Morgunblaðið - 19.10.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykíavlk. Rltstjórar: Jón KJartansaon, Valtýr Stefángson. Ritstjðrn og afgreitSsla: Austurstrsetl 8. — Simt 1*00. Auglýsfngastjðrl: E. Hafberg. Augiýslngaskr Ifatofa: Austurstneti 17. — Slmi 8700. Helmaslmart Jón KJartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni 6la nr. 3046. E. Hafberg nr. 3770. Áakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutil. Utanlands kr. 2.60 á mánctil í lausasðlu 10 aura elntakltS. 20 aura meB Lesbók. Póstsam^lngar Norðarlanda íkja. Þess hefir áður verið getið hjer í blaðinu, að póstmála- stjórnir Norðurlandaríkjanna hafi haldið fund í Ósló í fyrra mánuði, til þess að ræ§a um innbyrðis póstsamning milli ríkj anna. Fyrir íslands hönd mætti á fundi þessum Sig. ðriem póst- málastjóri. Á þessum fundi var samþykt- ur póstsamningur milli allra Norðurlandaríkjanna, íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar og öðlast hann gildi frá næstu áramótum. Samkvæmt þessum samningi verður hið innlenda burðar- gjald brjefa látið gilda til allra ríkjanna, hvaða Ieið sem brjefin fara. Einnig lækka verulega ,transit‘-gjöld undir póstböggla i löndum Skandinavíu og böggl- ar mega vera þyngri en áður. Margt fleira er í samningi þess- um, sem ekki eru tök á að ræða hjer. En ef póstsamningur þessi milli Norðurlandaríkjanna gæti orðið upphaf meiri samvinnu milli þessara þjóða en verið hefir, þá er vel farið. Síldveiði Breta bregst alveg. Yarmouth, 18. okt. FB- Síldarútgerðin á við mikla örð- ugleika að st.ríða, vegna þess að örðugleikarnir hafa að undanförnu verið afarmiklir að koma fram- leiðslunni í peninga. S- 1. laugar- dag var síldin seld hjer á 1 shill- ings málið til áburðar. Hefir slíkt ekki komið fyrir hjer áður á und- anförnum 35 árum. — Einn af síldarútvegsmönnum Ijet svo um mælt, að þetta væri versta árið sem komið hefði, að því er síld- arútgerðina snertir. ,,Viðskiftavin- ir okkar í Rússlandi og Þýska- landi hafa dregið að sjer hönd- ina með síldarkaup, en til þessara þjóða fór helmingur síldarfram- leiðslunnar á Bretlandi. Síldar- notkunin í Bretlandi hefir einnig minkað. Fiskafli Breta. London, 17- okt. FÚ. Fiskafli Breta var minni í sept- embermánuði síðastliðnum, en í september í fyrra, og var misrnun- urinn 136.000 vættir. Þá hefir síldaraflinn á yfirstandandi ver- tíð í Englandi verið með lang- versta móti, og þegar tillit er tekið til verðlag's á síld, er þessi vertíð sú versta sem sögur fara af. Skipin bíða stórkostlegt tap í hverri ferð. Umhyggja rauðliða fyrir þeim bágstöddu. Hagsmunir sjómanna. * Hagsmunir Finns Jóns- sonar. í gær gerðust eftirtektarverð tíðindi í neðri' deild Alþingis, og þess verð, að öllum almenn- ingi verði þau kunn. í sjávarútvegsn. neðri deildar höfðu Sjálfstæðismenn og rauð- liðar orðið sammála um að leggja til, að endurgreiddum síldartolli er nema mun um 120 þús. kr., skyldi skift niður milli sjómanna þeirra, „er veiddu síld á innlendum skipum til verkunar og útflutnings á síð- astliðnu sumri,“ eins og segir í frv. því, er nefndin bar fram. En nú vaknaði ákaflega und- arlegur ágreiningur um það hvernig skifta skyldi milli sjó- mannanna, og er framkoma rauðlíða í því máli fullkomið hneykslunarefni. Sjálfstæðismenn töldu nefni- lega sjálfsagt, að skiftin færu þannig fram, að þeir, sem rýr- astan hlut báru frá borði í sum- ar, og nú elga að mæta vetr- inum með tvær hendur tómar, fengju meiri styrk en hinir, sem betri höfðu afkomuna. — Þessu snerust rauðliðar gegn í einni saitnfylkingu, að undanteknum Bjarna skólastjóra á Laugar- vatni. Kröfðust rauðliðar að þeir fengju mest úr ríkissjóði, sem mest höfðu haft upp úr sumr- inu. Mönnum finst þetta ef til vill ótrúlegt, og það er það. En satt er það samt, og það er rjett, að það sje sagt strax og afdrátt- arlaust, að ástæðan til þessarar harðvítugu árásar á þá bág- stöddustu, er engin önnur en sú, að það hentar betur hags- munum Finns Jónssonar og Sámvinnufjelagi Isfirðinga að beita slíkum fáheyrðum rang- indum, af því að bátar fjelags- ins fiskuðu vel. Sósíalistar, sem altaf eru að tönnlast á jafnri skiftingu arðs- ins, hittu í þessu máli á Sjálf- stæðisflokkinn reiðubúinn, af því að hjer var óhætt að hafa skiftin sem jöfnust, án þess að það hefði áhrif á framtakið. En í stað þess að fylgja þessum boðorðum, sem þeir eru altaf að leitast við að kenna öðrum, snúa þeir svo gersamlega við blaðinu, að þeir krefjast að rík- ið greiði mörg hundruð krónur þeim hásetum sem báru úr být- um í sumar 6—700 kr., en hin- um, sem ekk? höfðu meiri af- rakstur en 1—200 kr., á ríkis- sjóður svo að segja ekkert að greiða. Almenningur krefst þess, að hræsnararnir svari fyrir sig. Þeir sem , Finnur og rauðliðar ætla að svelta í vetur, heimta svör. ' Þéir lifá 'ékki á því, þótt Samvinnufjel. ísfirðinga kræki enn á ný í nokkra tugi þúsunda úr ríkissjóði. Jarðarför Alexanders Mikil London 18. okt. FÚ. Jarðarför Alexanders Júgó- slafíu konungs fór fram í dag. Fyrir miðnætti í gærkvöldi byrjaði fólk að safnast saman á götum þeim, er líkfylgdin skyldi fara um, og fyrir kl. 7 í morgun var orðin óslitin röð af fólki, beggja megin á tveggja km. löngu svæði, og stóðu verð- ir í röðum báðum megin vio göturnar. Ýmsar ráðstafanir höfðu verið ið gerðar, til þess að koma í veg fyrir, að viðlíka atburðir gætu átt sjer stað, eins og skoð höfðu í Marseille. Þar.sem. göt- ur voru þröngar, var svo hagað, til, að börn voru látin vera öðr- um megin götunnar, en fullorðð fójk hinum megin. Snemma í morgun var farið með lík konungs í dómkirkj- una. Jarðarförin hófst á því, að sungin var sálumessa, sam- kvæmt helgisiðum hinnar grísk kaþólsku kirkju. Úr kirkjunni bar lífvörður konungs kistuna út á fallbyssuvagn, .og þaðan var ekið gegnum stræti borgar- konungs. og hátiðleg viðhöfn. innar til járnbrautarstöðvarinn- ar. Rjett á eftir líkvagninum kom Pétur konungur og móðir hans, og síðan Páll prins og aðrir meðlimir fjölskyldunnar, og að lokum fjöldi konungbor- inna manna úr öðrum löndum, svo að þeir hafa ekki í annan tíma sjest jafn margir í höfuð- borg Júgóslafíu. Þá komu full- trúar útlendra stjórna og ýms- ir háttsettir embættismenjn úr bernum. Sagt er, að á meðan líkfylgd- in fór gegnum göturnar hafi þögnin hvað eftir1 annað verið rofin af gráti kvenna og öðrum harmalátum, og kvað svo mikið að því, að jafnvel karlmenn fengu ekki tára bundist. Fyrir utan stöðina nam lík- vagninn staðar meðan ha"- sveitirnar, sem barist höfðu með konungi sínum í þremur styrj- öldum, vottuðu honum síðustu kveðju. Þegar til Topala kom báru bændur líkkistuna inn 1 hina konunglegu grafhvelfingu, þar sem henni er ætlað áð vera. „E>jóðrækni“ Tímaritstjórans. Hann vill brjóta gerða milli- ríkjasamninga og kallar það „sjálfstæðis- og þjóðræknis- mál“(!) Gísli Guðmundsson ber fram frv. um strandferðir, samhljóða frv. því, er flutt var á auka- þinginu síðasta. Samkv. frv. bessu á ríkis- stjórnin frá 1. júní 1935 að hafa einkarjett ti' þess að flytja farþega milli hafna á íslandi. En ,,á meðan“ ríkið hefir ekki nægan skipastól til að annast þessa flutninga, má stjórnin leyfa öðrum skipum að flytja farþega milli hafna, gegn 20% af fargjöldum. Þó skulu undan- skilin þessum skatti þau skip og bátar, sem fá styrk úr ríkis- sjóði til þess að annast sam- göngur á sjó með ströndum fram. Thor Thors skýrði við umr. málsins frá því, að á þinginu í fyrra hefði formaður utanrík- ismálanefndar, Bjarni Ásgeirs- son upplýst þingheim um það, að frv. þetta, ef að lögum yrði, væri skýlaust brot á milliríkja- samningum. ísland hefði gert samninga við Noreg, Danmörk, Svíþjóð, England og Þýskaland, þar sem þessum þjóðum væri trygð gagnkvæm rjettindi til strandsiglinga. Þessir milliríkja- samningar væru enn í gildi og væri því eins ástatt nú og í fyrra, að ókleyft væri að sam- þykkja þetta frv. Bjarni Ásgeirsson staðfesti enn ummælin frá í fyrra og kvaðst hafa rannsakað þettta sjerstaklega. Vegna þess að frv. þetta var felt frá 2. umr. í fyrra og Sjálf- stæðismenn snerust þannig við þessu máli þá, sem og sjálfsagt var eftir þeim upplýsingum, er formaður utanríkisnefndar gaf, gat Gísli Tímaritstjóri ekki stilt sig um að senda Sjálfstæðis- rnönnum hnútur í grg. frv. — Talar hann þar um mál þetta sem ,,sjálfstæðis“- og „þjóð- ræknismál“ og vonar, að „þjóð- ræknin“ á Alþingi hafi aukist frá í fyrra. Þessari óþinglegu og ómak- legu aðdróttun í garð Sjálfstæfr- ismanna svaraði Pjetur Otte- sen í snjallri og skörulegri ræðu. Benti hann á, að eins og gengið hefði verið frá þessa frv. í fyrra, hefði það engaa tilverurjett átt. Þar hefði átt að skattleggja gífurlega fólk- flutninga með skipum og bát- um, sem ekki nytu ríkisstyrks. Þar hefði átt að kippa fótura undan Eimskipafjelaginu, með því smám saman að draga allan farþegaflutning með ströndum fram undir ríkið — og einoka þannig flutningana. En það sera þó hefði riðið baggamuninn hjá Sjálfstæðismönnum í fyrra, hefði verið sú yfirlýsing form. utanríkisnefndar (B. Ásg.), að frv. væri brot á millíríkjasamn- ingum. Það hefði því verið skylda allra þeirra þingmanna, er til ábyrgðar fundu, að fella frv. og bjarga þannig heiðri Al- þingis og þjóðarinnar. Væri það því fullkominn skrípaleikur og ósæmilegt með öllu, að vera enn á ný að flytja þetta frv., þar sem allir hinir sömu milliríkjasamningar, sem gilt hefðu í fyrra, væru enn í gildi. Mildar umr. urðu um málið og ekki lokið í gær. Þjóðarsorg var haldin í allri Júgóslafíu í dag. Skólum, leik- húsum og kvikmyndahúsum var lokað. Minningarguðsþjónustur voru haldnar í mörgum höfuð- borguum Evrópu. Tyrkland, Búlgaría, Tjekkóslóvakía og Rúmenía höfðu öll lýst yfir þjóðarsorg. Göhring kom til Belgrad síð- degis í gær, sem fulltrúi þýska fíkishersins, við jarðarför Alex- anders konungs. Á flugvellinum tóku á móti honum jugóslavneski verslunarmálaráðherrann og for- ingi flughersins. Síðar lagði hann tvo sveiga á líkhörur konungs. Til Strandarkirkju. Frá N. N. (gamalt, áheit) 10 kr., Muninn 3 ’kr., ónefndum 10 kr., H. F. 1 kr., gamalli Kjalarneskonu 10 kr., N. N. afh. af síra Bj. J. 5 kr.. ónefndum (ganialt áheit) 2 kr., konu 10 kr.. E. 6 kr.. N. N. 2 kr. L. L. Stykkishólmi 5 kr., N. N. (gamalt áheit) 5,kr. ItirkiudBilan i Hjskalandi London, 17- okt. FÚ. Miiller ríkisbiskup vjek að deil- unni innan kirkjunnar í Þýska- landi í ræðu er hann hjelt, um evangelisku kirkjuna í þrið.ja ríkinu. . Hann rjeðist á þá, er ráðist hafa stefnu hans í kirkju- málum og bar á móti því, að Na- tional Socialistar væri að g'era tilraun til að byggja upp kirkju „þar sem ekkert pláss væri fyrir almáttugan guð, en einungis rík- ið og' Adolf Hitler“. Hann sagði. að ef það ósamkomulag, sem orðið 1 hefir innan kirkjunnar, ætti að jhalda áfram, og útlendar. þjóðir i að nota sjer það til þess að æsa j fólk gegn Þýskalandi og þýsku: „ j stjórninni, þá gæti svo farið, að!(i ; ríkið kippti h.endinni til baka, og ( jljet óvini kirkjunnar sigla sinn,¥ eigin sjó, og taka afleiðingunnm. ■ | En hverjar þær afleiðingar yrðw Ijet hann ósagt. ■*"rr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.