Morgunblaðið - 13.12.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 13. des. 1934. „Ráðkænskan". íslensk list. í Alþýðublaðinu 24. nóv. er ein af hinum óþrotlegu blekkingum, ósanninda og árásarg'reinum á togaraútgerðina í landinu. Meðan vel gekk iitgerðin, er svo látið heita þar: ,,Engir varasjóðir voru stofnaðir, engir fyrningarsjóðir“, ásamt vanalegum dylgjum um á- vöxt einkafyrirtækja, ráðdeild og ráðvendni útgerðarmanna. Annað hvort er þetta sagt af vítaverðum ókunnugleika, um svona mikilsvert mál og stórorða fullyrðingu, eða af óskamfeilnu blekkinga- og árása innræti. Jeg hygg að öll togarafjelög hafi byrjað hjer feril sinn með miklum lánum og stórfeldum skuldum, en greitt mikið af þeim skuldum meðan vel aflaðist, sölu- verð var hátt og kröfum stilt í hóf. Einnig lækkaði mikið verð skipanna í eignareikningi eða safn að varasjóðum, meðan það var möghlegt fyrir ásælni öfundsjúkra og óvitura manna og sjergæðinga. Jeg hefi nú lijer fyrir framan mig 12 ára reikninga eins togara. Þar í er þetta: í árslok 1925 er varasjóður og fyrningarsjóður ■orðinn 154.318 kr. Bankaskuldir ■eru þá komnar niður í 67.283 kr. En í árslok 1933, eru sjóðir þessir úr sögUnni, og bankaskuldir komn «r aftur upp í 161.000 kr. Þó var meira virði óseldi fiskurinn við árslokum 1925 en 1933. Hinsvegar höfðu að vísu eignir fjelagsins aukist ofurlítið, og verð skipsins verið lækkað fyrir fyrningu, þrátt fyrir miklar aðgerðir og endur- bætur. — Viðhaldið hefir ekki verið talin eigm, til að hækka verðið um tugi þús, kr., eins og í bæ.jarútgerð í Hafnarfirði. Af hverju stafar þessi mismun- ur ? Er það einungis af ráðleysi, óstjórn og ágirnd útgerðarmannq ? Eða af því að frjálsræði. framt.ik og áhugi einstakra manna sje svona mikið lakara, en þvingandi einokun ríkis, eða lamandi ein- skorðun bæjarreksturs? Þó að þessum spurningum verði ■ekki svarað hjei og' ekki sje hægt að rökræða svo yfiigripsmikið vandamál í stuttri greiri, vil jeg þó sýna fáeinar tölur í þeirri von að þær kdlani að leiðrjetta rót- gróin misskilning og gefa vís- þending- um orsakir og afleiðinu- ■ar. Ásælni útgerðarmanna. Hlutafjeð í fyrnefndri ritgerð, •er 266.000 kr. Það var dregið sam- an hjá mörgum mönnum, víðsveg- •ar, sjómönnum, bændum og verka- mönnum, jafnvel með einka ián- töku að einhverju leyti. Fjögur ár af átta, hafa þeir enga vexti feng- ið af þessu fje sínu, en samt orðið að g'peiða af því háa skatta, bæði tii ríkis og bæjar. Háa skatta, af minltandi eign og rekstrartapi. Stjórnar- og framkvæmdarkostn aður þessa fjelags, allur, með skrifstofukostnaði og endurskoð- un, hefir verið að meðaltali þessi •8 ár (1926—‘33) 7657 kr. 75 au. Það er að meðaltali af seldum afla sömu árin, 2%. — Formenn fje- lagsins hafa aldrei frá byr.jun tek- ið meiri ómakslaun en 500 kr. á ári. Hafa þessir eigendur og útgerð- armenn sýnt mjög mikla ásælni? Hafa þeir arðrænt eða stolið miklu af verkamönnum, bæ eða'ríki? Hafa ekki útgerðir ríkis og bæja fremur arðrænt og stolið útsvari og sköttum frá bæjunum og rík- inu. Mjer ér ekki kunnugt um reikn- inga annara sííkra fjelaga, en jeg' tel þó víst, ^ð flest liafi þau gætt alls sparnaðar, sem tiltækilegt þótti og kostur var á í rekstri og meðferð afurðasölu. Og þessir atvinnurekendur hafa þó sjálfir orðið að leggja mikið í kostnað, til að endurbæta útgerðar tækin, og verja miklu fje í tví- sýnar tilraunir um dreifing mark- aða og endurbætur afurðasölunn- ar. . Þetta var ríkinu skylt að kosta, þaf sem það vitanlega stendur eða hrynur eftir afkomu útgerðarinn- ar, eins og högum þess er nú hátt- að. En í stað þess að ríkið hefir sýnt mjög litla viðleitni í þá átt að hjálpa útgérðinni, og barna- lega fávísi í því að bjarga frá giötun aoáltekjustofni sínum, iiafa ráðsmenn ]>ess og ráðunautar, margfaldlega meira níðst á henni með miljónasköttum árlega. — Þeir hafa sært og slitið íífæð þjóð- arinnar, svo henni er að blæða út. Og þeir, sem þóttust ætla að bæta framtíð sjómanna og koma í veg fyrir atvinnuleysi, þeir liafa svift sjómenn nokltura mánaða atvinnu og stofnað til þess at- vinnuleysis, sem nú ríkir og fram undan er, ásamt öðrum utanaðkom- andi þvingunum. Nú er svo komið að akkert get- ur bjargað þjóð vorri frá gjald- þroti, nema sjerstök ráðdeild og' sparnaður á, öllum sviðum. ,,Arðrændu‘ ‘ mennirnir. Nokkuð er erfitt og óvíst að ná því alveg nákvæmlega í krónum, upp úr svo margbrotnum reikn- ingum 8 ára, hvað sjómenn og verkamenn, eða þeir arðrændu á máli Alþýðublaðsins, hafa borið ilr bítum á þessum árum. Sömu árunum, sem eigendur fjelagsins hafa tapað fje í tugum þúsunda króna, af eign sinni í fjelaginu. Miklu getur þetta þó ekki munað frá þeim tölum, sem næst verður komist. Þrátt fyrir lnildu stvttri útgerð- artíma, minni afla, og lægra verð en áður, verða þetta þó kringum 1.570.564 kr. (rúml. iy2 milj. kr.) öil árin, eða ái'lega 196-320 kr. Arin þar áður fóru þessi beint út-' lÖgðu verkalaun yfir 200 þús. kr„ sum árin mikið þar yfir. Og þó er það ótalið, sem felst að öðru leyti í verkalaunum, svo sem vio uppskipun og verslun með kol og' salt, og vinnu^hjer á landi við veiðarfæri, ís, matvörur skipshafn- ar o. s. frv. Miðað við ])essi verka- laun (196 þús. kr.), eru laun stjórnar, endurskoðenda, fram- kvæmdarstjóra og allur annar skrifstofukostnaður, aðeins 3,9%. Hvernig eru þessi hlutföll hjá Síldareinkasölunni ? Hvernig eru þau hjá bæjarút- gerð í Hafnarfiði og ísafirði? Skattarnir. Auðvelt er að rekja beinu skatt- ana, sem skrifstofa fjelagsins greiðir til ríkis Og bæjarsjóða. En tollarnir af kolum, salti, veiðar- færum, kaffi, sykri, matvörum o. fl. vei'ða ekki raktir hjer, þó stóra summu geri þeir líka. Fyr nefnd 8 ár hafa beinu skatt- .arnir orðið 169.053-56 kr., eða 21.131 kr. 70 au. árlega til jafn- aðar. Beinu skactarnir eru nær því að verða þrefalt en tvöfalt hærri, en allur stjórnar- og framkvæmdar- kostnaðurinn — sennilega nærri fimmfaldir með tollunum. Hvar í víðri veröld mundi slík áníðni finnast á framleiðslu og út- flutnings-fjelagsskap? Víst er, að ékki þarf að leita neinnar líkingar í nálægur löndum. í staðinn, fyrir 'útflutningsg jöld af innlendri framleiðslu, leggja ríkissjóðir þeirra landa útgerðar- mönnum hjálp og liðsinni, með að- gengilegum lánum, við leit að nýjum mörkuðum, sölutilraunir, bætta meðferð og breytingar á framleiðsluvörum. Þar að auki sumstaðar með beinum styrkveit- ingum og ótrúlega háum verð- launum, t. d. í Frakklandi* (með auðleystum skilyrðum) 38 kr. á hvert útflutt skpd. af fullverk- uðum fiski. Alstaðar eru kolin, olían, saltið, veiðarfærin og flestar aðrar nauð- synjavörur, mikið ódýrari en hjer. Kaupið miklu lægra, bæði á sjó og landi, og ráðningarkjörin á margan hátt ljettari og aðg'engi- legri. T. d. eru víða hlutaskifti J, sjávarafla, í staðinn fyrir hæsta kaup, hversu illa sem gengur. Lengra er hjeðan, erfiðara og dýr- ara að koma söluvörum á markaði, og hvar senj litið er á kostnaðar- hlið útgerðarinnar, er aðstaðan gagnólík hjer og hjá-keppinaut- um vorum í nágrannalöndunum. Hjer við bætist líka, að allar aðal fiskitegundir vorar, a. m. k. þær sem saltaðar eru, þær eru nú ekki í hálfu verði einu sinni, við það, sem þær voru 1924—1925. Finst þeim nú, sem vilja vita sannleikann í þessu efni, og þora að játa hann, að það sjeu nokkur undur eða óskiljanlegt, þó útgerð- armenn hafi tapað miklu f.je á síðastliðnum árum? Finst þeim að ráðleysi þeirra einu saman, sem fyrir útgerðinni standa, eða ásælni þeirra og fjár- drætti — eða jafnvel beinum þjófnaði — sje um það að kenna, þó þeir geti ekki íengur þolað því líkan aðbúnað, og samkeppni við aðrar þjóðir? Hvernig á að koma því saman, að landbúnaðurinn fái nú og á næstu árum 11 y2 milj. kr„ sem vitanlega verður að koma og er ætlað að koma, að langmestu leyti frá út- gerðinni, en róa þó að því öllum árum, að hún geti ekki einu sinni orðið sjálfbjarga, hvað þá aflögu- fær ? Þegar þjóð vor fer að átta sig betur en nú í bili á gætUegri fram- takssemi einstakra manna og fje- laga, og frjálslegri atvinnu, þá tel jeg víst, að hún viðurkenni þar kosti, dugnað og' fórnfýsi. Og eins víst hitt, að fordæmt verði einokunarbrölt, ófrelsisfjötr- ar og sannfæringarkúgun ein- stakra manna og flokka. Það er áreiðanlegt og ánægja til þess að vita, að yfirleitt eru Islendingar listhneygð þjóð — og það hafa þeir verið frá fornöld. Aðallega er það skáldskapar- formið, sem auðkent hefir list- I hneigð okkar. Skáld hafa ágæt verið fyr og síðar. Þaii hafa sáð kjarna í sálir okkar, sem hefir haldið anda okkar vakandi á örvæntingartímum og í örðugleik- um nært vonirnar, svo að við trúum ætíð á mátt og megin. Nú á seinni árum, eru ekki ein- 4 göngu áhugamikil skáld á ferð- inni, heldur hafa bæst við hópinn listahetjur, sem tileinka sjðr önn- ur form, t. d. söng, hljóðfæraslátt og málaralist. Enginn efi leikur á því , að bak við þessi form finn- ast þrautseigir og dugandi kraft- ar, sem ár eftir ár fórna orku sinni og tíma til framþróunar list sinni. Þjóðin hefir tekið þessum ungdómi sínum ágætlega. Hún virðist skil.ja þrá nýju kynslóðarinnar, og þótt hún opinberi sig í tónum eða myndum, sem lítið liefir A'erið þekt eða stundað h.jer á landi fyr, þá er því tekið með fögnuði. Þeg-* ar ungur piltur dregur upp fyrstu myndirnar sínar, verður mikil gleði á heimilinu. Vonarneisti vaknar í þá átt að þarna sjeu ef til vill möguleikar á férðinni, sem að gag'ni geti orðið. Og pilturinn fer til Reykjavíkur, til þess að læra að mála. Þessu er ekki ólíkt farið með hl.jóðfærasláttinn. Þegar jeg var ungur upp í sveit, spilaði jeg á orgel lög og Valsa. Jeg kunni ekki neitt. Hafði heldur aldrei lært neitt — en bjó alt til sjálfur. Með vinstri hendinni spilaði jeg tvær nótur — altaf sömu nóturnar. Það var bassinn við lag'ið. 1 hægri hendinni var ein rödd krydduð trillum og fleira góðgæti. Fólkið sat •hjá, og' hlustaði á. Það var frá sjer numið. Aðra eins ,,músik“ hafði það aldrei hevrt. ,,Þessi væri snillingur. Þetta væri tónskáld" ! Svipað þessu er nú orðið með skáldskapinn. í skammdeginn og vetrarríkinu erum við öllu fegin, sem styttir stundirnar. Ef ein- hver getur komið saman vísu eða sagt laglega frá þá er ekki að tala um annað, en að þarna hljóti að vera skáld á ferðinni. Og vísna smiðurinn hnoðar og hnoðar, krot- ar og krotar — og tíminn líður. En svo er eitt atriði, sem við þrátt fyrir alt verðum að gæta að fyr eða síðar. — Að vísu erum við öll listelskt fólk og óskum þess, að sem best framför verði á þeim hlutum hjá okkur eins og' öðru. En svo framarlega sem alvarlegt gagn eigi að vera að listum okkar og' listamönnum, þá verður auðvit- að til þess alls vel að vanda. Dómgreindarleysi má ékki verða Svo að þeir, sem nú kunna að koma í veg fyrir ])að, að útgerðin fái að starfa í friði ineð afurða- sölu sína, og r.jetta sig við sjálf, með aðstoð ríkisins, sjálfu því og sjálfstæði voru til bjargai'; þeir munu verða framvegis stimplaðir, sem föðurlandssvikarar. V. G I mælikvarði. Helduí ekki nægju- semi nje heimskulegt skjall manna, er ekkert vit hafa á list- rænum hlutum. Hvert, og eitt listamannsefni á að gera sjer ljóst að vegurinn er langur og vandrataður, svo fram- arlega sem takmarkið er sett hátt. Og það verður að stefna hátt. Jafnvel miðlungslist liA'að þá það, sem er þar fyrir neðan er alger- lega gagnslaust. Enginn alvarlegur listamaður gæti orðið ánægður ef hann yrði aldrei almennilega stautandi, ef svo mætti að orði komast, — því sannur listamaður vill ætíð bera þjóð sinni góð verðmæti. En meinið er, að margur byrj- andi e'r teiknað getur skepnu frá- brugðna fjalli, fer undir eins að halda að hann sje undra-lista- mannsefni, en hefir enga hugmynd um það, hvort hann er fær um að standast það stríð, sem reynir þol þeirra, sem listamenn ætla að verða. Og endirinn verður ]iví oft sá, að hinn ungi maður verður hvorki fug'l nje fiskur og með árunum fjarar listamannsþrá hans út, en verkin eru ljeleg og til leiðinda hvar sem þau sjást. Það getur oft og tíðum verið hættulegt að hlaða og hrúga undir unga og óreynda ýmsn drasli af uppörfunarorðum, út í bláinn. Það hefir hent, að margur hefir trúað því, að hann-væri meira verður ,en hann dugar til, og þannig hafa oft til ónýtis farið ungdomsárin. Þegar um Hstir er að ræða er sjálfsagt best að láta livern og einn sjálfráðan — og frekar benda á örðugleikana og vandræði þau, sem alvarlegir listamenn kom ast ek;ki hjá að mæta. Því tak- mark lista er hvorki dægrastytt- ing nje gaman. Og að fjöldi manna tak þátt í listum er eng- in sönnun fyrir þ’ví, að fullkomnun náist, því listin er lík sólinni, að því leyti að lnin kemur upp á morgnana og gengur undir á kvöldin. Þegar mentun Arex þá dafna listir, en þverra þegar ment- un dvín. Listin skín á himni menningar- innar og eyðir drnnga úrræða- leysis og svartsýnis, með geislum sínum. Það er þess vegna að mest er undir því komið að listamenn okkar beri nafn með rjettu, þann- ig, að þeir sjeu mikilhæfir svo að þeir vinni þjóðinni og öðrum lönd- um gag'n og blessun. Ýlir.. Nýtt kappflug. Á næsta ári eru 25 ár síðan að bandaríki Suður-Afríku voru stofnuð og í tilefni af þessu af- mæli á að fara fram kappflug milli Englands og Höfðakaup- staðar, með svipuðum hætti og kappflugið til Ástralíu fyrir skemstu. Vegalengdin er um 8000 enskar mílur. Til Strandarkirkju, frá ónefnd- um (gamalt áheit) 10 kr., Ii. S. 6 kr., Kidda 5 kr„ Diddu 15 kr., H. B. 5 kr. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.