Morgunblaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 2
2 MORGXJN BLAÐIÐ m Útget.: H.t. Átvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritatjórn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áttglýsingastjðri: B. Hafberg. AUglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimaslmar: Jðn Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjaid: Innaniands kr. 2.00 á mánutii. Utanlands kr. 2.50 á mánuði f lausasölu 10 aura eintakiS. 20 aura meS Lesbök. Frjáls viðskifti heilbrigðust. Fyrir nokkrum dögum stóSu f.járlagaumræður yfir í danska þinginu. P. Munch utanríkisráð herra tók þátt í þeim. í frásögn danskra blaða af ræðu hans er sagt m. a.: Hann skýrði frá því, sem gert hefir verið til þess að efla sam- vinnu Norðurlandaþjóðanna, fundum utanríkisráðherranna, sem haldnir éiafa verið, og sem eiga m. a. að koma því til leið- ar, að nefndir starfi meðal frændþjóðanna, er efli samvinnu atvinnurekenda þjóða í milli í hverri grein. Með sameiginleg- um átökum allra Norðurianda- þjóðanna ættu þær betur, en hver fyrir sig að geta unnið gegn hafta.stefnunni. Á fundum í Genf, sagði ráð- herrann ennfremur, hefir mjer virst, að þeir menn, sem hafa unnið að framgangi haftastefn- unnar, ali þá von í brjósti, að hægt verði áður en langt um líður, að víkja frá stefnu þess- ari, þessari einangrun þjóðanna, sem nú er stefnt að. í ár reyndu menn á Genf-fundum að koma í veg fyrir, að lengra yrði farið á þessari braut. Allir voru þeir sammála um, að eðlilegasta og héilbrigðasta fjármálastefnan væri sú, er leyfði frjáls viðskifti, enda þótt menn verði oft að beina við- skiftum þjóðanna inn á vissar brautir. í Genf eru menn þó á einu máli um það, að úr því, sem komið er, vérður að hverfa frá haftastefnunni smátt og smátt. Og Danir eru að vissu leyti bundnir við aðgerðir viðskifta- þjóða sinna, í þessum efnum. En hjer á íslandi þykjast núverandi valdhafar gera þjóð sinni gagn, með því að herða á höftum, og'ganga sem lengst út í þá óheilla braut, enda þótt hver maður sjái, að með því eru þeir beinlínis að bjóða aukn um viðskiftaörðugleikum heim í hlað. Slys af sprengju frá hemaSarárunum. Berlín 31. okt. FÚ. Bójjdi einn í Rúmeníu fann tundurskeyti úr heimsstyrjöld- i TjD rI • j* iniji á akri sínum, og flutti það heim. En þar sprakk það, og varð kónu hans og tveimur börn um að bana. — Þriðja barnið meiddist mjög hættulega. Afnrðasölnmðl bænda og rógsherferð Tímai Rógsherferðin. Það var ekkert smáræði sem stóð til í herbúðum Tímamanna á dögunum, í sambandi við fundahöldin í Árnessýslu. Það átti að útvega stjórninni þakk- læti og traust fyrir aðgerðir hennar í afurðasölumálinu. Og það átti að koma af stað skipu- lagðri rógsherferð gegn Morg- unblaðinu og ísafold í sveitum landsins. Nokkru fyrir fundina settust foringjar Tímaklíkunnar á rök- stóla hjer í bænum og tíndu saman sundurslitnar setningar úr greinum, er birst höfðu í Mbl. og ísaf. um afurðasölumál bænda. Þetta skyldu sendiboð- arnir hafa meðferðis til þess að lesa upp á fundunum eystra. Mennirnir með handjárnin urðu að gera eins og fyrir þá var lagt og þeir tóku að þylja upp á fundunum. Hugðust þess- ir ósjálfstæðu fáráðlingar með þessum lestri sanna, að Morg- unblaðið og fsafold hefðu fjand skapast gegn bændum í afurða- sölumálinu. • / Ritstjórn Mbl. og ísafoldar er ekki kunnugt hvað það var, sem sendiboðar Tímaklíkunnar lásu upp á fundunum eystra. En riG stjórnin getur verið mjög ánægð yfir þeim árangri, sem varð af rógsherferð þessari. Fundina sóttu 'talsvert yfir 400 manns, en aðeins tæpl. 100 fengust til að styðja rógberana. 1 sölum Aljpingis. greinum. Önnur nefnist „Kjöt- salan innanlands og bráða- birgðalögin nýju,“ er birtust í Mbl. 24. ágúst og ísafold 28. ágúst. Hin greinin nefnist „Kjöt salan og blekkirtgar Tímans“, sem birtist í Mbl. 1. sept. og ísafold 4. sept. Eru það nú vinsamleg tilmæli til bænda frá ritstj. Mbl. og ísa- foldar, að þeir lesi á ný þessar greinar og munu þeir þá komast að raun um, að forsætisráðherra rauðliða og Tímahyskið fara með hinn svívirðilegasta róg og Iygar, er þeir halda því fram, að í greinum þessum sje verið að fjandskapast gegn bændum. í báðum þessum greinum er verið að víta framferði Jóns Árnasonar. forstjóra Sa'mbahds- ins, sem hafði ráðist garsam- Iega ómaklega á tvö samvinnu- fjelög bænda hjer á Suðurlandi, Sláturfjelag Suðurlands og Kaupfjelag Borgfirðinga, í sam bandí við kjötsöluna innan- lands. I síðari greininni er meira að segja sönnuð vísvitandi ó- sannindí á J. Á. í sambandi við fyrrí skrif hans um þetta mál. Þetta er það, sem landbúnað- arráðherra rauðliða og aðrir rógberar Tímaklíkunnar kalla fjandskap gegn bændum! Það er að þeírra dómi fjandskapur gegn bændurn að taka málstað Sláturf jelags Suðurlands og Kaupfjelags Borgfirðinga, þeg- ar forstjóri Sambandsins ber óhróður og ósannindi á þessi samvinnufjelög bænda! anna. milli framleiðenda og neyt- enda. Vjer hcfum talið verðjöfn- unarskattinn ranglátan, þar sem ið leyfi til heimaslátrunar, enda. þótt hann eigi ekki nema tveggja tíma ferð á sláturstað. Hins vegar mun bændum í Norð ur-ísafjarðarsýslu hafa verið neitað um samskonar undan- þágu, þótt erfiðleikar þeirra sjeu margfaldir og þeirra við- skifti hafi jafnan verið bein við neytendur að undanförnu. Er hann kemur°þyngst nið fullyrt’ að bændur í N.-lsafjarð- uráþeim bændum, semrýr- iarsýs,u hafi beðið rtðrtÍón ast kjöt hafa, en hafa þó ve^na bessa heimskulega bann* mestan tilkostnað. i °« sama mun me^a se^a um fjölda bænda í öðrum sveituih. einræði rauðu Skal nú vikið nokkuð nánar að þessu hvoru tveggja. Þrátt fyrir ; flokkanna á Alþingi, hafa þeir : sjeð sig tilneydda að slaka nokk uð til á þessu ófrelsi. Þeir hafa því fallist á, að leyfa frjálsa sölu á reyktu kjöti. En méira bændur sjeu 'yfirleitt þeirrar frelsi ^eta þeir ekki hugsað sjer- skoðunar, að það sje ekki að- j Frjáls viðskifti. Að því er snertir fyrra atrið- ið, hin frjálsu viðskjfti, hyggj- vjer að fulíyrða megi, að um eins óheppilegt — heldur háska legt — að bönnuð skuli vera frjáls viðskifti milli framleið- enda og neytenda. Þetta viðskiftaófrelsi hefir á- reiðanlega þegar "bakað mörg- um bóndanum stórtjón. Það hef- ir einnig skapað misrjetti, því V erð jöf nunar- skatturinn. Því verður ekki neitað, að verðjöfnunarskatturinn kemur þyngst niður á þeim, er Reykja- víkurmarkaðinn nota. I því efni dugir ekki að berja höfðinu við steininn og segja, að neytendur kjötverðlagsnefnd hefir haft greiði skattinn. Skatturinn verð- heimild til að veita undanþágu ur að leggjast á kjötið og hækk- og notað hana mjög af handa- ar hann því verðið, en það hlýt- hófi, að því er fregnir herma. ur einnig að koma við framleið- Sem dæmi má nefna, að kunnur endur. bóndi á Aústurl. mun hafa feng Framli. á næstu siðu. Háttá þriöja hundrað kaupmenn og aðrir atvinnurekendur mótmæla einokunarfrum-. vörpum stjórnarinnar. Þegar kjötsölulögin yoru til 1. umr, í neðri deild á þriðju- daginn var, reyndi Tímaklíkan að halda áfram rógsherferðinni gegn Mbl. og ísafold. Var það Hermann Jónasson forsætisráð- herra rauðliða, sem átti upptök- in að rógsiðjunni í þingsölum og í kjölfar hans fylgdi Gísli Guðmundsson, sorpvilpan ijr dálkum Tímans. Hermann Jónasson gerði rit- stjórn Mbl. og ísafoldar þann greiða, að lesa upp á Alþingi það, sém hann hafði við að at- huga í skrifum þessara blaða í afurðasölumálinu. Þar sem gera má ráð fyrir að sami lestur hafi átt sjer stað á fundunum eystra, þykir rjett að skýra frá lestri Hermanns. Forsætisráðherrann las fyrst upp nokkra kafla úr greininni „Kjötsölulögin og airæði fjelag- anna“, sem birtist í Mbl. 23. ágúst og Isafold 11. sept. Elcki gat ráðherrann þess, að grein þessi er alls ekki ritstjórnar- grein, heldur er hún eftir sunn- lenskan bónda. Má bæta því við, að greinarhöf. hefir í'ram til þessa verið mjög ákveðinn flokksmaður ráðherrans. En það fór fyrir þessum bónda, eins og svo mörgum öðrum, að honum leyst ekki á blikuna þegar Fram sóknarflokkurinn skreið undir pilsfald sósíalista. Þá las ráðherrann upp nokkr- ar setningar, slitnar úr .aaiai hengi, úr tveimur m'teijArUgr-: Deilan um kjöt- sölulögin. Hitt er lesendum Mbl. og Isa- foldar vel kunnugt, að þessi blöð hafa ekki verið sammála þeim opinberu ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið í kjöt- sölumálinu og hafa blöðin því gagnrýnt þá ,,skipulagning“, [sem gerð hefir verið. Þessi gagnrýni hefir ekki ver- ið gerð af illvilja í garð bænda, þvert á móti. I þeirri gagnrýni hefir verið tekið fult tillit til beggja þeirra aðilja, er hjer eiga hlut að máli, sem sje fram- leiðenda og neytenda. Má eng- inn láta sjer detta í hug, að viðunandi lausn fáist nokkurn tíma á þessu máli, án þess að trygð sjefullkomin samvinna og eining þessara tveggja aðilja. Eða er nokkur svo grunn- hygginn til í bændahóp, að hann trúi því, að verið sje að vinna þeirra málstað gagn, þeg- ar ausið er rógi og svívirðingum yfir þá menn, sem neyta eiga kjötsins, eins og Tímahyskið hefir gert að undanförnu? — Skyldi þetta vera heppilegasta leiðin til þess að auka kjötmark aðinn innanlands? Gagnrýni Mbl. og Isafoldar hefir aðallega snúist um þetta tvent: 1) Vjer höfum talið óheppilegt og jafnvel skaðlegt, að bönn uðk skuli vera frjáls viðskifti Verslunarráð íslands hef- ir verið falið að bera fram við Alþingi mótmæli gegn einokunarfrumvörpum þeim, er núverandi ríkis- stjórn hefir lagt fyrir þingið Nokkur af mótmælaskjölum þessum voru send þinginu í gær. En von er á fleirum pæstu daga. Fjelög þau, sem mótmæli hafa sent.eru þessi: Fjelag ísl. stórkaupmanna. Fjelag vefnaðarvörukaup- manna í Reykjavík. Fjelag matvörukaupmanna í Reykjavík. F'jelag ísl. byggingarefna- kaupmanna í Reykjavík. Lyfsalafjelag íslands. Fjelag kolakaupmanna við Faxaflóa. Kaupmannaf jélag Haínar- fjarðar. En auk þess, sem flestir eða allir fjélagsmenn þessara fje- laga hafa sent þinginu mótmæli sín, hafa ýmsir kaupmenn og aðrir atvinnurekendur, sem ut- an við þessi fjelög standa, tekið þátt í mótmælum þessum. Ávörp þau, sem ofanrituð fje- lög hafa sent þinginu, eru mjög á sama veg. Ávarpið frá Fjel. ísi. stór- kaupmanna er SVohljóðandi: Vjer undirritaðir, þátttakend ur í Fjelagi ísletiskra stórkaup- manna í Reykjavík, mótmælum eindregið stefnu þeirri, sem kemur fram í einkasölufrum- vörpum þeim, sem nú eru lögð fyrir Alþingi og miða að því að bregða fæti fyrir sjálfstæðan atvmnurekstur landsmanna á sviði verslunar og viðskifta, og fá hann í hendur sjerstökum ríkisstofnunum, eða fela hann einstökum sjerrjettinda fyrir- tækjum. Vjer tjáum oss einnig í fullri andstöðu við allar þær ráðstaf- anir löggjafans, sem ganga í þá átt að gera ríkissjóð ábyrg- an fyrir þeim atvinnurekstri, sem hingað til hefir verið í hönd um einstaklinga, og teljum þá stefnu háskalega fyrir f járhags- legt sjálfstæði landsins og alt framtak í landinu, enda þjqð- arbúskapnum síst til bóta. Vjer krefjumst þess, að til- verurjettur íslenskrar verslun- arstjettar og annara sjálfstæðra atvinnurekenda sje viðurkendur af þingi og stjórn. Fyrir því skorum vjer eindregið á AI-; þingi að fella einkasölufrum- vörp þau, sem fyrir þingi liggja, í trausti þess, að verslunarstjet^ in sjálf sje færust um að ráða fram ur vandamálum þeim, er núverandi viðskiftaástand legg ur henni á herðar. Kaupmenn þeir, og aðrir aþ- vinnurekendur, er undirritað hafa andmælin til Alþingis,, munu alls hafa í þjónustu sinni uin 1500 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.