Morgunblaðið - 29.11.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1934, Blaðsíða 3
3 Fjármálasfefna Sjálf- sfæðisflokksins og fjárlagafrumvarpið. Ræða Magnúsar Guðmumls- sonar vitf Iramhald 1. um- ræðu t'fárlaganna. Hæsta fjárlaga- frumvarpið. Jafnvel þótt það sje rjettur stjórnarandstæðinga við fram- hald 1. umr. fjárlagafrumvarps ins að ræða um alt, sem þeim þykir miður vera í fari ríkis- stjórnarinnar, þá mun jeg lítið eða ekki ræða þann rjett, held- ur aðallega ræða um það frum- varp, sem hjer er til meðferð- ar, það er að segja fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1935, með hliðsjón af þeim umræðum, sem þegar hafa farið fram. I>að hefir verið bent á, að fjárlagafrumvarp það, sem hjer liggur fyrir, gerir ráð fyrir meiri gjöldum en nokkurt ann- að slíkt frumvarp, sem nokkru sinni hefir verið lagt fyrir Al- þingi. Gjöldin samkvæmt því nema undir 14. milj. kr. Til sam anburðar má geta þess, að frum varpið, sem var lagt fyrir þing- ið í fyrra gerði ráð fyrir 11.5 milj. kr. Það hefir líka verið bent á, að vegna þessarar hækk wnar gjaldanna er meiri tekju- halli á fjárlagafrumvarpinu en mokkru sinni fyr og að stjórnin fer þar af leiðandi fram á meiri akattahækkun en nokkru sinni fyr. Það hefir einnig verið bent á það og það er viðurkent af öll- raœ, jafnvel hæstvirtri stjórn, að ástand aðalatvinnuvega iándsins, landbúnaðar og sjáv- arutvegs, sje aiveg óvenjulega öfðugt. Því má bæta við um hina atvinnuvegi vora að versl- unin er iömuð af höftum inn- lendum og erelndum, iðnaður- ipn er ekki nema lítill veikur visir og siglingar innan lands off til og frá útlöndum verður að styrkja með framlagi úr rík- wsjóði. Einmitt þegar sovna stendur i kemur hæstv. stjórn með mjög sro auknar kröfur um framlög ttí ríkissjóðs og þegar við Sjálf- stæðismenn flytjum mjög hóf- iegar lækkunartillögur og rök- s#num fjármálastefnu stjómar- tanar ætlar hæstv. fjármálaráð- herra að ærast og leyfir sjer hvað eftir annað að tala um hfæsni, Icddaraleik og skrípa- leik af hálfu okkar Sjálfstæðis- sáánna. Jeg mun nú reyna að ræða þetta mál öfga- og stór- yrðalaust, enda lít jeg svo á, að ■sá tónn og sá æsingur, sem hæstv. fjármálaráðh. viðhafði eigi alls ekki við í opinberum MHatræðum um hin alvarlegustu ▼andamál. Hvar -á að taka skattana? Hæstv. fjármálaráðh. sagði í ræða sinni síðastl. föstudag, að fjármála- eða skattastefna stjómarinnar væri sú, að auka kaupgetuna sem mest með því að taka af þeim sem mikið hafa og láta það í hendur þeirra, sem lítið hafa, þó þannig að kaup- getan beindist ekki að erlend- um kaupum. En hverjir eru það hjer á landi nú, sem hafa mikl- ar tekjur? Ekki eru það bænd- urnir. Það er viðurkent í þess- um umræðum. Ekki em það þeir sem við sjávarútveg fást. Það er líka yiðurkent í þessum umræðum. Ætli það sjeu kaup- mennirnir eða kaupfjelögin, sem ekki mega flytja inn eða út nema hluta af því, sem lands- menn teíja sig þarfnast. Jeg held ekki. Vaða iðnaðarmenn í peningum? Jeg hygg að þeir líti ekki svo á. Hvaðan ætlar þá hæstv. ráðherra að taka þetta fje? Heldur hann að hann geti fengið það alt hjá þeim mönnum, sem taka laun hjá því opinbera ■; eða einstökum mönn- um? K í'i' D ó ' Þá tók ekki betra við þegar hæstv. fjármálaráðherra fór að lýsa fjármálastefnu Sjálfstæð- isflokksins. Hann sagði, að sá flokkur vildi draga sem mest úr atviíinu í landniu (vða „slá nið- ur kaupgetuna“ eins og hann orðaði það. Annað veifið sagði hann, að Sjálfstæðismenn tímdu ekki að börga skatta, hitt veifið sagði haöli^ að þeir vildu fá fram stórkostlegar gjaldaaukn- ingar og Iáta svö alt koma fram sem halla á þjóðarbúskapnum. Mig minnir, að hann segði, að hallinn ætti að verða eftir til- lögum okkar Sjálfstæðismanna 3 i/á milj. kr. 1935. S jálf stæðisf loldc' urinn og f jár málin. . -f. ..í/fÆá; (Míjisd 5*st Jeg er þ.ess fullvj^s, að þó að hæstv. ráðherra reyijj að k-Iína því á Sjálfstæðisflokkinn, að hann sje hirðulaus um afkomu ríkissj óðs, þá vimuir hapn ek^-ií ert á með þvír!.^í(ffIokkur er búinn að sýna það.þú jtíriifrvaejpi hann hefir haft stjórn lan,dsirn». á höndum. Saf;flokkur. sem.4 Á st j órnarárppí ■■ .„-jhpfir læk|$í$, 8ki^ldfeori¥Ps|%ðW-.18’ milj- niður í II milj. og þó haldið uppi verklegum framkvæmdum í allverulegum, stíl, en haft til þess mmni tekjur í ríkissjóð en oft síðan, hann þarf ekki að hræðast sleggjudóm hæstv. fjár málaráðherra sem ennþá er ný^ græðingur í þessum málum og hingað til hefir ekki verið tal- inn annað en vikapiltur þess manns, sem af minsta viti hefir stjórnað málefnum þessa lands. Þá er það hlægileg f jarstæða, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji MORGUNBLAÐIÐ Magnús Guðmunndsson. „slá niður kaupgetuna“ eða með öðrum orðum hafa atvinnu í landinu sem minsta. Þetta er hlægilegt af því, að meðal þess tæps helmings kjósenda lands- ins, sem fylla þennan flokk, eru einmitt þeir athafnamennirnir, sem mesta atvinnu hafa veitt, þeir mennirnir, sem mest hafa framkvæmt. En úr því að hæstv. ráðh. mintist á stefnu Sjálfstæðisfl. í fj'ármálum ríkissjóðs, þá er rjett að jeg skýri hana í stórum dráttum. Sjálfstæðisflokkurinn hefir jafnan lagt mikla áherslu á það, að ríkisbúskapurinn væri halla- laus, og að forðast væri að sgfna skuldum, sem ríkissjóður á að standa straum af, nema til fyr- irtækja, sem ætla má að beri sig sjálf. Skattana vill hann ekki hafa hærri en svo, að framtak einstaklingsins njóti sín, en það gerir það ekki, ef skattar eru svo háir, að til lítils er að vinna þótt eitthvað græðist. Sjálfstæð- ismenn eru með öllu ótrauðir að taka á sig þunga skatta, ef þeim er rjettlátlega skift og fjenu varið hyggilega. En það verður á hverjum tíma að taka tillit til hvernig er ástatt úm atvinnu- yegina. í þessu sambandi er rjett að benda á, að tekjuskatt- ur hjer á landi er nú orðinn miklu hærri en í nokkru öðru landi, sem jeg þekki til, jafnvel þar sem sósíalistar eru við stjórn. Sósíalistar hjer og erlendis. Hjer á landi ganga Fram- sóknarmenn. miklu lengra í þess Lim efnum en erlendir sósíalist- ar, Svipað má segja um einka- sölurnar. í Ðanmörku hefir t. d. lengi verið sósíalistastjórn en |jeg þekki ekki þar eina einustu yörutfegund, sem ríkid hefir tek- ið e.inki}sölu á. Það ér því ekki ho úndrá, þótt við öjálfstæðis- jnen^ sting;um við fótum, þegar Framgöknarménnirnir hjer taka feinjká^u^jtfhverri vorutegund- |nni'eífir* áðra og stefna þannig hröðunr skrefum í þjóðnýting- araltmá. Og meira að segja lýsa því yfir, að ríkið eigi., að vergla með það, sem eitthváð er upp úr að hafa, þ. e. a. s. jþjóðnýta álla verslunina. I sambandi við þetta vil jeg einnig benda á og leiða athygli að því, að öll gjöld ríkissjóÖS verða að greiðast- annað hvort af afrakstri atvinnuvega lands- manna eða af eign, sem þeir hafa pparað saman áður eða með lántöku. Fleiri leiðir til skattgreiðslu eru ekki til. Lána- leiðina er ekki tilætlunin að fara, enda hefir verið gengið lengra á þeirri óhappabraut en hæfilegt er. Að leggja á lands- menn svo háa skatta eða heimta af þeim svo há gjöld í ríkis- sjóðinn að taka verði af saman- spöruðum eignum landsmanna leiðir að síðustu til nákvæmlega sömu niðurstöðu og lánaleiðin, þ.e. til algerðs hruns, því að jafnvel þótt það megi hugsa sjer að láta skattana bitna að- allega á þeim, sem standa upp úr fjárhagslega, þá kemur fyr eða síðar að því, að þar er eng- inn öðrum hærri. Þá leggjast skattarnir á lítilmagnana með öllum sínum þunga, því að þá eru allir orðnir lítilmagnar. — Þarf þá ekki að rekja þá sögu lengur, enda hygg jeg, að það sje alment viðurkent, að skatta- stefna, sem beinist að því, að gera alla að öreigum sje há- mark heimskunnar. Geiú ríkið. þetta, tekur það að sjer hlut- verk svallarans eða eyðsluseggs ins. Jeg geng þessvegna út frá því, að sú skattastefna ein sje heilbrigð, sem byggist á því, að ekki sje heimtað meira fram lag af þegnunum til opinberra þarfa en sem nemur afrakstri atvinnuvega landsmanna og ef til vill vöxtum af samanspöruðu fje. En með því að nær alt eða að minsta kosti mjög mikill hluti hins samansparaða fjár landsmanna er fast í atvinnu- tækjum, sem ekki bera sig, kemur það tiltölulega lítið til greina í þessu sambandi. At- vinnuvegir landsmanna verða því að bera uppi skattana, ef á viti á að byggja, og þá vakn- ar sú spurnirig, hvort atvinnu- vegir vorir sjeu nú svo á vegi staddir, áð þeir þoli þá gífur- legu skattahækkun, sem ríkis- stjórnin krefst nú. Ástand atvinnu- veganna. Jeg hygg, að engum bland- ist hugur um, að ástand atvinnu veganna er nú þannig, að þeir þola ekki mikla skattaauka. — Vísa jeg um það til þess, sem þegar er komið fram á þessum umræðum og þykist ekki þurfa að færa að því frekari rök. — Þetta ástand virðist mjer hrópa til okkar, sem nú sitjum á þingi, hárri röddu um það, að stilla kröfum í hóf og þó eink- um um það, sem leiðir af sjer kaup á erlendum vörum. En stillir þá rikisstjórnin kröfum sínum í hóf nú? Það gerir hún alls ekki. Það er eins og hún sje blind fyrir því ástandi, sem nú er. Hvað ætlar hún að gera ef atvinnuvegirnir hrynja í rúst- ir? Hvaðan ætlar hún þá að fá fje? Sennilega svarar hún 'því, að þá taki við þjóðnýtingin, enda sýnist nú kappsamlega að henni unnið, en þeir munu verða óþægilega margir, sem telja, að hún sje ekki bjargráð. Það mun hæstv. stjórn áreið- anlega reka sig á. Jeg benti á, áð' aðalátvirinuvegrr landsins þurfa á beirium f járstuðningi að halda af hálfu yíkissjóðs. Nú er ríkissjóðurinn ekkert annað en framlag atvinnuveganna og annara landsmanna, sem beint eða óbeint verða að lifa á at- vinnuvegunum. Atvinnuvegimir eru beint og óbeint aðalmjólk- urkýr ríkissjóðsins. Þessi mjólk urkýr er sem stendur horuð og nytlág og eigi hún að geta full- nægt sínu verkefni, því að mjólka ríkissjóðnum, má ekki gera of háar kröfur til hennar í bili meðan ástandið batnar ekki. Að ætla sjer að láta rík- issjóðinn fleytifyllast meira en nokkru sinni fyr fyrir beinan og óbeinan atbeina atvinnuveg- anna samtímis og atvinnuveg- irnir þarfnast stuðnings úr rík- issjóði er og verður svikamylla, sem ekki getur gengið til lengd- ar. Gjöldin hækka. Jeg tók eftir því í ræðu þeirri sem hæstv. fjármálaráðh. flutti hjer um fjárlagafrumvarpið við fyrri hluta þessarar umr., að honum óx alls ekki 1 augum gjaldaupphæð frumvarpsins. Hann ljet skína í gegn, að það væri ekki ógurlegt, þó að hann vildi fá um 14 milj. kr., því að árið 1932 hefðu gjöld ríkissjóðs verið 13,9 milj. kr. og 1933 um 14,7 milj. kr. En þar skjátlast honum. Fyrst og fremst er nú það að athuga, að reynslan hefir jafnan sýnt, að gjaldahlið f,járlaganna hefir hækkað í meðferð þingsins, enda ér það ekki nema eðlilegt, því að þinj?- ið vill hafa ofurlítið hönd í bagga með fjárveitingum ÚÚ ríkissjóði. Þannig má benda á, að þetta fjárlágafrumvarp hækkar gjaldamegin um 200 þús. kr. hjerumbil, ef tillögur meir ih I uta f j árveitingan ef ndar verða samþyktar. Og hver ve;if hvað gjöldin eiga eftrr að hækka þessutan vegna tillágna einstakra þingmanna við 2Í um- ræðu og 3. umr. í öðru lagi fer ástandið stöð- ugt versnandi og í þriðja lagí má hæstv. f jármálaráðherra ekki vera svo mikið barn að halda, að á heilu ári komi ekki fram miklar óvæntar greiðslur. Svo hefir þetta jafnan verið og svo verður það enn. Jeg vil benda á, að slíkar greiðslur hafa oft numið miljónum og sjaldan eða aldrei undir 1 milj. kr. Þessar greiðslur koma jafn- vel þótt reynt sje að áætla rjett, þær koma fyrir rás nýrra viðburða, sem enginn getur sjeð fyrir. Það hefir oft verið reynt fyr. að búa til rjettar áætlanir, en rás viðburðanna hefir jafnan truflað þær að meira eða minna leyti. Jeg sje t. d. ekki, að í fjárlagafrumvarpinu nú sje tek- ið neitt til greiðslu á þeirri miljón, sem síldareinkasalan sáluga væntanlega eftirlætur ríkissjóði til greiðslu, og eitt- hvað þarf þó væntanlega að greiða af þessu á næsta ári. — Svona getur verið og áreiðan- lega er ýmislegt fleira. Það er því áreiðanlegt, að þegar Landsreikn. 1935 kemur, þá verður gjaldaupphæð hans mik- ið hærri en gjaldaupphæð þess frumvarps, sem hæstv. stjórn hefir lagt fyrir þingið. (Niðurlag).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.