Morgunblaðið - 25.11.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1934, Blaðsíða 2
2 M0R6UNBLAII9 « ^ŒLvvQmibtMb Útg&t.: H.f. Átvakur, Reykjavík. Ritstjérar: J6n Kjartansson, Valtýr \Stefán8Son. Rit8tj6rn o g afgrtyðsla: Austurstrætl 8. Slmi 1600. Auglý^ingastjéri: B. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstrætl 17. — Sími S700. Heimasímar: Jén Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefá»ss«n nr. 4220. Árni óla nr. 3046. 'E. Hafberg nr. 3770. Áakriftag-jald: Innanlands kr. 2.00 á mánuöi. Utanlands kr. 2.50 á mánn6J í lausasölu 10 aura elntakiS. 20 aura meö Lesbék. Einræðisstefnan. Með lýðræðistaí á vörunum stefna stjórnarflokkarnir bein- línis í einræðisátt. „Stjórnar- flokkarnir“, af vana eru flokk- arnir nefndir tveir, Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokkur. En síðan sósíalistar hafa múlbund- ið Framsóknarmenn svo, að þeir í engu máli mega hafa sjálf- stæða skoðun, er í sjálfu sjer ekki lengur hægt að tala um sjerstakan þingflokk Framsókn- ar. Framsókn er ekki orðin ann- að en einskonar pólitísk pró- ventu kerling í horninu hjá Alþýðuflokknum, þar sem sósí- alistar eiga að erfa reitur gömlu konunnar, fyrir að sjá henni fyrir viðurværi meðan hún tórir. Engum þarf að koma á óvart um einræðishug Alþýðuflokks- broddanna. Ofbeldistilhneiging- ar þeirra eru orðnar gamlilkunn ar þjóðinni. í málefnum, er þeir nefna „hagsmunamál verkalýðsins“, hafa þær greinilega komið í ljós, þar sem beinlínis hefir verið að því stefnt, að enginn fengi að vinna fyrir daglegu brauði sínu, nema h'ann játaðist undir forystu þeirra Alþýðu- flokksbrodda. Nú gætu menn frekar unað við slík tiltæki, ef Alþýðuflokks menn í raun og veru ynnu að bættum hag hinna vinnandi stjetta. En því fer öldungis fjarri, að þeir sósíalistar sýni í nokkru dug eða dáð til þess að bæta atvinnu landsmanna. Þvert á móti. Þeirra ær og kýr eru að hefta framtak manna, torvelda at- vinnurekstur, minka atvinnuna í landinu. Og menn mega ekki halda að andstaða sósíalista gegn heil- brigðum viðskiftum og atvinnu- lífi sje einhver tilviljun, eða sje sprottin af því, að þeir blátt áfram viti ekki hvað þeir eru að gera. Það er beinlínis áform þeirra að leggja hjer sem mest í rúst- ir, lama sem eftirminnilegast atvinnulíf landsmanna, til þess með því að veikja mótstöðu þjóðarinnar gegn einræðisbrölti þeirra. Yfir rústir íslenskra atvinnu- vega ætla þeir sjer að stíga upp í váldastól einræðisins. Þannig, og á engan annan veg, verða athafnir þeirra skild- ar. —, En gleymin er íslensk þjóð orðin á’þjóðleg verðmæti lýð- ræðisins, gleymin er hún á for- tíð sína, gíeymdar éru þá hörm- mótmæli gsgn einnk- unar frumuörpunum frá Norðfirði, Akureyrfi, Sauðárkróki og Þingeyri. Enn hafa Verslunarráði ís- lands borist mótmæli gegn einnkasölufrumvörpum ríkis- stjórnarinnar, með tilmælum um að senda þau til Alþingis. Á Norðfirði hafa 99 alþingis- kjósendur undirritað mótmælin. Frá AJcureyri hafa verið send mótmæli, frá ýmsum fjelögum, er samþyktir hafa gert um mál- ið til viðbótar við þau mótmæli sem þaðan voru komin áður, svo sem fra Verslunarmanna- fjelagi Akureyrar, Skipstjóra- fjelagi Norðlendinga og frá Iðn- aðarmannafjelagi Akureyrar, er mótmælir sjerstaklega einka- sölufrumvarpi á þifreiðum, mót- orum, rafvjelum og öðrum iðn- aðarvörum. Mótmæli þessi voru öll samþykt í einu hljóði. Iðn- aðarmannafjelagið skorar énn- fremur á Alþingi að sjá um að iðnaðarmenn fái hindrunarlaust erlendan gjaldeyri‘til greiðslu á hráefnum til framleiðslu sinn- ar. — Þá hafa borist mótmæli gegn einkasölufrumvörpunum frá 18 kaupmönnum og öðrum atvinnu rekendum á Sauðárkróki. Og frá Þingeyri hafa og borist mót- mæli gegn frumvörpum þessum. Af mótmælum þeim sem kom in eru fram gegn einkasölu- farganinu er sýnt hve andúðin er mikil og almenn í landinu gegn þeirri stjórnarstefnu. Útvarpsumræðurnar á Alþingi i fyrrakvðld. Eldhúsumræður hófust á Al- þingi klukkan 7^/2 á föstudags- lcvöld, og var þeim útvarpað. Þetta kvöld fengu flokkarnir sinn klukkutímann hver til um- ráða og töluðu þessir og í þess- ari röð: Þorsteinn Briem af hálfu Bændaflokksins, Ólafur Thors af hálfu Sjálfstæðis- flokksins; töluðú sinn klukku- tímann hvor. Deildu báðir á stjórnina um leið og þeir lýstu stefnum sinna flokka í höfuð- málunum. Allir ráðherrarnir tóku til máls til andsvara, fyrst forsætisráðherra Hermann Jón- asson, er talaði í i/£klst„ þá Haraldur Guðmundsson at- vinnumálaráðherra, er talaði í klukkutíma og síðast Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra, sem talaði í 1/2 klst. Adeila Þorsteins Briem. Þ. Breim rakti fyrst gang af- urðasöiumála bænda, kjöt- og mjólkursölulaganna. Vítti hann stjómina fyrir það, að hún hefði bolað fulltrúa Búnaðarfjelags Islands burt úr kjötverðlagsnefnd. Einnig fyrir það, að hún og flokkar hennar hefði snúist gegn tillögu Bænda flokksins í E.d. um að bæta bændum nokkuð upp hið lága kjötverð á erlendum markað, þareð sýnt væri að verðjöfnun- argjaldið næði skamt. Þessi sama stjórn hefði þó haft ráð á 120 þús. kr. til uppbótar handa sjómönnum á síldveið- um (þó ójafnt yrði skift) og sama stjórn hefði haft ráð á ungar fyrri akla, í myíkri ein- veldis og einokunar, ef boðber- um hinnar erJendu rauðu stefnu á að takast að hneppa þjóðina í hlekki einræðis og kúgunar. að hækka kaupgjaldið í opin- berri vinnu, er næmi 1000 kr. á dag. Vítti hann einnig stjórnina fyrir lækkun mjólkurverðsins, en það væri hið eina, sem fratn- kvæmt hefði verið í því máli. Þá vitti hann stjórnina fyrir aðgerðaleysi í fasteignalánum bænda, með því að hafa að engu till. Bændaflokksins í þeim málum. Einnig víttti hann stjórnina fyrir undirtektir hennar undir frv. Bændafl. um aukinn styrk til jarðræktarframkvaemda. — Þar hefði ekki annað fengist frá stjómarflokkunum en bullandi skammir frá formanni Fram- sóknarflokksins. Þessi sama stjórn hefði þó haft ráð á, að auka atvinnu- ‘bótastyrkinn í kaupstöðum um 300 þús. kr. Þá vítti hann stjórnina fyrir eindæma hlutdrægni við út- hlutan vegafjár í sveitum lands ins, þar sem nálega alt mið- aðist við pólitík, en ekkert til- lit tkeið til þarfa hjeraðanna. Loks vítti Þ. Breim stjórnina fyrir árásir hennar á BúnaÖar- fjelag íslands, með skilyrði því, er sett væri í fjárlagafrv. við fjárveitingu til fjelagsins. Þar væri bændum landsins rjett hnefahögg, er þeir myndu seint gleyma. Ræða Ólafs Thors. Ólafur Thors talaði næst í klukkutíma. Vakti ræða hans alveg sjerstaka athygli, því þar var dregin upp einkar skýr og sönn mynd af ástandinu hjer hjá okkur, ekki aðeins hinu pólitíska ástand, heldur og á- standi atvinnulífsins, sem auð- vitað hlýtur mjög að grípa inn í hið pólitíska ástand. I fyrri kafla ræðu sinnar sýndi Ólafur fram á, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði orðið að hafa forystuna á Alþingi í öll- um þeim málum, er almenn- ingur ætti lífsframfæri Sitt und- ir, að vel yrðu leyst. I síðari kafla ræðunnar deildi Ólafur mjög á stjórnina. Sýndi hann fram á, að það sem ein- kendi athafnir stjórnarinnar á Alþingi væri: SkattabrjálæðiS, e inokunarfarganið, lýðræðis- kúgunin og kúgun og ofsóknir á einstaklinga í andstæðinga- hóÞ st j órnarinnar. Ræða Ólafs verðiír birt hjer í blaðinu og birtist fyrri kafl- inn í blaðinu í dafe. Svör landbúnað- arráðherra. Hermann Jónasson eyddi öll- um sínum ræðutíma í að svara ádeilu Þ. Briem. En ræða hans var lítið annað en skætingur í garð Bændaflokksins og per- sónulegar árásir á Þ. Breim. Ráðherrann talaði mikið um yfirboð Bændaflokksins. Hann játaði, að stjórnarflokkarnir hefðu snúist gegn ýmsum til- lögum Bændaflokksins ein- göngu vegna þess, hverjir hefðu flutt tillögumar. Þarna hitti ráðherrann áreiðanlega nagl- ann á höfuðið. Stjórnin skoðar sig ekki sem stjórn þjóðarinn- ar, heldur flokksstjórn. Þar af leiðir, að allar hennar fram- kvæmdir og tillögur verða að miðast við flokks- en ekki þjóð- arhagsmuni. Þar af leiðir einnig að ekki má taka til greina til- lögur, hversu góðar og heilla- vænlegar sem eru, ef þær koma frá mönnum í andstæðingahóp stjórnarinnar. *• Herm. Jónasson vítti Bænda- flokkinn fyrir það, að út- gjaldatillögum hans bændum til handa, fylgdi ekki tillögur til tekjuöflunar á móti. Ráðherr- ann skilur ekki, að andstæðing- ar stjórnarinnar telja að í þeim 13—14 milj. kr. útgjöldum á fjárlögum sjeu fjöldamargir útgjaldaliðir, sem eigi minni rjett á sjer en það, þótt nokkru fje væri varið til stuðnings og eflingar hrynjandi atvinnuveg- um þjóðarinnar. I lok ræðu sinnar var ráðh. með skæting til blaða Sjálf- stæðisflokksins út af skrifum um afurðasölumálið (þar var Þ. Briem. einnig með slettur) ; var þar sami þvættingur og oft hefir heyrst áður úr herbúðum Tímamanna og sunnlenskir bændur kannaát best við, eftir rógsherferðirnar austur í sveit- ir á dögunum. Árangur þeirrar rógsherferðar er alkunnur. Og nú er svo komið, að hver einasti bóndi á Suðurlandi er í hjarta sínu í einu og öllu samþykkur þeirri gagnrýni, sem kjötlögin hafa sætt í blöðum Sjálfstæðis- rhanna. Svör atvinnu- málaráðherra. Haraldur Guðmundsson sneri sjer aðallega að ræðu Ólafs Thors. Ólafur Thors dró í sinni ræðu m.a. mynd af ástandi höfuðat- vinnuvega þjóðarinnar, einkum sjávarútvegsins. Myndin var ekki glæsileg, en hún var sönn engu að síður — því míður. En hvað hafði atvinnumála- ráðherrann að segja um hið dapurlega ástand, sem ríkir hjá aðalatvinnuvegi þjóðarinnar? Ráðherrann viðurkendi, að skýrsla Ólafs væri rjett í einu og öllu; hann þakkaði Ólafi meira að segja fyrir _skýrsluna. En svo sagði ráðherrann: Þetta getur ekki verið eldhúsverkánu- verandi stjórn. Stjórnin á. eklci sök á hinu bágborna ástanc^i s.jávarútvegsins. Ef um sök er að ræða, þá eru það útgerðar- menn — og þá fyrst og fremst stórútgerðarmenn — og Sölu- saniband ísl. fiskframleiðenda, sem eiga sökina! Menn taki eftir: Atvinnumálaráðherrann ját- ar það í áheyrn alþjóðar, að höf uðatvinnuvegur þjóðarinnar sje kominn í kaldakol — sá at- vinnuvegur, sem ríkisbúskapur- inn hvílir nálega eingöngu á. En þegar Sjálfstæðismenn leggja fram frumvarp um skuldaskilasjóð útgerðarmanna, sem miðar að því, að rjetta við þenna hrynjandi atvinnuveg, og ekki er farið fram á annað hcnum til stuðnings, en að leyfa honum að verja hinu rangláta útflutningsgjaldi til viðreisnar atvinnuveginum, segir þessi sami atvinnumálaráðherra að slíkt geti ekki komið til mála því ríkissjóður megj ekki missa útflutningsgjaldið! Þessi sami atvinnumálaráðh. — og öll stjórnin — leyfir sjer að bera fram á Alþingi ný skattafrumvörp, er leggja nýj- ar byrðar á landsmenn, er nema a. m. k. tveimur mil jónum króna! Svona framkoma er vissulega eldhúsverk á stjórn- ina. En leyfist að spyrja þenna atvinnumálaráðherra: Hvaðan ætlast hann til, að skattarnir komi, þegar búið er að leggja í rústir höfuðatvinnuveg þjóð- arinnar — þann atvinnuveg, er hlngað til hefir borið byrðarn- ar að Iangmestu leyti? Ekki1 er ástandið þannig hjá bændastjett landsins, að hún geti tekið byrðarnar á sig. — Varla verður verslunarstjettin færari til að auka sínar byrðar, eftir að búið er að einoka mik- inrí hluta verslunar landsmanna. Ekki mun burðarmagn sjó- manna og verkamanna vaxa við það, ef sjávarútvegurinn legst í rústir. Hvað þýðir að vera að hrópa á auknar verklegar fram- kvæmdir og hærra kaup handa hinum „vinnandi stjettum“, ef ekkert fje er til framkvæmda og enga vinnu að hafa? Kaupgetan og f jármálaráðherr- ann. Eysteinn Jónsson fjármála- ráðherra reyndi einnig að svara ádeilu Ólafs Thors á fjármála- stjórnina og stefnuna í fjár- málum. Hann sagði, að stefna núu verandi stjórnar væri, að reyna að auka sem mest verklegar framkvæmdir í landinu, og bæta kjör þeirra, er við verri kjör búa og nefndi ráðherrann Framli_ á 6. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.