Morgunblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 3
8 MORGUNBLAÐIÐ I.I. i, nwrriiii ■rwmmmmm Lausn mjólkurmálsins. .,Ánægjan“ ekki eins al-hliða og Hermann Jónasson vildi vera látaj Þann 1. þ. m. gat dagblað Tímamanna þess með miklum fjálgleik, að Hermann Jónasson forsætisráðherra hefði tekist að ná samkomulagi allra aðilja um lausn mjólkurmálsins — og væru nú allir ánægðir. I þessu sambandi birti blaðið viðtal við ráðherrann, og var þess þar getið, hverjir þessir „ánægðu“ aðiljar væru, sem sje þessir: Mjólkurbandalag Suður lands, Mjólkursamlag Borg- firðinga og Nautgriparæktar- og mjólkurfjelag Reykjavíkur — af hálfu framleiðenda og svo neytendur mjólkurinnar hjer í höfuðstaðnum. Þess var ekki getið í samtal- inu, hverjir hefðu mætt fyrir hönd neytendanna í Reykjavík, en sennilega er það Alþýðusam- band íslands, sem það hefir gert — án nokkurs umboðs þó frá neytendunum. Morgunblaðið hefir ekki átt kost á að fá vitneskju um þann samkomulagsgrundvöll, sem all- ir aðiljar urðu ánægðir með, að sögn forsætisráðherra. En eftir því, sem dagblað Tímamanna lýsti þessum sam- komulagsgrundvelli, þótti ótrú- legt að ánægjan væri eins mikil og almenn og af var látið. Hljóð úr horni. Það kom og fljótlega á dag- inn, að „ánægjan" með lausn mjólkurmálsins var ekki eins al- menn og Tímamenn vildu vera láta. Jafnvel innan fylkingar stjórn arliðsins, þar sem venjan hefir verið að kúga alla til hlýðni og undirgefni, var svo megn óá- nægja yfir þessu ,samkomulagi‘ Hermanns Jónassonar, að einn þingmaður í liði sósíalista reis upp og birti harðorða grein í Alþýðublaðinu, þar sem hann hótaði stjórninni öllu illu, ef framkvæmd mjólkurmálsins yrði þann veg, sem stjórnin ætl- aðist til. Þessi þingmaður var Sigurður Einarsson. í gréin, sem S. E. skrifaði í Alþýðublaðið 6. þ. m. kemst hann m. a. þannig að orði: „Jeg tel mjer skylt að skýra lesendum þessa blaðs frá því, að með þeirri skipun mjólkurmáls- ins, sem stjórnin virðist hafa í hyggju að koma á, er svo aS segja alveg gengið á snið við neytendur. Þeim er ætlað að hafa þar einn fulltrúa af sjö. En þeim er ætlað að greiða verð, sem er snögtum hærra en þörf væri á, ef röggsamlega væri tekið á málinu.“ Segir svo S. E., að verðið á mjólkinni megi ekki og þurfi ekki að vera hærra en 38 aura nú til að byrja með, en lækki niður í 35 aura frá áramótum, þegar nýja ,,skipulagið“ komi í framkvæmd. Stjórnin hafi hins vegar gengið inn á 40 aura verð. En „það er rekstrarkostnaður þess nýja sleifarlags, sem stjórn in með Hermann Jónasson í broddi fylkingar virðist nú véra að lögfesta í stað gamla sleifar- lagsins“, segir S. E. Ennfremur segir hann: — „En stjórn, sem hygst að kaupa sjer þannig frið við hina ágengu stórhagsmuni á kostnað alþýðu, má ekki láta sjer bregðá í brún, þó að hún finni það, „er til þings kemur, að hún á for- mælendur fá.“ Of fáa til þess að geta vænst þess, að ólög, sem sett eru með sjálfteknu bráða- birgðavaldi, verði gerð að lög- um“. Þessu næst lýsir S. E. því yfir, að hann (sem er þingmaður) muni „ekki ljá stuðning neinu frumvarpi um lausn mjólkur- málsins, sem ekki felur í sjer þessa verðlækkun, 38 aura þeg- ar í stað og 35 aura um árarnót" Alþýðublaðið tekur í sama streng. Grein S. E., sú, sem að fram- an er gerð að umtalsefni, sýnir að ekki er ,,ánægjan“ yfir lausn mjólkurmálsins eins almenn og Hermann Jónasson vildi vera láta. Og það virtist svo, sem Al- þýðublaðið væri sammála S,- E.. Það váldi grein hans mest ábeý- andi staðinn í blaðinu og birti mynd af höfundinum. í leiðara blaðsins, sem birtist sama daginn, er sama hljóð í strokknum. Þar er því ákveðið haldið fram, að mjólkin eigi að lækka niður í 35 aura. — Og blaðið segir: „Til þess að þetta verði, þarf að framkvæma málið á lýðræð- islegum grundvelli, þ. e. a. s. í nefndum þeim, sem um málið fjalla, verða framleiðendur og neytendur að hafa jafnan rjett. Þessum tveimur atriðum verður Alþýðuflokkuriim að halda fast fram, ef þungt reyn- ist fyrir fæti urn framgang þeirra í herbúðum Framsóknar“ Þannig lítur hún þá út, ánsé^j an í stjórnarherbúðunum, ýfir lausn Hermanns Jónassonar í mjólkurmálinu. Skyldi ekki vera eitthvað sviþ að að segja um „ánægjuna" í hópi framleiðendanna? Annars hefir Morgunblaðið sannfrjett, að burgeisar Alþýðu- flokksins sjeu mjög reiðir Sig- urði Einarssyni fyrir það, að hann skrifaði fyrnefnda grein. Einnig eru þeir reiðir við rit- stjóra Alþýðublaðsins fyrir það, að hann skyldi birta greinina og taka málstað neytendanna. Nú er eftir að vita hvaða leið verði fundin til þess að sætta hið óánægða lið í stjórnarherbúð- unum. fsland kom hingað í fyrrinótt frá Kaupmannahöfn og fer í kvöld kl. 6 norður og vestur. Heybruni í Flóa. 7. sept. FÚ. Eldur braust út í morgun á 10. tímanum í heyhlöðu á Skeggjastöðum í Hraungerðis- hreppi í Flóa. Mannafli var lít- i)l en fljótlega. tókst þó að hefta útbreíðslu eldsins. Hiti var í heyinu og er hann talinn orsök eldsins. Ekki er vitað með vissu hve mikið hefir brunnið af heyj. Hús urðu fyrir litlum skemdum. Dr. Liglit kominn til Skotlands. Á föstudag flaug dr. Light frá Færeyjum til Skotlands. Hann kom við í Kirkwall í Orkneyjum 'ög tó'k' þar heusín. Hjelt síðan áfram tihEdinborgar. Ferðin gekk vel. lapanir auka fioía sinn. London, 7. sept. FÚ. Á ráðherrafundi, sem haldinn var í gætdag, gekk japanska stjórnín endánle'ga frá tillögum um styrldeika japanska flotans í hlutfalli við flota annara stór- velda, og voru tillögurnar lagðar fyrir keisarann í dag’. Talið er, að japanska stjórnin muni krefjast fleiri orustuskipa í hlutfalli við Stóra Bretland og Bandaríkin, heldur en henni ber samkvæmt núgildandi samningum. Þessar til- lögur verða lagðar fýrir undirbún- in'Jsfund- uiii flotaitfál’,'''’feem tialfl- inn verður í Londón í okt. < 'tfdád-jjíi jups Kappflug. London, 7. sept. FU., Alþjóðakappflug i einkaflijg- vjelum hófst í Varsjáv í dag og taka 38 flugvjelar þátt í fluginu. Hófu þær sig til flugs í smá- hópum með 5 mín. millibili og voru 5 í hverjum hópi. Vjelunum er ætlað að fljúga til Algier og aftur -til babá.’ Skýídi fyrst nema staðar í Köniiigsberg og síðan í Berlín. Þjóðnýtingarkrafa sósíalista. London, 7. sept. FÚ. Á þirigi verkamannasambands- iris brefeka var í dag lagt fram fullkomið frumvarp um þjóðnýt- ingu járn- og stáliðjunnar, og var það samþykt í einu hljóði. í á- lyktun, sem gerð var jafnframt þessari samþykt. lýsti þingið yfir trú sinni á ríkiseig’n og ríkisrekst- ur stórfyrirtækja. ----------------- Goos-verksmiðja seld. Siglufirði, 7. sept. FÚ. Sigurður Kristjánsson og Snorri Sfefánsson, verksmiðjustjóri, hafa keypt Goos-eignirnar hjer á Siglu- firði: Lóðir, bryggjur, verksmiðj- ur og húseignir á 180 þúsundir króna, bærinn hefir ennþá rjett til að g'anga inn í kaupin. TVRmerican style“.| ---!i- Þao 'þóttu mikil tíðindi vikuna semdujð, þeg'ar Oscar Kelly Allan, ríkisstjóri í Louisiana ljet kalla iit herlíðiog lýsa borgina NewOrleans í hernaðarástand. Þetta kom flest- um áróvart, því ekki var mönnum kunnugt um að néinar óspektir liefðu átt sjer stað þar í borg, endá tok borgarstjórinn, Thomas Walmsley þessu illa og ljet sam- stundis efla lögregluná og vopna hana. Hjeldu þeir, sem ekki voru aðstæðum kunnugir, að hjer mundi alt lenda í uppnámi og menn verða drepnir. Svo varð þó ekki, en herinn ljet sjer nægja að taka skrifstofur kjörstjóra í New Orleans og atkvæðalista borgar- innar. Af honum voru síðan tekin um 24 þús. nöfn, þeirra, er lík- leg'astir þóttu til þess að fylgja borgarstjóranum Walmsley. Síðan bjó herinn um sig í þess- ari byggingu og setti vjelbyssur í gluggana, sem vissu að ráðhúsinu, hinum megin götunnar, en þar sajt lögreglan, einnig' alvopnuð, ÁStæðan fyrir öllum þessum gauragangi var sú, að Huey Pierce Long, sénator frá Louisiana og öflugasta stjórnmálamanni í rík- inu, fanst nauðsynlegt að losna við Walmsley borgarstjóra, sem er lipnum andvígur í stjórnmálum. Ríkisstjórinn er aftur á móti leik- soppur í hendi Longs. Demokratar flokkur Longs, halda undirbún- ingskosning'ar 11. september n. k. Þess vegna kom sjer vel að hafa kjörlistann handbæran. Huey Long, er einhver ósýífp- asti stjórnmálamaður, sem nú' ér í Bandaríkjunum. Hann Ör Örð- hákur hinn mesti og ofbeldissinni, en um leið slunginn og djarfur og hefir mikið fylgi í ríki síriu. 1 i (Lögb.). —-—------------- 5kulöaáþjón Banöarikjanna. .miisifiri --- Berlín, 7. sept. FÚ. Ballantyne, fyrrum ritari í fjár- málaráððuneyti Bandaríkjanna, sagði í útvarpsræðu í g'ærkvöldi, að eftir næsta fjárhagstímabil mundu skuldir sambandsríkjanna nema 37 milljörðum dollara, og væri það talsvert hærri skuld, en hvíldi á Bandaríkjunum í stríðs- lok. Þar við bættust ríkisáþyrgð- ir á veðskuldum, sem nu'mu sám- tals fimm milljörðum dollára. Hann kvað óhjákvæmilegt, að þetta skuldafarg mundi ekki að éins hvíla á þeim, sem nú lifa, heldur einnig auka skattabyrði komandi kynslóða. Svo fór um sparifjeð. Maður nokkur, Raymond Brock, sem heima á í Vinita í Oklahama, tók sig ti] hjer um daginn og brendi öll gömlu fötin sín,- Hann hafði sparað saman 2000 dollara, og hafði pantað sjer ný föt hjá skraddaranum. Var honum það unun að sjá gömlu larfana- brenna og losna við þá. En þegar skradd- arinn kom með fötin og reikriing'- inn og Brock ætlaði að borga, mundi hann alt í einu eftir því, að peningarnir höfðu allir verið í brjofetvasa á gamla jakkanum, sem hann brendi. Tomatar, Asíur, Agúrkur, Dill, Charl. Laukur. % Gulrætur, Rauðbeður, Blómkál, Hvítkál, Rauðkál, Púrrur, Selleri. CiUÍRlIZUi EYKIAFOSS cc KRllNLffmVéeV* VKK2a.tlM Hafnarstræti 4. — Sími 3040. Htskonar grsnHietl nýkomið. Nýlt dilkakjot úr Hvítársíðu. Nýr lax og silungur og fleira. Nordalsíshús. Sími 3007. Lítið skriistofuherbergi til leigu í Ingólfshvoli- Upplýsingar gefur Haraldur Johannessen, Landsbanka íslands. Nýslátrað dilkakjöt lifur og svið. RKH 5 Fiskmetisseiiin Grettisgötu 64. Sími 2667. Reykhústð Sími 4467. Islensk egg. Kleln. Baldursgötu 14. Sími 3073.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.