Morgunblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Fjármálastefna Sjálf- stæðisflokksins og fjárlagafruimarpið. Ræða Magnúsar Ouðmunds- sonar ívið! framhald 1. tim- ræðu fjárlaganna. Framh. F j ár veitinganef nd klofnar. Fjárveitinganefnd þingsins hefir nú nýlega lokið störfum í bili og. nú hefir það komið fyrir, sem sjaldgæft er, að nefndin hefir klofnað. í meiri hlutanum eru Framsóknarmenn imir 8 og Alþýðuflokksmenn- irnir 2, en í minni hlutanum eru 4 Sjálfstæðismenn. Flokksmenn stjómarinnar hafa yfirleitt al- gerlega fallist á stefnu stjóm- arinnar og enda gengið feti framar, þar sem þeir leggja til, að gjaldabálkur fjárlaganna hækki um 200.000 kr. Við Sjálf- stæðismennirnir í nefndinni höf am aftur á móti komið með lækkunartillögur, sem samtals nema milli 6 og 7 hundruð þús- nndum kr. Þessar tillö^gur hafa ▼erið teknar til umræðu hjer af hæstv. atvinnumálaráðh. og ekki verið tekið blíðlega. Er það óvenjuleg aðferð, að gera slíkt áður en flutningsmenn hafa haft nokkurt tækifæri til þess að mæla fyrir sínurri til- Iðgum og rökstyðja þær. — ' Sogs virk j unin. Það kom fram í ræðu hæstv. fjármálaráðh. við fyrri hluta þessarar umræðu og í ræðu hæstv. atvinnumálaráðherra á fðstudaginn var, að stjórnin hefði talið mikla þörf á að auka framlög til verklegra fram- lívæmda vegna væntanlegs at- vinnuleysis á næsta ári. Nú er það fjarri mjer að neita því, að atvinnuleysi hljóti að vaxa, ef lítið er um verklegar fram- kvæmdir. Og jeg viðurkenni það vitaskuld, að verkamenn eiga nákvæmlega sömu kröfu gagn- vart ríkisvaldinu og aðrir lands- meim, um , að gætt sje hags þeirra. En mjer virðist hæstvirt stjórn alveg hafa gleymt því, þegar hún var að meta atvinnu- horfurnar næsta ár, að það er talið fullvíst, að á því ári verði hafið langstærsta framkvæmda- fyrirtæki, sem nokkru sinni hef ir verið af hendi leyst á landi hjer og á jeg þar við Sogsvirk.j- unina. Borgarstjórinn hjer í bænum er nú erlendis til þess að taka lán til þessarar virkj- anar og er nú allur undirbún- ángur undir byrjun verksins á enda, að því er jeg best veit, og lán fáanlegt með viðunandi kjörum á fleiri en einum stað. Þetta mannvirki, Sogsvirkjun i», mun kosta um 6 milj. kr. og eftir upplýsingum, sem jeg hefi fengið munu verkalaun við þessa framkvæmd nema alt að 2 milj. kr. Verkið á að vinna á þrem árum, 1935, 1936 og 1937. Þetta þýðir, að verkalaun, sem fyrirtæki þetta greiðir til jafn- aðar árlega verða varla undir 600.000 kr. Hjer er því um stór- felda atvinnuaukningu að ræða, svo stórkostlega, að hún nemur meiru en ætlað er til viðhalds þjóðvega á öllu landinu og nær tvöfalt meira en ætlað er til nýrra vega, en vegirnir eru ein- mitt þær framkvæmdir hins op- inbera, sem .jeg hygg gefa mesta vinnu. Jeg fæ því ekki sjeð, að útlitið með atvinnu verkamanna á næsta ári sje slæmt. Þvert á móti sýnist mjer vera von meiri vinnu en venja er til, jafnvei þótt atvinnuveg- irnir dragi eitthvað sáman segl- in, sem við má búast. Undir þessum kringumstæðom fæ jeg ekki betur sjeð en að Reykja- vík og nærsveitir hennar vérði vel settar urn atvinnu, en ein- mitt í Reykjavík hefir bróður- hlutinn af atvinnubótaf jenu farið. Ríkissjóður á að skapa jafnvægið. En svo er annað í þessu sam- bandi, sem verður að minna á og það er landbúnaðurinn. Rík isvaldinu ber vissulega skylda til þess, að gera. ekki ráðstaf- anir, sem miða til þess að saga frá honum vinnukraftinn svo að til vandræða horfi. En á því er einmitt mjög mikil hætta ef* saman fara stórmiklar fram- kvæmdir bæði hjá ríkissjóði og öðrum. Jeg lít svo á, að þegar miklar framkvæmdir eru hjá bæjar- eða sveitarfjelögum, eða einstökum mönnum, þá eigi rík issjóður að draga inn seglin. Ríkissjóðurinn á að vera sá sem skapar jafnvægið í framboði og | eftirspurnum vinnu frá ári til ' árs, því að ella koma sveiflur, | sem eru bæði atvinnuvegum og ; verkamönnum til bölvunar. Sje j þetta ekki gert skiftast á at- j vin.nuleysisár og atvinnunægta- ! ár. Landbúnaðurinn þarf á að- keyptum vinnukrafti að halda j á sumrin, en hvar á hann að j fá hann, ef ríki, bæjar- og sveit arfjelög og aðrir atvinnuvegir hlaupa með miklum krafti í kaup við hann, bjóðandi kaup, ! sem landbúnaðarframleiðslan i getur ekki kept við vegna af- j urðaverðsins. Þessi atriði, sem jeg nú hefi bent á virðast mjer meginat- riði, þungamiðja alls þessa máls. En þessu sýnist mjer i hæstv. stjórn hafa skelt skolla- eyrum við. Þær skoðanir, sem jeg hjer hefi haldið fram, er mjer óhætt að segja að eru skoðanir Sjálfstæðisflokksins í þessum málum. Stjórnarflokk- arnir virðast vera á þveröfugri skoðun, en jeg er sannfærður um, að þeir eru á villigötum og ® er reiðubúinn til að taka upp frekari umræður um þetta hvenær sem er og hvar sem er. I þeim tíma, sem mjer er ætl- aður nú get jeg ekki rökstutt þetta frekar, en vera má, að jeg gangi nokkru nánar inn á þetta við 2. umr. Atvinnan úfc um land. Að athuguðu öllu því, sem jeg hefi hjer sagt, vænti jeg að mínir háttvirtu tilheyrendur nær og fjær, sjái nauðsynina á lækkun gjaldanna og telji að tillögur okkar minnihlutamanna sjeu á rökum reistar. En jeg gæti ímyndað mjer, að einhverj ir, sem fjarri búa Reykjavík mundu segja sem svo: Það er gott og blessað að Reykjavík og nágrenni nýtur góðs af hin- um miklu framkvæmdum við Sogið, en ekki nýtur alt landið góðs af því og hveráig er þá sjeð fyrir aukinni atvinnu hjá okkur? Við þessu er því að svara, að eftir tillögum okkar minni hluta manna á atvinnu- bótafjeð að vera jafnhátt og það. nú er áætlað i fjárlögum yfirstandandi árs eða 300.000 kr. Reykjavík hefir hingað til fengið helming' eða meira af þessu fie en vegna Sogsvirkjun- arinnar hlýtur framlagið til hennar að geta minkað mikið og þá verður líka miklu meira til útbýtingar í öðrum kaup- stöðum og kauptúnum landsins. Þá skal jeg og nefna það, að gert er ráð fyrir miklum aukn- um vegagerðum, einmitt af því að þeir skapa mikla atvinnu, en tiltölulega lítið þarf til þeirra að kaupa frá útlöndum. í sambandi við vegina minnist jeg þess, að í ræðu hæstv. at- vinnumálaráðherra var hann með slettur til okkar minni hluta manna fjárveitinganefnd- ar um það, að okkur mundi hafa langað til að skera niður vegafjeð, en ekki þorað það vegna k.jósendanna. Þetta eru ósæmilegar getsakir og skora .ieg á þenna ráðherra að rök- styðja þessi ummæli sín eða taka þau aftur, sem sæmst væri. Hæstvirt st.jórn ætti annars að tala sem mirist um vegafjeð eða •að minsta kosti skiftingu þess milli kjördæmanna, því að það mun verða sýnt fram á í um- ræðum þessa máls hve geysileg hlutdrægni kemur fram í þeirri skiftingu. Blekkingar stjórn- arinnar. Jeg tók svo eftir, að hæstv. atvinnumálaráðherra segði í ræðu sinni um þetta mál um daginn, að eftir tillögum stjórn arinnar hefðu framlögin til verklegra framkvæmda verið hækkuð um rúmlega 1 milj. kr. frá því sem er í fjárl. yfirstand andi árs og mátti jafnvel skilja á orðum hans, að sú upphæð færi öll til verkamanna í land- inu, en það er nú eitthvað ann- að. Jeg geri ráð fýrir, að það muni ekki vera mjög fjarri sanni að helmingur þessa fjár fari til útlanda fyrir efni, því að mikið af þessu eru fram- kvæmdir, sem mikið útlent efni þarf til, svo sem húsabygging- Nesll’e átsúkkulaði. Komið aftur. I. Bryniúlfsson & Kuaran Vjelaverkstæði í Hafnarfirði til sölu. Verkstæðið er á besta stað í bænum, beint upp af skipa- bryggjunni. Verkstæðið hefir starfað í 10 ár og hefir þar af leiðandi marga góða viðskiftamenn. Æskilegt að kaup gætu farið fram nú þegar vegna í hönd farandi vertíðar. Semja ber við h.f. Hamar í Reykjavík. Bófsfruð ryíískB húsgöp. Körfuhúsgögn. •íUgni ÍÍVÍJfS BifréiðasliArar til lelga. Get leigt 2—3 hílskúra í miðbænum nú þegar. Upplýsingar í síma 4006 (aðeins kl. 12—1). ar, símalagningar o. fl. Fer það alvfeg í bága við þá stefnu, sem stjórnin annarsþykjist fylgja,er hún með þessu vil! auka kaupin frá útlöndum og þetta er þver- j öfugt við það sem fjármála- ráðh. sagði í sinni ræðu um aukning kaupgetunnar án þess ‘ að hún beindist að erlendum kaupum. En tiliögur okkar Sjálf stæðismanna eru einmitt miðað- ar við það að fella niður nú um sinn þær framkvæmdir, sem kosta mikinn aukinn innflutn- ing, með sjerstöku tiiliti til að á döfinni er framkvæmd stór-1 feldasta fyrirtækisins, seih hjer hefir verið unnið. Það sem við j leggjum til að fella burtu nem- ur fyrir verkamenn miklu j minnu en aukningin af Sogs- virkjuninni, og þó að okkar til- j lögur verði samþvktar þá eru samt auknar framkvæmdir rík- - isíns frá því sem verið hefir og að meðtalinni Sogsvirkjuninni . er aukningin ákaflega mikil, svo mikil, að það eru ekki líkur til, að svo miklu s.je hægt að halda uppi að staðaldri og þá er betra að fara hægra og reyna að hafa meiri jöfnuð á. Það verður öllum fvrir bestu. Jeg er líka sannfærður um, þótt hæstv. stjórn vilji kannske ekki viður- kenna það, að hún sjer það, að það má ekki, eins og nú er á- statt, heimta meiri framlög at’ landsmönnum til opinberra þarfa, en hægt er að komast af með og þegar það er vegið og metið, þá ber auðvitað að taka tillit til hinnar gífurlegu at- vinnuaukningar, sem Sogsvirkj- unin veitir. Jeg vísa þess vegna algerlega á bug öllum aðdrótt- unum úr garði hæstv. stjórnar um það, að tillögur okkar minni hluta manna fjárveitinganefnd- ar sjeu vanhugsaðar eða af ill- um vilja sprottnar. Jeg læt svo úttalað um þetta mál í bili en ætla í fáeinar mín- útur að snúa máli mínu til hæstv. forsætisráðherra. Kosningasigur ihaldsmanna í Englandi. London 29. nóv. FÚ. Úrslit í aukakosningunum í Putney-kjördæmi í Englandi voru birt í morgun. Frambjóð- andi íhaldsflokksins, Marcus Samuel, var kjörinn með 2663 atkv. meirihluta yfir frambjóð- anda verkamannaflokksins, dr. Edith Sommerscaleg. í almennu kosningunum 1931 hafði fram- b.jóðandi íhaldsmanna 21 þús. atkv. meirihluta fram yfir fram bjóðanda verkamannaflokksins, en 1929 var meirihluti íhalds- manna í þessu kjördæmi 8500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.