem nefndin eigi frá önd- verðu við allmikla örðugleika að stríða, þar sem bæði leiðtogar verkamanna og atvinnurekendur hafa lýst sig andvíga henni. Talsverðar sögur fara af óeirð- um í gær, í sambandi við verkfall- ið. Prá verkamálaráðuneytinu í Washington liggur þegar fyrir opinber skýrsla um að 10 menn hafi þegar verið drepnir og 40 særðir. Enn eru ýmsar verksmiðjur að loka. í opinberum skýrslum eru verkfallsmenn hú taldir um 370 þús. Herlið hefir verið kvatt til þess að verja verksmiðjur, sem enn starfa, þar sem verkfallsmenn gera tilraun til þess að stöðva þær. Washington, 6. sept- PB. Verksmiðjuf jelögin hafa t.jáð sig mótfallin því, að málamiðlunar ráð það, sem Roosevelt skipaði til þess að miðla málum í vefnað- arverksmiðjudeilunni, hafi nokk- Urt vald til þess, að setja deilu- aðiljum nokkur skilyrði í sam- bandi við lausn deilunnar. (UP.). Einstaklingsframtak og eignarjettur. Jarðeigendur á Spáni mót- mæla stefnu Kommúnista. Berlín, í. sept. PÚ. Jarðeigendur í Cataloníu á Spáni, halda mótmælafund í Mad- rid í dag g'egn Gatalonisku stjóm- inni, sem þeir segja að styðji kommúnista í viðleitni þeirra til þess að bæla niður einstaklings- framtak og eignarjett. Það sem aðallega ýtir undir mótmæli jarðeigenda eru ýms spellVirki, sem sagt er að komm- únistar og syndikalistar hafi unn- ið á eignum Jiataloniskra fyrir- tækja nú undanfarið. Meðal ann- ars kveiktu þeir í Búnaðarf jelags- húsinu í Barcelona nýlega, og brann húsið að miklu leyti. ---——— við fjósið. Mun ha£a kviknað í heyinu efst í hlöðunni að norðan- verðu. Þar var kastað inn'um 200 hestum af töðu og sáðheyi um mánaðarbótin júní og júlí. Þótti það sæmilega þurt, én þó hitnaði mikið í því. Pyrir svo sem 10 dögum þótti mjer hitinn orðinn úskyggilega mikill og ljet þá grafa geil í heyið. Undir þessu heyi voru um 400 hestar af votheyi og það hey hefir ekki sakað. —- Hve mikið hey er þarna í hlöðunni og á fjósloftinu? — Auk þeirra 400 hesta af vot- heyi, sem áður er getið munu hafa verið í hlöðunni og á fjósloftinu um 1400 hestar af töðu. Þar af voru um 200 hestar af töðu, sem hirtir voru nýlega, og hafði ekki borið neítt á hita í því heyi.- __Hvaða afleiðingar hefir þessi bruni fyrir búskapinn á Vífilsstöð- um? — Það er sýnt að við þurfum að kaupa fóður í stað þess sem eyðilegst nú. Hve mikið það verð- ur er ekJri hægt að segja fyr en brunanum er lokið, og sýnt er hve mikið bjargast af heyjunum. En 'að sjálfsögðu þurfum við að kaupa bæði bev og fóðurbæti. Alþingi kvatt saman 1. október. Þann 5. þ. m. var gefið út „Opið brjef“, þar sem Alþingi er stefnt saman til reglulegs fundar, mánu- daginn 1. október. Undanfarið hefir rignt niður bráðabirgðalögum frá stjórninni og með þeim eru útgjöld ríkis- sjóðs aukin stórkostlega. Voru menn farnir að giska á, að stjórn- in ætlaði að taka algerlega lög- gjafarvaldið í sínar hendur, því að slík misbeiting á valdi, sem fram kemur í bráðabirgðalaga- fári stjórnarinnar er áður óþekt fyrirbrig'ði í lýðfrjálsu landi. En nú hefir ríkisstjórnin sjeð þann kost vænstan, að láta Al- þingi í tje eitthvað af löggjafar- starfinu. fDikiI sílðueiði. Siglufirði, 7. sept. SíJdveiði hjer á Siglufirði er nú allmikil. Síðustu tvo sólarhringa hafa verið saltaðar alls 9.957 tunnur. Ríkisverksmiðjan lauk bræðslu i fyrradag, og hafði þá brætt alls 116.372 mál. Dr. Pa.ul verksmiðjan 66 þús. mál og Hjaltalín 39 þús. mál. Síldarkaupmenn greiða nú 10 til 12 krónur fyrir tunnuna, af herpinótasíld, og meira fyrir rek- netasíld. Sílveiðin var mest á tímabilinu 1.—15. f. m. Mesta söJtun á einum degi var 3. ágúst, 12.644 tunnur. ..«> -— iiim* TaastreKa stðrvBlðanna. Genf, 6. sept. PB. Stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar að fráhvarf ítala frá Þýskalandi eftir uppreistar- tilraunina í Austurríki, hafi flýtt fyrir frakknesk-ítalska samkomu- laginu. Pullyrt er, að bæði Prakk- land og Bretland hafi veitt ítalíu fult athafnafrelsi í Abyssiníu. í samkomulaginu mun vera gert ráð fyi'ir,, að flotastyrkleiki ítala og' Frakka á Miðjarðarhafi verðijafn. Einnig eru ákvæði um deilumál þau, sem rísa kunna í Tunis og Algier. (UP.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.