Morgunblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 6
fí MORGUNBLAÐIÐ 1. desember. Hátíðahöld stúdenta á morgun. Eins og venja er tii gangast stúdentar fyrir hátíðahöldum á fullveldisdaginn. Hátíðahöldin hefjast með því, að stúdentar ganga í skrúðgöngu undir fána sínum að Alþingis- kúsinu. Þórður Eyjólfsson, prófessor, heldur rœðu af svölum Alþingis- hússins. Kl. 3 verður almenn skemtun í Gamla Bíó. Skemtunin hyrjar með því að dr. Einar Ól. Sveinsson heldur ræðu. Þvínæst leika þeir Páll Isólfsson og Einil Thorodd- sen á píanó. Þorsteinn Ö. Step- hensen, leikari les upp og að end- ing'u syngur Pjetur Jónsson. Má búást við að fjöldi manns sæki skemtun þessa. Stúdentablaðið kemur út á morgun, verður það stærra en nokkru sinni fvr og efni afar- fjölbreytt. Ölafur Lárusson prófessor ritar um atvinnudeild við Háskólann. Stud. jur. Auður Auðuns, segir frá Englandsför stúdenta síðast- liðið sumar. Akademiskur annáll me(ð fjölda mynda.. Yfirleitt er blaðið prýtt mikið af myndum og þar á meðal frá Stúdentagarðinum nýjá. Auk þess eru greinar eftir Brúno Kress, Pjetur T. Oddson, stud. theol, Sölva Blöndal o. fl. Selskinna verður látin liggja frammi í Háskólanum og ættu metiri að muna e.ft,ir að rita nöfn sín í hana. — Einnig verða seld 1. desember merki á götunpm. TJm kvöldið verður daiísleikur stúdenta að Hótel Borg, og hefst með ssmeiginlegu borðhakli kl. 7. Stúdentablaðið verður afhent sölúdrengjum kl. 9 í fyrramálio í Háskólanum. Tfónlð fi Þingeyjarsýslu í ofviðrinu 27. okt. Komnar eru til Júlíusar Hav- steen sýslumanns matsgerðir yfir tjón það, sem varð á Þórshöfn, Kópaskeri og á Tjömesi í ofviðr- inu og stórbriminu þ. 27. október. Á Þórshöfn' er tjónið metið á kr. 22.940. Af því er tjón á fast- eignum metið á kr. 8650. Þar skemdust m. a. bryggjur, og fisk- hús. Tjón á bátum er metið á kr. 6230, en t.jón á salti og fiski kr. 8060. Á Kópaskeri urðu skemdir á bryggju er metnar eru á kr. 3500. En auk þess tók brim þar olíu og bensíii fyrir nokkur þúsund krón- ur. —■■ Á jörðunum Núpskötlu, Odds- stöðum og Rifi á Melrakkasljettu urðu skemdir á túnum og varp- löndum og á Sfcihnalóni ;fápaðist trillubátur. Á Tjörnesj. mistu menn 7 báta. Er bátstapi á ís- ólfsstöðum tilfinnanlegastur. Þar fór trillubátur. Auk þess brotn- aði fiskihús í Kerlingarvík, er Páll Krjstjánsson á Húsavík átti. Híreykl lambalærí oú; litlar rúllupylsur fást í Itiðlbúðlnni (Ingölfshvoli M. Frederiksen. Sími 3147. Skemtun heldur ungmennastúkan Edda í kvöld kl. 91/2 í G.-T.-húsinu. Templarar fjölmennið. ÍTláluerkasýning. Guðmundar Einarsson sýnir 32 olíumyndir á Skólavörðustíg 12. Myndir Guðmundar eru nú, eins og oftast áður úr óbygðum. Málverk hans hafa frá fyrstu borið iíkan blæ. Litimir eru oft- ast nær gráir, brúnit og fölgulir; formið er sett upp með hníf í breiðum flötum, en útlínurnar mætast í hvössum oddum. Þetta vill , verð;i tilbreytingalítið og leiðigjarnt að sjá aftur og aftur. Eins og' hann hefir ei’iu sinni kom ist upp á að mála eitt viðfangs- efni, málar hann öll. Og þrátt. fyrir þótt hann oft setji myndir sínar áberandi upp í línurn, yerða heildar áhrifin samt dauf. Aðal- áherslan er lögð á að sýna einhver öræfa-landslög, sem eiga að vera frá ýmsum árstíðum, en samt er ekki að sjá að málárinn hafi reynt að greina morgun frá degi, hanst frá sumri, vetur frá vori. 'Og Iíkt inætti segja um flúiíi hliðar mynd- ann'aJ^jPær eru ýfirlbift1' smtírðar upp með falsverðri leikni og „Effekt“ en vantár áberandi inni- lega samúð og dypri skilhœg á viðfangsefninu- En það er einmitt þetta, sem gleður hjartað, en ekki þótt sagt sje aftur og aft- ur, öræfi, öræfi. Orri. Nýtt loftskipafjelag. * Berlín, 29. nóv, PÚ. Plugfjelag, sem ætlar að halda uppi ferðum með Zeppelinloftskip- um, hefir verið myndað í Amster- dam. Rekstursfje hefir fjelagið fengið frá Þýskalandi, Ameríku. Englandi og Hollandi, og ennfrem ur hefir það samið við frönsku stjórnina um samvirmu. Pjelagið er að semja um byggingu loftskipa við þýsku Ioftskipasrfiíðastöðiua í Priederiehshaven. Danzig og Pólland. í stað dr. Rauschning, sem er nýlega farinn frá, hefir Kreiser verið kosinn forseti í Danzig. í fyrstu ræðu sinni, sem hann hjelt í þinginu í gær, sagði hann, að mannaskiftin myndu ekki hafa í för með sjer neina stefnubreyt- ingu. Sjerstaka áherslu lagði hann á það, að hinni góðu samvinuu milli Danzig og Póllands myndi verða haldið áfram. Dagbók. I. O. O. F. 1 = U611308'/2 = X X Veðrið í gær: Alldjúp lægð um 1000 km. suðvestur af Reykjanesi virðist vera á hreyfingu norður eftir. Veldur hún þegar SA-hvass- viðri og snjókomu í Vestmanna- eyjum. Á Tiáfinu vestan við Bret- landséyjar er rakin S-átt og lítur út fyrir að gangi í S-hlákuveður hjer á landi. Nú er hjer víðast 1—2 st. frost. Veðurútlit í Rvík í dag. Hvass SA. Hlákuveður. Reykjavíkur-stúkan. Pundur í kvöld kl. 8’Á- Efrii: Kafli úr æfi- sögu Gyðingsins gangandi. Hjónaband. Gefin voru saman í hjónáband, laugardaginn 24. nóv. Hörður Þórðarson lögfr. og Ingi- björg Oddsdóttir. Heimili ungu hjónanna er á Vesturgötu 45. Háskólafyrirlestur flytur ung- frú Petibon, sendikennari, í Kaup- þingsalnum ki. 8 í kvöld. f Víðsjá blaðsins í dag er fram- hald af grein dr. Einars Ól. Sveins sonar, þar sem hann lýsir m. a- hvernig Rask leist á sig hjerna á íslandi, og viðkynningu háns við merka menn ,er hann hit.ti hjer. VerslunanúanT'afielag Reykja- víkur, hjelt fyrsta fund sinn á nýu starfsári í gærkvöldi. Var svo að sjá, sem nýtt fjör hefði hlaupið í það með nýrri stjórn, ])ví að 27 menn heiddust inn- göng'u í það. Á fundinum flutti Óskar C’lausen fróðlegt erindi iim Útskornir munir, brjefapressur, vegglampar o. fl. eftir Eyvind WÍse, eru til sýnis í glugga Vörúhússirut (við Aðalstræti) í dag og næstm daga. Pöntunum veitt móttaka í Þing holtsstræti 3, sími 3459. „Selfoss" - 4 fer á mánudagskvöld, 3. des- ember, til Oslo og heim aftur Tekur flutning þansfað og baðan. Skíðasleðarnir komnir. Vafnslíg 3. Húsgagnaverslun Reykiavíkur skakkaföll kaupfjelaganna og hin stórkostlegu greiðsluþíot þeirra, sem flest hafa verið þannig, að rannsókn hefði verið hafin út af þeim, ef kaupmenn hefði átt. í hlut- En kaupfjelögin skriðu undir verndarvæng Sambandsins sem síðan jafnaði tapi þeirra nið- ur á aðra fjelagsmenn í öðrum sýslum og öðrum landsfjórðung um. sögui'nar í öðrum löndum. Og ís- lenskunni þótti honum furðu lít- 11! sómi sýndur, svo sem síðar mun nánar minst á. En menn beri sam- an starf Rasks eftir íslandsferð- ina og Austurlandaferðina. Prá Asíu hefir haun svo ógeðfeldar minningar, að hann getur ekki 'engið sig til að vinna úr því, sem hann hafði safnað og lært í ferð- 'iini. en eftir fslandsferðina virð- st starfsgleðí hans og starfslöng- iin iiafa verið með mesta móti, og drjúgur hluti þess snýst að ís- ‘enskvim eínum. Af þessu verður ráðið, að vonbrigði Rasks hafi verið, hófleg og , eðlileg, en ekki agst eins og skuggi yfir huga ians. Þetta virðist mjer koma heim við það, sem jeg hef sjeð 'rá hans hendi um þessi efni. Vera ná, að þessu valdi að nokkru, að fslendingar í Höfn hafi sagt hon- um satt af landinu og högum bess; auk þess tóku margir ágætir slendingar honum vel í þessari :'erð (að maklegleikum), og' hann var nógu lengj hjer á landi til að ’ -ekkja það bæði í blíðu og stríðu. Vesaldómur landsmanna og illur iðbún’aður gat engum manni dul- st, en hann verður ekki til þess fi. Ra.sk hörfi undan með óbeit, 'ieldur reynir hann að rjetta hjálp- rhönd á sinn hátt. Það er vert að bera saman lýsingu hans á hýbýl- um síra Árna, sem hann líkir við kofa fÖður sins á Pjóni („þau eru með moldarveggjum og torf- þaki, ofnlaus; eldhúsið er útaf fyrir sig og ekki hæfara til að vera lestradieibergi en ölhituhú., í Danmörku“), við það, sem hann segir frá úr Meðallandinu, sem honum hefir auðsjáartlega ekki faliið í geð. í Reykjavík hefir Rask ekki unað sem skyldi fyrri yeturinn, enda hefir honum geðjast illa að þeim anda, sem þar ríkti. í brjefi einu í september 1813 segist hann hafa skrifað síra Árna, að sjer „lciddisl nokkuð svo í Reykja- vík, vegna þess jeg' hefði engan kunnijigja þar, sem hefði tíma eða hentugleika til að gefg. sjer nokkuð um mig og. ann,aðh vort fylgja mjer eða útvega mjer fylgdarniann lijer í nánd, og ekki heldur ró að erfiða, lesa eða skrifa heimaskrifaði hann mjer strax og bauð mjer að vera hjá sjer í vetur, svo mig skyldi ahlrei skorta, á meðan honum entust efni. Að líkindum verð jeg þó hjer í staðnum í vetur, vegna þess jeg hvergi annars staðai- get haft, svo margar bækur við höndina. Ann- ars veit guð, jeg skyldi þúsund sinmiin heldur þiggja hoðið“. Og úr því varð um miðjan vetur, eins 0g fyrr er sagt. Annars kyntist Rask nú fljótlega ýmsum mönn- um. Hann bjó hjá Bjarna Thorar- ensen, þangað til hann fór til síra Árna; má vera, að harin ha.fí þekt til hans frá Höfn, en þó .ekki mik- ið, því að liann hefir fengið Grím Thorkelin til að skrifa Bjarna meðmælabrjef handa sjer. Gott var með þeinr Rask og Bjarna, en ekki innilegt. '„Hann nafni þinn“, segir Rask í brjefi til Bjarna Thorsteinssonar, „tók mikið vinsanilega á móti mjer og hefir gert mjer alt til vilja: ]>að er duglegur tnaður, sem m un verða sínu föðurlandi að gagni og æru; samt var það ekki svo mik- ið vegna mín, sem til þess að sýna þá gömlu gestrisni ög' ávirtna land- -inu lof, sem jeg glögt hef fundið, á honum og svo í öðrum tilfell- um; aldrei verður neinn trúnað- ur okkar á milli, en taka skal gæs, meðan hún gefst, eða: þá eik skal fága, sem undir verður aö búa“. Hann segir og frá kynn- um sínum af biskuþi, Géiri Vída- lín, og hve óheppilega tókst til, þegar liann sá biskupsfrúna í fyrsta skipti, en hún var klædd „aldeilis eins og jósk bóndastelpa og setti fram stóla. Biskupinn sagðist hugsa það væri best jeg talaði á íslensku við hana. Jeg heilsaði þá: „sæl og blessuð", 0. s. frv. í fullvissu, það væri einhver vinnukona“. en svo komst hanri að, hvernig í öllu lá. Þá getur Rask og um Gröndal en honum er revndar fn I ■ eins tíðrætt um konu harts og dætur. sem lionuin líst „mikið vel“ á. Þá er annað skáldið til, Signrður Pjetursson, sem Rask líst þó ekki nærri því eins vesæll; „h.ann er eiginlega ekki sjúkur; það er einslags af- skiptaleysi eða indolentia, sem honurn er uppá fali-nj hann er arnars hýr og viðfeldinn og held- ur on ekki sátírisknr. Jeg hef les- ið hæði Narfa og Rólf ferðamann Ásgrímsson áð norðan: mjer líst ofboð vel á bæðiiStykkin. .Jeg gaf honuni (sýslumanrtinum) Pjetur Pors minn,1 og ætla:ði jeg áð upp- hvetja Hann svona til að útleggja liann eða skrifa rímur um Ketil 1 (á að vera Björh) í Mörk, sem ,jeg' trúi hann hafi einu sinni ætl- að -^1, en það kemnr mjer fyrir ekkert, að jeg held“, Einmitt þess- ir menn voru nú máttar.stoðir bók- mentanna í höfuðstaðnum, en. ) nágrenni hans voru Magnús Stephensen og Sveinbjörn Egils- son, sem sagt h'efir í brjefi frá kynnum þeirra Rasks bjer á landi. Þeir fóru saman yfir Skerjafjörö .(þetta var vorið 1814), og þuldi Rask þá upp úr sje'r dæroisögur Esóps á grísku, og þegar Svein- björn skildi elcki, skýrði hann þær á íslensku. — Þegar Rask var að fara hjeðan af.landi burt, kom Sveinbjörn að kveðja hann með nokkrum skólabræðrum, og stóð Rask þá í herbergi sínu með bók í hönd og las af mikilli kæti og skellihló á milli. Það var kvæðí Ilolhergs: Peder Paars, sem liann las; hafði liann miklar mætnr á því riti, og eru fleiri menn til frá- sagnar um fjor hans og kæti, þeg- ar liann fór með þetta, kvæði. Eitt af því, sem Rask hefir þótt eiuna leiðinleg'ast, þegar hingað kom, var ástand íslenSk- unnar. Revkjavík var þá, að mestu. danskur 'bær; útíendir kauþrnenú rjeðu þar .lögum og lofum, og al- nnigiim „dependeraði af þélíi dönskú* eftir mætti. Rask lefát svo á, að íslenskan mrindi bráð- um deyja út, „reikna. jeg, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjaipk að 100 árum liðnunv. en varla nokkur í landinu að öðr- um 200 árum þar upp frá, ef alf fer eins -og hingað til og ekki verða rammar skorður við reist- ar; jafnvél hjá bestu mönúúm er annaðhvort orð g dönsku; hjá almúgannm mun hún haldast við' Iengst“. Eftir ferðasögum og Öðr- mn gögnum hefir bæjarbragur verið mjög óskemtilegur, eins og reyndar var víð að búast. Hjer var vanmetatilfinningin, þjóðar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.