Morgunblaðið - 10.10.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjörar: J6n KJartansson, Valtýr Stefánsson. Rltstjðrn^ og afgrelOsla: Austurstrætl 8. — Slml 1*00. Auglýslngastjörl: E. Hafberg. Auglýslngaskrlfstofa: Austurstrætl 17. — Slml 8700. Helmaslmar: Jön KJartansson nr. 8742. Valtýr Stef^nsson nr. 4220. Árnl Óla nr. S04S. B. Hafberg nr. 8770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuttl. Utanlands kr. 2.50 á mánuOl 1 lausasölu 10 aura elntaklO. 20 aura meö Lesbök. „Ómerkilegt kák gaspraranna“. Meðal þeirra frv-, sem Har. Guðm. atvinnumálaráðherra flyt- ni- e:■ „bráðabirgðabreytin"“ á fá- íækralögunum, sem gerir þá breyt iiig á gildandi lögum, að fátækra- flutningur skuli afnuminn og' skyldar dvalarsveit að greiða % liluta þess fátækrastyrks, sem veittur er utansveitarmönnum. Talsverðar umræður urðu um ]ietta mál í Nd. í gær. Einkum var Bergur Jónsson ]mngorður í garð þessa frv. Sagði iff. a. að þetta væri „ómerkilegt kákfrumvarp" og kæmi frá þeim inönnum, sem árum saman hefðu gasprað um hin óinannúðlegu fá- tækralög, Þegar þessir menn kæm- nst til valda, sæju þeir ekkert annað athugavert við fátækra- lög'gjöfina en fátækraflutninginn svonefnda, sem raunverulega væri ekki til nema á pappírnum. Þeir sæ.ju ekkert við það að athuga, þótt fjárhag margra sveitarfjelaga. væri þannig komið, að þau blátt áfram gætu ekki framkvæmt fá- tækralögin. Þetta væri ekki fyrsta eða eina málið, sem sósíalistar, færu þannig með — að gaspra fyrst og síðan koma með kák- tillögur. Mörg góð mál hefðu orð- ið að sæta ’ þeirri meðferð af þeirra hálfu; mætti t. d. minna á tryo'gingarniálin o. fl. Spunnust nú all-hvassar um- ræður milli atvinnumálaráðh. og B. J. Benti B. J. m. a. ráðh. á, að hyggilegast væri fyrir hann, að sleppa káks-aðferðinni, því ekki væri víst, að hann ætti eft- 3r að vera lengi í ráðherrastólnum. Frv- var vísað til allshn. Fillsherjaruerkfall og óeirðir á Kúba. Berlín, 9- okt. FÚ. í gærmorgun braust út alls- herjarverkfall um alla, eyjuna Cuba. í fyrrinótt var varpað sprengjum þar á margar opin- berar bygging'ar, en ekki er vit- að, að manntjón hafi orðið. í Havana urðu nokkrar óeirðir í gær, en þó er talið, að ástandið sje ekki eips alvarlegt þar, eins og úti um landsbygðina, því að samgöngur eru teptar um alla eyjuna, en í Havana er nokkurri umferð haldið uppi með sjálf- boðaliðum. Hjeimdallur- Fund heldur fje- lagið annað kvöld kl. 8y2 e. h. í Varðarhúsinu. Þar verður meðal annars rætt um opinberan ákær- anda og' varnir gegn misbeitingu ákæruvaldsins. Gunnar Thorodd- sen alþingismaður hefur nmræður. Alexander konungur Jugoslafa og Barfhou ufanríkisráðherra Frakka skotnir til bana á götu I Marseille i gær. Alexander konungur Jugoslava og Barthou utanrík- ismálaráðherra Frakka voru í gær myrtir í Marseille í Frakklandi. Morðinginn kaupmaður frá Kroatíu rjeðst að bíl þar sem þeir voru, konungur og Barthou, og skaut á þá mörg- um skotum. Konungur dó strax, en Barthou nokkru síðar. Nánari fregnir af morðunum eftir skeytum frá United Press og útvarpsfregnum (F. U.), þriðjudag Alexander konungur var á leiðinni til Parísarborgar, 1 op- inberri heimsókn, og er hann steig af skipsfjöl, bauð Barthou hann velkominn, fyrir hönd frakknesku ríkisstjórnarinnar og hinnar frakknesku þjóðar. Voru hátt settir embættis- ingjann höndum og stytti hon- um aldur. Hann hjet Kalermann Petrus, var farandsali frá Kroatiu, fæddur í Zagreb og var 82 ára. Fyrir tveim árum sat hann í fangelsi, sakir þátttöku í póli- tískum undirróðri. Alexander konungur Jugo- slafa hefir oft verið á ferðalög- um um álfuna, en þá jafnan dulbúinn, því hann hafði oft fengið hótanir um að á hann menn frakkneskir í fylgd með myndi verða ráðist, ef færi gæf- Barthou. Margt manna var við- jst. — statt við höfnina, þar sem kon- j Mun þetta vera í fyrsta sinni, ungurinn steig á land, til þess ^ eða því sem næst, að hann færi að fagna honum, og meðfram 'j opinbera heimsókn til útlanda, götum þeim, sem ákveðið hafði þar sem menn gætu vitað fyrir- verið að konungsliðið æki um. j fram um ferðir hans. KonungsbíIIinn var eigi kom- inn langa leið frá höfninni inn Maria drotning hans var í gær á leið til Parsar landveg, í borgina, er maður einn ruddist þar sem hún ætlaði að mæta fram úr mannþyrpingunni,. er manni sínum. stóð fram með götunni, og stökk j — Hverjar verða afleiðing- upp á aurbretti konungsbílsins arnar? og skaut á Alexander konung, sem sat við hlið Barthou. Konungurinn f jekk sár í háls og brjóst. Hann fjell strax í ómegin og andaðist skömmu síðar. Fylgdarmaður konungs, er í Um gervalla álfuna, eða jafn- vel um gervallan heim hraut sú spurning af vörum manna í gær: — Verður þetta annað Sera- jevo-morð? Fer nú alt á ný í bál og vagninum var, sló morðingjann brand? niður með korða sínum. En | Af undirtektum þjóðhöfð- morðinginn hafði verið svo fljót ingja er því mest athygli veitt, ur að hleypa úr marghleypu (hvað Mussolini lagði þegar til sinni, að hann hafði þá veitt málanna. konungi banasár. Hann Ijet svo ummælt, að Nú ber fregnum ekki saman. ef á nokkrum óeirðum bæri í Sumar fregnir segja, að moið j Jugoslafíu út af þessu konungs- inginn hafi getað haldið áfram j morði, þá myndu ftalir ekki að hleypa skotum úr byssu | sitja hlutlausir hjá. Hinn ítalski sinni, þar sem hann lá á göt-' her myndi skjótt reiðubúinn til unm. En önnur fregn hermir, að fjelagi hans, sem þó er ó- nafngreindur, hafi f sömu svif- um hafið skothríð á konungs- bílinn. . En í þeirri skothríð hvaðan þess að ráðast inn í landið, ef svo byði við að horfa. Upp á síðkastið var Alexand- er konungur sinn eiginn utan- ríkismálaráðherra, og hafði hann tekið upp all-víðtæka við- sem hún kom, særðist Barthou tn þeg& að efIa sambandið ráðherra. Fjekk hann skotsár í hand- Iegginn svo handleggurinn möl- brotnaði. Var Barthou fluttur i skyndi á sjúkrahús, og átti að taka af honum handlegginn. Var hann svæfður, og átti að yfirfæra blóð úr öðrum manni til þess að bæta honum blóð- missinn. En hann dó í höndum lækn- anna, og er talið að æðastífla hafi valdið skyndiandláti hans. Tveir hershöfðingjar, er voru í konungsfylgdinni biðu bana af skotsárum. milli ríkis síns og annara Balk- an-ríkja, sjerstaklega Bújgaríu. í því skyni skiftust þeir á vin- mælum og heimsóknum kon- ungar þessara ríkja. Til Frakk- lands var Alexander kominn, til þess að ræða við franska stjórnmálamenn um Balkan- og Mið-Evrópumál. Mun hann eink um hafa gert sjer von um, að með því mætti rjena þykkja sú, er verið hefir með ftalíu og Júgoslafíu. Er búist við því, að krónprins Júgoslafa, sem er 12 ára að aldri, taki að nafninu til við konungdómi eftir föður sinn, Alt komst í uppnám þarna á en sjerstakt ríkisráð verði til- götunni, þar sem morðin voru nefnt til þess að hafa stjómar- framin. Tók múgurinn morð- störf á hendi fyrir hans hönd. Alexander konungur var sonur Pjeturs I- Serbakonungs, fæddur 1888. Hann tók þátt í Balkanstríð- inu 1912—13 og var hershöfðingi í stríðinu mikla. Hann tók við ríkisstjórn 16. ág'. 1921 og kvænt- ist 1922 Maríu prinsessu af Rúm- eníu. Að ófriðnum loknum fekk Serbía ýmis lijeruð svo sem Kroa- tíú, Slovakíu, Slavoníu og Dalma- tíu frá Austurríki, Monténegro, nokkuð af Makedoníu m. m. og .Var nú mörgum sinnum stærri en áður og nefnilist nú Jugoslafía. Alexander by'rjaði á því að gefa ríkinu stjórnarskrá, en upphóf hana 1929 og tók sjer þá einveldi, m Ijet stjórnarskrána ganga. að noltkru lévti í gildi áftur 1931. Louis Barthou var fæddur 1862. Hann - var fyrst kosinn á þing 1889 og vakti fljótt, á sjer at hygli fyrir hrífandi mælsku. Árið 1894 vnrð hann atvinnumálaráð- herra og' síðan hefir hann verið ráðherra í raörgum stjórnum. Forsætisráðherra var hann frá því í mars og þangað til í desember 1913. Síðan stríðinn lauk hefir hann verið formaður „viðreisnar- nefndarinnar" og fulltrúi í Þjóða- bandalaginu- 1926 var bailn dóms- málaráðherra í ráðuneyti* Poin- carés. Nú hefir Ivunn verið utan- ríkisráðherra í ráðuneyti Doumer- gues- Bam tapast Tveggja ára barn liggur úti í ofsaveðri, en verður ekki meint af. 9. okt. F.Ú. Síðastliðinn miðvikudag kl. 17.30 týndist tveggja ára stúlku barn frá verbúð í litlu Breiðu- vík í Suður-Múlasýslu, Katrin að nafni Guðmundsdóttir, sjó- manns á Eskifirði. Barnið hafði elt móður sína frá verbúðinni, er hún fór að síma. Ofsarok og rigning var um kvöldið og nótt- ina. Barnsins var leitað árangurs- laust um kvöldið, enda var þá niðdimt. Leit var hafin snemma næsta dag, og var þá einkum leitað með sjónum. Kl. 9 um morguninn fanst barnið alllangt frá verbúðinni, og kvaðst það hafa verið í berjamó. Barnið var berhent og ber- höfðað, en í sæmilegri kápu, sem hafði þó rifnað um nóttina. Hendur og fætur 'voru bólgnir, en barnið hrestist fljótt og varð- ekki meint við útileguna. Lík funöiö við Austurgarðinn. í fyrramorgun fan,st lík við aust urgarð llafnarinnar. Þektist að það var af Jóni Júlíusi, Björnssyni verkamanni á Freyjugötu 10, sem hvarf á Jaugardagskvöldið. Jón hafði verið að vinna hjá Eimskipafjelaginu á laugardag'inn en kom ekki lieim um kvöldið og vissi enginn livað um hann hafði orðið. Jón var maður á sextugsaldri. Hann lætur' eftir sig lconu og þrjú upp komin börn. Mj ólkurf ramleiðendur mótmæla mjólkurskattinum. Á. fúndi mjólkurframleiðenda hjer í bænum á sunnudaginn var, var svohljóðandi tillaga samþykt með þorra atkvæða: „Fundur mjólkurframleiðenda í JÍeykjavík, haldinn 7. október 1934, lýsir því hjer með yfir; Að liann telur Bráðabirgðalög um sölu mjólkur og rjóma skerða svo mikið hagsmuni mjólkurframleið- enda í Reykjavík, og ganga á rjett þeirra sem borgara bæjarfjelags- ins, með því að banna þeim að selja sjálfir framleiðslu sína beint til neyténda í bænúm, að þeir verða þar með sviftir öllum mögn- leikum til að geta látið framleiðsl- una berá sig, og mundu því lenda íí vanskilum vjð banka og aðra, sem þeir hafi viðskifti við, og myndu eigi geta staðið straum af heimilis- útgjðldum sínum. Þar af leiðandi skorar fundurinn á Alþingi, að breyta þessum lögúm þannig, að mjólkurframleiðendum í kaup- stöðum verði heimilt, seni hingað til, að selja mjólk, sem þeir fram- leiða sjálfir, beint til neytenda innan bæjarfjelagsins, á sama hátt og mælt er fyrir í lögum um mjólkursölu í kaupstöðum, er sett voru á Alþingi 1933. Felur fund- urinn bæjarstjórn Reykjavíkur og alþingismönnum bæjarins, að vinna að framgangi þessa máls“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.