Morgunblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Jólablað II. 1934, o § Óska öllum mínum o viðskiftavinum o § GLEÐILEGRA JÓLA o g og góðs og farsæls nýárs. o o <o o <=> o o> o ^ Jón Thoroddsen — Emil Thoroddsen: sPiltur og stúlka' o o o Bergsveinn Jónsson. o GLEÐILEG JÓL! Sigurður Kjartansson. GLEÐILEG JÓL! Verslunin Snót. GLEÐILEG JÓL! og farsælt nýár. Verslunin Áfram. GLEÐILEG JÓL! Kolaverslun Ólafs Ólafssonar. HJIIIllllllllllllllIlllllllllllliilllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIH i 1 GLEÐILEG JÓL! Húsgagnaverslun I Erlings Jónssonar, Baldursgötu 30. liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniíi; GLEÐILEG JÓL! Milnersbúð. Emil Thoroddsen. <§J }§J 7$ }§J 2$j }§! 2§j ^j I hinni merkilegu ritgerð sinni í Skírni 1919 á aldaraf- mæli sýslumannsins og skálds- ins Jóns Thoroddsens, kemst Sigurður skólameistari Guð- mundsson að þeirri niðurstöðu um langlífi skáldverka Jóns Thoroddsens, að lengst muni uppi haldast þjóðsöngurinn ,,Ó, fögur er vor fósturjörð", og hann giskar á, að hann muni lifa Gróu á Leiti ,,þó að kerl- ingin sje ólseig og engin elli- mörk á henni sýnileg." Hvort- tveggja, þjóðsöngurinn og Gróa á Leiti, koma í fyrsta sinn fram í skáldsögunni „Pilti og stúlku“, sem skáldið samdi og gaf út á Hafnarárum sínum, þá umkomu lítill, próflaus stúdent, 1847— 1850, og re'sti með einu átaki sjálfum sjer óbrotgjarnan bauta stein og merki íslenskrar skáld- sagnagerðar. „Piltur og stúlka“ ber þess greinilega minjar, að vera eftir ungan höfund, fullan dirfsku og áræðis um menn og málefni og með allri viðkvæmni æsku- mannsins fyrir hinu gróanda lífi. „Maður og kona“, sem samin er á fullorðinsárunum — rjett fyrir andlát skáldsins, er hinsvegar stílhreinna verk, seinlátara og gerhugult í at- hugasemdum sínum um mann- lífsins margvíslegu meinleys- ingja og misendismenn. í „Pilti og stúlku“, er hlaupið á, hrund- ið upp, þar sem aðeins er seigl- ast í síðari skáldsögunni, við- burðarásin er örari og skemti- legri, þó sumstaðar skorti á sam hengið og þó sjerstaklega milli höfuðþáttanna tveggja: Þáttar Gróu á Leiti (sveitalífslýsingin) og þáttar Möllers kaupmanns (Reykjavíkurlífið), svo þætt- irnir sje kendir við hin verri öflin, sem starfandi eru í sög- unni. Gletnin og fyndnin eru rámmelfd í „Pilti og stúlku“ engu síður en í „Manni og konu“ og „skapgerðarpersón- ur“ gerðar þar af hinni mestu list og mælsku hins talaða orðs. Það er haft fyrir satt, að Jón Thoroddsen hafi skrifað leik- rit: „Lífið við ísafjörð, drama í ljóðum“, en leikrit þetta hefir hvergi komið fram og mun full- komlega glatað. En hvað sem því líður þessu ,drama í ljóðum‘ þarf það ekki að finnast upp á það, að Jón Thoroddsen hafi ekki verið leikritaskáld. Hann var það. Og eitt hið merkasta leikritaskáld, sem vjer höfum átt, þó hann aldrei notaði sjálft leikritaformið. Leggið þjer að- eins eyrun við orðalag hverrar persónu hjá honum og þjer munið heyra raddblæinn og tón hæðina og enda |sjá alla persón- una ljósl'fandi eins og á besta leiksviði. Þess var bví að vænta, að skáldsögurnar tvær „Piltur og stúlka“ og „Maður og kona“ myndu „skrifa sig“ sjálfar inn á íslenskt leiksvið fyr eða síð- ar, eins og þær eru löngu inn- skrifaðar í hug og hjarta þjóð- arinnar. Um alþýðusjónleikinn „Mann og konu“ þarf ekki að fjölyrða hjer, tilraunin var gerð og aðsóknin að leiknum hjer í leikhúsinu í fyrra sýnir best hverjar undirtektir hún fekk. Aldrei hefir á íslensku leiksviði verið sýnt leikrit við jafn gíf- urlega aðsókn. Og nú kemur „Piltur og stúlka“. En mörg Ijón verða á vegi þess, sem teku,r að sjer milli- gönguna milli skáldsögunnar og leiksviðsins. Milli 60—80 ár lágu skáldsögur Jóns Thorodd- sens hálfkaraðar fyrir leik- sviðsnotkun áður en fram kom maður, sem áræddi að ganga framan að öllum ljónunum, hverju nafni, sem þau nú nefn- ast, og snara hinum þjóðkæru sögum inn á leiksviðsgólfið, en maðurinn hafði tvent í hendi til að stugga við ljónunum, skyldleika við þjóðskáldið og næma persónulega listhneigð. IannaDonaDaDDCXJOoaoDaoaDn □□□□□□□□□□□□ oooonooooooooooooooonooooooo*ooooooooooooooooooo| GLEÐILEG JÓL! L DO □ □O □ □O □ □O □ □O □ □• Soffíubúð, S. Jóhannesdóttir. □□□□□□□□□□□□ □ I GLEÐILEGRA JÓLA I og nýárs óskum við öllum viðskiftavin- n um okkar, og þökkum viðskiftin á þessu ári. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. GLEÐILEGRA JÓLA óska jeg öllum mínum viðskiftavinum, nær og fjær, og góðs og farsæls nýárs, með þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Guðjón Jónsson, Hverfisgötu 50. GLEÐILEG JÓL! O. Ellingsen. ék mmmmmmmmmmmmmm uiuiiiiiiiuiuiuiuiuimuiuiuim GLEÐILEG JÓL! vmBAm 9 VEIOARFÆRAVtRStUN mmmmmmmmmmmmmm uiuiinuiuiiuuiumiuiuiuiuiui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.