Morgunblaðið - 19.10.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ j Smá-auglýsMTgarj Grod Pension i Privathjem. j Dobbelt Værelse 8 Kr., enkelt ijVærelse 4 Kr. pr. Dögn. Betyde- Upphlutssilki, Knipplingar, lig Moderation i Tilfælde af Bróderaðir borðar, Fóður, Bönd længere Ophold. — Fuld Kost kan og alt til upphluta- Upphluts- i ogsaa erholdes, livis önskes. — skyrtur og Svuntuefni. Tilbúnar Fröken Oldsehwager, Biilowsvej 2, upphlutsskyrtur og Svuntwr. Versl. „Dyng'ja' Dömupeysur með löngum og stuttum ermum, Svefntreyjuf, Golftreyjur. Versl. „Dyngja". Silkibolir frá 2,50, Silkibuxur frá. 2,75, Silkiundirkjólar frá 3,75, Náttkjólar 8,75, Náttföt 8,50, Silkinærföt 8,50 settið. Versl- „Dynja“. Kvenbolir frá 1,75, Buxur frá 1,25, Silki- og ísgarnssokkar 1,75, Silkisokkar 3,50. Versl. „Dyngja“. Matrosakragar, Ma.trósahnútar, Skosk bindi, Ermamerki, Lissur k m^írósakraga, Bönd á matrósa- hnúta. Versl. „Dyngja“. Flúnel, hvít og mislit frá 0,75 mtr. Ljereft, hvít og misl. Ljerefts blúndur. Hör- og Bómullarblúnd • ur í miklu úrvali, ný munstur. Mislitar blúndur. Blúndur og Pívur í peysuermar. — Versl- , ,Dyngja“. Kjöbenhavn, V. Forstjórinn: Get jeg verið alveg' viss um, að þjer sjeuð ráðvand- ur maður. Umsækjandi: Þjer megið reiða yður á það. í 10 ár hefi jeg verið baðvörður, og allan þann tíma liefi jeg ekki tekið svo mikið sem eitt bað. Tapast hefir sjóferðabók. Skil- ist gegn fundarlaunum á Klapp- arstíg 27. Spirella. Munið eftir hinum við- urkendu Spirella lífstykkjum. Þau eru haldgóð og fara vel með líkamann, gjöra vöxtinn fagran. 1 Komið og skoðið sýnishorn á Bergstaðastræti 14 III. hæð. Sími 4151. Viðtalstími kl. 2—4. Guðrún TTelgadóttir. , B Ó K B A N D S-VINNUSTOFA mín er í Lækjargötu 6B (gengið j inn um Gleraugnasöluna). Anna ' Flygenring. i-----------------------------— Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta. Reglusamur maður, með versl- | unarprófi, óskar eftir afgreiðslu- starfa í búð ásamt skrifstofu- [ starfa, eftir samkomulagi, gegn fæði, frá 1. des. Tilboð merkt: „Samviskusamur“, séndist A. S. ! í. fyrir laugardag'skvöld. Káputölur, Kjólatölur, Kápu- spennur, Kjólaspennur, Clips og Nælur, hvergi betra úrval en í Versl. „Dyngja“. Kjólasilki, einlit og marglit, ódýr og falleg. Versl. „Dyngja“. UUarklæði, Silkiklæði, Silki- flauel, Peysufóður, Lastingur og alt til Peysufata. Vetrarsjöl, Kasimirsjöl. Versl. „Dyngja“. Vetrarvetlingarnir eru komnir. Versl. „Dyngja“. Saumastofa. Tökum að okkur allskonar kjólasaum á fullorðnaog unglinga- Saumum einnig drengja- föt. Sníðum. Magga og Gyða, Öldu götu 47 (efstu hæð). -— Konan mín vildi endilega að jeg keypti lokaðan vagn, en jeg vildi hafa vagninn opinn. — Og hvernig líkar þjer svo lokaði vagninn? Dívanar, dýnur og allskonar ítoppuð húsgögn. Vandað efni, ?ðnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús ^agnaverslun Reykjavíkur. kaupendur að Morgunblaðinu fá blaðið ókeypi§ til næstkomandi mánaðamóta. Baiheibergisðhðld. Sápuskálar, Svampskálar, Gler- hyllur, Handklæðastengur o. fl. nýkomið. Ludvig Slorr Laugaveg 15. SALTKJOT P A Ð S A L T A Ð fáum við eins og undan- farin haust, bæði frá Vopnafirði og Borgarfirði eystra. Munið að panta í tíma, því að birgðir eru takmarkaðar 8UT& aðeins (frá stöðinni) kostar fargjaldið til Hafnarfjarðar frá Steindörl Skólabæknr og skólaáhöld fe Békaverslnn Sigf. Efmnndssonnr og Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34. SYSTURNAR. 31. læknir kom, eins og engill af himnum sendur. — J"eg læt ættrækni mína hlaupa með mig í gönur, sagði hann og blaðraði síðan lengi um góðmensku sína; og jeg lofaði honum að vaða elginn, enda þótt jeg vissi mætavel, að hann vildi forðast hneykslið eingöngu sjálfs sín vegna, og var yfirleitt ákaflega fíkinn í það-, að komast í mægðir víð Ried barón. — Vitanlega má jeg hvergi koma nærri þessu, sagði hann. — Þið verðið að sverja mjer það, að mitt nafn verði ekki nefnt í þessu sambandi. . . . Við vorum reiðubúnar að sverja það, sem hann vildi. — Á morgun farið þið þá til Damnitzer stjettar- bróður míns og segið honum, að Lotta hafi hita á hverju kvöldi — ekki mikinn, vitanlega, en þó nokkrum strykum of háan. Damnitzer er sjálfur á þeirri skoðun, að ofurlítið slím í lungunum sje nóg ástæða til að losa konu við fóstur .... Dr. Damnitzer bjó síður en svo ríkmannlega, en taxtinn var sem því svaraði hærri. Hann var hjer um bil helmingur af öllu því, sem jeg hafði dregið saman. En hann heimtaði að fá berkla- veikisvottorð frá sjerfræðingi, en þegar hann sá skelfingarsvipinn á okkur, benti hann okkur á lækni, sem væri ágætur og hefði „feykilega næma heyrn“. — Hann er frægur fyrir það. Þið getið rólegar pantað rúm á spítalanum — og ef þið vfljið, undir gervinafni. Jeg vil stinga upp á Hel- ene Reiff. Hann tók vasabókina sína og skrifaði í hana: „Frú Helene Reiff — mánudag kl. 12“. — Á miðvikudag getið þjer komist aftur af spítalan- um. Svo væri rjett að halda kyrru fyrir fáeina daga .... « Við fórum strax til læknisins með „næmu heyrn- ina“. Jeg get ekki lýst viðbjóði mínum á öllum þessum skrípaleik. En við fengum vottorðið, og ,um kvöldið hafði Lotta raunverulega 38 stiga hita, sennilega af óþolinmæðinni, en því fylgdi þó sá kostur, að hr. Kleh stakk sjálfur upp á því, að hún skyldi ferðast nokkra daga og taka sjer sól- böð í Semmering. Án þess að tala okkur saman, fjellumst við tafarlaust á þessa uppástungu. Ef við yrðum, þó ekki væri nema svolítið, hepnar, myndi engin lifandi sál fá að vita, að við hefðum ekki komið til Semmering mánudaginn, heldur miðvikudaginn. Sunnudagskvöld, þegar hr. Kleh var háttaður, skrifaði Lotta langt brjef — en jeg ljet niður í kofortin okkar, og þegar jeg hafði lokið því, var hún ekki að skrifa; síðan setti hún tvö umslög utan um brjefið. — Ef jeg dey, sagði hún, — skuluð þið taka brjefið og senda það þangað sem það á að fara. í þessu augnabliki var hún fallegri en jeg hafði nokkru sihni sjeð hana áður. Andlit hennar var eins og uppljómað. Lengi eftir að hún var háttuð, hjelt jeg á brjefinu í hendinni. Jeg vissi, að í þessu brjefi hafði Lotta engu leynt, sem fram við hana hafði komið. Var það til Martins? Eða Irenu? En við komumst nú hTíorki til Semmering nje á spítalann. Morguninn eftir kom Ried barón, öllum á óvart, frá Gastein; hann hafði hætt heilsubótar- dvöl sinni þar fyr en hann hafði ætlað og af ein- tómri þrá, símaði hann til okkar frá járnbrautar- stöðinni. Lotta gat vitanlega ekki farið af stað, svona sama daginn og hann kom heim; jeg varð að læðast í símaskáp á götunni til að koma boð- um til læknisins og spítalans, og þegar jeg kom heim, stóð baróninn þar, Ijómandi af gleði og ung- Iengri og ástfangnari en nokkru sinni áður. Honum fanst líka Lotta líta illa út, en vildi samt ekki heyra það nefnt, að hún færi að ferðast, sjer til hressingar, fyr en brúðkaupið væri af staðið. — Við gefum fjandann í alt fólk og allan und- irbúning og giftum okkur eftir hálfan mánuð, og svo fer jeg með þig hvert sem þú vilt — ef við þá komumst yfir landamærin. Til Sviss, upp í fjöll, eða að einhverju vatni — þú harft ekki annað en segja til. Og það var ekki hægt að fá hann ofan af þessu~_ Enginn gat fundið upp neina gilda og jafnframt- meinlausa ástæðu. Baróninn fjekk loksins hr. Kleh til að samþykkja, að brúðkaupinu yrði flýtt----- til 1. október — og þar sem öll skjöl voru í lagi og baróninn var í miklu áliti hjá embættismönn- um, var varla gerandi ráð fyrir, að neinir agnúar- yrðu á því. Klukkutímum saman ráðguðumst við Lotta um hvað gera skyldi — en ekkert var hægt að gera. Baróninn vildi með engu móti afsala sjer Lottu heilan dag í einu, hjeðan af. Hann kom á morgn- ana, um miðjan daginn og á kvöldin, og næstum aldrei tómhentur, og það, hve taugaóstyrkur Lottu jókst dag frá degi, var í hans augum aðeins að kenna tilhugsuninni til brúðkaupsins, sem nú tók mjög að nálgast. Nú fór hann einnig að vekja áhuga hennar fyr- ir hinum sundurleitu fyrirtækjum sínum. Hann útskýrði fyrir henni stjórnmálaástandið, flokka- skiftinguna, sína afstöðu til hinna ýmsu flokka og framtíðaráætlanir .sínar. Hún hlustaði á hann. með eftirtekt, sem hún átti annars ekki vanda til, en að kvöldi hafði hún venjulega gleymt því, sem hann hafði sagt henni að morgni. — Þú hefir málaragáfu, sagði hann, — og þess vegna ertu sennilega næmust fyrir því, sem þú sjerð, og þú skalt líka sjá alt, og fræðast þannig um það. Á morgun skulum við skoða stærstu verk- smiðjuna mína. Verksmiðjan var í Steinfeld, hinum megin við Wiener haustadt, hjer um bil klukkutíma bílferð. Lotta sagði næstum ekki orð, og jeg, gat sjeð á- stæðuna til þess á andliti hennar, sem var græn- leitt; sennilega hafði hún velgju. Þefurinn af vonda bensíninu og vegurinn, sem var vanræktur, eins og annað á ófriðartímunum, og svo hitinn í tilbót, hlaut alt að vera henni óþolandi, eins og ástatt var fyrir henhi. Verksmiðjuhúsin voru talsvert dreifð, og milli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.