Morgunblaðið - 19.10.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1934, Blaðsíða 4
4 IfORGUNBLAÐIÐ Enn um kaupin á Gooseignunum. Einn jaf bankasfjórum Handehbankans lýsir Þormóð Eyjólfsson ósannindamann. i. Þormóður Eyjólfsson frá Undir- felli hefir verið að reyna að læða því inn í meðvitund manna, bæði hjer í Siglufir'ði og suður í Reykja vík, að jeg væri með í kaupum á hinum svokölluðu Goos-eignum. Til iþess notar liann ýmsar að- ferðir, uphrópanir eins og „Hvers vegna er Schiöth reiður“. „Var hann með í kaupunum“ o. s. frv. Jeg tel nú alls enga goð- gá, þótt jeg hefði tekið þátt í í kaupum þessum. Mundi jeg, eins og núverandi kaupendur hik- laust hafa látið bæinn sitja fyrir þeim parti af eignunum, sem hann nauðsynlega þarf að eignast. En sannleikurinn er sá, að mjer hefir aldrei verið gefinn kostur á að gerast' meðkaupandi og læt jeg mjer nægja, að skýrskota til yfir- lýsingar Sig- Kristjánssonar, í 31. tbl. Siglfirðings, en hún er á þessa leið: „Jeg skal taka ])að fram, að enginn annar en við Snorri Stef- ánsson, á nokkurn þátt í þessum. kaupum, . . . og höfum aldrei gef- ið neinum kost á að taka þátt í þessum kaupum með okkur“. Sætti mig svo vel við að skjóta því til almennings hverjum hann vill heldur trúa, Sig. Kristjáns- syni eða Þormóði Eyjólfssyni. í grein þeirri, sem Þorm. Eyj- ólfsson ritar í 232. tbl. Reykja- víkurútgáfu Tímans, segir hann, að jeg hafi „brennandý áhuga fyrir að vjefengja eða rýra for- kaupsrjett hæjarins“. Jeg hefi vjefengt, að bærinn hefði forkaupsrjett á eftirfarandi eignum og það s'tendur nvl fast, að jeg hefi haft á rjettu að standa: 1. Westesens íbúðarhús við Hvanneyrarbraut 3. 2. Goos-Ióðunum í Hvanneyrar- krók. 3. Steinhúsið við Gránugötu 21. 4. Hvíta húsið við Gránugötu 27. 5. Svokallaður Rauði brakki á- fastur við rauðu verksmiðjuna. Ilitt er frámunalega barnaleg ktaðhæfing, að jeg vilji rýra for- kaupsrjett bæjarins. Það stendur vitanlega ekki á mínu valdi. Sje um ágreining að ræða verða það dómstólarnir, sem skera úr. Þá vill Þ. E. gefa í skyn, að ■ósamræmi sje í atkvæðagíeiðslu okkar sjálfstæðismanna, þar sem við greiðum því atkvæði, að bær- inn bjóði alt að 125 þús. í eign- irnar, en sitjum hjá, þegar greitt er atkvæði um það, hvort bærinn skuli kaupa fyrir 180 pús. krónur. Munurinn er aðeins(!) 55 þús. krónur og 5 þús.. betur, sem Sn. Stef. á kröfu á ef eignaskifti verða. En 60 þús. krónur eru kannske smámunir í augum kon- súlsins. Þegar Þ. E. ritar um mál þetta suður í Reykjavík, notar hann fyrirsögnina „Sigluf jarðar- huevkslið“. Norður á Siglufirði notar hann ofur meinlausa fyrir- sögn að sömu greininni í blaðinu „Emherji . („Enn um kaupin á Goos-eignunum‘ ‘). Þetta er bersýnilega gert til þess að fá Reykvíkinga til að halda, að fulltrúar sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Siglufjarð- ar hafi gert sig seka í einhverju hneykslanlegu í sambandr við mál þetta. Siglfirðingar, sem fylgst hafa með í máli þessu vi'ta samt j betur. Það mun nú flestum ljóst, að aðeins einn maður hefir kom- ið hneykslanlega fram í máli jþessu, en það er Þ. Eyjólfsson sjálfur. II. Skoðanir Þ. Eyjólfssonar á því, . hve arðvænlegt það kynni að jverða, að festa kaup á Goos-eign- unum birtast í þrem þáttum og fara þeir hjer á eftir: 1- þáttur gerist þegar ríkisstjórn- inni voru boðnar Goos-eignirn- ar í vetur, eins og 24. tbl. Ein- herja tekur rjettilega fram. Því var hafnað að kaupa eign- irnar. Þá hjelt Þ. Eyjólfsson því fram, að vjelarnar væru gamlar, úr sjer gengnar og „ó- móderne“, mundi rekstur þeirra aldrei hafa annað eri tap í |ör með sjer. 2- þáttur gerist á lokuðum fundi í bæjarstjórninni 11. júní. — Þá er svo komið sögunni, að Þ. E. álítur sjálfsagt að bærinn kaupi, „þar sem það megi heita fullvíst, að eignirnar fáist keyptar fvrir 100—130 þús.“ (Eins og síða r mun sannað, voru hjer helber ósannindi á ferð- inni). Var frummælandi Þ. E. þeirrar skoðunar, að ekki kæmi til mála, að bærinn ræki verk- smiðjurnar, á því mundi verða tap, hinsvegar ætti hann að græða á þeim með því að selja þær aftur. 3. þáttur gerist þegar Jóliann F. Guðmundsson kemur með til- lögu um að bærinn noti for- kaupsrjett sinn og „reki rauðu verksmiðjuna í sambandi við ríkisverksmiðjurnar“. ,— Til- lögu þessari greiddi Þ. E-, í- haldsmaðurinn sem var fyrir stjórnarskiftin 1027, atkvæði sitt. Hefir hann því í þessu máli farið þrisvar "í gegnum sjálfan sig' eins og vel fimur íþróttamaður, en það mun fá- um koma á óvart. III. Uppistaðan í árásargrein Þ. E. 4 fulltrúa og varafulltrúa Sjálf- stæðismanna í bæjarstjórninni er svo sem kunnugt er sú, að hann segist eftir samtali við Klerk bankastjóra hafa „gert sjer bestu vonir um“ og „haft fylstu ástæðu til að; ætla“ að eignirnar fengj- ust keyptar fyrir 100 til 130 þús. krónur. Mikil 1 partur af grein þeirri, sem Þ. E. ritar í 24. tbl. Einherja gengur út á að sanna, að svo hafi verið. Þann 3- þ. m. sendi jeg eftir- farandi skeyti: Direktör Klerk, Handelsbanken Köbenhavn. Konsul Eyjólfsson hævder i en Avis hersteds at De muligvis vilde have solgt samtlige Goosejen- domme til Sigluf jordkommune Köbesum 100 til 130 Tusinde ifald andre ikke havde givet höjere Tilbud venligst telegrafer Svar desangaaende. Apoteker Schiöth Byraadsmedlem. Samhlj. símskeyti afhent til sendingar á símstöðinni Siglufirði 3. okt- 1934. A- Jónsd. (sign) símritari. (Á íslensku: Eyjólfsson konsúll heldur því fram í blaði einu hjer á staðnum að þjer munduð ef til vill hafa selt Siglufjarðarkaup- stað allar Gooseignirnar kaupverð 100 til 130 þúsund ef aðrir hefðu ekki gefið hærra tilboð vinsam- legast sendið símsvar viðvíkjandi þessu. Lyfsali Schiöth bæjarfulltrúi.) Daginn eftir fekk jeg svar við símskeyti mínu og er það á þessa leið: Apoteker Schiöth Siglufjörður. Omtelegraferede Forlydende savner ethvert Grundlag Klerk. (Á íslensku: Það er enginn fót- ur fyrir þeim kvitti er þjer símuð- uð mjer um). Hvernig lýst mönnum á? Þegar þennan fulltrúa vantar á- tillu til að geta ráðist á fulltrúa og varafulltrúa Sjálfstæðismanna finnur hann upp á því óyndisúr- ræði, að skrökva (svo ekki sje notað kröftugra orð) upp á er- lendan trúnaðarmann Handels- bankans, herra bankastjóra Klerk. Er ekki ástæða til, að þessi bæjarfulltrúi legg'i niður umboð sitt í bæjarstjórninni, ekki vegna sóma síns, heldur vegna sóma þjóðarinnar? Siglufirði í október 1934. A. Schiöth. Köttur bjargar barni. Fyrir nokkru sat fiskimaður í Randesund í Noregi fyrir utan hús sitt og var að fella net. Sonur hans, tveggja ára gamall, var þar hjá honum. Án þess að faðirinr. tæki eftir því, fór barnið niður á bryggju. , Alt í einu heyrir fiskimaður, aö köttur mjálmar mjög átakanleg'a og hátt niður á bryggju. Hljóðin voru svo skerandi og sár, að fiski- maður hljóp niður á bryggju ti! þess að' vita hvað um væri að vera. Yst á bryggjunni stóð kisa, starði ofan í sjóinn og mjálmaði, Sá nú bóndi hvers kyns var, að litli drengurinn hans lá þar í sjón- um, hafði dottið út af bryggjunni. Honum var nú b.jargað og varð honum ekkert. meint af. Á leiðinni heim kvartaði hann aðeins um bað að það hefði farið vatn upp í nefið á sjer. Enginn efi er talinn á því, að drengurinn hefði druknað þarna ef kisu hefði ekki notið við. t lónína í Hirkjubæ. Því nafni var hún alment nefnd, konan sem gerði garðinn frægan þar sem hún dvaldi lengst, í Kirkjubæ á Rangárvöllum, og það nafn mun lengi lifa í minnum manna, því slíkar ágætiskonur sem hún, sem nií er til grafar borin hjer í bænum í dag, eru fágætar- Jónína var fædd í Múla í Bisk- upstungum 16. maí 1868. Hún var af góðu og sterku bergi brotin. Báðar ættir liennar eru lands- kunnar, en hjer skal ekki út í þá sálma farið. Foreldrar hennar voru Égill Pálsson og Anna Jónsdóttir í Múla. Bræður hennar voru Geir sál. bóndi í Múla og Páll læknir í Vig á Sjálandi. Jónína giftist 8. júní 1888 Grími Thorarensen, syni Skúli læknis á Móeiðarhvoli Vigfússonar sýslu- rnanns á Hlíðarenda. Voru þau hjónin að 2. og 3. að frændsemi. Móðuramma Jónínu, Kristín, var systir Skúla læknis- Þau Grímur og' Jónína reistu bú á Bjólu í Holtum, en fluttu eft- ir 3 ár, árið 1891. að Kirkjubæ og bjuggu þar miklu rausnarbúi til ársins 1923. Þá fluttu þau að Sig- túnum við Ölfusá til Egils sonar síns, er þá hafði gerst, þar kaup- maður. Heimili þeirra hjóna, var jafn- an viðbrugðið að risnu og höfð- insskap. Börn þeirra eru: Ragnheiður, kona Jóns prófessors Sigurðs- sonar, Anna, kona Tryggva Kvar- ans, prests á Mælifelli, Skúli, versl unarmaður í Reykjavík, Egill kaupfjélag'sstjóri í Sigtúnum, Bogi, hreppstjóri í Kirlcjubæ og Sig- urður glímukonungur íslands. , Jónína var glæsileg kona að vallarsýn. 1 méðallagi há, bein- vaxin og vel limuð. Hún var kvenna vænst yfirlitum, ljóslituð og bláeygð. Ennið var hátt, hárið mikið og fagurgult- Hún var djarfleg og prúðmannleg í fram- komu- Það, sem einkum einkendi Jón- ínu í Kirkjubæ. og má hið sama segja um marga ættingja hennar, sem jeg þekki, er andleg og lík- amleg hreysti, söng'hneigð og með- fædd takttilfinning, djúpur skiln- ingur á tilfinningalífi annara manna, samfara fórnfýsi og þrá til þess að vera öðrum til geðs. Þenna fágæta kost hafði Jónína í svo ríkum mæli að þar veit jeg engan hafa komist lengra. Þess vegna hlýtur hún að verða öllum tilfinningamönnum minnis- stæð, er lienni kyntust- Jeg var barn að aldri, þegar jeg kyntist Jónínu, fór fyrst til hennar úr foreldrahúsum í barna- skóla o| var nokkrar vikur í Kirkjubæ. Kennarinn þótti mjer ofboð leiðinlegur, en húsmóðirin bætti svo úr því, að jeg saknaði ekki svo mikið sem móður minn- ar. Eftir það helt Jónína ávalt vináttu og trygð við mig og trygð hennar var traust. Jónína var skapkona að eðlis- fari, en svo stilt, að hún sást naumast bregða skapi. Hún var vel viti borin og hafði enda notið meiri méntunar en títt var þá um ungar stúlkur. Heimilisstörf henn- ar, sem ávalt voru umsvifamikil, leyfðu henni ekki að iðka lestur, sem hún þó var lineigð fyrir, enda var fórnfýsin öllum hneigð- um sterkari, ekki einasta við þá, sem henni stóðu næst, held- ur við alla sem liún náði til. Hún vildi vera öllum móðir. Hún var höfðingi í orðsins besta skiln- ingi. Það var tjón bæði fyrir Jóhínu og' aðra, að hún hafði ekki tíma til að iðka liljóðfæraslátt, því hún var söng'vin og söngelsk með afbrigðum, enda var það eina umkvörtun hennar, sem jeg minn- ist, að hún hafði ekki liaft tíma til að halda kunnáttu sinni við í orgelspili, því hún lærði ung að spila á orgel. Söngrödd Jónínu var með ágætum. Eina sögu sagði vinkona Jónínu mjer, sem sýnir ást hennar á söng og hljóðfæraslætti. Þær voru á- samt fleiri konum að tala um lífið eftir dauðann. Kvaðst þá ein konan óska sjer að vera þar sem gnægð væri af blómum. „En jeg þar sem góð „musik“ er“, sagði þá Jónína. Ef til er einstaklingsvitund eftir þetta líf, sem telja má lík- legra, og ef nokkurt rjettlæti er til, þá veit jeg engan hafa betur til þess unnið að A'era þar, sem hann óskar sjer hinu megin grafar* en Jónínu í Kirkjubæ. Hlýjustu kveðjur allra sem henni kyntust fylgja henni til grafar. Hénnar sakna allir og þó þeir mest, er þektu hana best- Enga konu hef jeg þekt meiri kostum biina- Gunnar Sigurðsson (frá Selalæk). Drykkfarvafn. Venjulega greina menn ekki á milli drykkjarvatns og annars vatns, sem notað er til matar. Drykkjarvatn sje bragðgott og laust við efni, sem hættuleg eru heilsunni. Það á að vera: 1. Tært, gegnsætt og litar- laust. 2. Lyktarlaust. 3. Laust við óbragð. 4. Kalt (4—11° á C.). 5. Dálítið basiskt eða neu- traltv 6. Innihalda mátulega mikið af kalki og magnium. Sje kalkið of mikið er vatnið kallað ,hart‘. Það er óhentugt til þvotta. 7. Laust við málma eins og kopar, blý og arsen. Járninni- haldið má ekki fara fram úr 0.10—0.15 mg. í líter. 8. Lífræn efni mega ekki fara fram úr 63 g. í líter. 9. Það, sem eftir verður við uppgufun má ekki fara fram úr 500 mg. í lítra. 10. Algerlega laust við sníkju dýr, svo sem protzoa, innýfla- orma og egg þeirra. 11. Snautt að sýklum. 12. Algerlega laust við barna- veigis-, kóleru- og taugaveikis- sýkla. 13. Vatnsmagn fyrir hvern einstakling sje 100—200 1. (Frá heilsufræðissýningunni). Aðalfundur Knattspyrnufjelags- ins Valur, verður haldinn í húsi K. F. U. M. á sunnudaginn kemur kl. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.