Morgunblaðið - 23.09.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ llikalirilllln. Reykj aví kurbrj ef. 22. september. Börn, sem eiga að sækja Miðbæjarskólann í vetur, komi í skólann til viðtals svo sem hjer segir: IÞriðjudag 25. sept. kl. 9: Börn, sem voru í 7. eða 6. bekk skólans s.l. ár. Sama dag kl. 1: Þau, sem voru í 5. bekk eða Tólfárabekk s.l. ár. Sama dag kl. 4: Þau, sem voru í 4. bekk s.l. ár. Miðvikudag26. sept.kl. 9 : Þau, sem voru í 3., 2. eða Níuárabekk sl, ár, Sama dag kl. 1: Þau, sem voru í Attaárabegg s.l. ár. Sjeu einhver skólabörn frá fyrra ári forfölluð eða ókomin í bæ- inn, sje það tilkynt á sama tíma, sem að ofan greinir. Fimtudag 27- sept. kl. 9 komi öll börn, sem fædd eru 1926 (8 ára börn). Sama dag kl. 1 komi öll eldri börn, sem ekki voru hjer í skólanum s.l. ár. Hafi þau með sjer prófvottorð frá í vor, ef til eru. Sama dag kl. 4 komi öll börn, sem eiga að sækja skóla í Skildinganesi í vetur. Kennarar skólans eru beðnir að koma til viðtals mánud. 24. sept. kl. 4. Skólastförinn. umaður óskast til heildsöluverslunar hjer í bænum. — Umsóknir, ásamt upplýsingum, óskast sendar á A. S. í. merktar: Söhimaður A. sss: : Að nota ,.Áfafess ftttK | í skólann, ■IHIliillllíi Klæðir best. Er ódýrast — \ saumuð strax. \ = Ít v*- Álafoss Þlnghoitsstrætf 2, Ve^fóður nýkomið. — Fjölbreytt úrval. Nýjasta tíska. Málning & Jármörur. Laugaveg 25. Sími 2876. Happörcetti Háskóla Islanös Umboð frú Önnu Ásmundsdóttur og Guðrúnar Björns- dóttur er flutt af Suðurgötu 22 á Sólvallagötu 9, verslun Sveins Þorkelssonar. Sími 4380. — Afgreiðslutími daglega kl. 10—1 og 6—7. Stúdentagarðurinn. Xú um mánaðamótin verður Stú- dentagarðurinn tekinn t.il afnota. Br smíði hans fullgerð. Umsjónar- maður (garðprófastur) er ráðinn Gústaf Pálsson, verkfræðingur, en Jónas Lárusson verður þar bryti. Húsnæði er þarna handa 37 stúdentum, og verður garðurinn fullskipaður. Eiga garðstúdentar að greiða 25 kr. á mánuði fyrir •húsnæði, ljós og hita, en 65 kr. fvrir fæði. Alls hefir byggingin kostað um 240 þús. kr. Af því er samskota- fje um 190 þús. kr. eu lánsfje 50 þús. kr. með ríkisábvrgð. Hiisgögn verða keypt í garð- inn fyrir 25—30 þús. kr. Er álíka mikið fje óinnborgað af lofuðu samskotaíje.' Vikurinn til hlýinda. Víða um heim er vikur notaður í einangrun húsveggja, til hlý- inda. Eru vikurnámur miklar t. d. í Rínarbökkum, og skjólefni þetta flutt þaðan víða um lönö- Þeir Sveinbjörn Jónsson, bygg- ingameistari á Akureyri og Helgi Hermann Eiríkssoh, Iðnskólastjóri hafa hugleitt það og athugað hvort ekki myndi mega taka ís- lenskan vikur og- selja til út- landa. Hafa þeir helst haft í huga að ryðja vikri í Jökulsá á FjöII- um og flytja hann í ánni til strandar, en skipa lionum fram úr árósnum. Vikurinn í Rínarbökkum er að þverra. Erlendir byggingamenn hafa dregist á, að kaupa íslenskan vikur í stórum stíl, ef hann fæst fyrir svo lágt verð, að hann verði samkeppnisfær við önnur einangr- unarefni. Hjer í Reykjavík er farið að nota vikur í stað korks. Er sá vikur fluttur austan úr Þjórsár- dal eða annars staðar að frá Heklu slóðurn. Annars er einangrunarefni í húsveggi flutt til landsins fyrir hundruð þúsunda króna á ári. Tillögur Magnúsar Jónssonar. Magnús Jónsson alþm. lagði fram á síðasta Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, sem kunnugt er, m.jög eftirtektarverðar og merki- legar tillögur um það, hvernig ætti að koma í veg fyrir óhóf- lega eyðslu Jringsins, en þó sjer- staklega stjórnarinnar. Hömlur vill hann að Iagðar verði á óþarfa fjáreyðslu þingsins, með því að auka vald fjárveitinga- nefndar, þannig að aukinn meiri- hluta þingmanna þurfi til að sam- þykkja fjárveitingar, er fjárveit- inganefnd eða ákveðinn liluti hennar mótmælir. En aðaláhersluna leggur hann á það, að koma í veg fyrir einræði stjórnarinnar í fjárveitingum um- fram f járlagaheimildir, eins og' átti sjer stað í sjerstaklega stór- um stíl á Framsóknar-sósíalista stjórnarárunum, 1927—31. Telur hann besta ráðið til þessa vera, að þingflokkarnir velji sinn manninn hver í nefnd er hafi eft- irlit með fjárhagsgreiðslum stjórn- arinnar, og hafi hún fult vald til að hindra þær fjárgreiðslur, sem eru umfram heimild fjárlaga. Umframtekjur vill hann láta renna í Viðlagasjóð, er eftirlíts- nefndin stjórnar. og megi grípa til hans, þegar ríkistekjur þverra í erfiðu árferði. Útsvör og tekjur. Fyrir nokkrum árum báru dönsku nefndarmennirnir í ráð- gjafarnefndinni fram kvörtun frá dönskum atvinnurekanda, er hjer rak stórt fyrirtæki. út af því. að lagt hefði verið á fyrirtæki lians mtsvar, enda þótt það liefði verið rekið með tapi. Hinum danska nefndarmanni var þá sagt, að þetta væi'i ekkert jeinsdæmi. Hjer væri sá siður uppi, að leggja útsvör á atvinnufyrir- ‘tæki, hvort sem þau græddu fje eða töpuðu, það gilti einu. Hafði þá danski nefndarfull- Itrúinn ekkert annað að segja, en jsinn væri siður í landi hverju, því jhann kvaðst geta fullyrt, að slíl^ jskattabýsn þektust hvergi í heim- inum nema á Islandi. Nú situr stjórn hinna rauðu samfylkingar á rökstólum og' tek- jur saman ráð sín, um það, hvernig hún eigi ’að auka skattaáþján ís- lenskra atvinnurekenda, svo enn jverði aukið fjeleysi, getuleysi og iöngþveiti landsmanna. Dreifingarkostnaður í Danmörku. 1 danslca stjórnarblaðinu ^Poli- tiken“, þ. 11. þ. m. er skýrt; frá verðlagi á mjólk í Höfn. Lítir- inn er í því mjólkurinnar landi seldur neytendum á 30 aura. Af því verði fá bændur. 9y2 eyri, jflutningur til börgarinnar kostar iy2 eyri á lítra, kostnaður á mjólk urstöð, gerilsneyðing, flöskur, tappar o. fl. er 11 aura á lítra og flútningur frá mjólkurstöð til neytenda er 8 aurar á lítra. j,8kipulag“ sósíalista í Dan- mörku, og lækkun á dreifingar- kostnaði er ekki lengra komið en þetta 1 Hjer á mjólkurverðið að lækka með bráðabirgðalöghm, sém kunn- ugt er, þó ekki sje annað komið en lögin ennþá. Og útborgun til bændanna, fyrir hvern lítra á að liækka, frá því sem nú er. Hjáleigubændur. í forystugrein í Alþýðublaðinu nýlega voru talin upp öll þau stjórnarstörf, sem Haraldur Guð- munds.son hefir með höndum. At- vinnumál, utanríkismál, heilbrigð- ismál, kenslumál, mentamál, hef- ir hann í takinu, segir blað;ð, „að ógleymdum öllum þeim störf- um, sem hann þarf að vinna með hinum ráðherrunum". Kemui' þarna greinilega fram, hvernig sósíalistar líta á núver- andi landstjórn. Haraldur Guð- mundsson, ráðherrann þeirra er húsbóndinn. Hann er alt í öllu. Hann hefir aðalmálin, atvinnu- málin og utanríkismálin. En það sem hinir ráðherrarnir eiga að gera, það verður Haraidur að „vinna með þeim“. Þannig er Framsóknarflokkur- inn ekki orðinn annað eti lítilfjör- leg hjáleiga lijá sósíalistum — enda aítaf svo til ætlast að Jónas Jónsson og f.jelagar hans leiddu bændur til hlýðni og auðsveipni við hið rauða vald í landinu. Fáránleg kenning. Þegar atvinnubótavinna hefir verið rædd í blöðum og á mann- fundum hafa menn fundið að því, að þar væri of oft um að ræða verk, sem ekki væru nauðsynleg. En það hafa hygnir menn talið \ 66 Söngkensla löhðnnu löhannsdðitur byrjar 1. okt. n. k. Grimdarstíg 8. Sími 4399. Fallesir kjólar nýkomnir. VersliiKi Hristínar Sigurðardöttur. Gafé Royal. Borðum í dag: Baconsúpu. steikt alikálfakjöt. Ábæti. A la carté (allan daginn). Heit syið með rófustöppu, kr. 1.25. „SnllfHS, fer á þriðjudagskvöld (25. sept.) um Vestmannaeyjar og austfirði (Eskifjörð, Norðfjörð og Seyðisfjörðj þaðan beint til Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.