Morgunblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 2
2 >i ilMimnn JPlofgtmMa&ð titget.: H.f. Áxvakur, Reykjavlk. Ritatjórar: Jðn KJartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn og afgrelðsla: Austurstrætl 8. — Simi 1600. Auglýsing-astjðri: B. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slml S700. Helmasfmar: Jðn KJartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutil. Utanlands kr. 2.50 á mánutSl í lausasölu 10 aura eintakið. 20 aura metS Lesbðk. Skaítarnir og bæjarfjelögin. Bins og' skýrt var frá* hjer í blaðinu, lögðu Sjálfstæðismenn í fjárhagsnefnd neðri deildar til, að hinum gífurlega tekju- og éignarskatti. sem frumvarp ríkis- stjórnarinnar ráðgerir, yrði skift til helminga milli ríkissjóðs og viðkomandi bæjar- eða sveitar- sjóðs, þar sem skatturinn 'er inn- heimtur . S.jálfstæðismenn bentu á, að hin stórkostlega hækkun á tekju- skattinum, sem stefnt er að með frumvarpi stjórnarinnar myndi íaöga svo freklega á tekjustofn |i06Sar- og sveitarfjelaga, að þau ynin alveg gerð ósjálfbjarg'a og jafnframt neydd til þess að fara ípSmuklpddar tollaleiðir, til þess að afla tekna til sinna þarfa. Sjálfstæðismenn voru fúsir til jamkomulags um aðra skiftingu á skat.tinum. er fólst í tillögu þeirra. En stjórnarliðið vildi ekki við þessu líta og feldi tillögu Sjálfstæðismanna og- ljetu sig engu skifta. hvað yrði um bæjar- og sveitarfjelögin. En það er ekki víst, að bæjar- og sveitarstjórnir þakki stjórn- arliðinu fyrir afgróiðslu þessa máls, enda eru þegar farnar að heyrast raddir utan af landi í þessu máli. Þann 22. nóv. s. I. barst Al- þingi svohljóðandi símskeyti frá bæjarstjóranum á ísafirði: „Bæjarstjórn ísafjarðar sam- þykti á fundi í gær, að skora á Alþingi að tekjn- og eignarskatt- nr kaupstaða og sveita sje eftir- leiðis skift til helmings milli rík- issjóðs og viðkomandi bæjar- eða sveitarsjóðs“. Áskorunin var samþ. með 6:2 atkvæðum. Pjárlögin. Önnur umræða fjár- laganna stóð yfir til kl. rúmlega 3 aðfaranótt laugardags og' var þá umræðunni lokið, en atkvæða- greiðsln frestað, enda orðið fá- ment í þingsalnum síðast — aðeins ræðumaður, forseti og einn áheyr- andi. / 125 flöskur af „landa“. í gær fann lögreglan 125 flöskur af heimabrugguðu áfengi í Aðal- stræti 11 B, einnig þrjár flöskur af smygluðu áfengi. Yínið var falið í bananakössum, undir rusli. í gærkvöldi hafði ekki hafst upp á eigandanum, en lögreglan mnn samt hafa nokkra vitneskju hver eiga muni þessar birgðir. Farþegar með Brúarfossi frá útlöndum: Einar Benediktsson, skáld, frú Hlín Jónsson, hr. Rebild verkfr., Mrs. Stella Flygenring, hr. Jóhann Kristjánsson. Mr. W- J. Pearse, frú Katrín Einarsdóttir, frk. Guðfinna Guðmundsson. r MORGUNBLAÐIÐ Embætta- og sfarfsmanna- fjölguii §t|ói,iaai,!ið§iii§. \ Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra rauðliða. í Iramvörpam st|órnarliglsiii§, sem Alþingl Iiefir til meðícrð- ar, er gerf ráff fyrlr aðlminsta kosli 125 nýfuiti embæffum, sföðum og bitlingum. Hjeðinn Valdimarsson og matsgoggsmerki sósíalista. F jármála vitringur rauðu flokkanna. Sennilega hefir aldrei í tíð núlifandi manna verið eins dökt yfir atvinnuvegum þjóðarinnar og nú. Framleiðendur til lands og sjávar hafa verið að tapa fje undanfarin ár og safnað stór- feldum skuldum. Að þeir ekki hafa þegar gefist upp hrönnum saman, stafar eingöngu af því, að þeir lifðu í voninni — þeirri von, að hin margumtalaða kreppa myndi Iíða hjá og að henni lokinni myndi aftur birta. En þegar batavonin virtist nálg- ast í nálægum löndum, dregur nýjan sorta yfir atvinnulíf þjóð arinnar, sorta, sem ennþá sjest hvergi rofa í. Þessi sorti er hin illræmda haftastefna í verslun og viðskiftum, sem rutt hefir sjer rúms meðal viðskifta- þjóða okkar. Enn verður ekki sjeð hve þungar búsifjar þessi stefna kemur til að baka okkur ís- lendingum. Hitt er fullvíst, að við bíðum stórtjón af hennar völdum. Og það getur svo farið, að þessi háskalega viðskifta- stefna ríði okkar fjárhagslega sjálfstæði að fullu. Þegar svona er ástatt, ríður á ehgu eins mikið og því, að gætnir og vitrir menn haldi um stjórnartaumana. Einkum og sjer í lagi er áríðandi, að vel sje haldið á fjármálunum; þar sje gætt sparsemi og ráðdeildar í hvívetna. Það er því síst að undra. þótt mikinn óhug hafi slegið menn, er þeir sáu að á þessum tímum skyldi vera lagt fyrir Alþingi langhæsta f járlagafrumvarpið, sem þar hefir nokkru sinni sjest. En þannig hefir fjármála- ráðherra rauðu flokkanna, Ey- steinn Jónsson farið að. En ekki nóg með það, að Ey- steinn Jónsson leggi fyrir Al- þingi hæsta fjárlagafrumvarp- ið, sem þar hefir sjest, heldur hefir hann um tveggja miljóna króna tekjuhalla á frumvarp- inu. Skattabrjálæðið. Þenna gífurlega tekjuhalla — 2 milj. króna — ætlar fjár- málaráðherra rauðu flokkanna að ná með nýjum sköttum á þjóðina. Heitir það á hans máli. að auka kaupgetuna í landinu !! » Þessi sami f jármálaráðherra hjelt því fram í útvarpsumræð- um á dögunum, að hinir nýju skattar kæmu ekki niður á fram leiðendum, ekki á sjómönnum eða verkamönnum, heldur ein- göngu á kaupsýslumönnum og hálaunamönnum! Auðvitað eru þetta vísvitandi ósannindi og ble-kkingar, sem best má sjá, þegar athuguð eru tekjuauka- frumvörp stjórnarinnar. Tekju- og eignarskatturinn á að hækka stórkostlega. Er hækkun tekjuskattsins mest á lágum tekjum, eins og margóft hefir verið sýnt fram á hjer í blaðinu. Þessi skattauki á að færa ríkissjóði um 900 þúsund krónur. En hvaðan er þessi skattur tekinn? Fyrst og fremst af sveitar- og bæjarfjelögum, því það er þeirra skattstofn, sem hjer er ráðist freklega á. Af- leiðingin verður vitaskuld sú, að sveitar- bg bæjarfjelög verða að afla sinna tekna með grímu- klæddum tollaleiðum — með því að leggja á svokölluð um- setningar- eða rekstursútsvör, eins og þegar er farið að tíðk- ast víða. Þessi háskalega skatta- stefna stjórnarinnar kemur því áreiðanlega til að hvíla á öllum almenningi, beint og óbeint. Neysluskattar. Stjómin hækk ar stórkostlega toll á allskonar tóbaki, brjótsykri ,átsúkkulaði o. fl. Þenna skattauka áætlar fjármálaráðherra 2S0 þús. kr. Þó hjer sje um „óþarfa“ vöru að ræða, er þetta neysluvara almennings og kemur jafnt nið- ur á þeim fátæku sem ríku. Hjer er því. allur almenningur skattlagðup. Bensmskatturiim. Ilann á að hækka um 100% — eða työr; faldast og mun áætlað, að, sá, skattauki nemi um 300 þús. kr. Fæst nokkur heilvita maður til að trúa þeirri staðhæfingu fjár- málaráðherra, að þessi skattur snerti enga aðra en hálauna- menn og kaupsýslumenn? Að sjálfsögðu snertir þessi skattur bensínsalann Hjeðinn Valdimarsson. En ætli þeir fái ekki að borga brúsann, sem bensínið k;appa af Hjeðni? Bíla eigendurnir fá áreiðanlega að borga Hjeðni; hann mun sjá um sig. Skatturinn kemur niður á þeim,, er ferðast og flytja vör- ur með bílunum — eða m. ö. o. á almenningi. Sama er að segja um önnur skáttafrumvörp stjórnarinnar. Þau hvíla ýmist á neysluvöru almennings (öl,i gosdrykkir, kaffibætir o. s. frv.) eða leggj- ast með öllum sínum þunga á nauðsynjavöru almeönings, eins og stefnt er að með hinum mörgu einokunarfrumvörpum. Er það því furðu bíræfið af fjármálaráðherra að halda því fram, að nýju skattamir komi aðeins til að hvíla á hálauna- mönnum og kauþsýslumönnum. \ Til hvers á að nota fjeð? En til hvers á nú að nota fjeð, sem fjármálaráðherrann hygst að pína enn á ný út úr skattþegnunum ? Ekki má verja einum einasta eyri til að bjarga frá hruni að- alatvinnuvegi þjóðarinnar, sjáv arútveginum. Þegar Sjálfstæðismenn fara fram á, að verja megi á næstu árum útflutningsgjaldi sjávar- afurða til viðreisnar hinum að- þrengda sjávarútvegi, ætlar stjóm rauðliða gersamlega að tryllast. Meirá ábyrgðarleysi hafði stjórnin aldrei þekt! En hvað er það, sem stjórnin setur framar viðreisn þessa höf uð atvinnuvegar þjóðarinnar — atvinnuvegar, sérú þjóðarbú- skapurinn stendur og fellur með? Með því að skygnast um í frumvörpum stjómarinnar og hennar samherja, sem liggja nú fyrir Alþingi, má nokkuð sjá, til hvers stjórnin ætlar að nota fjéð. Hún ætlar að nota fjeð til hóflausrar embætta- og starfs- mannaf jölgunar og til bitlinga- gjafa til pólitískra samherja. Til þess að sýna og sanna, að hjer er ekki farið með stað- leysu út í loftið, þykir rjett að láta þjóðinni nú þegar í tje nokkum fróðleik í þessu efni. Embættaf jölgun stjórnarliðsins. Yfirlit það, sem hjer fer á eftir, um ný embætti, sýslanir og störf, launuð úr ríkissjóði, sem stjórnarliðið hefir sumpart stofnað og sumpart vill að stofn uð verði, er engan veginn tæm- andi. Það ber því nánast að skoða sem sýnishorn. Pf'/S‘S Ríkisútgáfa skólabóka. Sam- ■ /; ' u kvæmt frumvarpi þessu á ríkið að annast útgáfu allra kensty- bóka í barnaskólum. Yfirstjórn þessarar ríkisútgáfu skipa 3 menn: fræðslumálastjóri og 2 menn aðrir, annar tilnefndur af stjórn Sambands ísl. barnakenn ara og hinn skipar ráðherra. Ráðherra ákveður þóknun til þessara manna. — Hjer bæt- astþví 3 við starfsmannahópinn. Vinnumiðlunarskrifstofur. —- Frumvarp þetta er orðið að lög- um. Samkvæmt þeim lögum getr ur ráðherra fyrirskipað að stofn uð verði vinnumiðlunarskrifT stofa í hverjum kaupstað lands" ins. Yfir hverri skrifstofu skal skipuð 5 manna stjóm. Kaup- staðirnir á landinu eru 8 talsins og geta því komist 40 menn a$ í þessar stöður. Auk þess segir í lögunum, að stjórn vinnumiðl-r unarskrifstofu ráði forstöðu- mann skrifstofunnar og aðstoð- armenn, ef þurfa þykir. Bætast því við hópinn a. m. k. 8 for- stöðumenn og verða þá alls 48 rtýir starfsmenn. Kostnað af þessum skrifstofubáknum greið ir ríkið að Vs ,og bæjarsjóðir að %. Eftirlit með opinberum rekstri. Samkvæmt frumvarpi þessu skulu skipuð þrjú þriggjg. manna ,,ráð“, til þess að haf^, „yfirumsjón og eftirlit“ með opinberum rekstri. „Ráðin“ eiga að koma saman einu sinni á mánuði og fær hver „ráðs“- maður 400 króna þóknun fyrir starfið. Hjer bætast því 9 vi? starfsmannahópinn. Skipulagsnefnd eða ,Rauðka‘ —„Rauðka“ er svo kunnug al- menningi, að óþarft er að kynna hana hjer. Hún er skipuð 5 mönnum og allir fá þeir rífleg laun. Hún hefir ráðið skrif- stofustjóra með 7200 kr. árs- launum; skrifstofustúlku hefir \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.