Morgunblaðið - 08.12.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1934, Blaðsíða 6
6 MORQUNBLAÐIÐ Laugardaginn 8. des. 1934. Appelsínur, st'órar, steinlaus ar (Jaffa style), Appelsínur (Valencia) 12 stk. 1 króna. Bananar Vínber Sítrónur. Nýfit lastakgðt af ungu. Dllkakjðfi af 15—18 kg\ dilkum. Grænmeti Oe* Nýir ávextir,* 1] nýkomið. 0-«MM Grettisgötu 64. Sími 2667. og Keykhúsið, Grettisgötu 50 B. Sími 446.7. I dag: Nýtt hrossabuff, Nýreykt kinda og hrossabjúgu. Fiskfars og kjötfais. Wienar- og Miðdags-pylsur. AHskonar álegg. Matargerðin. Njálsgötu 2. — Sími 1555. Rósói tiái btfQitadiiifig Sallfiskscinokunin skal i gegn livað sem bankariiir eða Fi§ksölu§ambandið segja! (>:• viður- kent fyrir live vel það lireinsar öll óhreinindi úr hárinu ow gerir það fagurgljá- andi. E.f. Efngpeiö Beykjavíknr. Kem. fekn. verksmiðja. Frumvarp atjórnarinnar um fiskimálanefnd o. fl. hefir verið á dagskrá neðri deildar síðustu daga. Er það 3. umræða máls- ins. — Sósíalistar ganga ríkt eftir að mál þetta nái fram að ganga, enda er með frumvarpinu stefnt að fullkominni einkasölu á saltfiski. Sjávarótvegsnefnd Nd. hafði á fundi 29. f. m. ákveðið að senda báðum höfuð bönkunum og Sölusambandi ísl. fiskfram- leiðenda frumvarpið til umsagn ar, en sósíalistar voru svo bráð- látir að koma málinu áfram, að þeir vildu ekki bíða eftir umsögn þessara stofnana, sögðu að Alþingi varðaði ekkert um hvað þessar stofnanir befðu að segja! Ekki tókst þó sósíalistum að koma frumvarpinu út úr neðri deild áður en þessar stofnanir gátu. látið í ljósi skoðanir sínar á málinu og var skýrt frá þeirra áliti í blaðinu í gær. Nú stendur ekki á f jenu! Síðustu daga hafa komiðfram í neðri deild nokkrar breyting- artillögur við frumvarp stjórn- arinnar. Ein brtt. er frá stjórnarlið- um í sjávarútvegsnefnd, flutt í samráði við stjórnina. Sam- kvæmt h'enni er ríkisstjórninni ,,heimilað“ að veita einstakling um og fjelögum lán eða styrk, til þess að gera þeim kleift að koma upp tækjum til þess að verka fisk og aðrar sjávaraf- urðir með nýjum aðferðum, svo sem herðingu, hraðfrystingu o. fl. svo og til að gera tilraunir með útflutning og sölu sjávar- afurða á nýja markaði. Skal fiskimálanefnd úthluta þessum lánum eða styrkjum. Er ríkis- stjórninni ,,heimilt“ að verja alt að 1 miljón króna í þessu skyni og má hún taka fjeð að láni. Nú er ekki skortur á fje til útgerðarinnar, enda er verið að hlúa að stefnumáli sósíalista, einokuninni! En ómögulega mátti verja einum eyri til Skuldaskilasjóðs útgerðar- manna, er Sjálfstæðismenn báru fram! Nú er ekki spurt um það, hvaðan fjeð eigi að koma. Bara að taka lán! Dag eftir dag hafa fulltrúar sjávarútvegsins á Alþingi, þeir, sem bera vilja hönd fyrir höfuð þrautpíndra útgerðarmanna, staðið undir þungum ásökunum frá stjórninni, fyrir að bera fram frv. um Skuldaskilasjóð og Fiskiveiðasjóð. Þeim hefir verið brugðið um ráðleysi, van- rækslu o. fl. af líku tæi, fyrir það, að vilja Iáta þenna at- vinnuveg fá stuðning af eigin f je! — Sömu ráðherrar miklast nú af því, að þeim dettur í hug að hampa nýrri lántöku framan í landsmenn!! Hvílík hræsni! j Er bersýnilegt, að þessi breyt ingartillaga um miljónina(!) er fram komin nú, vegna þess, að ! stjórnin skammast sín fyrir hin ar fáheyrðu undirtektir undir nauðsynjamál sjávarútvegs- manna, er milliþinganefndin bar fram. Miljóna-„heimild- in“ á að vera einskonar plástur á vonbrigði útgerðármanna, plástur, sem hampa má fráman í menn, en þess gætt að hafa þetta í heimildarformi svo auðvelt verði að svíkja. að Aðrar breytingar- tiilögur. Þeir Jóh. Jósefsson og Jón Ólafsson bera íram víðtækar : brtt. við frumvárpíð. Var aðal- i breyting þeirra sú, að fella al- ! gerlega burtu úr frumvarpinu I einkasöluheimildina. j Ýmsar fleiri mikilsvarðandi : brtt. flyt.ja þeir Jóh. Jós. og J. j Ól., svo sem um það, að felía i burtu þær greinar frv., er banna ! útgerðarmönnum að verka fisk I öðru vísi en fiskimálanefnd fyr- 1 isskipar, einnig auka þeir mjög : frjálsræði útflytjenda að því er snertir framboð á fiski o. s. frv. Loks flytur Ásg. Ásg. margar brtt. við frumvarpið, m. a. um það, að í fiskimálanefnd megi ekki skipa neinn þann, er starf- ar að fiskútflutningi. Mál þetta var allmikið rætt í fyrradag og svo aftur á kvöld- og næturfundi s.l. nótt. „Rauðka". Frumvarp stjórnarinnar um heimild handa skipulagsnefnd (þ. e. ,,Rauðku“) til þess að krefjast skýrslna o. fl. hefir verið á dagskrá neðri deildar (til 3. umræðu) marga undan- farna daga. Forseti hefir við og við verið að leyfa mönnum að setjast á bak ,,Rauðku“, en bykkjan er löt og illa tamin og kemst því lítið áfram. Annars kemur það æ berleg- ar í íjós við umræður um þetta mál, að sósíalistum er harla lítið um ,,Rauðku“ gefið, ef Sjálfstæðismenn eiga að fá menn í nefndina. Emil Jónsson, sem er einn riddaranna á ,,Rauðku“ nú, sagði t. d. í gær, að hann væri þeirrar skoðunar, að ekki.ætti að nota rannsókn- arvalds-heimildina ef Sjálfstæð- ismenn kæmu í nefndina, nema því aðeins að fyrir lægi skýlaus yfirlýsing flokksins um það, að hann vildi vera góða barnið og vinna ,,af heilum hug“ að verk efnum nefndarinnar. Þessi ridd ari leit svo á, að Sjálfstæðis- menn hefðu ekkert að gera í nefndina, nema þeir hefðu hið Ryskingarnar á narcífirQi. Skýrsla logreglustfóra. Frá Norðfirði barst. útvarpinu í gær svohljóðandi símskeyti um atburði þá er þar gerðúst 1. þ. m. og er lögreglustjóri Neskaup- staðar heimildarmaður: Umræddur dansleikur fór fram í barnaskólahúsinu. Var dansað í leikfimsisalnum en veitingar fóru fram í söngsal skólans. Klukkan um ei-tt um nóttina voru báðir lög- reglumennirnir, -Jón Baldvinsson lögregluþjónn bæjarins, og Vil- helm .Jakobsson löggæslumaður, staddir upp á efra lofti meðal annara er þaj- voru. A ganginum voru Raifdver Bjarnason frá Ekru, sem var und- ir áhrifum víns. Þegar hann ætl- aði að ganga inn í skemtisalina bannaði Vilhelm honum aðgang. Varð lítilsháttar orðakast milli þeirra, og alt lenti þar í bendu. Þeg’ar Jón lögregluþjónn ætlaði að koma Vilhelm til hjálpar sló 01- ,afur Bjarnason frá Ekru lögreglu- þjóninn í rot. Sjer nokkuð á um eftir höggið- Eftir nokkurn bardaga var helm borinn ofurliði og báru þsár Sigurjón Ingvarsson, Sveinn Mag» ússon, Valdiniar Andrjesson 6§s Sigurður Jóhannesson hann a!®- ur tvo stiga og fleygðu honxua og fram af tveggja og háMI metra háum dyrapallí. Úti fyrir dyrum var dimt. A* það var að engu haft, Kveðst haw» alls hafa skotið þrem skotum •» vitnisburðir þar um eru ówn»- hljóða, Sannast hefir að • þessir menn hlutu áverlta: Svavar Vi§ lundsson fekk skot gegnnm hönál, Gunnar Guðjónsson særðist á $. fingrum og Valdimar Andrjessó* fekk skot grunt í gegnum lærið. Lögregluinaðurinn Vilhelm Jak obsson .særðist allmikið á fingraát og hlaut fleiri meiðsl, enda vari hann fyrir illri meðferð og b*w* smíðum. Hrossasalan til Þýskalands. Góðar horlur. í fyrravor fekk Jóliánn Þ. Jós- efsson alþm. því ti I leiðar komið, að trúnaðarmenn landbvinaðarráð- ■ lierrans þýska lofuðu að beita sjer fyrir því, að veitt yrði inn- flutningsleyfi fryir 1500 ísb hross til Þýskalands á ári. Skyldi innflutningstollur á hestum þessum lækkaður svo að þeir verði samkepnishæfír . við aðra hesta, sem fluttir eru til Þýskalands. Tnnflntningstollur ,á hestuin er þar 500 ríkismörk, eða um 900 kr., svo hann gildir sem innflutnings- bann á ísl. hesta. En með 50 rík- ismarka tolli n hest er innflutn- ingur mögulegur á ísl. liestum. Erfiðleikar reyndust á að koma tollaívilnun þessari í kring. En í september í haust var ákveð- ið að þýska stjórnin keypti hjer 600 hesta. Gerðar voru þær kröf- ur til stærðar hestanna, sem sýui lega var mjög erfitt, eða ómögv Iegt að úpþfyfTa ■ Því voru sendir liingað tvek" sjerfræðingar til að athuga hroas- in. Keypt voru að lokum aðein* 200 hross, sem kunnugt er. En tal- að var um, að ef héstarnir reynd- ust vel, yrði fleiri keyptir til við- bótar að vori. Nú hafa komið freg’nir fré mannl gjörkunnugum hestavers)- un í Þýskalandi, að hestarnir hai* verið fallegir útlits og telur han* , víst að þeir reynisf vel á smábýl- unum nýju. Eftir því ætti að vera vón m*. að hægt verði að koma því í krinjr jað fá innflutningsleyfi á fðOO hest tun á ári framvegis. rjetta pólitíska ,,hugarfar“! Hvert þetta ,,hugarfar“ er, vita sjálfsagt allir. Emil hjelt því einnig fram,' að nefndin myndi, án rannsóknar- heimildarinnar geta aflað sjer þeirra skýrslna, er hún þyrfti. I sambandi við þetta er rjett að geta þess, að nefndin hefir und- anfarið verið a,ð krefja menn og stofnanir um ýmsar skýrslur, en hún hefir ekkert vald til neins slíks og hvílir engin skylda á einkafyrirtækjum að láta nefndinni í tje minstu upp lýsingar. Menn verða vel að athuga, að ,,Rauðka“, eins óg hún er skip- uð nú, er beinlínis sett til höf- uðs einkarekstri og frelsi ein- staklingsins. Slík pólitísk nefnd mun því ekki hika við, ef svo ber undir, að nota upplýsingar er hún fær aflað sjer, til þess að koma einkarekstri á knje og til þjóðnýtingar hinna ýmsu greina atvinnulífsins. Námskeið. Smíðanámskeið’ fyrir atvinnulausa pilta á aidrinum 14-20 ára. Á fundi, sem haldnm var í fyrrakvöld samþykti sliólanefnd að veita, leyfi til þess að haldi* yrðu verkleg námskeið í barna- skólimum hjer fyrir atvinn*- lausa unglinga. á aldrinum 14— 20 ára. Kensla fer fram á k-vöklin, 3— 4 kvöld í viku 2—21/, stnnd á. kveldi, í smíðistofum barnaskól- anna og hafa, smíðikennarar skól- anna lófað að annast kensluna. Efni verður útvegað ókeypis og er ætlast til að nemendur geti selt muni, sem þeir smíða. Yegna rúm- leysis geta fyrst ufn sinn ekki nema 25—30 nemendur komist að, en þeir sem vildu sinna ]iessu erw b.eðnir að Itoma á kennarastofu Austurbæjarskólans kl. 5—7 á dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.