Morgunblaðið - 23.10.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ i j •,»á-auglý^8njjfflr| Nýtt hvalrengi og' hvalk.iöt, til •filu við Trygg'vagötu bak við j verslun 6. Zoega við hliðina' á Beykisvinnustofunni. Hver síð- | aatur að fá s.jer hval til vetrar-' ins. Sími 2447". Brúnt dömuveski hefir tapast. Ráðningarsfofa Reykjavíkurbæjar Lækfarforgi t (1, ioffi). Karlmannadeildin opin kl. 10—12 f. h.'og 1—2 e. h.| Símí Kvennadeildin opin kl. 2—5 e. h. j 4966. Finnandi vinsamlega hringja í síma 4844. heðinn að Nýtr kaupendur að Morgun- blaðinu fá hlaðið ókeypis til nœstu inánaðamóta. Allir vinnnveitendur í Reykjavík og úti um land, sem n vinnukrafti þurfa að halda, geta snúið sjer til Ráðningar- stofu Reykjavíkurbæjar, með beiðni um hverskonar vinnu- kraft, símleiðis, brjeflega. Komið sjálfir eða sendið, hvor • „ deildin sem opin er — Ertu að lesa sögu Napoleons? Er hann kominn til St. Helena ? — Æ-i, vertu ekki að seg'.ja mjer það fyrirfram hvernig fer fyrir honum. Divanar. dýnur og allskonar atoppuð húsgögn. Vandað efní, vðnduð vinna. Vatnsstíg 8. Hús gagnaverslun Reykjavíkur. Ráðningarstofan aðstoðar atvinnulausa bæjarbúa, karl- menn og konur, við útvegum atvinnu, um skemri eða lengri tíma. — Öll aðstoð Ráðningarstofunnar fer fram ókeypis. Ráðningarstofan kappkostar að útvega vinnuveitendum þann besta vinnukraft, sem völ er á, og vinnusala þ)á vinnu sem best er við hans hæfi. Þess er sjerstaklega óskað, að vinnuveitendur leiti til Ráðningarstofunnar, þegar þeir þurfa. Spirella. Munið eftir hinum við- urkendu Spirella lífstykkjum. Þau eru haldgóð og fara vel með Iíkamann, gjöra vöxtinn fagran. Koniið og skoðið sýnlshorn á Bergstaðastræti 14 III. hæð. Sími 4151. Viðtalstími kl. 2—4. Guðrún Helgadóttir. , Sknfsíofasfjórinn* llefír hók- haldarinn sagt þjer fyrir verkum drengur minn. Nýi skrifstofuþjónninn: Já, hánn hefir sagt mjer að vekja sig, þegar jeg heyrði til yðar á tröpp- unum. Ráðningarsiofa Reyhfavíkur. Nýtt dilkakiöt Kartöflur á 20 aura pr. kg, Hvít- kál, rauðkál, púrrur, gulrætur, rauðheður, gulrófur. Melónur. Vínber. • Marmelaði og allsk. niðursuðu- vörur. Jón & Geiri Vesturgötu 21. Sími 1853. Weck niðursuðuglös reynast best. --• Verðið lækkað. - ) k BANN. Við undirritaðir eigendnr jarðanna, FjóSakot, Fuglavík og Norð- urkot í Miðneshreppi, bönnum hjer með öllum að skjóta fugla, hverr- ar tegtindar sem er, á hvaða tíma sem er, frá þessum degi, í landareign; okkar- — Brot gegn banni þessu verður farið með sem lög standa tih Hólum 22. okt. 1934. Eiríkur Jónsson, Sigurður M, Bergmann, Guðmundur Gíslason IvOrfiinuni m rotligauo í húsum er veitt viðtaka í skrifstofu minni við Vegamótastíg 4, kl. 10—12 og 2—7 dagléga, frá 23.—31. þ. mán. — Sími 3210. Munið að kvarta á þessum tiltekna tíma, HEILBRIGÐISFULLTRÚINN. T SYSIURNAR. 32. hefði ekki viljað unna Lottu fáeinna daga til að jafna sig, enda þótt ekki færi hjá því, að hann hiefði sjeð, hversu taugaóstyrk hún var; hann huggaði sig við þetta spakmæli sitt, að „það lag- aðist alt eftir brúðkaupið“ .... Af eintómum sál- arkvíða, hjelt jeg áfram að láta dæluna ganga, án þess þó að gera mjer von um nokkurn árangur, en orð mín höfðu þó raunverulega þau áhrif, að bar- óninn sagðíst ætla að hugsa sig um; hann sagðist skyldi hringja til okkar að því loknu. Þegar jeg kom upp til Lottu, var hún önnum kafin að safna saman öllum gjöfum barónsins og skápum og skúffum og koma þeim fyrir. — Við verðum víst að taka stóra koffortið, sagði hún við mig. Hún hafði þegar tekið af sjer trúlof- ttnarhringinn með stóra smaragðinum. Hann lá þar innan um hitt og þetta dót: hanska, sjol og kniplinga. — Ertu orðin vitlaus, Lotta? Hvað gengur eigin- lega að þjer? Hún svaraði engu en hjelt áfram verki sínu. — Nú máttu ekki fara að snúast á síðasta augna- bliki, sagði jeg. — Hugsaðu um hann pabba þinn. Hugsaðu um framtíð þína. Baróninn lætur undan. Hann lofar þjer áreiðanlega að fara burt nokkra daga. Það kemst alt í lag. Hún hætti við verk sitt og leit á mig. — Já, en tm vil jeg ekki halda áfram lengra. Hún sópaði öllum gjöfunum ofan af borðinu með ákafa. — Jeg hefi andstygð á þessu öllu, sagði hún. Jeg gat ekki neinu svarað. Lotta hafði á rjettu að standa. Þetta var andstyggilegt í raun og veru. Hr. Kleh. varð hvorki eins hræddur eða gramur og jeg hafði búist við. Hann hafði líka síðustu vikurnar horft á Lottu með umhyggju og föður- kærleik, enda þó hann hefði ekki neitt grunað; hann hafði sjeð, að hún hafði svarta bauga kring 4im augun, og þetta, að hann hafði viljað fresta brúðkaupinu eins lengi og unt var, hefir sennilega einmitt verið til þess að gefa henni tækifæri til að sjá sig um hond. Að vísu hjelt hann alvarlega ræðu yfir dóttur sinni um þetta kæruleysislega glapræði, að gefa jáyrði sitt og baka með því öll- um hlutaðeigendum — fyrst og fremst baróninum — sorg. — En, sagði hann, — verra hefði þó verið, hefirðu ekki komist á þessa skoðun fyr en eftir heilt misseri. Og hann sýndi Lóttu viðkvæmni og blíðu, rjett eins og hann vildi bæta henni upp vonbrigðin. Þó var honum það Ijóst, að hún myndi aldrei hafa frið fyrir nærgöngulum spurningum ónærgætins fólks, og að best væri ef hún gæti komist burt um tíma úr borginni, sem hún hafði gefið svo mikið umræðuefni. Hann stakk því upp á því, að hún færi að heiman um tíma. Honum fanst það sjálf- sagt, að hún færi að heimsækja Irenu, því hún var hvort sem var ein síns liðs, meðan Alexander væri á vígvellinum. — Líklega er það besta lausnin á málinu, sagði jeg seint um kvöld eitt, eftir að hafa rætt málið við Lottu klukkutímunum saman. Því áreiðanlega voru til í Miinchen kvensjúkdómasjerfræðingar, sem væri á þeirri skoðun, að ofurlítið slím í lung- um væri nóg ástæða til fóstureyðingar og þektu lækna sem hefðu „næma heym“. Auk þess var miklu öruggara fyrir Lottu þar en í Wien þar sem svo margir þektu hana. Irena þekti fjölda lækna, og myndi hjálpa henni. — Og ef ekki vill betur, geturðu altaf ski’oppið heim til Wien, sagði jeg. — Þetta fer alt vel, sagði Lotta, — vertu alveg róleg. Irena hefir sagt mjer af vinkonu sinni, sem .... Við komum okkur saman um, að Lotta skyldi ekki minnast á þetta í brjefum sínum. En þegar alt væri vel afstaðið, skyldi hún í brjefi, koma fyrir á einhvern hátt orðunum „alt í lagi“. — Fyrirgefðu mjer alla sorgina og áhyggjurnar, sem jeg hefi bakað þjer, sagði Lotta þegar hún var sest upp í járnbrautarklefann og hr. Kleht kallaði til mín neðan af palllnum og sagði mjer að koma. Jeg kysti föla, dapurlega andlitið og bað hana að láta sjer batna fljótt og ekki hugsa um neitt annað. — Og svo þegar þú kemur heim, er þetta alt umliðið og ekki annað en ljótur draumur.. „Alt í lagi“. Þessi orð stóðu í brjefi, dagsettu 4. október- Brjefið var annars um tengdamóður Irenu, sem. hafði fengið slag. „En nú er alt í lagi“, skrifaði Lotta, og þau orð voru undirstrykuð og gátu auk þess ekki átt við frú Wagner, því af brjefinu mátti jafnframt sjá, að gamla frúin hafði lamast á mál- færi. . í fyrsta sinn í margar vikur, svaf jeg rólega. Hvað kærði jeg mig um reiðilestra Línu frænku eða orðaflauminn í brjefum hershöfðingjafrúarinn- ar frá Bozen eða illgjarnlegu glósurnar hjá Wint- erfeld, og hvað kærði jeg mig um það þótt Hellmut fyndi ástæðu til að gera mjer formlega heimsókn, aðeins til að vera ósvífinn. — Eiginlega finst mjer það óþarflega ómerkilegt af Lottu að blanda Martin inn í málið, sagði hann. Ef maður vill giftast föður friðils síns, verður mað- ur að minsta kosti að koma sjer saman um það við soninn. En kannske hefir það mistekist? Hefir Martin verið með einhverjar hótanir? Jeg svaraði þessu helst ekki, en spurði aðeins hvernig Martin hefði verið blandað í málið? Bar- óninn hafði þó tekið skýrt fram, að hann misvirti ekki við hann hinar byltingarkendu skoðanir hans. — Það gerir hann heldur ekki. Pabbi er kannske gamall bjáni að sumu leyti, en hann er óheimskur í aðra röndina, og hann hefir þó loksins — án minnar hjálpar — skilið hvaða hlutverk honum var ætlað. Það verður þó að reikna mjer og honum til sóma. Jeg var um þessar mundir alls ekki í slcapi til að tala um Martin, en samt hugsaði jeg altaf um framtíð Lottu í sambandi við hann. Orð Hellmuts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.