Morgunblaðið - 17.10.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1934, Blaðsíða 2
2 MORGrUNBLAÐIÐ PorgiwHaHí Qtget.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón KJartansson. Valtýr Stefánsson. RJtstjórn og afgreiðsla: Austurstrætl 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Augiýsingaskrifstofa: Austurstrætl 17. — Stmi 3700. Heimasímar: Jón KJartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árnl Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. ÁskriftagJald: Innanlands kr. 2.00 á mánutti. Utanlands kr. 2.50 á mánuöl I lausasölu 10 aura eintaklö. 20 aura meö Lesbók. Itölsk rödd. Þ]6ðB9iliigirstefaa sðslalismans hliiir tí aarka sielao skloilagsneladar. seair atvlanaiðlarððherraia. Þessvegna skipaði hann ekki menn úr Sjálfslæðis- flokknum í nefndina. t Hjer í blaðinu er sagt frá grein í ítalska blaðinu „II Sole“ í Mil- ano, þann 8- sept. Höfundur grein- arinnar er dr. E. Cismondi. Hann hefir nokkrum sinnum áður ritað um viðskifti ítala og íslendinga og mjög á sama veg, af eindreginni óvild til ísl. þjóðarinnar. En g'rein arhöf. skýtur máli sínu fram á grundvelli viðskiftajöfnuðar, er núverandi haftastefna hefir tylt mjög hátt í viðskiftum þjóða á milli. Það er rjett, sem kunnugt er, að ítalir, sem fleiri Suðurlanda- þjóðir, kaupa margfalt meira af okkur en við af þeim. En á hinn bóginn verður því ekki neitað, að við íslendingar höfum lag^ kapp á, á síðiistu árum, að auka vöru- kaup okkar hjá þessum ágætu við- skiftaþjóðum. Má í því sambandi nefna, að við höfum tekið upp skipaferðir milli landanna, er ættu mjög að greiða fyrir þessum við- skiftum. GrÓinarhÖf. virðist ekki sjerlega kunn’ug'ur högum íslenskrar út- gerðar og kjörum þeirra er hjer stunda sjósókn. Því vel mættu þeir Italir, sem rita um við- skiftin milli íslands og þeirra inuna það, að íslenskir sjómenn sækja afla sinn út á miðin í hin- um hörðustu veðrum og fá fyrir strit sitt og áhættu ljelegt lífs- viðurværi. En árangurinn af starfi þeirra er þó það, að þeir fram- leiða hina ódýrustu og hollustu fæðu fyrir, m. a. fátækasta hluta hinnar ítölsku þ.jó|ðar. Ný einokun. Á bílum, alls konar mótorum, rafmagns- vjelum og áhöldum. Stjórnin hefir undanfarið ver- ið að undirbúa frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina að taka einkasölu á bílum, alls konar mótorum, rafmagnsvjelum og rafmagnsáhöldum alls konar og fleiru. Frv. þetta er nú tilbúið og hafa stjórnarliðar í fjárhags- nefnd efri deildar tekið að sjer flutning þess á Alþingi. Mun frv. væntanlega koma í dagsins ljós næstu daga. Heimilisiðnaðarfjelag íslands hefir fengið leyfi skólanefndar til þess að nota handavinnustofu Austurbæjarbarnaskólans og áhöld in þar við handavinnukenslu í vetur. Fjelagið sótti líka um að fá að nota smíðastofu skólans, en skólanefnd gat ekki orðið við þeirri beiðni- Frv. stjórnarinnar ,,um heim- ild handa skipulagsnefnd at- vinnumála til þess að krefjast skýrslna o. fl.“ var enn til 1. umr. í Nd. í gær og ekki lokið umræðunni. Töluðu í gær þeir Jóh. Þ. Jósefsson, Thor Thors og atyinnumálaráðherra. Þjóðmýtingarstefnan. Því hefir margsinnis verið haldið fram h.jer í blaðinu, að aðaltilgangur stjórnarinnar með skipan þeirrar nefndar, er hjer um ræðir, sje sá, að vinna að framgangi sósíalismans í land- inu. Hinn sögulegi aðdragandi nefndarinnar sannar þetta, sþr. 4 ára áætlun Alþýðuflokksins, þar sem því er berum orðum yfir lýst, að nefndinni sje ætlað að koma á nýju þjóðskipulagi á grundvelli þjóðnýtingarboð- orðs sósíalista. Valið á mönnunum í nefnd- ina sannar þetta einnig, þar sem þrír nefndarmenn eru hrein- ræktaðir9 sósíalistar og tveir grímuklæddir sósíalistar. Loks sannar þetta skipunar- brjef nefndarmanna; sem sýnir alveg ótvírætt, að nefndinni er fyrst og fremst ætlað að leita að veilum í einstaklingsrekstri — sem auðvitað er auðvelt á slíkiim tímum sem nú eru — og síðan nota þetta til stuðnings höfuðverkefninu, þjóðnýting- unni. Játning atvinnumálaráðherra. í umræðum um þetta mál á Alþingi, hafa Sjálfstæðismenn haldið því fram, að skipulags- nefndin, eins- og til hennar er stofnað, væri í raun og veru aðeins flokksnefnd stjórnar- flokkanna, en ekki nefnd sem vinna ætti að málum alþjóðar. Hafa Sjálfstæðismenn í því sambandi bent á, að ef stjórnin hafi með nefndarskipaninni ætl- ast til þess, að unnið yrði að úrlausn mála með hagsmuni þjóðarheildar fyrir augum, væri með öllu óskiljanlegt hvers- vegna gengið væri alveg fram- hjá þeim stjórnmálaflokki, sem Skýring ráðherrans var þessj: — Jeg játa, sagði ráðherr- ann, að stefna Sjálfstæðisflokks ins er ekki í satnræmi við þá stefnu, sem nefndinni er ætlað að marka. Ráðherrann sagði ennfremur: — Jeg get sagt það alveg hiklaust, að skipulagsnefnd- in á ekki ýkja mikinn kOst á að breyta til án þess að fara ínn á þjóðnýtingarbrautina. Mjer er engin launung á þessu, sagði ráðherrann. Þessi djarfa og hispurslausa játning ráðherrans kom nokk- urri ókyrð á veslings F'rampókn- arráðheiTana, sem sátu vio hlið .Haralds Guðmundssonar, enda fþegar auðsjeð að Haraldur sagði hjer meira en hann mátti segja. , )■ ..h! ■ 1 Undanhald. Þetta kom og greinilega fram sxðar við umræðurnar. Því þegar Jóhann Þ. Jósefsson í sköru- legri ræðu dró fram þéssa játn- ingu ráðherrans, reyndi Harald- ur að draga saman seglin. Hann fór að bollaleggja um ástandið í heiminum, sem gerði það að verkum, að hefta yrði meir en áður persónulegt frelsi einstaklinganna. Þetta vissu sjálfsagt allir, enda.á það ekk- ert skylt við þ.jóðnýtingarstefnu sósíalista. Einnig fór ráðherrann að af- saka sig með því, að þessi yfir- lýsing hans um þjóðnýtirxgu í sambandi við störf skipulags- nefndar, væri hans persónulega skoðun, sem nefndin væri ekk- ert bundin við! En þessi sami ráðherra var reyndar áður búiun að lýsa yfir því, að hann hefði gengið fram hjá Sjálfstæðisflokknum og skip að nefndina einlita, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri andvígur þjóðnýtingarstefnu só- síalista! Með því að velja menn í nefndina með þetta fyrir aug- um, hefir því ráðherrann þegar rnarkað stefnu nefndarinnar. Tímasósíalistar smeykir. Hinu datt forsætisráðh. ekki í hug að mótmæla, að ráðherra í hans ráöuneyti hafði lýst þessu yfir í áheyrn allra þingmanna. Hjer á auðsjáanlega að leika hinn sama skrípaleik, sem rauðu flokkaxmir hafa oft leikið áður. Framsóknai'flokkurinn á í orð.i kveðnu að vera andvígur þ.jóðnýtingu, a.f ótta við bænd- ur, en sósíaíistum er smám sam- an ætlað að þoka þjóðnýting- unni áfram, með bakstuðingi hinna grímuklæddu í Tíma- flokknum. Að öðru leyti kom fátt nýtt fram við umr. í gær. Þó er rjett að geta þess, að Haraldur Guðmundsson dró nú allmjög úr fyrra loforði sínu, að taka Sjálfstæðismenn í nefndina, ef flokkurinn óskaði þess. Hann sagði nú, að ef Sjálf- st.fl. óskaði að koma mönnum í nefndina, myndi hann (H. G.) tala um það við nefndina, en ekki bæri að skoða þetta sem neitt loforð frá hans hálfu. — Hjer virðist því Haraldur einn- ig hafa sagt full-mikið áður. Heilsufræðissýning í London. Vítamín pillur. .— Menu .,heyra með tönnunum“. Blý- flugnastunga tf?igtarmeðal. Londoxx, 15. okt. FH. í Londoö var opnuð heilsufræð- issýnýig' í dag. Þar má sjá meðal annara nýunga, C-vítamín-pillur, en það er fjörefni það sem mest er af í appelsínum og sítrónum. Nú þurfa heimskautafarar og leið- angrar ekki að líða skort á þessu vítamíni, þótt þeir ekki geti tekið með sjer birgðir af þessum ávaxta tegundum. Þá er einnig á sýningunni nýtt tæki fyrir beyrnarlaust fólk- Er það rafmagnspúði, sem lagður er á tennurnar, og stendur í sam- bancli við hljóðnema. Hljóðið berst um .tennurnar út í höfuðbeinin og' til eyrnanna, og er sagt, að fólk sem hefir verið heyrnarlaust, og hefði meirihluta kjósenda að baki sjer, við val á mönnum í aefndina. Eínmitt þessu veigamikla at- riði svaraði Haraldur Guð- nundsson atvinnumálaráðherra njög greinilega í gær. Ráðherrann gaf skýringu á ?ví, hversvegna hann hefði jengið fram hjá Sjálfstæðis- rlokknum við skipan nefndar- mnnar. ' Þegar komið var að fundar- hljei í gær og fyrir lá þessi 1 djarfa og skýlausa yfiidýsing atvinnumálaráðherra, kvaddi Hermánn Jónasson forsætisráð- I herra sjer hljóðs, efcir að Jónas j frá Hiúflu hafði hvíslað ein- 1 hverju í eyrað á honurti. Og erindi Hermanns var það, að mótmæla þeim ummælum Jóhanns Jósefssonar að nefndin I ætti að vinna að þjóðnýtingu! mállaust frá barnæsku, geti beyrt með þessu tæki, og lært að tala. Þá er þar einnig uppgötvun, sem styður trú, eða hjátrú gamla fólksins, að besta lækningin við gigt, vseri býflugnastunga. En það er smyrsl, er Þjóðverjar hafa búið tii, úr bíflugnaeitri, og á að vera gott við g'igt. um Hlutaruppbðt siómanna á síldveiðum. Loksins kom að því, að stjórn- in reynir að sýna lit á að efna það loforð, sem hún gaf sjó- mönnum á síldveiðum í sumai*. Reyndar ætlar stjórnin ekki að efna loforðið til fulls (sem var 2 kr. á saltsíldartunnu), því samkv. frv. því, sem sjútvn. Nd. ber fram f. h. stjórnarinnar, á að verja ,,mismun“ þeim á út- flutningsgjaldi af síld, veiddri 1934, sem greiddur er samkv. 1. 60, 1921, og venjulegu út- flutningsgjaldi eins og það er á öðrum fiski, til hlutarupp- bótar sjómönnum. Framsögum. sjútvn. skýrði frá því, að upphæð sú, sem til þessa þyrfti að verja myndi nema um 120 þús. kr._ Sig. Kristjánsson lýsti yfir því f. h. Sjálfstæðismanna í sjútvn., að þeir myndu síst hafa á mótí því, að sjómenn fengju þessa uppbót, fyrst stjórnin teldi sig hafa ráð á þessu fje. Hinsvegar væru Sjálfstæðismenn mótfalln- ir því, að fje þessu yrði úthlut- að eins og frv. gerði ráð fyrir, en samkv. því ættu þeir að fá hæsta uppbótina, sem mest hefðu borið úr býtum, eða þver- öfugt við það sem rjett væiú og sanngjarnt. Myndu fulltrúar Sjálfstæðismanna í sjútvn. flytja brtt. þessu viðvíkjandi við 2. umr. — Finnur Jónsson taldi það hinsvegar vera ,,rán og órjettlæti“(!), ef þeir sjó- menn fengju hæsta uppbót, sem minst hefðu borið úr býtum. Námaverkfall. Námamenn hóta að drepa sij? í námunum, ef ekki er gengið að kröfum þeirra. London. 14. okt. Fl'. t Suður-Ungverjalandi hafa 1000 námumenn gert verkfall, og hafa samningaumleitanir, sem hafa farið fram undanfarna daga, engan árangur borið. Nx'i liafa námumennirnir farið ofan í nám- una, og hótað því, að stöðva vatns- og loftdælurnar og' drepa sig þar, ef vinnuveitendur verði ekki við kröfum þeirra- London, 15. okt. F1T- Námumennirnir í Pécs í Suður- Ungverjalandi, sem' bótuðu því. að drepa sig niðri í námunni nema vinnuveitendur vrðu við kröfum þeirra, sitja fast við sinn kelp. Þeir hafa nú verið matarlausir í 100 klukkustundir, og í dag lok- uðu þeir fyrir loftdælurnar í nám- una. Er sagt, að þeir sjeu farnir að verða mjög máttfarnir, og' hefir verið komið upp með nokkra þeirra. Námumenn fara fram á fim>n •daga yinnu í viku, eri námueigend ur seg'jast ekki geta staðið við að láta v'nna nema 2 daga í viku. Námum í nágrenninu héfir verið lokað, og eru nú um 3500 námumenn frá verki. Viðskiftamálaráðherra er lagð- ur af stað til Pécs frá Budapest, til þess að reyna að miðla málum. Námumenn segjast ekki ganga að öðru en skriflegtim samningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.