Morgunblaðið - 06.10.1934, Síða 4

Morgunblaðið - 06.10.1934, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 „Heilsan er hverrl eigi hetri“. Heilsufræðissýning Læknafjelags Reykja- víkur verður opnuð í dag. Stórmerkileg fræðsla fyrir almenning. í dag opnar Læknafjelag Reykjavíkur heilsufræðissýning sína í Landakotsspítalanum nýja. Heldur fjelagið sýningu þessa, sem kunnugt er í tilefni af 25 ára afmæli sínu. Mikið af sýriingarmununum til skýringar á líkamsgerð manna og ýmsum sjúkdómum, hefir fjelagið feng- ið frá Þýskalandi, svo og ó- grynnin öll af skýringarmynd- um og töflum, er lýsa sjúkdóm- um, orsökum þeirra og vörnum gegn þeim. En auk þessa eru margar sýningardeildr af íslenskum toga spunnar. Þar eru t. d. tvö herbergi með línuritum, mynd- um og skýrslum þar sem m. a. er sýnd útbreiðsla ýmsra far- sótta hjer á landi hin síðustu ár, fatnaðardeild, fæðutegunda- deild. Þá hefir Rauði krossinn deild fyrir sig, og Skátar aðra og eina hefir hjúkrunarfjelagið Líkn. „Heilsan er hverri eign betri“. Svo segir hið forna máltæki. Heilsuvernd Eins og fyr hefir verið frá *kýrt kom þýskur yfirlæknir hingað, dr. Pernice að nafni, með sýningarmuni þá, er hingað hafa verið lánaðir. Hann hefir unnið að því að koma sýningunni upp. Blaðið hitti hann í gær í sýn- ingarherbergjunum, þar sem hann var við vinnu sína. — Mjer er þáð mikil ánægja, gegir dr. Pernice að geta unnið að því að útbreiða þekkingu meðal almennings á heilsuíræði. Sjergrein mín er sjúkdómar þeir, er menn fá við að stunda ýmsar atvinnugreinar er einhver óhollusta er tengd við. Rannsóknastofa víð háskól- ann í Berlín, hefir rannsóknir slíkra sjúkdóma með höndum og vamir gegn þeim. En jeg er starfsmaður við þá stofnun. Annars er það prófessar, að nafni Baader, sem er stofnandi rannsóknastofu þessarar. Stofn- aði hann til hennar fyrir tæp- lega 10 árum síðan, enda er þessi sjergrein heilsufræðinnar ung. Baader prófessor hefir ferð- ast víða um heim til þess að kynna sjer vinnuskilyrði í alls konar atvinnugreinum, og safn- að um þau efni hinum þýðingar- mesta fróðleik. En fræðigrein þessi er mjög Þetta er það sem hið 25 ára gamla Læknafjelag Reykjavík- ur brýnir fyrir bæjarbúum með því að halda sýningu þessa. Verndið heilsuna! Lærið hvernig þið eigið að forðast sjúkdómana! Aflið ykkur fróð- leiks um líkama ykkar og hvaða hættur vofa yfir heilsu ykkar! Látið læknana og læknavís- indin kenna ykkur hvernig þið eigið að geta komist af án ,,læknishjálpar“ í orðsins ab mennustu merkingu. Heilsutjón einstaklinganna er hið mesta þjóðarböl. Tjónið er ómetanlegt. Gagnvart sjálfum sjer, gagn- vart skyldmennum sínum, gagn- vart þjóðfjelaginu á hver mað- ur að finna til ábyrgðartilfinn- ingaráþví að honum beriskylda til að varðveita sem best heilsu sína. Þess vegna. Notið tækifærið, bæjarbúar. Skoðið heilsufræðis- sýningu Læknaf jelagsins í Landakoti, og lærið af henni. Þýskalandi. Dr. Pernice. umfangsmikil. Menn geta t. d. sýkst af blýeitrun við 137 at- vinnugreinar og við 80 atvinnu- greinar geta menn fengið kvika silfurseitrun. Bakarar geta fengið húðsjúk dóma, skrifstofufólk fengið hryggskekkju af kyrsetum, smiðir af óhentugum vinnustell- ingum. Þjónar veikst af því að standa of lengi, aðrir af því að krjúpa of mikið á hnjánum o. s. frv. o. s. frv. En rannsóknastofan sem vinn ur að rannsókn atvinnusjúk- dóma, skoðar þá sem til hennar leita og gefur leiðbeiningar um það hvernig verjast skuli lík- amsskemdum og sýkingu í hverri grein. Kynbætur manna. Annað mál er það, sem við ! Þjóðverjar leggjum mikla áherslu á, segir dr. Pemice ennfremur, og það er vernd gegn úrkynjun þjóðarinnar. Fólk, sem frá fæðingu er aumingjar, og ólæknandi veikl- að fólk, sem aldrei getur orðið nema öðrum til byrði, kostar Þjóðverja 6.500.000.000 mörk á ári, 6V2 miljarð marka. Af ósi skal á stemma. Það á að draga úr því, að ólæknandi ósjálfbjarga fólk fæðist. Þetta er gert með því, að gera fólk með arfgenga sjúk- dóma ófrjótt. Venjulega er þetta ekki gert nema því að eins, að fólkið sjálft samþykki það. Annars er það sjerstakur sjerfræðinga- dómstóll, sem kveður upp úr- skurði um hvort fólk skuli gert ófrjótt. Læknisaðgerðin er lítil- væg, sem til þess þarf, eins og þjer sjáið þarna á veggmynd- inni. Tildrög sýningarinnar Dr. Helgi Tómasson segir frá. Það er eindreginn ásetningur Læknafjelags Reykjavíkur, seg- ir dr. Helgi Tómasson, er blaðið hitti hann í gær, að auka þekk- ing almennings á heilsufræði, að kenna fólki sem best að forð- ast sjúkdóma og vinna með okk- ur læknunum að því, að auka heilbrigði þjóðarinnar. En undanfarin ár hefir þessi grein af starfi fjelagsins verið minna rækt en skyldi. ^ Þess vegna gripum við tæki- færið, er fjelagið fjekk færi á því, aðallega fyrir milligöngu dr. Skúla Guðjónssonar, að fá hingað hina merkilegu sýning- armuni frá Þýskalandi. — Dr. Skúli var í Þýskalandi í sumar. Hann átti þar tal við Baarde pjrófessor við rannsókn,astofu atvinnusjúkdóma í Berlín. Próf. Baarde er mjög hlyntur okkur íslendingum og tók málaleitni Skúla því mjög vel. Fyrir hans forgöngu fengum við sýningar- munina lánaða. Hann útvegaði okkur þá flutta ókeypis til Ham borgar. Eimskipaf jelagið gaf okkur eftir flutningskostnað- inn hingað. Og ókeypis húsnæði höfum við fengið hjer í hinum nýja Landakotsspítala. Við ætlum að halda áfram. En áform okkar er, að fá af þessari almennu heilsufræðis- sýningu að vita hvaða áhuga hægt er að vekja hjá almenn- ingi fyrir þessum efnum. Reynist áhugi nægilega mik- ill, ætlum við að halda áfram og halda síðar sýningar, þar sem einstaka greinir heilsufræð innar verða teknar til nánari meðferðar, en hjer er gert. EGGERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutningsmaCur. Skrifstofa: OddfellowhésiB, Vonarstræti 10. (Inngangur um austnrdyr). Stjórn Læknafjelags Reykjaví kur. Ólafur Helgason, dr. Helgi Tómasson og H annes Guðmundsson. Sitt af hverju á sýningunni. í gær hafði tíðindamaður blaðsins tækifæri til þess að líta snöggvast á sýninguna eins og hún var þá, en ekki var fyllilega gengið frá öllum deild um hennar. Er hjer að ofan vikið nokkuð 1 að því, sem við kemur atvinnu- sjúkdómum. En þar er svo margt og margt annað. Líffæri mörg þúsund sinnum stækkuð. Þar eru t. d. sýndar vaxmynd- ir af ýmsum líffærum, vöðva- þráðum, 'taugum, skynfærum, blóðkornum o. fl. rnörg þúsund sinnum stækkuð, svo örsmæðir líffæranna verða skiljanlegar hverjum áhorfanda. Sýnd er blóðrás líkamans, þar sem ,,hjartað“ er rekið með rafmagni og rekur „blóðið“ um æðarnar. ! Öllu þessu fylgja skýringar sem mikill fróðleikur er að. „Gangið eigí blindandi út í hjónabandið“ | stendur á mynd einni framan við eina deildina. En þar inni er sýning viðvíkjandi kynsjúk- dómum og berklum. Línurit er um útbreiðslu kyn- sjúkdóma á íslandi. 48% af; þeim sem sýkjast, fá sýkina undir áhrifum víns. Er sú stað- reynd letruð á mynd af Inno- cent-flösku (Áf engisverslun Ríkisins kr. 7.00). Þar eru sýnd Mffæri spilt af kynsjúkdómum og ýmsar skýr- ingarmyndir, svo og algeng varnarlyf. Skaftafelis^ýsla best. Norður-Múlasýsla verst. J Reykjavík fer batnandi. Sýnt er hvar og hvernig berklasýkillinn kemur í líkam- ann eftir hvaða leiðum hann breiðist út, og áhrif hans. Þar er m. a. línurit um út- breiðslu berklaveiki í sýslum landsins 1921—25, og eftir þann tíma. I Norður-Múlasýslu eru berkl- ar útbreiddastir. 1 Skaftafells- sýslu er minst um þá. Snæfells- nes-, Hnappadals-. Stranda og Húnavatnssýslur eru meðal þeirra sýslna, sem minsta hafa berklaveiki. Á árunum 1921—25, var 1 berklaveikin minni yfirleitt í. sveitum en í ‘káupstöðum. En sú breyting hefir orðið á þessu síðan, að nú er berklaveikin I mest í kaupstöðum utan Reykja víkur, en hefir minkað í Reykja vík, svo hún er álíka hjer og í sveitunum. „Ef krakkinn skal eng- an krankleik fá.“ Mikið er á sýningunni um meðferð ungbarna, bæði í mynd um og töflum. Dr. Helgi Tómasson segir svo frá, að megin áhersla sje á þetta lögð, því fyrir heilbrigði þjóðarinnar yfirleitt sje það svo geisiþýðingarmikið, að ung- börnin, sjeu vemduð sem best gegn sjúkdómum og meinum af skakkri meðferð. Læknanemi, sem unnið hefir að undirbúningi sýningarinnar hefir snúið á íslensku allmörg- um kviðlingum, er fylgja hin- um þýsku skýringarmyndum. Er m. a. þetta: Ef krakkinn skal engan krankleik fá, kystu hann aldrei munninn á. En það eru fleipi reglur sem. mæðurnar þurfa að hugsa um en þessi, og verður hjer of langt upp að telja, enda sjón sögu ríkari. Aðeins skal hjer á þetta bent. Þarna eru í vaxmyndum sýnd sjúkdómseinkenni farsótta, sem börn oftast fá, til þess að fólk geti af eigin sjón sjeð þau, og verði því fljótara til að gera lækni aðvart, þegar slík sjúk- dómseinkenni koma fyrir, svo læknar fái betri aðstöðu til að stöðva útbreiðslu farsóttanna. En tjónið af farsóttunum á ári hverju, er afar mikið. Þá er og á það bent, að mæð- ur ungbarna, sem alt vilja gera til að gæta heilsu þeirra, mega ekki gleyma því, að gæta a8 sinni eigin heilsu, svo þær smiti ekki börnin af sjúkdómum er þær fá fyrir óvarkárni sína. Farsóttimir eru svipur þjóðarinnar. I stóru herbergi, þar sem línurit sýna útbreiðslu farsótt- anna, er það mjög áberandi hve fevef og influensa gerir mikinn. usla á ári hverju. Læknar fá vitneskju um ein 10 þúsund kveftilfelli á ári. Er það talið meðaltal, að menn sjeu þrjá daga veikir af kvefi. Sjúkradagar þá 30.000 á ári. Segjum að hver kosti 10 kr., er tjónið 300 þúsund krónur ár- lega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.