Morgunblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐTÐ 8 | 3má-auglýsmgar| Athugið. Enskar húfur, *nærföt, hattar o. fl. Karlmannahattabúðin, Hafnarstræti 18. Karlmannahatta- GONSTANGE BEINETT HELDUR HÖRUNDI SÍNU SVO MJÚKU MEÐ HINNI VÆGU, ÖRUGGU LUX TOILET SÁPU. Takio f snmar r viðgerðir, sama stað. Fiskfarsið góða kostar að eins 0,50 aura y2 lcg. Kaupið í dag. Farsgerðin, sími 3464. Postulíns matarstell, Kaffistell og bollapör nýkomið á Laufásveg 4L_______________________________ Húsmæður og stúlkur. Saumið og sníðið haustkjólana sjálfar. Saumanámskeiðið er að byrja.— Kvöld- og eftirmiðdag'stímar. Aust urstræti 12. Sími 4940. Ingibjörg Sigurðardóttir. , Kaupum gamlan kopar. Vald. Paulsen, Klapparstíg 29, Sími 8024._________________________ Regnhlífar teknar til viðgerðar. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Dívanar, dýnur og allskonar etoppuð húsgögn. Vandað efni, vönduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. 1 Húsmæður! Glæný ýsa í matinn í dag. Sími 1456, 2098, 4956 og 4402, Hafliði Baidvinsson, Hann: Má jeg kyssa á hönd yðar ungfrúf Hún; Það er svoddan fyrirhöfn að taka af sjer hanskann; mikið auðveldara að lyfta slörinu. <■ ,Mjer reynist Lux Toilet sáp;m á«T«‘t; liún er sjcrstakJega géíi fyrir vi^kvæiut hömnd“ / segir hin yndislega COXSTANCE BENNETT frá H. K. O. Pictures. Constance Bennett og 704 af 713 aðal kvikniyndastjörnunum 1 Hollywood og Englaildi nota Lux Toilet sápu „vegna, þess aö hún held- ur hörundinu sprungulausu, unglegu og mjúku“, segja þær. Hún hreinsar til fúllnustu, en samt mjðk. Lux Toilet sápan eftirlætur ertgan sviöa; aðeins hreinustu efni eru í henni. Hún er örugg fyrir viðkvæmt andlitshörund yöar. ReynitJ hana einnig sem baðsápu. Hún gefur, jafnvel í hörðu vatni, feitt og ríkulegt löður, sem á svipstundu hreinsar öll ólireinindi úr svítaholunum. --- Veití^ hörundp yðar reglulega þessa öruggu og þægilegu umönnun. Fáið eitt stykki hjá kaupmanni yðar í dag. LUX TOILET SQAP X-LTS 289-50_ lever brothers limited, port sunlight, england myndir af börnunum,. Myndirnar sem þú tekur núna verða á komandi árum ómetanlegar gersemar. Þær verða þjer sí og æ dýrmætari eftir því sem stundir líða fram. Börnin vaxa upp, en á myndunum verða þau ung um aldur og æfi. En gættu þess, að þú fáir góðar myndir; notaðu „Verichrome“, hrað- virkari Kodak-filmuna. Á „Verichrome“ færðu skýrar og góðar myndir, þar sem alt kemur fram, jafnvel þegar birtan er ekki sem best. „ V eridir*Þeiaa“’ Hraðvirkari Kodak-filman , Kodak HANSPETERSEN Bankastræti 4, Reykjavík. • •••••••••#• ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• ©*■ • ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• •••••••••••€’« •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••« SYSTERMR. 17. drambsamlegir heimsmannsdrættir kringum hann — yfirleitt vantaði hann alveg barnslega hrein- leikasvipinn. Þegar betur var aðgætt, mátti líka sjá, að hann var einum tveim — þrem árum eldri en Martin. — Það var leiðinlegt. sagði hann; — jeg er af- skaplega söngvinn. Það sem ljett er, get jeg spilað eftir eyranu — þetta er ættarfylgja. í sama bili gaf hann Martin auga, og Martin varð sótrauður í fram- an. — — En mest held jeg þó upp á Wagner, hjelt Hell- mut áfram, — því það er nútímans músík — hetju- músík. Mest langar mig einhvern tíma á ævinni til að stjórna Siegfried. Pabbi hefir lofað mjer því, sagði hann við Martin, — þegar ófriðurinn er á enda, ætlar hann að sjá um að jeg komist að því í Volksoper. Hann á hana sem sje. — So-o? sagði Martin kuldalega, jeg hjelt, að þú ætlaðir að vera áfram í hernum sem foringi. — Nú, já, kannske hefi jeg ætlað það. Það er svo langt síðan við höfum talað saman. Ekki síðan í ó- friðarbyrjun — þá var maður með þess háttar hug- myndir í kollinum. En þegar jeg er kominn heim úr éfriðnum..... að hverju ertu að hiæja? Held- urðu kannske, að maður sje í engri hættu fyrir kúl- um í bílaherdeildinni? Jeg get fullvissað þig um, að það var ekki altaf sem árennilegast. En það er ekki mín vegna, heldur vegna pabba, — jeg get ekki gert honum í móti einu sinn;. enn. — Þú ákveður það líklega sjálfur, sagði Martin. — Vitanlega. Jeg vil ekki reyna að ljúga neinu í þig. Eins og pabbi geti ekki fengið stöðu handa sínum eigin syni í hermálaráðuneytinu — hann ætti ekki að hafa meira fyrir því, en að klóra sjer í höfðinu. Jafnvel þó hann nú missi ráðherrastólinn sinn í næstu viku..Hann leit varlega kringum sig og hvíslaði: Stjórnin stendur höllum fæti. Það brá fyrir hreykni í röddinni, yfir því, að hann skyldi vita nokkuð, sem venjulegir dagblaðalesendur vissu ekki. Síðan sneri hann sjer að Lottu og var nú öruggarí en áður, því nú visi hún að hann var sonur hans há- göfgi, verslunarráðherra og forstjóra fyrir vopna- smiðjunum, Wilhelms von Ried. Hann fór að spyrja hana og hún sagði skáldsögu sítla um, að hún væri afgreiðslustúlka hjá Kleh gimsteinasala. — Nú, þá veit jeg að minsta kosti framvegis hvar jeg á að versla, sagði hann. — Hversvegna ætti jeg svo sem ekki að hætta við Urfahr gamla. Hann er hvort sem er, búinn að græða nóg á mjer. Þjer vinnið voriandi upp á hundr- aðshlut? Lotta fór að hlæjá. — Nei, sagði hún, — en jeg skal reyna að fá Kleh gamla til þess í þetta sjer- staka skifti. — Nú, þið viljið þá ekki láta fara með ykkur í neinn bar eða þess háttar almennilega staði? sagði Hellmut. Og þegar við öll sögðum nei, einum rómi, og að við vildum ekki fara neitt annað, stóð hann upp, girti sig sverðinu og sagði við Martin: — Þú ættir að sýna pabba gamla dálitla rækt- arsemi. Hann er óþarflega viðkvæmur og líður illa, þessa dagana — ef þú vilt koma til mín, skal jeg segja þjer það. — Það er mjer óviðkomandi, sagði Martin. Hellmut ypti öxlum, hrieigði sig fyrir okkur og fór. — Er þetta frændi yðar? spurði Lotta. — Hann er svo líkur yður. — Já og nei, eftir því hvernig það er tekið. — Það var skrítið. Þjer virðist að minsta kosti ekki vera neitt hrifinn af honum. — Við eigum ekki saman. Hann er uppalinn á Theresianum og umgengst ekki aðra en aðalsmenn og hefir yfirstjetta-siðferðisreglur, sem jeg fæ klígju af......fyrirgefið þið. En nú gátum við ekki almennilega komist í gott skap aftur. Martin fylgdi okkur heim. Jafnvel Lotta virtist ekki hafa gaman af að halda áfram skrípa- leik sínum; hún hætti honum alt í einu og sagði hið rjetta nafn sitt. Og það mátti ekki seinna vera, því við húsdyrnar rákumst við á hr. Kleh. — Þetta er námsfjelagi minn hjá Rachenmacher gamla, sagði Lotta. — Hvaða hljóðfæri, spurði herra Kleh, og þegar hann frjetti, að það væri pianó, sagði hann: Viljið þjer þá ekki koma inn og spila fyrir mig tunglskins- sónötuna? Jeg hefi ekki heyrt hana síðan eldri dóttir mín fór að heiman. En þá um kvöldið varð því ekki komið við, því Martin þurfti að koma í tæka tíð í herbúðirnar. En; hann kom aftur daginn eftir, og þá kom það sjer- vel, að hr. Kleh var ekki söngvinn, því annars hefði ^ hann ekki getað álitið þennan mann lærisvein Rac- . henmachers. Lotta uppgötvaði það strax eftir fyrsta : kaflann, og hvíslaði að mjer, kð „drengurinn væri frámunalega söngvinn". Hann hafði eiginlega jafnt vald á hverju sem var. Alt, sem við báðum um:: smálög, óperur og symfóníur — alt spilaði hann. utanbókar. Leikni hans var framúrskarandi og framsetningargáfa hans þaðan af betri. Hann kom næstum á hverju kvöldi, sem hann var laus við þjónustu sína, og það varð til þess, að jeg kyntist alveg nýrri Lottu, dutlungafullri,. grimmri og ráðríkri smáveru, með tilfinningar, er- voru mjer hrein ráðgáta. Oft stóð hún niðri við útidyrnar og beið heilan og hálfan eftir Martin, en svo hafði hún það líka til að láta hann bíða heil-- an klukkutíma í setustofunni, oft gat hún látið hann kenna sjer og verið góður nemandi, en í aðra tíma sneri hún út úr hverju sem hann sagði. Hann lánaði henni „Styrjöld og frið“, og hún las það^ fram á gráan morgun og grjet hástöfum, þegar hún kom að dauða Andrei Bolkonski. f — Mjer finst maður ekki geta skilið, sagði hún snöktandi, — að neitt jafn hræðilegt og ófriður- skuli geta verið til. Tuttugu og eíns mánaðar heims- styrjöld hafði ekki getað fært henni heim sanninn um það. En þegar hún skilaði Martin bókinni, sagði hún: — Þessi Tolstoj yðar er viðbjóðslegur. Alt sem stór- fenglegt er og fallegt, lætur hann farast. Andreí' verður að deyja og þessi töfrandi Natascha verður viðbjóðsleg kerling, og hvað hefir hann gert úr Napoleon? — Hann hefir sjeð hann með sínum eigin aug- um, eins og mann, sem hefir sínar veiku hliðar og- hjegómaskap til að bera. . — Já, en Napoleon var mikill maður! Hann var mesti maður síðustu aldarl — Maðurinn verður ekki meiri en markmið hans.. Markmið Napoleons var franska keisaradæmið, og fyrir það markmið sveik hann annað, sem meira var, sem sje byltinguna. — Hvað varðar mig um markmið hans? — Hanm sigraði heiminn! /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.