Morgunblaðið - 26.10.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.1934, Blaðsíða 5
•2 MORGUNBLAÐIÐ 5 Skýrsli iðirekenoa útaf matvælarannsóknum dr. lons Vestdal. sje bætt við 50 kg., sem standa á voginni rjettri. *œ) Að hverjum matsmanni sje fengin til notkunar þrjú vogarlóð, eitt 5 kg., eitt 1 feg. og 100 gr., til notkunar við vog á fiski til útfiutn- ings. d) Að yfirmatsmönnum sje heimilað að taka 2—4% yf- irvigt á hvern pakka af Ijett verkuðum fiski, sem út er fluttur. Alt eftir nánari regl- um, sem settar yrðu. .'Fiskiþingið. 15. október 1934. Ól. B. Bjömsson, form. Níels Ingvarsson, ritari. Þorst. Þorsteinsson. Barnaheimilið Sólheimar í Grímsnesi Eftirrit úr gjörðabók barnaverndarráðs. Árið 1934, sunnudaginn 14. okt. fór barnaverndarráðið að Sól- iieiimuTi, og vora í för með því landlæknir Vilmundnr Jónsson og- f ormaður barnaverndarnefndar ' Eeyk javíkur. Voru þegar athuguð herbergi og rúm barnanna og var umg'engni <511 prýðileg. Heilbrigð börn á heimílinu eru nú 11. Þau ern veg- in mánaðarlega af hjeraðslæknin- um og þunginn færður inn í bæk- ur. Hafa þau öll þyngst nokkuð. Mestur þyngdarauki 3 kg. á 3 mán. Börnin eru vel hraust. Pávitar eru hinir sömu, sem segir við skoðun stofnunarinnar ":27. júní s. 1.., nema við hefir bæst ein stúlka, 2- júlí, frá Kópaslteri. Ern fávitarnir því 7 eða 8, ef með er talinn 18 ára piltur, sem mun mega kenna talsvert mikið og koma, til nokkurs þroska. Um fá- vitana sjer sem fyr þýsk hjúkr- unarkona. Hefir hún áðnr um mörg ár hjúkrað fávitum í Þýslia- landi, og mun ágætlega fallin til þessa starfs. Per útlit fávitanna sífelt batnandi, enda er allur að- búnaður mjög góður í nýja hús- inu, sem þeim er ætlað sjerstak- lega. Hjúkrunarkonan lætur fá- vitana gera nokkrar æfingar, með góðum árangri. Þannig' er .t d. eitt barníð, sem áður lá rúmfast, farið að stíga á fæturna og situr á dag- inn í stól. Þá eru fávitarnir teknir að vefa lítilsháttar í höndunum, og sá baimaverndarráðið borða eftir þá og hjúkrunarkonuna. Heimilið hefir næga mjólk, þar sem 12 kýr eru í búi. og mikinn garðmat. Hefir jarðrækt og garð- rækt verið auk r. Stofnunin vinnur að dómi barna • verndarráðsins þarft og gott starf. Væri einknm æskilegt, að aðstand- endur fávita sendu þangað þá fá- vita, sem nokkur von er um, að 'koma megi til meiri þroska. Sigurbjörn Á. Gíslason, Ásmundur Guðmundsson, Arngrímur Kristjánsson. ‘ OBERAMMERGAU. Tekjurnar af passmsnýingunum í Oberammergau í sumar urðu 3 miljónir króna. Þar af fara 750.000 í kostnað. En fyrir afganginn á að byggja skóla. í sambandi við blaðaumtai það, sem risið hefir út af vöru- rannsóknum dr. Jóns Vestdal, og sem því miður hefir valdið miklum óróa og hræðslu meðal almennings um land alt, telur stjórn Fjelags íslenskra iðnrek- enda það skyldu sína, að láta þetta mál til sín taka, ef verða mætti, að menn áttuðu sig betur á málinu, og dæmdu ékki að svo vöxnu máli hina innlendu framleiðslu, er hjer ræðir um, svikna og jafnvel stór hættu- lega til neyslu og notkunar. Fjelag íslenskra iðnrekenda vill lýsa því yfir, að fjelagið mun jafnan átelja harðlega ef einhver eða einhverjir framleið- endur búa til og selja svikna vöru, og mun jafnan kappkosta með áhrifum sínum, að vinna að því, að auka alla vöruvönd- un, og er þess mjög fylgjandi að sett verði lagafyrirmæli um vöruvöndun og hafa strangt eft irlit með, að þessum lagafyrir- mælum sje fylgt, en hins vegar telur f jelagið sjer skylt að bera hönd fyrir höfuð framleiðenda sjeu þeir hart leiknir um skör fram, eins og því miður hefir átt sjer stað í ofannefndum hlaðagreinum. Það er vítavert ef nokkur framleiðandi selur litaða og blandaða ediksýru undir nafn- inu ,,vínedik“. Hins vegar mun ediksýra vera seld á heimsmark aðinum með ýmsum styrkleika (frá 98—32% eða minna) og fer verðið þá eftir styrkleikan- um. 80 % ediksýra er ekki alveg hættulaus fyrif. almenning, og sú ediksýra sem mest er notuð ög seld í sölubúðum bæði hjer og erlendis mun algengast hafa styrkleikann 32—40 %. Styrk- leikans mun oftast getið í verð- listum verksmiðjanna eða á flöskumiðunum og venjulega tekið fram í hv,aða hlutföllum hún skuli blandast með vatni til þess að vera nothæf til geymslu á matvælum. Það virðist því úti- lokað þótt ediksýra sje seld undir 80% styrkleika, þegar styrkleikans er getið og verðið fer eftir því, að kalla það fals- aða vöru. Hjerlendar verk- smiðjur munu þó selja 80% ediksýru þegar þess er óskað, en eðlilega verður verðið þeim mun hærra. Að fundist hafi sýnishorn af ediksýru með óhreininum í, verður að telja hreina undan- tekningu, enda segir það sig sjálft, að framleiðandi gerir slíkt ekki í gróða skyni, heldur er það þá af einhverri óhappa tilviljun. Slíkt getur einnig kom ið fyrir í hreinsaðri mjólk og öðrum vörum, en telst væntan- lega hvergi til vörufolsunar. Saft. Saft hefir nú verið fram- leidd hjer á landi í um 30 ár og allan þann tíma verið notuð sama aðferð við framleiðsluna. Þess er krafist af þeim er saft- ina nota: 1) að hún hafi nokkuð sterk- an lit, 2) að hún sje þykk, 3) að hún sje mjög sæt og 4) að hún sje ódýr. ^Það er öllum kunnugt sem nota hina íslensku saftfram- leiðslu að hún er ekki og hefir aldrei verið framleidd af berj- um, heldur að ki'aftur (essens) er notaður í stað berja, auk þess er notaður sykur, ávaxta- litur og vínsýra. Með því móti verður saftin ódýr en nothæf. Nöfnin á saftinni fara eftir því hverskonar krafttegund er not- uð. Þessi saft er seld fyrir um þriðjung til fjórðung verðs mið- að við berjasaft, sem soðin er úr ávöxtunum sjálfum. Vera má að rjettara hefði verið að láta þess getið á flöskumiðunum að um eftirlíking sje að ræða. En þessa hefir ekki verið talin þöiT ] hingað til, vegna þess að allir notendur vita, að hjer er ekki um berjasaft að ræða. Ávaxtamauk. Til framleiðsl- unnar eru notaðir bæði þurk- aðir og nýir ávextir (aldrei pressaðir ávextir). Það má deila um það, hvort maukið, sem búið er til á þenna hátt, sje eins gott og það sem ein- göngu er framleitt úr nýjum ávöxtum, en að kalla þetta vörufölsun virðist altof langt gengið. Það skal og tekið fram, að sterkjusíróp (glycose) er um það bil y-i dýrara en reyrsykur og' verður því ekki sagt að það sje af sparnaðarlöngun að sír- ópið er notað í stað sykurs, eða að slíkt geti talist til fölsunar. Ástæðan er eingöngu sú, að varan líkar betur á þenna hátt. Erlendar verksmiðjur nota alment lit í maukið til þess að gera það litfallegra, og verður því væntanlega heldur ekki sagt, að þetta teljist til fölsunar þar sem slíkt er leyft erlendis þar sem strangar reglur eru settar um vörutilbúninginn. — Okkur vitanlega eru aldrei not- aðir aðrir litir, en óskaðlegir lit- ir, á sama hátt og gert er ann- ars staðar, og ganga alstaðar undir nafninu ávaxtalitir, en nauðsynlegt er, að eftirlit sje með því, að aðrir litir sjeu ekki notaðir. Yfirleitt er það svo, með ís- lenska framleiðslu, að reynt er að fylgja þeim forskriftum sem notaðar eru á erlendum verk- smiðjum. Bökunardropar. Dr. Jón Vest dal er sagður halda því fram, að bökunardropar sem glycerin er í, sjeu hættulegir heilsu manna, vegna þess að við bök- un myndast akrolein úr dropun- um. Við höfum leitað álits hlut- lausra sjerfræðinga um þetta, og telja þeir, að vlð bökun sjeu yfírleitt ekki þau skilyrði fyrir hendi að akrolein geti myndast úr glycerininu. Við höfum í höndum sannan- ir fyrir því að erler dis er glyce- rin notað í tilsvarandi bökunar- dropa. Af þessum ástæðum er alger- lega fráleitt að hræða notendur með því, að tala um eitraða bökunardropa. Ástæðan til þess að glycerin er notað í drópana, er sú, að efnagerðirnar fá ekki að nota venjulegan vínanda, og verða því að nota glycerin sem einnig telst til alkohola og er alveg skaðlaus. Smjörlíki. Smjörlíkisfram- leiðsla innanlands mun hafa byrjað fyrir hjer um bil 15 árum síðan og eins og eðlilegt er hefir stórkostleg framför átt sjer stað í þessari grein eftir að verk- smiðjum fjölgaði og samkepni jókst. Nú mun svo komið að hin innlenda framleiðsla í þessari vörutegund, er fullkomlega eins góð og bestu framleiðslur er- lendar. Verksmiðjurnar hafa kostað hins mesta kapps um það, að gera smjörlíkið sem allra best og almenningsálitið hefir algeidega staðfest, að hjer er um framleiðslu að ræða sem nálgast hið fullkomna. Dr. Vestdal hefir í skýrslu sinni tekið fram, að hann meða annars byggi á ranrtsóknum er fram fóru 1930, en okkur er tjáð, að þær rannsóknir hafi verið gerðar á erlendu smjör- líki, og er næsta óheppilegt að nota þær rannsóknir í sambandi við smjörlíki, sem búið er ti' hjer. Það er rjett að lögboðið var að nota sesamolíu í smjörlíki, var það ekki gert til að bæta smjörlíkið, heldur til þess eins, að auðveldara væri að greina það frá smjöri við efnarann- sókn. Síðastliðið ár var þetta ákvæði felt úr lögum, en aftur á móti gert að skyldu að nota kartöflumjöl í staðinn í sama augnamiði. Það má vera að ein- hver verksmiðja hjer hafi ein- hverntíma ekki sett kartöflu- mjölið í smjörlíkið, en slíkt get- ur aldrei talist til fölsunar gagnvart neytendum sökum þess, að kartöflumjölið gerir smjörlíkið lakara og síst ódýr- ara. Það er heldur ekki fyrir- skipað, að blanda smjöri eða rjóma í smjörlíkið, slíkt hafa verksmiðjurnar aðeins gert til að bæta framleiðsluna, en það hefir oft komið fyrir að ekki hefir verið unt að kaupa smjör^ vegna þess að það hefir ekki verið til, og mun það þá vera ástæðan til þess, að fundist hafa sýnishorn með minna smjörinni- haldi en auglýsi var, en það er vitanlega mjög átöluvert ef að á umbúðunum um slíkt smjör- líki stendur, að það sje blandað smjöri. Benzoesýra er aldrei notuð í hinar innlendu smjörlíkistegund ir og getur því alls ekki verið um það að ræða, að hún hafi fundist í ísl. sýnishornunum, enda er sannanlegt að þar sem hún fanst, var um erlent smjör- líki að ræða. Hins má þó jafn- framt geta, að það er misskiln- ingur, að þetta efni' sje hættu- legt eitur, þar sem nýjustu lækn isrannsóknir hafa einmitt leitt í jós að það getur þvert á móti verið heilnæmt, enda hefir dr. Gunnlaugur Claessen í útvarps- erindi ráðið húsmæðrum til að nota benzoesúrt natron (I/IOOO af berjasafa) til þess að halda berjasafa óskemdum. Hjer er því í tvöföldum skilningi skotið yfir markið. Að endingu viljum við taka þetta fram: Það er naumast rjett af mönn um, sem vinna verk að undir- lagi ríkisstjórnarinnar, að slá fram þeim ásökunum í garð'ísJ. iðnrekenda, sem hafðar eru eft- ir dr. Vestdal hina síðustu daga. Það er illa farið og skaðlegt ef afleiðingin af þessu verður sú, að neitendur heimta erlenda framleiðslu og þor'a ekki ,að kaupa hinar ísl. vörur, og vjer væntum þess af dr. Vestdal, að hann láti í ljós einhverja leið- rjettingu á þeim ummæluro, sem sum blöðin hafa eítir hon- um í sambandi við rannsóknir hans. Fjelag íslenskra iðnrek- enda treystir því, að ísl. neyt- endur sýni fylstu sanngirni í dómum sínum um hina ísl. fram leiðslu yfirleitt, meðan ekki eru birt nöfn þeirra manna, er sann ir verða að sök um vörufölsim og láta ekki blaðaumtal verða til þess, að allir framleiðendur verði taldir sekir. Fjelagið telur það mikla þjióð arnauðsyn, eins og sakir stancþ.. að sem allra mest sje framleitt hjer í iandinu, bæði vegna þeirsr ar atvinnu er slík framleiðs)a veitir innanlands og eins vegna þess erlenda gjaldeyris, er sp?*r ast við það að hægt er aS kaupa vöruna innanlands. Að sjálfsögðu vítir fjelagið mjög ef sviknar vörur eru fr§pa leiddar og seldar í blóra v® þessa nauðsyn, en hins vegar blandast fjelaginu ekki hugwr um, að ákæran um vörufölsum í sambandi við rannsóknimar, 0r ekki á rökum bygð á þann hátt, að allir framleiðendur sjeu gerð ir grunsamlegir, og það er þesíá óbeini áburður sem f jelagið al- varlega mótmælir. Fjelag íslenskra Iðnrek- enda er ávalt reiðubúið til hess, að láta stjórnarvöldun- um í tje allar þær upplýsing- ar, er gætu miðað til þess, að sett yrði örugg lögsiöi um vöruvöndun og væntir þess að því máli verðí sem fyrst hrundið í framkvæmd, svo að slíkar ásakanir, sera þær er hjer hafa verið gerð- ar að umtalsefni, komi ekki of’tar fyrir, heldur verði þá opinber rannsókn látin fram fara gegn þeim ákveðnu mönnum er lögin brjóta. Reykjavík, 25. október. 1934. Stjórn Fjelags ísl. framleiðenda. Sigurjón Pjetursson. ,H. J. Hólmjám. Helgi Bergs. Tómas Tómasson. Guðmundur Jónhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.