Morgunblaðið - 15.11.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ jSmá-auglýsingarJ Nýtt buffet til sölu með tæki- færisverði. kiaugaveg 77 B. HúsnæSi. Hjúkrunarkona óskar eftir sólarherbergi í Austurbæn- um. Uppl. í síma 3898. Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Hinn árlegi basar kvenfjelags Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 16. þ. þ. m. kl. 2 síðd. á Laugaveg 37. Á þetta að þýða það að frúnni líki myndin ekki? Litla Blómabúðin, Skólavörðu- stíg 2. Sími 4957. Nýkomið mikið úrval af kaktusum. Fæði og einstakar máltíðir ó- dýrt og gott í Café Svanur við Barcnsstíg. Mjólkurafgreiðsla Korpúlfs- staðabúsins, Lindargötu 22, hefir síina 1978. Dív&nar, dýnur og allskonar ítoppuð húsgðgn. Vandað efni, ▼ðnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. í Marseillé hefir verið reistur minnisvarði þar sem þeir Alex- ancler konung'ur og Barthou voru myrtir. Fjallgöngumaður sá, sem mynd- in er af, hefir hjálm á höfði til Regnhlífar teknar til viðgerðar. Breiðfjörð, Laufásvegi 4. þess að verja sig gegn grjóthruni. Kjötfars og fiskfars, heimatiltíú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Skyldi ekki vera ástæða fyrir sigamenn hjer á landi, að nota slíka hjálma? Hans Albers, þýskur leikari, léikur Pjetur Gaut í kvikmynd, sem gerð er af leikriti Ibsen. Br kvikmyndin sumpart tekin í Þýskalandi, en sumpart í Noregi. Kvikmynd er verið að gera á eynni Elbu, er fjallar um æfi Napoleons. Iljer er mynd af tveim Til sölu, mótorbátur, 12 smálesta, smíðaður 1929, 30 hesta vjel frá. 1930, raflýstur og með góðum útbúnaði. 100 stokkar af línu, 20 síldarnet, 600 faðmar drag- nótastrengir. — Bátur og vjel í góðu standi. Upplýsingar- gefur Cicir Sigurðsson, skipstjóri, Yesturgötu 26. Blásið var af norðri nóg' naumt er metinn skaðinn. Tryggja mætti mörgum þó Halið þ jer reynf Skyrið Blóðmörinn Hvalinn Sundmaganm Kaupfjelag Borgfirðinga. leikurum myndarinnar. mótorbát í staðinn. Sími 1511. SYSTURMR. 46. unum. Þar var hann kallaður hreinasti byltingar- maður á sviði leiklistarinnar. Hann var sagður fremstur leikari á nútímahlutverk. 1 rauninni minti hann mig hvorki á sorgarleikarann, sem Lotta lærði hjá, nje heldur munaðarsegg æskuára minna, Plock. Það var blátt áfram ómögulegt að hugsa sjer að tilfinningaþrungið orð gæti komið frá þess- um vörum, sem voru í þessum háðslegu fellingum, nje heldur, að þessi magnlausi yndisþokki gæti hert sig upp í það að sýna hetjulega framkomu. Ung stúlka, með eldrautt hár dró upp grammó- fóninn. Hún lícgði nýja plötu á hann og þegar plat- an hafði gengið nokkra snúninga, hrópaði hún hárri og hvellri rödd: — Þetta er uppáhalds-fox- trottinn minn! Klaus, þú verður að dansa hann við mig! Klaus Rittner hreyfði sig ekki. — Nei, góða mín, svaraði hann, — mjer gæti ekki einu sinni dottið það í hug! Sú rauðhærða stóð rjett hjá honum. Kjóll henn- ar var mjög fleginn, og þegar hún beygði sig yfir Klaus, hefði hann áreiðanlega getað sjeð niður á miðjan maga á henni. En hann leit ekki einu sinni á hana. — Það er alt of erfitt, sagði hann með Berlínar- framburði, sem stakk einkennilega í stúf við suð- ræna útlitið. — Ef lítil stúlka vill fyrir hvern mun, og mjer líkar hún að öðru leyti, hátta jeg hjá henni. En að eiga fyrst að þrælast með hana um alt gólfið, klukkutímunum saman — tii hvers er það? —*Þú verður digur eins og allir Italir, ef þú ert svona latur, sagði sú rauðhærða. Þegar þið eruð orðnir þrítugir, eruð þið allir komnir með ístru. Og þú verður eins. — Það gerir ekkert til. Þá leik jeg bara Fal- staff, og þá elska allar konur mig, sálarinnar vegna. — Þessi Klaus Rittner er ekki einungis ímynd nútíma leikara, hvíslaði Harry, — heldur er hann líka ímynd hins fullkomna nútíma-kvennabósa. — Ilann er latasti maður, sem jeg hefi sjeð á ævinni. En kvenfólkið er vitlaust eftir honum — næstum undantekningarlaust. — Rjettu mjer kampavínið, sagði Rittner, og Ijóshærð vera, sem hafði setið svo þögul, að jeg hafði ekki einu sinni sjeð hana fyr, rjetti honum glas. Hann tæmdi það, og lagðist síðan aftur út af, en nú þannig, að höfuð hans lá við brjóst hennar. Kringluleita barnsandlitið á stúlkunni, með hrokkna hárinu í kring, Ijómaði. Hún er dóttir frægs skurðlæknis í Hamborg, sagði Harry. — Hún er orðin doktor í listasögu og nú les hún læknisfræði. Gift — í þriðja sinn — námsbróður sínum, sem nú er þremur árum yngri en hún. Sennilega situr hann nú með sveitt- an skallann, því hann hefir mikið fyrir því að íylgjast með konu sinni, sem er svo miklu gáf- aðri. Lilli Bloem, er gáfaðasta kona, sem jeg þekki, og um leið sú spiltasta, sennilega, — enda þótt hún líti út eins og smástúlka í heimavistarskóla. Meðan á þessu stóð, hafði Lotta dansað við Os- wald Bruhn, Khuenberg greifa hinn unga, og báða Timmermann-bræðurna. Hún dansaði stöðugt, og altaf lagði hún höfuðið á öxl þess, sem hún dans— aði við, og altaf var andlitið jafn sviplaust. — Viljið þjer ekki fara og dansa? sagði jeg enn einu sinni. — Yður þykir gaman að dansa, og: Lotta saknar yðar áreiðanlega. — Lottu er nákvæmlega sama við hvern hún dansar, svaraði Harry, — og þess vegna langar- mig ekki að dansa. — Fer vel um yður svona? spurði hin hrokkin- hærða frú dr. Bloem Rittner lá með höfuðið á. brjósti hennar, en Ijet sem hann vissi ekki af öðru. en það hvíldi á venjulegum legubekkspúða. — Jæja, svona í meðallagi, svaraði hann og án þess að hreyfa sig til, tök hann vindlingaveski upp-* úr vasa sínum og kveikti sjer í vindlingi. — Lotta! Grammófóngargið hvarf fyrir hvellri rödd þeirrar rauðhærðu. — Geturðu ekki lánað þessum elskendum þarna herbergi með legubekk og góðri læsingu? Það er, hvort sem er, ómögu- legt að vera á þessum gistihúsum lengur, því þar er lögreglan að snuðra, aðra hvora viku........ Lotta hætti snöggvast að dansa. — Þú ert bara afbrýðissöm, fíflið þitt! Síðan dansaði hún áframi. Sú rauðhærða stöðvaði grammófóninn. — Viltu eta þetta ofan í þig! öskraði hún. — Jeg læt ekki móðga mig. — Vertu nú ekki með þessi asnalæti, sagði Lotta. — Settu grammófóninn í gang aftur. — Þú getur sagt um mig hvað þú vilt. Þú get- ur kallað mig ræfil og pútu, þú getur sagt að jeg hafi svo eða svo marga karlmenn í takinu — og sosum kvenfólk líka, ef þú vilt. En þú getur ekki borið það upp á mig, að jeg sje forngripur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.