Morgunblaðið - 20.12.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1934, Blaðsíða 5
MORl*(JNBLAÐIÐ Fimtudaginn 20. des. 1934. & mmn* «ru að koma fyrir skreiðarböggum ■ <og kornmat, og svo auðvitað rign- Ing, hellirigning annað kastið. Leiksviðið verður þannig iðandi mauraþuía. með hinum kostulega „í’lautaþyrli" í miðri þúfunni. — Margir hafa sakað Holherg um að hafa „lánað“ hugmyndina í „Den Stun.desl()se“ frá Moliére (ímynd- unarveikin) en skyldleiki Yiclge- rschrey’s og Argans hvarf gjörsam lega einmitt í þessu umhverfi, sem hlýtur að hafa verið þaulkunnugt Ludvig Holberg frá uppvaxtar- -árum hans í Björgvin. Með leik- rstjórri sinni hefir Hans Jakob Nilsen þverbrotið dönsku „tradi- tionina“, en jeg sje ekki hvernig hægt verður framvegis að sýna þetta leikrit án þess að taka tillit til hins nýja mnhverfis, sem hann liefir skapað. Önnur leiksýning merkileg var ihaldin í Ole Bull-leikhúsinu kvöld- ið 4. des., það var Erasmus Mont- ;anus, sem var sýndur í nýnorskri þýðingu Ame Garborgs. Sá leikur var ágætlega sýndur og varð hin- '■um merka danska leikhúsmanni Itobert Neiiendam að orði við mdg um þá sýningu: „Þeir leika vel — þeir leika vel — en ef við ljekum Erasmus á sama hátt, þá væri hann búinn að vera í Danmörkú*. Sannast hjer, að hverju landi hæfir sinn leikmáti, því Norðmenn ljetu leikinn fara fram á vorum ■dögum í norskri sveit, leiksviðið var hlaðvarpinn með lifandi bú- ipening, geitum og liænsnum, og íhinn uppblásni lærdómsmaður ’Erasmus var rjetlur og sljettur ■stud. theol. og Pjetur djákni, með- ’hjálpari og jarðarfarastjóri sveit- -arinnar, snildarlega vel leikinn af Kolbjörn Buoen Sá hjet Ottar Wicklund, sem ljek Erasmus, en foreldra hans og Jakob bróðir Tians Ijeku Rolf Christensen, Klara Dáhl ng Arne Bang Hansen og er Ihinn síðasttaldi nijög eftirtektar- •verðtn* leikari. Með sýningunni á .Erasmus Montanus sannaði leik- : stjórinn, Hans Jaköb Nilsen, einu ■ainni enn, að það er engu síður 'hægt að færa leiki HoTbergs í nú- ftíðarbúning en t- d. leiki Shake- tspeares.. f>ó leiksýningarnar væru það, sem fyrst og fremst drógu að sjer athyglina, var margt annað «m dýrðir hátíðardagana í Björg- vin. 1. des. voru öll blöðin lielguð minningu Ludvigs Holbergs, en 2. •des., sem var sunnudagur, en sunnudagsblöð eru bönnuð í Nor- ■egi, var opnuð minningarsýning í liinu merka leikhússafni í Gamla Seíkhúsinu. Leikhússafn þetta og tminningarsýningin er eitt út af tfyrir sig efni í langa grein, merki- Segast þótti mjér það, að ganga þarna um vinnustofur fullar af Tminjagripum frá tíð þeirra Ibsens og Björnsons, sem báðir voru leik- hússtjórar í Björgvin áður en TÞjóðleikhúsið kallaði eftir starfs- ‘íkröftum þéirra. Um morguninn 3. des., fæðingar- ■dag Holbergs, var uppi fótur og fit í Björgvín. Klukkan hálf níu •:átti að skríða myndastyttu skálds- Tns blómum og flytja kveðjur. Mannf jöldinn var saman kominn á hinu mikla torgi eða almenningi, ■ eins og Björgvinarmenn segja, framan við styttuna. Fyrstur tók vfil máls Gran Bögh, yfirrjettar- málaflutningsinaður, sem var lífið og sálin í móttökunefndinni, síðan sendiherra íslendinga og Dana í Oslo, Kaufmann, og svo hver af öðrum. Kveðjan, sem jeg flutti frá íslandi var á þá leið, að áhrifa frá Ludvig Holberg hefði ekki einasta gætt í Noregi og Danmörku, leikir hans hefðu einnig vakið Islend- inga til dáða í leikritagerð og leiksýningum, en kransinn frá Leikfjelagi Reykjavíkur var til- einkaður föður hins norrræna gleðileiks. Síðar um daginn, eða upp úr hádeginu, fór fram minningarat- höfn í Gamla leikhúsinu. Ólafur krónprins og Martha krónprins- sessa voru viðstödd þá atliöfn og sátu síðan allar veislur með gest- unum, en höfðu boð inni fyrir nokkra þeirra á Gamlehaugen daginn eftir. Gafst mjer þá tæki- færi til og oftar að ræða við ríkis- erfingjann um ýms mál og voru þau hjón bæði hin elskulegustu í viðmóti og einkar látlaus í allri framkomu. Hörmuðu þau bæði, að þau höfðu ekki komist til íslands 1930, en um líkt leyti fæddist þeim dóttir. Minningarathöfnin hófst með hljóðfæraslætti undir stjórn Sverre Jordans hljómsveitarstjóra, síðan bauð forseti bæjarstjórnarinnar, Leif M. Michelsen, gestina vel- komna, en Ferdinand Lynner, lektor, hjelt snjalla ræðu um Hol- berg. Þá fluttu fulltrúar ýmsra menningarstofnana, háskóla og leikhúsa, kveðjuræður og afhentu Björgvin, bæ og leikhúsi, gjafir og ávörp, en röð ræðumanna var þessi: Fyrstir komu Norðmenn, þá Danir, síðan fulltrúi Finnlands, íslands og fulltrúar Svíþjóðar. Avarpið frá íslenslca leikhúsinu var sem vera bar, á íslensku, og varð jeg þess var áð Norðinenn ljetu sjer það vel líka, en liebr- eslta var það fyrir Danina og Svíana. Lokaþáttur minningarat hafnarinnar var sýning á ýmsum dönsum frá tíma Holbergs. Frá Gamla leikhúsinu var farið rakleitt í veislusal ríkisstjórnar- innar og bauð Mowinchel forsætis- ráðherra gestina velkomna 'i :'i snjallri ræðu, enda er hann af- burða snjall ræðumaður og fram- ltoma hans öll heillandi iátlaus. Gnnur veisla var haldin um kvöld- ið af bæjarstjórninni í Björgvin, í veislusölum Yerslunar- og sigl- ingahússins, sem er eitthvert hið veglegasta samkomuhús, sem getur að líta, a. m. k. á Norðurlöndum. Jeg má elrki skiljast svo við þessa stuttu lýsingu á hátíða- höldunum í Björgvin, að jeg minn ist ekki þeirrar velvildar, sem mjer var sýnd bæði af forstjóra Bergenska gufuskipafjelagsins, Joyce forstjóra, sem veitti mjer ó- keypis farkost til og frá hátíð- inni, með ,,Yenus“, liinu tröll- aukni skipi fjelagsins, frá New- castle og „Lyru“ frá Björgvin til Reykjavíkur, og Hald forstjóra og konu lians, en þau lijón tóku við okkur hjónunum með kinni mestu gestrisni og það er trúa mín, að þar eigi ísland liauk í horni, en. forstjórinn, sem er Norðmaöur, gegnir sem stendur konsúlsstörf- um fyrir Island og Danmörku í Björgvin. Á liinu myndarlega heimili þeirra hjóna var að skiln- aði haldin veisla fyrir gestina frá Húsmæðnr! I er tíiiiiiin komtnn til að hngsa um jólamatinn. SPIKFEITT HANGIKJÖT, Nautakjöt í buff og steik, Endur og Kalkúnar, Svinakjöt og Svína- kodelettur, Spikdregnar rjúpur og Nýtt dilkakjöt. Beinlausir fuglar og gæsir. Á kvöldborðið: ítalskt- og síldar-salat, Svínasulta og lifrarkæfa, Soðin og steikt skinke, Soðið hangakjöt og nauta- kjöt, Soðin og reykt rúllupylsa, Isl. egg, Smjör, Ostar og margt, margt fleira. Grænmeti: Rauðkál 0.30 pr. y2 kg. Hvítkál 0.25 pr. y2 kg. Gulrætur 0.25 pr. y2 kg. Purrur 0.10 stk. Selleri 0.45 stk. Agúrkur, piparrót og tomatar. Ávextir: Appelsínur 3 teg., Vínber og Bananar. Delicious og Jonathan epli. Niðursoðnir ávextir, Asparges og grænar baunir og margar tegundir af Sardínum. Margar tegundir af Sósum í flöskum. Mnnið að panla í líma Milnersbúð. Laugaveg 48. Sími 1505. Danmörku og Islandi og mintist Kaufmann sendiherra íslands með hlýjum orðum, en þar sem jeg var eini íslenski fulltrúinn, þakkaði jeg þá vinsemd, sem hann hafði sýnt Islendingum fyr og síðar. Gefst, væntanlega síðar tækifæri til að lýsa viðhorfinu til nútíma- leiklistar, eins og það birtist á Holbergshátíðinni og í sýningun- um, sem haldnar voru um þær mundir í Björgvin. Lárus Sigurbjömss' ix. ':Sf j . um það víðsýni og frjálslyndi, sem j býr með hinni íslensku presta- Framhaldslíf og nútimaþekking Eftir Jakob Jónsson prest á Norðfirði. Útgefandi: E. P. Briem, Reykjavík. Bók þessi er nýkomin út. Einar H. Kvaran, rit- höfundur, hefir ritað formála að bókinni, og er for- málinn tekinn upp hjer, þar eð hann er jafnframt rit- dómur um bókina. Höfundur þessar bókar, síra TaKob Jónsson, hefir mælst til þess, að jeg skrifaði nokkur oi'ð framan við þessa bók hans. Mjer fim-t það óþarfi. Jeg hefi þá trú, að hún muni mæla með sjer sjálf við skynsama og athugula les endur. Mjer virðist sem höfundi hafi tekist vel sitt vandasam.i verk. En geti nokkur formálsorð frá mjer orðið ’til þess að stuðla að því, að bókin verði alment les- in og íliuguð, þá mundi það verða mjer mikið ánægjuefni. Fyrir 30 árum mundu menn tæplega liafa við því búist, að þjónandi Þjóðkirkjuprestur yrði fyrstur manna hjer á landi til þess að semja lieildaryfirHt yfir árangur sálarrannsóknanna og mikilvæi þeirra. I liaust eru liðin rjett 30 ár síðan er fyrst var farið að sinna sálarrannsóknamál- inu lijer á landi, og það uppátæki mun öllum þorra manna hjer hafa þótt, ekki að eins heimska, held- ur sjerstaklega óguðleg lieimska. En nú liefir svo farið, að það er einmitt prestur, með afbrigðum áhugasamur um embættisstörf sín, sem hefir orðið fyrstur manna til þess að leggja á sig það örðuga verk, að seinja bók um þettaefni Þó að þetta mundi hafa þótt ólík- legt þegar málið var í byrjun hjer á landi, þá er það einkar eðlilegt. Því að ekki má búast við, að það sje öðrum hugleiknara en prest- um, að færa alþýðu manna rök að því, „að takmarkið æðsta sje eltki gröfin heldur himininn“, eins og höfundur kemst að orði í n.iður- lagi bókar sinnar. En þessi bók er einn votturinn — af mörgum — stjett. Það verður að líkindum, að í ekki lengra máli en þessi bók ej', liefir orðið að sleppa mörgu, sem mikilsvert muudi vera að fræða menn um í sambandi við sálar- rannsóknirnar og- spíritismann. Ebi að hinu leytinu mundi það ekki liafa verið kyggilegt að liafa bók- ina svo stóra, að það kamlaði þyí, að menn gætu eignast liana. Hún er nógu stór til þess að sýna, hv;e málið er mikilvægt, og að það styðst við römm rök. | Eftir að höfundur hefir í íyrsta kaflanum, skýrt það fyrir let: ; andanum, hvernig vjer yfirleift öðlumst þekkingu og sjerstaklega getum öðlast liana á öðrum heimi, gerir hann í öðrum kaflanún grein fyrir því mikilvæga atriQi, að ekkert er það í þekkingu vorri, sem ríður bág við sannfæringuna um tilvern annars heims og fram- lialdslíf vort-. Hann gerir Ijóst og skem.ilega, grein fyrir þeim stór- lu.sticgu straumhvörfum í heiilú visindanna, „að eldri tíminn hugs- aði sjer vísindin sem hertýgjaðán vörð við -harðlæst hlið. og vörður- mn setti sverð sitt. fyrir brjóú hverjum þeim, sem leyfði sjer rfo spyrja, hvort utan við þctta hli.ð væri heiinur framliðinni manna. Nú stendur vöiðurinn brosandi við •lyrnar og segir komumönraim að gera sv.o vel og skygnast út um þær, ef þá langi til þess, og rann- saka siálfir, hvort svo sje, scm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.