Morgunblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 7
MORGUNBLA ÐIÐ 7 Stór verðlækkun. Strausykur 22 aura pr. % kg. Melís 27 aura pr. % kg. Xaffi brent og malað 90 aura pr. % kg'. ADar aðrar vörur með tilsvarandi lágu verði. Jóhannes Jóhannsson, CJrundarstíg 2. 1 Sími 4131. I mafinn: Ejúpnr, Hangikjöt, Bjúgu, Kjötfars, Fiskfars og allskonar grænmeti. Versían Svelns Jóhannssonar Bergstaðastræti 15. — Sími 2091. Nýkomið stórt úrval af kaffistellum, 6 manna frá 10.50. Epli sctý, fengnm við í gær. — Einnig Vínber, Sráfíkjur í pökkum. Konfekt- rúsínnr í pökkum o, m. fl. Verðið er lágt á öllu hjá okknr. Jón & Geiri W'esturjw'ötu 21. Sími 1853. Fjelag kjötverslana tilkynnir, að búðum þeirra verði lokað kl. 12 á hádegi þann 1. desember. Kristileg samkoma verður hald- in í Varðarhúsinu á föstudaginn, þann 30. þ. m., kl. 8 e. h. Ræðu- menn: Carl Andersson frá Sví- þjóð og Eric Erieson frá Vest- mannaeyjum. Knattspyrnufjelagið Valur held- ur aðaldansleik sinn í Oddfellow, laugardaginn 8 des. Þar, sem fje- lagið lieldur að eins einn dansleik á ári og vandar þá. mjög vel til hans, er vissara fyrir fjelagsmenn að tryggja sjer aðgöngumiða, sem allra fyrst, því aðgangur er mjög takmarkaður. Áskriftarlistar eru hjá: Axel Þorbjörns, e/o Biering, Laugaveg 3 og Hólmgeir Jónssyni c/o Versl. Vaðanes. Hertogabrúðkaupið. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær var hjónavígslu hertogans af Kent og Marinu prinsessu útvarp- að í gærmorgun. Hlustuðu margir á það hjer, og' héyrðist alt greini- lega í góðum viðtækjum .Er þetta í fyrsta skifti sem konunglegu brúðkaupi er útvarpað. fsfisksölur. Gylfi seldi í fyrra- dag í Huil 1160 vættir af ís- fiski fyrir 1314 stpd. Geir seldi í gær 688 vættir fyrir 966 stpd. Hávarður ísfirðingur seldi einnig í gær 1150 vættir af bátafiski, en frjett um söluna ókomin. Togararnir. Sviði fór í gær til Akraness að taka þar bátafisk til vitflutnings. Haukanes fór til Vest- fjarða að taka þar bátafisk. Kára var lagt í Skerjafirði í gær. Straumrof, sjónleikur Halldórs Kiljan Laxness, sem Leikfjelagið er byrjað að sýna, er komin út á prenti. Spegillinu kemur út á morgun. Nýtt fjelag var stofnað í fyrra- kvöld á Hótel Skjaldbreið, og heitir það Skipstjóra og stýri- mannafjelag Reykjavíkur. Stofn- fjelagar eru milli 40 og 50. í stjórn voru kosnir Egill ,Johanns- son, Guðmundur Oddsson og Hall- frcður Guðmundsson. Hjálpræðisherinn, Opinber helg- unarsamkoma í kvöld kl. 8%- Söngur og hljóðfærasláttur. Allir velkomnir- Fjárlögin. Önnur umræða fjár- laganna hófst í sameinuðu þingi í gær. Marg'ar breytingartillögur lágu fyrir frá fjárveitinganefnd, bæði meiri og minnihluta. Nokkrar breytingatillögur’ lágu einnig fyr- ir frá þingmönnum, aðallega um verklegar framkvæmdií og ábyrgð ir. Búist er við, að 2. umræðu fjárlaga verði lokið í dag. Versluntim verður lokað frá hálegi á morgun, 1. desember. Bruggnn. Fyrir rúmri viku tók ÍÖgreg'lan fasta 3 Hafnfirðinga, og fann hjá þeim ólöglegt áfengi. Kvaðst einn þeirra, Þorsteinn Þor- geirsson hafa keypt vínið af Þor- steini bónda á Hellum á Rangár- völlum. Jónatan Hallvarðsson full- trúi var fenginn til að rannsaka málið. Náði hann tali af Þorsteini á Hellum í fyrradag og játaði hann að hafa selt umrætt vín, en kvaðst hafa keypt það af Þorsteini Tyrfingssyni í Rifshalakoti í Ása- hreppi. — Lögreglan fór austur í gærdag að Rifshalakoti. Var þá þar fyrir Þorsteinn Þorgeirsson úr Hafnarfirði, og hafði hann soð- ið upp úr einni tunnu nóttina áð- ur og átti um 30 lítra af full- brugguðu víni hjá bónda, Þor- steini Tyrfing'ssyni fundust um 240 lítrar af bruggi í gerjun, og honum til aðstoðar við bruggun- ina var sonur hans, 18 ára gamall. Föstudagur 30. nóvember. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfrjettir. 19,50 Aug'lýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Kvöldvaka: a)Síra Sigurður Einarsson: Sögtikaflar; b) Ólaf- ur Friðriksson: Að. villast; c) Böðvar frá Hnífsdal: Gaman- saga. — Ennfremur íslenslc lög. Jólabasar opna jeg í dag í Liverpool-kjallaranum, Vesturg. 3. Sem að vanda gott úrval af barnaleikföngum og allskonar jólavarningi. — Jólabasar minn, er þektur fyrir góð og greið viðskifti.. — Lítið inn. Amatörverslun Þorleifs Þorleifssooar. Sími 4683. Samkvæmt fyrirmælum laga nr. 58, 30. nóv. 1914, ber að framkvæma þrifaböðun á öllu sauðfje hjer. í lögsagnar- umdæminu. Út af þessu ber öllum sauðfjáreigendum hjer í bænum að snúa sjer nú þegar til eftirlitsmannsins með sauðfjárböðunum, herra lögregluþjóns Sigurðar Gísla- sonar, sími 1166 og 3944. Borgarstjórinn í Reykjavík, 29. nóv. 1934. Tómas Jónsion. e. u. Haupmenn og kaupfielðg! Kartöilumjölið góða, e r k o m i fl affiar. sjúkdómur Islending'a, á lang- bæstu stigi. Þó að Rask væri danskur mað- ur, þá gat honum ekki fallið í geð þessi útbreiðsla dönskunnar, sem engin danska var þó, heldur hrognamál og apaskapur. Rask fór hingað til að hitta fyrir sjer mál forfeðranna, hreint og óspilt. Ástandið, sem hann hitti fyrir, vakti viðbjóð iians. Áður hafði hann verið að ballaleggja samn- ingu fræðirita á íslensku, en öf- mgan smekk alþýðunnar, sem ekki vildi annað en skröksögur, kom honum í hug að hæta með því að þýða Don Kisjottar sögu (þ. e. Don Quixote eftir Cervantes), — sem í sannleika var ekki slæm hugmynd- Nú fer hann í óða-kappi að- vinna að því að reisa þær rönimu skorður, sem hann talar um, og er það fyrst og fremst með stofnun Bókmentafjplagsins og' út- gáfu ýmissa bóka, bæði fornra og nýrríi. En þegar á milli varð frá þessum störfum og öðrum (á ís- landsferðinni lagði hann síðustu höpd ;i ritið um uppruna íslensk- unnar) braust það, sem honum bjó í brjósti, fram í skáldskap, hapn tók að þýða á íslensku leik- rit Holbergs: Jean de France, og sneri því upp á íslenska staðhætti. Þessi þýðing hefir verið óútgefin og. að því er virðist, ókunn, þang- Ví > v,—nr-i - ■ ■•-rMITBMWIM—MMf að til Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn veitti henni at- hygli og gaf hana út1). Þessi út- gáfa er gerð af vanalegri vand- virkni útgefandans, og fylgir henni stuttur, en glöggur og góð- ur inngangur um uppruna þýð ingarinnar og umhverfi, og á hann vil jeg vísa þeim, sem meira langar að vita um þetta, En jeg skal taka hjer fram nokkur at- riði, sem mjer þykir helst þöri' um að ræða. Á ytri atvik þess, að Rask tók að þýða þetta rit, er auðvelt að benda. Þegar skömmu eftir að hann kemur hing'að til lands, les hann leikrit Sigurðar Pjetursson- ar. Hið síðara þeirra, Hrólfur, fjallar um einskonar Jean de France, íslenskan uppskafning, sem kemst í vinnu hjá kaupmanni og lærir þar dönskublending, þykist mjög af og læst ekki geta talao annað. Að öðru leyti er hann ólíkur Jean de Franee, því að hann er hrekkjalimur, en ekki x) Jóhannes von Háksen, Lud- vig Holberg: .Tean de Franee, þýtt og sniðið eítir íslenskum staðháttum af Rasmusi Rask, gefið út eftir eiginhandarriti þýð- anda, af Jóni Helg'asyni. Levin & Munksgaard, Kaupmannahöfn 1934. herlega fífl eins og hjá Holberg. Annars er í leikritinu litið upp til Dalstæds, danska kaupmanns- ins, svo að ekki verður - sýslumað- ur sakaður um neinn uppreisnar- hug. Á þeim árum, sem Rask var hjer, var nokkuð leikið í Reykja- vík. Rask segir sjálfnr frá því í brjefi, að hann hafi leikið Stygo- tius í Jakob v. Tyhoe. Bæði leik- rit Sigurðar Pjeturssonar voru sýnd, og er sagt, að Rask hafi leikið Dalstæd í Narfa, en Bjarni Thorarensen grobbarann Hrólf Ás- grímsson í Hrólfi. Nú hafði Rask gaman af leik og leikritum, og lá nærri fyrir hann að taká Holberg til athugunar. Narfi Sigurðar Pjeturssonar, það sem hann sá og heyrði í Reykjavík og skaplyndi hans sjálfs (hann var frábitinn hjegóma) rjeð því, að fyrir val- inu varð Jean de France, leikrit- ið um spjátrunginn danska, sem kemur frá Frakklandi ærður af þeim litlu og afskræmdu brotum franskrar menningar og máls, sem hann hefir lært í ferðinni, og vill ekkert nýta af því, sem heima fyr- ir tíðkast, hvort sem það er g'ott eða ilt,. Þess var getið hjer að framan, að Rask hafði oft komið fram sem Anti-Jean de France, þegar aðrir montuðu mcð þýsku eða frönsku, talaði hann íslensku- Þá tók nú Rask að þýða Jean de France á íslensku, og varð úr því Jóhannes v. Háksen, íslenskur uppskafningur, söm er einn vetur í Kaupmannahöfn, montar með dönsku sinni (sem auðvitað er öll meira og minna vitlaus) og vill hafa alt danskt. Því miður hefir annríki eða önnur áhugamál vald- ið, að hann lauk ekki \þýðingunni, komst ekki leng'ra en út í fjórða þátt. Og það, sem lokið er við, er aðeins til í uppkasti. og verður að taka tillit til þess. En reyndar þarf þess ekki; þýðingin er ef til vill ekki eins kröftug og frum- textinn, en hún er samt svo góð, að varla nokkur Islendingur hefði þá gert betur (það væri þá Sig- urður Pjetursson). Á þýðingunni er gott íslenskt mál, og það mun naumlega verða greint. að um haná háfi fjallað útlendur maður. Meétilr vandi var að eiga við orðaleikina hja Holberg og að breyta öllúm atvikum, svo að það ætti við Reykjavík. Rask varð að finna íslensk og dönsk orð, sem líktust að hljóði, og- setja þau í stað pere, mere o ,s. frv. hjá Holherg; vérður ekki annað sagt en að það hafi tekiSt sómasamleg'a. Smáatriði tók hann úr Narfa, og nöfnunnm breytti hann með hlið- sjóú af því leikriti. Og „staðfærsl- an“ er svo góð, að það virðist reglulegur Reykjavíkur-keimur að, og eru þó breytingarnar svo litl- ar sem hægt er að komast af með- Páll gamli Skíðason er fæddur í Þingholti, og faðir hans fyrir hann, Jón Hákonarson (sem eft- ir ferðina heitir Jóhannes von Háksen) kom með Eyrarbakka- skipinu og lá nærri þrjár vikur í Leith (það bjóst Rask við að gera, þegar hann lagði í sína íslands- ferð, en ekki veit jeg. hvort það varð ofan á), sonur Boga gamla vildi ekki ganga í kirkju nema þegár átti að prjedikast á dönsku (árið 1805 var nm það deilt, hve oft skyldi prjedika á dönsku í dómkirkjunni), a la Vimmelskaft verður „Garðahraunsk“ — og' þannig má halda áfram að telja. Það var leiðinlegt að Rask skyldi ekki liika við þýðinguna og gefa jhana út, því að það er óhætt. að I fullyrða. að hún er betri én á mörgum leikritum, sem þýdd voru og leikin í Reykjavík á síðastlið- inni öld .Hún er Rask til sæmd- ar, sýnir enn að nýju snildargáfu þessa mikla málamanns. Hún sýn- ir líka frá nýrri hlið liug hans til íslenskrar tungu, sem með dular- fullum hætti var fljettuð saman við líf hans og ævistarf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.