Morgunblaðið - 11.09.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.09.1934, Blaðsíða 6
6 , snúa ýmislega við hljóðnemanum. 4) Kliðurinn í leikhúsinu truflar útvarpið, ekki síst eins og' er í „Iðnó“, þar sem börn sitja jafnan á fremstu bekkjum. Allir þessir gallar, og fleiri, hafa sannast við þær tilraunir, sem gerðar hafa vérið um útvarp úr leikhúsinu. En þó að ekki væri um þetta fengist, þá er enn eitt: kvöðin á við síðtustu sýningu hvers leiks. Útvarpið gerir sína dagskrá löngu fyrirfram, en hitt er jafnan mjög óvíst um, hvenær síðasta sýning leiks verði, eða hve lengi leikur gengur. „Síðasta“ sýningin, sem átti að verða, fellur oft niður, eða þá, að þeg'ar hana ber að, þá er búið að gera um dagskrá útvarps- ins aðrar ráðstafanir, sem ekki verður breytt. Þessi atriði ein sam an eru næg til að gera kvöðina gagnslausa. Alt þetta hefir stjórn útvarpsins tjáð fjárveitinganefnd- um, og stendur kvöðin í f járlögum 1934 víst meir af því, að hún hef- ir þótt meinlaus, heldur en að nokkur hafi gert ráð fyrir að hún hefði verulega þýðingu, til nje frá. Jeg stakk upp á því fyrir all- löngu, í umræðum um þessi mál, að kvöðinni yrði breytt á þessa leið: — — „enda sje f jelagið skuldbundið til, eftir samkomulagi við útvarpsráð, að leika í útvarp- ið leikrit eða kafla rxr leikritum, að afstöðnum sýningum fjelagsins á hverjum leik, og fyrir þóknun, sem svari þeim aukaæfingum, sem leikendur kynnu að þurfa að hafa vegna útvarpsins". Þessi tillaga fjekk hinsvegar ekki þær úndirtektir að meira yrði úr henni. En eigi að leggja ein- hverja kvöð á Leikfjelagið, g'agn- vart útvarpinu, þá tel jeg að hún yrði að vera á þessum grundvelli eða svipuðum. Jeg hef í samningum við Leik- fjelagið um útvarpsleikrit lagt á- herslu á það, að fjelagið tæki fult tillit til þess rjettar, sem útvarp- ið hefir gagnvart því, eftir kvöð fjárlaganna. Enda hefir formað- ur fjelagsins, Lárus Sigurbjörns- son, stuðlað að því á allan hátt, að góð og sanngjörn samvinna væri með Leikfjelag'inu og útvarp- inu. 6. sept. 1934. Helgi Hjörvar, form. útvarpsráðs. •■•» .... Grænlandsleiðangur kominn fram. Oslo, 10. sept. FB. Lindsay-Ieiðangurinn breski kom til Angmagsalik laugardag síðastliðinn. Leiðangur þessi lagði upp frá Jakobshöfn í Vestur-Grænlandi í sumar og var ferðinni heitið þvert yfir Grænlandsjökul til Angmagsalik. Átti danska kaup- farið ,,Gertrud Rask“ að taka þá þar, en þeir voru ókomnir þegar skipið varð að forða sjer vegna íss. Bjuggust menn þá við að Lindsay og förunautum hans hefði slysast, og töldu margir þá af. — Fjarðarheiðarvegurinn er nú að mestu fullgerður. Hafa margir bíl- ar farið yfir heiðina nú undan- farið. Tombólustjómin, Frá Norðurlandi er blaðinu skrifað: Eins og alþjóð er kunnugt bygg ir ríksistjórnin sína veiku tilveru á hinni víðfrægú „tombólu“ í Skagafirði. Enda þótt löggjafinn hafi bann- að tombólur almennt, hefir honum hugkvæmst það „heillaráðu, að láJta .tombólur skera úr um það hverjir skuli fara með völdin í landinu um fjögra ára skeið. Á þenna hátt vann Framsóknar- flokkurinn eitt þingsæti í Skaga- firði frá Sjálfstæðisflokknum, enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn fengi þar 928 atkvæði, en Tíma- liðið: aðeins 911%. Þetta reið bagg'amuninn. Hinn aldraði kaupfjelagsstjóri, sem dreginn var út úr tombólu- hylkinu á Sauðárkróki gerðist 25. þingmaður sósíalistastjórnarinnar, og þar með fögnuðu þeir „glæsi- legum sig'ri“. Sá „sigur“ er nú raunar með þeim hætti, að stuðningsmenn stjórnarinnar eru 22.637, en í stjórnarandstöðu eru 29.282 kjós- endur, og af þeim 25.685 í hreinni andstöðu við núverandi stjórn. Þannig er þá lýðræðinu borgið í þessu landi, enda þótt nýlega hafi verið gerð breyting á stjórn- arskrá og kosningalögum til að trygg'ja meira rjettlæti en verið hafði. En eins og vænta mátti reynd- ist þetta hin mesta kákbreyting. Uppbótarþingsætin eru of fá til að fullnægja rjettlætinu. Eins og lrosningarnar fóru í sumar hefði til þess þurft 64 þingsæti. Af þeim hefðu andstæðingar sósíalista- stjórnarinnar fengið 34, en stuðn- ingsmenn hennar 30. Á þessum veika grundvelli liyg'st nú sósíalistastjórnin að gera stóra hluti. Bráðabirgðalög- um rignir niður daglega, þótt nú sje aðeins mánuður uns þing á að koma saman. Rjett eins og núver- andi landsstjórn álíti Alþingi ó- þarfa stofnun, og alt megi gera með bráðabirgðalögum. Síðar, er menn eru orðnir leiðir á bráða- birgðalögunum, má búast við, að tekið verði upp ráð Hjeðins, að stjórna „án löggjafar“. Eitt af afreksverkum stjórnar- innar, er skipun hinnar miklu 1 nefndar, sem að dómi rauðliða á að koma bjer á stofn sósíalistisku sæluríki. Sumir taka það sem bending- ar um störf nefndarinnar að hún á að taka til starfa um svipað leyti og slátúrtíð byrjar. Sjá menn fyr- ir sjer Hjeðinn standa með upp- breittar ermar og hnífinn á lofti yfir einkarekstri og einkafram- taki manna, tilbúinn í alt, nema sjálfsmorð. En þar sem nú á aðeins að skera það niður, sem „óheilbrigt" þyk- ir, getur ágreiningúr risið milli nefndarmanna, eins og átti sjer stað, er Snorri var veginn forð- um. Er ekki ólíklegt, að Jónas vilji t. d. nota sinn kuta, án sam- þykkis og samkomulags við Hjeð- inn. En hver sem afrek þessarar undranefndar verður, þá er eitt víst, að máttarstoðir henpar eru fúnar og feysknar. 0g vissulega mun rauðliðum skiljast áður en lýkur, að hvorki verður feigum forðað, nje ófeigúm í hel komið. MORGD NBLADli a,^Wg8gHgBHSg!ilPBff!PBSIB!!lB!.g!g!ggg| Riifregn. Through Russia by Air. By John Grierson. Það má næstum því segja að John Grierson, sje orðinn kunn- ingi Reykvíkinga. Svo mikið er víst að hann á hjer marga kunn- ingja, þrátt fyrir það, hve fá- skiftinn hann er og óhneygður fyrir að hafa sig' í frami. Hann er einn þeirra manna, sem svo eru gerðir frá náttúrunnar hendi að þeir ávinna sjer traus't allra óg hlýjan hug, þeg'ar við fyrstu lrynni. Og náttúrlega er öllum Islendingúm það hugleikið að hon- um heppnist það áform, sem nú hefir ár eftir ár valdið því, að hann hefir heimsótt þetta land — honum og öllum þeim, sem í sömu erindum koma. jÞví verður ekki neitað, að það er áhættusamt fyrirtæki, sem hann hefir með höndum, þar sem hann hygst að fljúga vestur um haf og sömu leið til baka í lítilli flugvjel. En hann hefir nú flogið síðan hann var 17 ára, og líklega finst honum þetta ekki næsta ægilegf. Það liggur við að okkur, þessum jarðbundnu, finnist það ekki held- ur, þegar við berum það saman við það afrek hans, sem gerla segir frá í bók hans, þeirri er að ofan er nefnd, enda mun sú ferð mega teljast til hinna stærstu af- reka í ílugsögunni, þegar allra atvika er gætt og ástæðurnar at- hugaðar. Férð þessa hina miklu fór hann haustið 1932, aleinn á litlu flug- vjelinni, sem Reykvíkingar sáu hjer. Þó að vegalengdin, 9300 (mílur, eða 15000 kílómetrar, frá Englandi yfir Rússland og lang't inn í Asíu, sje rnikil,}já er það ekki hún, sem gerði ferðalagið merki- legast, heldu,r erfiðleikar þeir, margir og margvíslegir, sem hann varð að sigrast á — og þá ekki heill heilsu. Harðvítug andúð rússnesku stjórnarinnar var þar ekki minsti þröskuldurinn, og marg'ar af mannraunum þeim, sem hann lenti í, áttu ýmist beint eða óbeint rót sína að rekja til þeirr- ar andúðar. Hjer verður engin tilraun gerð til þess að segja þessa merkilegu ferðasögu. Það væri óvitaháttur, því hún verður ekki sögð sæmilega í skemra máli en Grierson hefir sjálfur gert, þ. e. í allstórri bók, þ'ar sem auk þess er uppdráttur og margar myndir til skýringar. Þeim sem fá vill verulega „spennandi“ lesningu, honum kann jeg ekki að gefa betra ráð, en að leita hennar í þeirri bók. Frásögnin er eins lát- laus eins og höfundurinn sjálfur, en þó stendur lesandinn á nálum alt frá fremstu síðu til hinnar öftustu, og á stundum les hann með andköfum. Þó finnur bann það svo greinilega að hvergi er máli hallað og hvergi ýkt, éúda segir Sir Malcolm Campell í fo’f- mála fyrir bókínni, að það s'je hann sannfærður um,' að Jolin Grierson hafi aídrei gert. : Það var áð vísu elcki blutv'erk Griersons að afla irpplýsinga úm ástándið á Rússlaúdi á samá hátt Og grunur manna, er sá, að: áð- ur en langt um líður fari alþjóð að skiljast, að „tombólustjórnin“, er ekki annað en þrjú lítil núll. og’ pólitískar senditíkur gera, þeg- 'ar þær skjótast þangað, og koma svo aftur alvitrar. En hann er maður, sem hefir skarpa athygli og lætur enga stund ónotaða. Hann ferðaðist líka á þann hátt, að margt gat síður leynst honum þn hinum, sem ekki eiga þess kost 'að lyfta sjer frá jörðinni. Það gat því ekki hjá því farið að hann yrði margs vísari og öll er frá- sögn hans næsta fróðleg. Hún stingur nokkuð í s'túf við hina venjulégú lofgerðarrollu hinna svokölluðu „sovietvina“ og stund- um líka ummæli hinna, sem af 'bfstækisfullri andúð vilja ekki trúa því, að neitt nýtilegt geti komið frá Rússlandi — rjett eins og því var eitt sinn trúao, að ekkert gott gæti komið frá Nasaret. Það er vitanlega ljóst af frásögnum hans, enda öllum kunn- ugt áður, að einstaklingsfrelsi er ekki til á Rússlandi, en þá er líka þess að minnast, að það hefir -þar aldrei til verið, og þó ennþá síður á dögum keisaraveldisins en Inú. Kjör alþýðunnar eru náttúr- 'log'a sorgleg, en þó sennilega ekki eins óskapleg eins og þau voru undir gömlu stjórninni. Ilann kemst þannig að orði um stjórnar- faið rússneska (bls. 59) að það sje 'ægileg tilraun (terrific experi- ment), en hann er langt, of heiðar- legur maður og skynsamur til þess að fordæma það frá sögulegu sjónarmiði. Mönnum sem trúa lýs- ingum þeim, er sanntrúaðar sauð- kindur flytja af rússneskri para- dís, eftir að yfivöldin hafa sýnt þeim það, sem við þótti eiga, þeim mönnum vil jeg' benda á að lesa frásögn á bls. 64—65, um það, hvað í Ijós kom þegar fleira var athúgað en athuga átti. Ætli ékki að einhverjum geti orðið klíugjarnt við þann lestur? Margar lýsingar og frásagnir Griersons eru ákaflega •átakari- legar vegna þesg að lesandinn finnur óvenju mannúðarfulthjarta á bak við þær. Þetta á þar jafnt við sem hann er að lýsa eymd, niðurlæg'ingu og raunum (t. d. greftrunarsöguna á bls. 49, frá- sögn um fangana á bls. 57.—58 og almúgafólkið í 17. og 18. kap.) eins og þar sem um ræðir hjarta- gæsku, greiðviknf og gestrisni fólksins á Rússlandi; en um það efni hefir hann mikið að segja, enda eru brjóstg'æði slafnesku íjóðanna alkunn öllum þeim, er einhver kynni hafa af þeim haft. Um trúmálaefni er sem vænta ihátti ekki mikið rætt, en jeg hefði ekkert á móti því að sjá þann þrest, sem betur prjedikar en gert er neðst á bls. 147 og efst á; næstu' síðu. Þar, og víðar, kem- ujr fram hin djúpa og fagra trú- hneigð. sem Skotum er svo alment í blóð borin og miklu sfendur diýpra en allar kreddur og játn- ingar. 1 En það er miklu betra fyrir menn að lesa bókina sjálfa heldur eíi lesa um hana. Skal lijer því staðar numið. Ilún fæst, í bóka- verslunum Sigfúsar Eymundsson- ar og Snæbjarnar Jónssonar. Einu vil jeg þó bæta við: Eftir að hafa lösið hana, held jeg' að enginn higgi hgma; svo frá sjer, að hann háfi ekki fengið hlýjan hug til höf uhdarins; og betri laun fyrir starfa sinn, getur enginn höfundur kosið. Sj. Niðursuðuglös, Margar stærðir. Lágt verð., Kaupffelag Borgfirðinga. Sími 1511. Bragi Steingrímsson prakt. dýralæknir, Eiríksgötu 29 Sími 3970. Weck niðursuðuglös, allar stærðir og varahlutir fást í Láfið okkur framkalla, kopiera og'; stækka filmur yðar- Oll vinna framkvæmd af útlærS- um myndasmið. Amatðrdei ld i Austurstræti 20. MeloDnr & Vínber komu í gær. Appelsínur 3 teg. Epli. Niðursuðu- vörur allsk. Einnig allsk. Græn- meti. Alt fyrsta flokks vörur. Allskonar nýlenduvörur og kjöt, þetta er best að kaupa hjá. Jón & Geiri. Vesturgötu 21. Sími 1853. TBIEL EGGERT CLAESSEN h æstar j ettarmálaf lutningsmaður.. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngangur um austurdyr). iiim imii ■■■ ni ln■lllll■^—iii iiip i ii i: iii nifrmrirmiii i m i niiiiiiwin— Vetrarkáputau og peysufatafrakkar Ný upptekið. MllGll SlEf Laugaveg 40. Sími 3894. Best innkaup á nýlenduvörum Kjötmeti og grænmeti. Nýjti Sóívaílabáðírnar Sveinn Þorkelsson. Sími 1969.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.