Morgunblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ KVENÞJOÐIN OQ HEIMILIN Það vantar berðatrje - » - Jeg las um daginn greinarkorn í Mbl., í dálkum þeim sem ætlaðir eru kvenþjóðinni, þar sem dreþið var á það, að æskilegt væri að stúlkurnar færu úr yfirhöfnum sínum á veitingahúsunum, eins og karlmennirnir. Mig langar til þess að leggja hjer orð í belg. Jeg er sammála „borgarbúa". Það er æskilegt að fólk sýni almenna kurteisi, vaði ekki inn í utanyfirflíkum, hlýfð- arstígvjelum o. s. frv., þó á veit- ingastað sje. En það er einnig æskilegt, að föt gestanna sjeu vel geymd. Það er æskilega að gestirnir fái föt sín heil aftur úr fatageymslunni, en ekki illa útleikin með rifið fóður, eins og dæmi er til, vegna þess að þeim hefir verið ltuðlað upp á si\aga, í stað þess að hengja þau snyrtileg'a á herðatrje. Nú er mjer spurn. Gætu ekki forráða- menn vtjgtingahúsanna sjeð sjer það fært að útvega herðatrje í fatageymslur sínar, nóg af herða- trjám til afnota fyrir gesti sína? H'ver veit nema stúlkurnar sæju s.jer þá fært að skilja eftir kápur sínar í fatageymslunni, sæju sjer fært að láta af þeim ósið að koma í allri yfirhöfn inn á veitingahús. A. Hásráð: Geymsla á eggjtim. Tíska. 1 s I á morgun,miðjan dag og kvöld Altaf má nota slá. Enda tíðkast þau mjög um þessar mund- ir, um hvaða leyti dags sem er. Uti, eru þau aðallega úr skinni, snöggu skinni, persianer, breit- schwanz og ozelot (jagúarskinn) Ozelot er víst, mest, dáð, enda er það líka afár fallegt, sjerstaklega við grænt, og' vilji maður verða ennþá meiri, verður (múffa) hand- skjól að vera líka. Eins eru sláin líka úr ref, mest tíðkast silfurrefur eða rauðrefur, Kvöldsláin geta bæði verið úr fín- gerðu skinni, svo og úr öðrum fögrum efnum. Egg má geyma á margvísleg- an hátt, en þau haldast lengst óskemd sjeu þau hrein og ný- orpin, þegar þau eru sett til geymslu. Ófrjóvguð egg geym- ast betur en frjóvguð egg. 1. Eggin eru geymd í grind, sem er sjerstaklega ætluð til geymslu á eggjum, er hún með götum hæfilega stórum fyrir eggin. Er þeim stungið einu í hvert gat, en aðalatriðið er, að snúa þeim að jafnaði við, þann- ig, að það sem upp snýr snúi niður. 2. Eggin eru látin í síu, síðan er hún látin niður í sjóðandi vatn. Nú er talið hægt upp að tíu og eggin tekin upp úr, þurk- uð og látin niður í kassa hvort fyrir sig, og svo vel um búið, að megi snúa kössunum við (en það þarf að gera vikulega). 3. Hrein egg eru geymd í kulda, þó ekki það miklum að þau frjósi. 4. Eggin eru geymd í „vand- glas“ (það fæst í lyfjabúðum), 10 hlutar vatn, 1 hl. „vand- glas.“ \ M U N I Ð -------að það er nauðsynlegt að halda karklútnum ávalt vel hreinum. Til uppþvotta er kar- klúturinn ekki notaðui-, heldur burstar, en hann verður samt að vera við hendina. Eftir notkun verður að }>vo hann vel, skola og hengja hann upp til þerris. Kar- klúturinn á að vera úr mjúku efni, }>á er betra að halda hon- úm Ffreinum. Vestin koma aftur. Fyrir 5—6 árum voru vesti mjög í tísku, en síðan hafa þau alveg horfið úr sögunni. En nú koma þau á ný fram, dálítið breytt þó, með nýju sniði og með meiri til- breytingu og fjölbreyttari. , Maður kannast vel við sniðið á vesti nr. I. En við höfum ekki áð- ur vitað þau úr skinni. En þetta vesti er úr skinni — ozelot — indælt innan undir kápu, svo hlýtt að nefið verður jafnvel ekki rautt. þó kalt sje úti. Nr. II, er úr þykku ullarefni, líku flóka, reimað með bómullar- sn úru. Framan í vestið eru saumaðir upphafsstafir eigandans. Það tíðk- ast mjög þessa stundina að setja upphafsstaf sinn í fötin, hann er jafnvel hafður stór og áberandi. Matreíðsla. Eftirmiðdagskaffi - eða te. , Niðurl. Smurt brauð með banan. Hveitibrauðssneiðar, sem eru frekar þunnt skornar, eru ristar yfir eldi eða bakaðar á þurri pönnu, svo að þær verði ljós- brúnar. Brauðsneiðarnar eru smurðar með smjöri. Bananarnir eru flysjaðir og skornir í sneiðar. Banansneiðunum er raðað í hring á brauðsneiðarnar, hæfilega gisið. Þar yfir er sítrónusafi kreistur. Hafi maður ltarsa er honum stráð yfir. Rauðberjahlaup er sett í miðjuna um leið og brauðið er borið inn. Smurt þrauð með tómat. Normalbrauð er skorið í sneiðar og smurt. Hver sneið er skoriu í tvent, og hver sá partur aftur skorinn á ská, svo sneiðin verði í 4 pörtum. Tómatarnir eru skornir í sneið- ar og sneiðunum raðað á brauð- partana. Á tómatana er sett hálf sneið af sítrónu. Smjörhringir. 200 gr. smjör. 200 kr. hveiti. V2 egg. 2- matsk. sykur. 50 gr. möndlur. Smjörið er mulið í hveitið, svo það Arerði jafnt, og því hnoðað saman, en það verður að taka laust á því, því annars verður það feitt. Látið á kaldan stað um stund. Heitt vatn er sett á möndlurnar og' þær saxaðar gróft og blandað saman við sykurinn. Eggið hrært saman við. • Deiginu skift í fjóra parta og hnoðaðar kökur sem breiddar er út. Það á að veramjög þykt. Tekið undan glasi og innan úr hverri köku er tekið með stórri fingurbjörg svo að myndist hring- ir, sem smurðir eru með eggi og dýft ofan í sykur með möndlunum og sett á kalda plötu. Bakað ljós- brúnt við mikinn hita. Kramarhús. 1 egg. * Sykur, jafn }>ungur egginn. Hveiti sama þyngd. 1—2 matsk. vatn. . 2 dl. þeyttur rjómi. berjahlaup. Egg'ið og sykurinn hrært, uns það er þjett froða. Þá er Jhveitið hrært saman við og vatninu. Látið með teskeið á vel smurða plötu. Flatt út kringlótt, með breiðum hníf. Bakað Ijósbrúnt. Um leið og kökurnar eru teknar af plötunni eru þær vafðar saman eins og kramarhús og því snúið inn sem snjerí að plötunni, Kramarhúsun- um stungið hverju inn í annað Sú tíska hefir ekki sjest hjer enn þá enda bætt.ur skaðinn. Vestið ei- annars vel til þess fallið að lífga upp gamlan kjól frá því í fyri'a. Þriðja vestið. er með nýjasta sniði, köflótt og hneft á bakinu, með litlum kringlottum hnöppum. um leið, með opnu hliðina niðiir, svo að hliðin pressist saman. Kólni kölcurnar of fljótt, harðna þær, og })á })arf að velgja þær á ný, svo hægt sje að vefja þær. Hægt er að geyma kramarhúsin lengi. Þeg- ar kramarhúsin eru borin fram er berjamauk sett í botninn, þvínæst þeyttum rjóma sprautað ofan á og berjamauk efst. Raðað í hring á fat og skreytt með þeyttum rjóma. Klumpkaka. 100 gr. smjörlíki. 100 gr. sykur. 2V2 egg. 100 g'r. hveiti. Ví tesk. lyftiduft. 50 gr. kúrenur. 50 gr. rúsínur. 25 gr. súkkat. Smjörlíkið hrært með sykrin- um. Þar í er eggjarauðunum hrært. Hrært vel. Rúsínur og kú- renur eru hreinsaðar og súkkat- ið brytjað og hrært saman við. Iíveitið og lyftiduftið er hrært saman við og síðast liinum stíf- þeyttu hvítum blandað saman við með hníf svo loftskúlurnar springi ekki. Sett í vel smurt hringmót og bakað % klst. Mótið lagt á lilið- ina og þegar það er næstuni kalt er kakan tekin úr. Hún er borin inn í heilu lagi á ki;inglóttum diski með pappírspentudúk á, ásamt gafli og hníf. Helga Sigurðardóttir. M U N I Ð — — — að vel má varast að eldhúsáhöld ryðgi. Er um að gera að heng'ja áliöldin ekki upp fyr en þau eru orðin vel þurr. Þegar búið er að þurká þau með rýju er best að setja þau við hita, raf- magnsplötuna eða eldavjelina. Þá verða Jiau það þur að þau ryðga ekki. — — — að ef lindarpenninn lekur er oft gott að fara með hann þannig: Penninn er tæmdur, svo að ekkert blek er í honnm, fyltur með köldu vatni, tænulur á ný og skolaður nokkrum sinn- um. Síðan er hann látinn liggja í köldu vatni yfir nóttina, eða nokkra tíma. Eftir það getur penninn verið ágætur, því að oft er orsökin til þess að hann lekur ekki önnur en sú, að ryk liefir safnast fyrir og stíflað. -----'— að frárensli frá vaskn- um vill oft stíflast. En til þess að koma í veg fyrir það er g'ott, að hella við og við sterkum sóta- legi og sjóðandi heitu vatni niður í pípurnar óg láta sem minsta fitu fara í vaskinn. --------að ferðateppi. teppi sem höfð eru í bílum o.fl. er best að þvo úr saltvatni. Sje tækifæri til þess er ágætt að láta teppin lig'g'ja í bleyti í sjó, þarf að eins að skola þau til. því að saltið le'ysir upp óhreynindin. Síðan eru þau hengd upp rennandi blaut og þegar þau eru orðin þur, verða þau áftur falleg og hrein. Ann May Wong. Þetta er filmstjarnan kínverska, sem hefir víst aldrei til Kína komið. llún er um þessar mundir í London. En eftir nýár er í ráði að liúij fari til Kaupmannahafnar og sýni Hafnarbúum listir sínar, á „National Scala“. Tískan í þágu listamanna. Tímarnir breytast fljótt, sjer- staklega á sviði tískunnar. Nú þykir það í hæsta máta vel til fallið að láta handmála ljósu sumarskóna sína, með sama lit og munstri og kjólinn. Þetta er gott fyrir atvinnulausa listamenn, sem á þann hátt geta unnið sjer inn skilding. Upprennandi stjarna. Paula Wesely, leikkonan aust- urríska, sem ljek/ Gretchen í Faust við hátíðleikana í Salz- burg í fyrra og hlaut mikið lof. Síðan hefir hún leikið á móti Willy Forst í stórri austurrískri kvikmynd og mikið verið látið af henni fyrir leik hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.