Morgunblaðið - 15.11.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.11.1934, Blaðsíða 5
MORtfUNBLAÐIÐ S Dómur reynslunnar. Frá því að Framsóknarflokkur- ánn hóf göng'u sína og alveg fram á þennan clag, hefir þáð verið eitt .af hans aðaláhugamálum, að út- rýma kaupmönnum^ og áttu kaup- fjelögin að koma í þeirra stað. Enginn dórmir skal á það lagður ’hjer, hvor verslunarmátinn sje heppilegri. En leitast við að gera grein fyrir því, hver árangur hef- 'Ir orðið af þessu starfi Fram- sóknarmanna. Tíminn, aðalmálgagn flokksins, byrjaði á því að sýna hændum og «cðrum landsmönnum fram á það, hve óeðlilegt væri að liafa kaup- nienn fyrir milliliði. Bænclurnir Æettu sjálfir að njóta allra ávaxt- .anna af iðju sinni og- allir milli- liðir ættu að liverfa, þ. e. að er- lencla varan ætti að fljúga ofan í bændur hjer, beina leið frá fram- leiðendunum, og innlenda varan á ■sama liátt^ að komast til hinna er- le:idu neytenda. Því næst kom lýsingin á hinu íburðarmikla lífi kaupmanna. Þeir bygöit sjer Skrauthýsi og' sveim- uðu milli skemtistaðanna í iðju- leysi og óhófi. Peningarnir, sem þessi „eyðslustjett“ notaði, væri eiginlega bændanna eign, því það væri milliliðagróðinn, sem heldi uppi kaupmönnunum með öllu því óhófi og siðleysi, er blómg- aðist svo vel í bæjunum. Bæirnir væru liið eyðandi afl þjóðfjelags- ins, er sveitunum stafaði beinn voði af.. Út frá þessum forsendum komst svo verulega líf í starfsemi kaup- fjelaganna. Aður höfðu reyndar nokkur kaupfjelög starfað hjer á landi, sem að vísu g'áfu ekki glæsi legt fordæmi á þessu sviði. En nú átti alt að takast sterkari tökum og skipuleggjast á miklu víðtæk- ari grundvelli, með allsherjar samábyrgð. Þegar í byrjun sýndi það sig, að þessi verslunarmáti gat ekki orðið millilðalaus. En í staðinn fyrir kaupmennina lcomu nú alls- konar forráðamenn, framkvæmda- stjórar og fulltrúaráð, með til- heyrandi skrifstofufólki og öðr- um starfsmönnum. En munurinn lá aðallega í því, að þeir menn, sem áður höfðu verið að telja bændum trú um, að verslunin ætti að vera milliliðalaus, komust nú sjálfir í þessar stöður hjá kaup- fjelögUnum. Einhvernvegin atvikaðist það nú svo, að kaupfjelögin urðu nokkuð erfið í vöfunum. Þeim gekk illa samkepnin við kaupmennina. — Skuldir hlóðust á þau og sum urðu að hætta. En þegar augljóst var orðið, að kaupfjelögin þoldu ekki jafna aðstöðu og kaupmenn, fór Alþingi fslendinga inn á mjög varhugaverða braut, að láta ekki sömu lög gilda fyrir alla. Kaupf je- lö'gin voru nú undanþegin skött- um, sem kaupmenn urðu að bera. Þótti nú vel liafa tiltekist og mundi þetta ráða kaupmönnun- um að fullu. En það var undar- lég'a seig paran á þessum gömlu og úreltu milliliðum. Stöðugt jukust skuldirnar á Kaupfjelögun- um og Samhandinu, og það sem verra var, að bændur voru nú farnir að finna til þess, að þeir voru ekki frjálsir menn; að þeir voru orðnir fastir í skuldaviðjum kaupfjel ganna og ógreiðanlegri samábyrgðarflækju. Nú var hinn glæsilegi draumur þeirra, um milliliðalausa verslun rokin út í veður og' vind. En blákaldur ^eru- leikinn,. með skuldir, kúgun og erfiðl ika kominn í staðinn. En kaupmennirnir virtust lifa nokk- uð líkt og áður, og altáf var Beykjavík að stækka. Þegar hjer var komið sögunni var gripið til hins síðasta úrræðis: Að láta Framsókn'armenn skamta kaupmönnum þær vörur, sem þeir mættu versla með. Þetta gerðist pegar Jón Arnason, framkvæmd- arstjóri Sambandsins, í fjelagi við láverandi ráðherra Ásgeir Ás- geirsson, gegn vilja meirihluta bankaráðs Landsbankans, kom hjer á fót gjaldéyris- og' innflutn- ingsskrifstofu, til þess að tak- marka innflutninginn. Vitanlega ráða Framsóknar- og Jafnaðar- menn í þeirri nefnd, þó kaupmenn hafi haft það einn fulltrúa. Jafn- aðarmannaleiðtog'arnir liafa glögg lega sýnt sinn innri mann á þessu sviði. Því, þrátt fyrií það, að Jeir upphaflega, þegar höftin voru sett á‘ skrifuðu um þau í Alþýðublaðið, og töldu þau koma mjög hart niður á fátækum verkamönnum, vegna hækkandi vöruverðs og atvinnurírnunar, er af þeim leiddi, þá hafa þeir trú- lega fylgt Framsóknarmönnum að verki á þessu sviði, sem víðar. Síðan í október 1931 hafa því Framsóknar- og Jafnaðarmenn g'etað ráðið innflutningi kaup- manna. Snemma á yfirstandandi árí var liert á höftunum að mikl- um mun, einkum hvað gjaldeyris- léyfi snertir fyrir þær vörur, sem ættu að heita frjálsar. Af þessum ástæðum er það augljóst mál, að kaupmenn liafa ekki liaft neina möguleika til að flytja inn á þessu ári eins miklar vörur og í fyrra. En hvað skeður? Eitt af fyrstu verkum núverandi stjórnar var, að telja fólki trú um að kaupmenn væru altaf að auka innflutning sinn, þrátt fyrir allar takmarkan- ir. Innflutningurinn á þessu ári væri orðinn mörgum miljónum króna hærri en á sama tíma í fyrra. Það yrði að herða meira á höftunum, því hjer væri beinn voði á ferðinni fyrir afkomu þjóð- arinnar út k við. Og þeir hertu á höftunum. Nú má heita svo, að innflutningsleyfi þurfi fyrir öll- um vörum, sem til landsins flytj- ast. Af hverju stafar þá þessi aukni innflutningur verður mönn um á að spyrja, sem vonlegt er. Og' það er einmitt þetta atriði, sem kaupmenn ættu að krefjast, að verði rannsakað. Að órann- sökuðu máli, virðisf. mjer sú skýr- ing liggja beinast við, að Fram- sóknarmennirnir, sem hafa verið að skamta kaupmönnum, hafi bor- ið nokkuð ríflega á horð fyrir sjálfa sig, ög þar af stafi hinn aukni innfiutningur. Er þeir nú nota sem átillu til þess að herða enn betur að kaupmönnum. Þrátt fyrir alt þetta virðist verkið ekki vera fullkomnað enn. Nú taka þeir höndum saman á Al- lingi, Framsóknar og Jafnaðar- menn, og koma svo að segja dag- lega með einokunar- og þvingun- arfrumvörp. ÓkunPugir gætu nú látið sjer detta í hug, eftir alla þessa her- ferð Framsóknarmanna á hendur kaupmanna og kaupstaðabúa yf- irleitt, að blómlegt væri um að litast í sveitunum. En hver hefir orðið árangurinn þar? Alþingi varð að grípa til alveg sjerstakra ráðstafana, með aðstoð allra flokka, til þess að bjarga bænd- um frá algerðu hruni. Að vísu má kenna hinni almennu kreppu um erfiðleika bændanna, að nokkru , ley.ti. En eng'an hefi jeg heyrt geta þess, að bændur kaup- fjelaganna hefðu á nokkurn hátt Þektast og mest notaðr hjer á landi er Lillu-gerduftið. reynst betur undir kreppuna bún- ir, en aðrir bændur landsins- En jeg hefi lieyrt ýmsa hafa orð . á iví, að nú væru það forkólfar Framsóknar og Jafnaðarmanna, sem bygðu sjer skrautliallir í Reykjavík, og sveimuðu milli skemtistaðanna í dýrðlegum fagn- aði, á sama tíma sem fátæk al- þýða væri að sligast undir erfið- leikum kreppunnar. Til þess að fyrirbyggja liugsan- leg’an misskilning, vil jeg taka það skýrt fram, að þessi grein um raunasögu bændanna, er ekki skrifuð af kala til samvinnuvið- leitni þeirra. Heldur aðeins til þess að draga fram staðreyndir, ef þær gætu orðið einhverjum til viðvörunar. Jeg geri mjer það vel ljóst, að samvinna og bræðralag er það megin afl, er tengir þjóð- f jelagið saman og heldur uppi lífi menning’ar og framfara. En jeg geri mjer líka grein fyrir því, að samvinna er takmörkum háð, eins og alt í lieimi valdasjúkra manna, þá getur hún orðið til að sundra í staðinn fyrir að sameina. Z. lOíðsjá ITIargunblaasíns 15. nóu 1934- Framtíö Báskúlans og þarfir þjóöarinnar. íEftir Buðmund JíannEsson, Hjer er gerð grein fyrir því hvernig stofnun at- vinnudeildar er samkvæmt tillögu Jóns Sigurðssonar forseta, og hvílík þjóðar- nauðsyn það er, að slík há- skóladeild komist á. Á Alþing'i Islendinga árið A854 bar Jón Sigurðsson fram þá ^tÍHögll: „Að settur verði þjóðskólj á ís- 'landi, sem veitt geti svo mikla mentun sjerhverri stjett, sem næg- ir þörfum þjóðarinnar“. Sú g-rein er gerð fyrir skóla þessum, að þar skuli eigi aðeins kenna embættismannaefnum, guð- fræðingum, lögfræðingum og lækn um, heldur fyrst og fremst skuli skólinn veita þá fræðslu í atvinnu veghm (búskap, sjómensku, iðnaði og verslun) sem „þarfir landsins og framfarir krefja“. Sennilega sýnir ekkert betur en þessi tillaga, hve óralangt Jón Sigurðsson var á undan sínum tíma. Þá voru liáskólar með slíku sniði óþektir, að því jeg best veit. Það var ekki fyr en um og eftir síðustu aldamót að þeir spruttu upp og menn fóru að hugsa um háskólamentun á líkan hátt og Jón. Prestaskólinn var stofnaður 1847, læknaskólinn 1876 og laga- skólinn tók til starfa 1908. Þessar stofnanja* bættu á sínum tíma úr hinni langvarandi eklu á embætt- ismönnum, ekki síst miklum skorti á læknum. En það var ekki fyr en 1911, nálega 60 árum eftir að Jón flutti tillögu sína, að háskólinn var stofnaður eða embættaskólunum þremur slegið saman og bætt við dálítilli heimspekisdeild, aðallega fyrir íslenslc fræði. Þrátt fyrir það, að laun háskóla- kennaranna hafi verið svo lág, að þeir gátu ekki lifað af þeim og' urðu flestir eða allir að vera, sjer úti um ýms aukastörf, þá munu þeir yfirleitt hafa leyst það hlut- verk, að menta embættismanna- efnin, svo vel, sem ástæð- ur leyfðu og auk þess liggja mörg góð rit eftir þá. Háskólinn hefir áreiðanlega bætt úr skortinum á fullmentuð- um embættismannaefnum, og það svo greypilega að þrefalt fleiri lúka fullnaðarprófi en útlit er fyr- ir að geti fengið noklruð að stárfa. Vjer þurfum t. d. ekki öllu fleiri en 3 lækna á ári en síðustu 5 ár- in hafa 9 tekið fullnaðarpróf, að meðaltali hvert; ár. Þetta er þjóðinni óþarft, jafnvel varhugavert og sennilega ógæfa fyrir marga kandidatana, sem standa atvinnulausir og blásnauð- ir eftir margra^ára erfiði. Þarfir þjóðarinnar beinast nú í aðra átt. Það má heita að allir atvinnuvegir vorir sjeu sem stend- ur í kalda koli. Þar er hin brýn- asta þörf, eigi aðeins fyrir margs- konar aðra fræðslu, heldur sjálf- stæðar rannsóknir. Vjer höfum rekið oss á þetta og gert ýmsar virðingarverðar tilraunir til þess að bæta úr því. Vjer höfum fyrir löngu sett á fót Efnarannsóknarstofu ríkisins. Hún hefir sífelt haft nóg að gera, einkum fyrir Búnaðarfjelag ís- lands og iðnaðarmenn, lýsisverkun o. fl., en býr þó við svo lítinn kost og ljeleg húsakynni, að það er landinu til skammar og stofn- uninni til stórhnekkis. Þá höfum vjer lent í öngþveiti með húsdýrasjúkdómana o. fl. Það leiddi til þess að Rannsóknastofa Háskólans var efld og aukin svo að hún gæti rannsakað þá og ráð- ið fram úr vandanum svo sem unt væri- Hiin liefir þegar komið að miklum notum og er svo vel úr garði g'erð að mikils má vænta af henni framvegis. Þá kannast flestir við tilraun- irnar á Sámsstöðum með korn- yrkju. Ekki verða þær þýðingar- lausar ef bændur sunnan lands fara að geta ræktað korn sitt sjálfir, auk þess sem þær hafa vafalaust sitt vísindalega gildi. Minna hefir verið gert fyrir sjávarútveginn. Þó starfa nú 2 fiskifræðingar og hafa gert marg- ar og mikilsverðar rannsóknir, þrátt fyrir lítil tæki. Efnarann- sóknarstofa ríkisins hefir og kom- ið honum að drjiígu gagni. Jeg gæti og trúað að hraðfrysting Esphólíns yrði oss að notum. Margt fleira mætti telja, en þetta nægir til þess að sýna, að ósjálfrátt höfum vjer gripið tíl sama úrræðis og aðrar þjóðir: að hagnýta oss vísindalega þekkingu og reyna að gera sjálfstæðar rannsóknir, þar sem hún hrökk ekki til. Vafalaust erum vjer þar á rjettri leið^ en þó hefir þessi viðleitni verið skipulagslítil og öll í molum. Þetta hefir staðið henni stórum fyrir þrifum. Það þarf ekki lærðan mann til þess að sjá það, að hvergi er öll þessi vísindalega idðleitni betur komin eða betur trygð en í helstu vísindastofnun þjóðarinnar: Há- skólanum. Þessa leið liafa og aðr- ar þjóðir farið einkum Ameríku- menn. Þeir gera nú aðaldeildir háskólanna fvrir atvinnuvegi sína, en embættismannanám verður aukaatriði, þó einnig sje því sómi sýndur. Á þennan hátt verður háskólinn bæði vísindaleg og hagnýt stofnun, nátengd öllu lífi og starfi þjóðarinnar og mikil lyftistöng fyrir það. >Og þetta var auðsjáanlega hug- sjón Jóns Sigurðssonar. Hún er nú efst á baugi hjá bestu menta- þjóðunum! Jeg mintist á þetta mál í há- skólaræðu 1924 og hvatti til þess að breyta öllu skipulagi Háskól- ans eftir vorum þörfum. En nú fyrst. hefir skriður komist á það fyrir dugnað og áhuga rektors Alexanders Jóhannessonar og að- stoð annara góðra manna. Flytur nú mentamálanefnd eftir beiðni Haraldar Guðmundssonar kensln- málaráðherra frv. um stofnun at- vinnudeildar við Háskólann. Að miklu leyti er hjer um það að ræða, að koma stofnunum þeim, sem fyrir eru, í betra og fullkomn- ara horf: Efnarannsóknarstofu ríkisins, Rannsóknastofu Háskól- ans og fiskirannsóknum vorum- Hversu sem á frv. þetta er lit- ið, þá blandast mjer ekki hugur um það, að þetta er spor í rjetta- átt og það svo þýðingarmikið, að framtíð Háskólans er að miklu leyti komin undir afdrifum þess. Háskólinn lifir ekki lengi á því að búa til atvinnulausa sjer- fræðinga, og þjóðinni er það tví- sýnn hagur. Hitt væri báðum mikilsvirði, ef Háskólinn gæti orð- ið ljós á vegum allra þeirra, sein reka helstu atvinnuvegi landsins. Jeg skal að lokum minna á það, að tveir yngstu háskólarnir hafa strax frá byrjun farið þessa leið. Aðaldeild háskólans í An- góra er búvísindadeild, og í Árós- um er gert ráð fyrir akuryrkju- deild, einnig' hússtjórnar- og mat- reiðsludeild fyrir kvenstúdenta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.