Morgunblaðið - 29.11.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBL A'ÐIÐ BertQgabrúcikaupiQ i London I dag. Brúðkaup þeirra hertogans a 1 Kent, og Marinu Grikk- landsprinsessu fer fram í dag. Undirbúningurinn hefir staðið lengi, og Cromer lávarður, sem hefir yfirumsjón með öllu, hef- Brúðhjónin. ir ekki verið öfundsverður af því trúnaðarstarfi sínu. Hann hefir orðið að sjá um alt, smátt og stórt, alt frá sendingu boðs- brjefa að því hvernig gestum skuli skipað í Westminster Abbey þegar hjónavígslan á að fara fram, og hvemig þeir skuli klæddir. Hann hefir orðið að ráðgast um við kirkjuvöldin og útlenda sendiherra. Það hefir verið flókið manntafl með lif- andi drotningar og konga, því að nákvæmlega varð að athuga að hver fengi þann heiðurssess, sem honum ber. Og þetta er alt flóknara vegna þess, að Marina er. af konungsætt, sem ekki ræður lengur ríkjum. Rúmlega tuttugu gestir af erlendum koungsfjölskyldum voru væntanlegir, og þeir eru gestir ensku konungshjónanna og búa í Buckingham-höll. Þar búa einnig hjónaefnin. Það er nú rúmur mánuður síðan að byrjað var að selja sæti á stólum, pöllum og við glugga í þeim götum, sem brúð- arfylgdin fer um. Ýmsar vel- gerðastofnanir fengu leyfi til þess að setja upp palla fyrir áhorfendur, og þær hafa grætt á því 1% miljón króna. Verðið var frá 25—100 krónur fyrir sætið. Á mörgum öðrum stöðum voru líka settir upp pallar. — Eitt fjelag bygði palla fyrir 1100 áhorfendur og öll sætin seldust undir eins og kostuðu þó 75—150 krónur. Og þá nag- aði fjelagið sig í handarbökin fyrir það, að hafa ekki selt þau helmingi dýrara. Veitinga- og gistihús hafa selt aðgang að gluggum sínum og kostar hvert sæti 75 krónur, en auk þess eru gestir skyldaðir til þess að taka þátt í borðhaldi til heiðurs brúð hjónunum og það kostar ekki lítið. Leiguliðar, sem eru svo Bresku konungshjónin. ökumennirnir, sem aka brúðh jónunum og veislugestunum, fóru nýlega reynsluför milli Buckinghamhallar og Westminster Abbey. — Myndin sýnir er þeir fara á stað frá Buckinghamhöll. hepnir að gluggar þeirra snúa að þeim götum, sem brúðar- fylgdin fer um, fá í dag að minsta kosti mánaðarleigu upp úr glugga og sumir miklu meira því að gluggi hefir ekki fengist fyrir minna en 100 krónur. Lögreglan hefir haft nóg að gera að undanförnu og þá verð ur hún ekki síst að vera á verði í dag, því að hún ætlar sjer að sjá um að lífi hinni tignu gesta sje ekki hætta búin. Frá því að brúðkaupsdagurinn var ákveðinn, hefir hún haft strangt eftirlit með öllum, sem komið hafa til Englands, og leynilögregluþjónar eru alls staðar á sveimi. Lögreglan hef- ir líka haft nákvæmt eftirlit með því hverjir það eru, sem hafa fengið sæti við glugga, á stólum, pöllum og veggsvölum. Það hefir verið sannkallaður Marinu-faraldur í Englandi að undanförnu. Óteljandi vörur hafa verið kendar við hana, Ein af hinum sex brúðarmeyj- um, Lady Mary Cambridge. það eru Marinuskór, Marinu- sápa, Marinublóm, Marinuilm- vötn, Marinuklútar (með mynd um af hjónaefnunum), Marinu- hattar, Marinukjólar, Marinu- grænt (málning eins og er f herbergjum þeirra) og jafnvel Marinu-cocktail o.m.m.fl. ; Meðal brúðargjafanna er lít- ill vasi frá grískri bóndakonu. Skrifaði hún sjálf brjef með, og sagði að vasinn ætti að vera til þess að geyma í honum gleðL tár brúðarinnar. HJÓNAVÍGSLAN hefst í Westminster Abbey kl. 11 (kl. 10 hjer) og stendur yf- I ir í þrjá stundarfjórðunga. Fer ! hún fram eftir gamalli enskri ; helgisiðabók, eins og hjóna- vígsla hertogans af York og : síimkvæmt því lofar Marina prinsessa því hátíðlega að vera manni sínum hlýðin og undir- gefin. Erkibiskupinn af Kantara borg, Dr. Lang, vígir hjónin, en honum til aðstoðar verða erki- biskupinn af York, dr. Temple og dómkirkjuprófasturinn við Westminster.Hertoginn af Kent hefir sjálfur valið þá sálma, er á að syngja. Utflsjá niorgunblaðsins 29. nóu 1934 Rasmus Rask □g aóhannes uan fiáksen. Cftir Cinar Úl. Sueinssan. Hjer birtist fyrri hluti af grein dr. Einars Ól. Sveinssonar, um Rasmus Rask. I. Þegar Ríisk kom til íslands sum- ið 1813, var hann á 26. ári, og eldur gáfna hans brann sem skær- ast. Af einstöku þreki hafði hann brotist áfram og aflað sjer óvana- legrar þekkingar á mörgum tungu- málum, og hafði hann þá þegar gert hina mikilvægustu uppgötv- anir sínar um skyldleika íslensk- unnar við önnur mál, og þó að þar kæmi síðar til þekking lians á Austurlandamálum, þá var þar líægara við að bæta, eftir að hann hafði brotið ísinn: fundið grund- vallaratriðin í rannsókn á skyld- Jeika tungumála, uppgötvun, sem svo lengi þurfti að bíða eftir, en nú birtist nærri því í einu mörg- um vísindamönnum (Rask, Grimm, Bopp). Það kann að þykja líkast kurt- eisissmjaðri eða ýkjum, þegar Rask þakkar íslenskunni flest af því, sem hann uppgötvaði- „ís- lenskan“ segir hann, „er upp- spretta margra, meira að segja flestra hugmynda minna, og það hinna fjar.sky 1 dustu“, — en Rask var ekki svo skapi farinn, að hann ætti auðvelt með að tala um hug sjer, og því betur sem þetta mál er athugað, því augljósara virðist, að þetta sje bókstaflega satt. Það er gagnslaust verk, að íhuga, liver hefði orðið ferili hans, ef annað efni hefði orðið aðal- áhugamál hans, — livort hann hefði orðið jafn-g'læsilegur eða hvort Rask hefði orðið slíkur afburðamaður, sem hann varð; slík íhugun verður ekkert nema hugarburðurinn, skemtilegur, en þó ekki eins skemtilegur og stað- reyndin. Kvnni Rasks af íslenskunni voru f-rá skólaárum hans. Hann gekk þá í latínuskólann í Oðinsvéum, þótti skarpur og fljótur að læra, en hafði meira gaman að lesa upp á eigin spýtur en lexíurnar:' að læra latneska málfræði var honunj helvíti, að því er hann sagði sjálfúr. En hann fór að grúska í íslensku, og komst fyrst skriður á það, er honum var gefin Heimskringla, 1805; þar var bæði frumtextinn og þýðing á dönsku og latínu. Beitti hann skarp- skyggni sinni við að finna þýðingu orðanna og gera sjer grein fyrir myndum Jteirra, því að hann átti hvorki kost orðabókar nje kenslu- bókar í málfræði. Ur þessu grúski hans er spr'ottin bæði hin íslenska málfræði, er hann gaf út 1811, og orðabók, sem til var í handriti og hefir auðsjáanlega verið einskon- ar safn af ritgerðum Jim uppruna og þýðingu liinna einstöku orða. Þessi aðferð Rasks var seinleg og krafðist mikillar vinnu og um- hugsunar, en við hana þroskaðist hann og gáfur hans skerptust, og hann gerðist snillingUr í því að ]a;ra mál af sjálfsdáðum á stutt- um tíma, enda var hann sólginn í að bæta þeim við sig einu eftir annað, og er talið, að hann hafi kunnað skil á 53 málum, þegar hann dó. íslenskan var honum fyrst og fremst tunga feðranna. En hún veitti honum skilning á sínu eigin ináli, uppruna orðanna og hvöt til að hreinsa það og bæta. í skoð- nn hans blandast saman raunsæi og rómantík; það er auðvitað, að íslenskuþekking hefir praktiskt gikli fyrir önnur Norðnrlandamál, En um þessar mundir voru líka- dagar rómantísku stefnunnar, og menn horfðu aftur til fornaldar- innar tilbúnir að læra af henni og taka hana til fyrirmyndar. Hjer skal ekki lagður dómur á þá tilraun. En Rask sá margt koma í kjölfar íslenskunnar. „Svo lengi sem jeg lifi“, segir liann. „skal það verða buggun mín og gleði að þekkja þetta mál og að sjá á bókmentum þess, hvernig forfeðurnir hafa þolað raunir og sigrast á þeim með karlmensku- Jeg segí þjer satt, að jeg undrað- ist í fyrstu, ef til vill meira en þú, að forfeður okkar skyldu hafa svo ágætt mál, og að við skvldum bafa það miklu verra. þó að vísindi olckar virtust á hærra stigi“. Á öðrum stað segir hann: „Ekki legg jeg stund á ís- lensltu til að læra stjórnlist, hernaðarlist e. þ. li., nei, til að hugsa eins og' manni sæmir, til að sigrast á niðurlægingaranda Jieim sem mjer liefir verið inn- rættur frá blautu barnsbeini, til að stæla sál mína til að fyrirlíta hættur og að devja heldur eu. hverfa frá þeim meginreglum, sem 'jeg hef fengið óbifanlega sann- færingu um að sjeu sannar og manni sæmandi“. l’annig varð íslenskan kjarni vísinda hans, og raunar míkið meira en það, að því er hann sjálfur segir í þeim orðum, sem nú voru greind. En þaðan sótti hann í allar áttir, leitaði til ná- lægra og fjarlægra þjóða, skyldra og óskyldra. f þessu birtist eins- konar útþrá, sambærileg þeirri þrá út í f jarskann, sem víða verð- ur vart hjá honum. Á einkennileg- an hátt brýst hiin á æskuárunum fram í dagdraumum Rasks og nokkurra fjelaga hans í skólanum um að stofna til nýlendu á Nýja- Sjálandi, og hugðu þeir, að hún mundi brátt breiðast fit til Ástra-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.