Morgunblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 Jólablað II. 1934. c E GLEÐILEG JÓL og farsælt nýár. Pjetur Kristinsson. ILimnuiiiiimiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiium | GLEÐILEG JÓL! | = E S.f. Kolasalan. iiriiiiiuiminimimimiimmmimmmmiimiiuumuiuiimrTT GLEÐILEG JÓL! Versl. Brynja. miiiiiiiiiuuilliimiiiililiiililiit(llliiiiiiiuiiiiii!iiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiii:iiii!iiiii^iíiiiiiíiiiíjiíiijnín^il GLEÐILEG JÓL! Geir Konráðsson. I £ 1 iiiiiiiiinmuniiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! GLEÐILEG JÓL! $ Guðni Jónsson, úrsmiður. Engum, sem þekkir Emil Thor- oddsen, getur dul'st, að hann er meðal merkilegri listamanna okkar Islendinga, málari, tón- skáld, rithöfundur og frábær píanóleikari, alt í senn. Hver Reykvíkingur kannast við nafn hans sem höfund hinna skop- legu stælinga svo sem „Húrra, krakki!“ og „Karlinn í kass- anum“, sem Leikfjelagið sýndi hjer í eina tíð, og nú kannast hvert mannsbam á landinu við hann fyrir „Mann og konu“, sem mikið frægðarorð fór af bæði hjer í Reykjavík og á Ak- ureyri — auk þess, sem við hlustum daglega á hann í út- varpinu. Emil Thoroddsen hefir í „Pilti og stúlku“ bætt inn ýms- um þektustu kvæðum afa síns og samið við þau lög, svo sem: „Yngismey eina sá“, „Litfríð og ljóshærð", „Búðar í loftið hún Gunna upp gekk“, „Ó, fögur er vor fóstufjörð“ o. fl. Er þá hinni vinsælustu skáld- sögu valið hið vinsælasta leik- ritsform: söngleiksformið, og er það trúa mín, að í hinni nýju mynd muni ..Piltur og stúlka“ ná meiri vinsældum en nokk- urn tíma áður — verða íslenskri leiklist nýtt „Æfintýri á göngu- för“, — og það ramíslenskt. Lárus Sigurbjömsson. I. Ilf oq E. Petrov. 1 Rauður Robinson i. Ritstjórn „Ævintýrsins“ — hálfsmánaðarrits með myndum fyrir böm og unglinga — var í stökustu vandræðum; það hafði í seinni tíð verið fátt um sn.ldarverk, sem gátu gripið hugi hinna unga lesenda. Það var enginn hörgull á skáldskap, en það var ekki þeirrar teg- undar, sem ritstjórnina van- hagaði um. Það var alt ritað af svo mikilli alvöru, og ung- j lingunum mundi leiðast það, í staðinn fyrir að hafa gaman af því. Ritstjórnin ákvað því að byrja á framhaldssögu. Hún stefndi til sín sagnaskáldinu Moldavantsev, og hann kom daginn eftir og hlammaði sjer niður í hægindastól ritstjórans. — Þú skilur, sagði ritstjór- inn, að sagan verður að vera spennandi, fjörug, full af skemtilegum atvikum. — Ilún verður að vera um rauðan Ro- binson Crusoe og svo skemtileg, að lesandinn geti ekki lagt hana frá sjer. — Robinson, rjett, sagði skáldið. — Nei, ekki aðeins Robinson Crusoe, heldur rauður Robinson Crusoe. Skáldið ansaði ekki; hann var sýnilega ekki skrafgefinn, heldur athafnamaður. Hann lauk við söguna á til- j settum degi. — Moldavantsev hafði ekki vikið mjög frá sinni frægu fyrirmynd. Hann var beðinn um Robinson Crusoe, og það var einmitt það, sem hann skilaði af sjer. Ungur'Rússi lendir í skipreika og er skolað upp á eyðieyju. Hann er al- einn og hjálparvana. Náttúran ægir honum. Hættur steðja að úr öllum áttum, villudýr, frum-! skógar, steypiregn, en sá ungi, rauði Robinson yfirstígur allar torfærur. Eftir 3 ár finnur hann rússneskur leiðangur. Hann er þá hraustur og ánægður, hefir sigrast á náttúruöflunum, reist sjer hús og ræktað garða um- hverfis það, komið upp kanínu- búi og saumað sjer föt úr apa- skinnum. Hann hefir tamið páfagauk, sem vekur hann á hverjum morgni með þessum orðum: „Á fætur! Á fætur! Mundu morgunleikfimina!“ — Ágætt, sagði ritstjórinn, og þetta með kanínurnar hrein- asta snild, nýtísku hugmynd. En líttu nú á. Grundvallar- hugsunin. Hún er mjer ekki alveg Ijós. — Barátta mannsihs við nátt- úruöflin, svaraði Moldavantsev stuttaralega, eins og hans var vandi. enginn snefill af sovjet-skipu- lagi. Hvar er til dæmis sveit- ar-ráðið eða verkamannafje- lagsskapurinn, sem öllu á að ráða? Moldavantsev varð heitur. — Undir eins og hann skildi, að þeir kynnu að gera skáldsög- una afturreka, varð honum lið- ugra um tungutakið. Hann varð blátt áfram mælskur: — Hvaða sveitarráð? Eyjan er óbygð. — Auðvitað er hún óbygð, en sveitarráð verður þó að vera til. Jeg er hvorki skáld nje listamaður, en væri jeg í yðar sporum, hefði jeg komið ráðinu að með einhverju móti, til þess að sýna skipulagið. — En sagan er einmitt bygð á því, að eyjan er gersam- lega óby-----Moldavantsev tók eftir augnaráði ritstjórans og stansaði í miðju orði. Augu rlt- stjórans leiftruðu. Það var svo mikil birta og vorblámi í aug- um hans, að skáldið sá sjer vænst að láta undan. — Rjett hjá þjer, sagði hann og hafði vísifingurinn á lofti. En að mjer skyldi ekki detta þetta í hug strax. Robinson er skolað upp á ströndina í of- viðrinu, og með honum for- manni sveitarráðsins. — Og 2 öðrum ráðsmönnum líka, skaut ritstjórinn fram L — Hjálpi mjer,stundi Molda- vantsev. — Hversvegna „hjálpi mjer“. Jeg segi tvo ráðsmenn, og svo getum við bætt við myndarlegri stúlku, sem gengst fyrir fjár- söfnun. — Til hvers væri það? Frá hverjum ættu samskotin að koma. — Frá Robinson. — Nú, en það væri þá hlut- verk formannsins. — Nú skjátlast þjer, Molda- vantsev fjelagi. Ráðsformaður getur ekki lagt s:g niður við sníkjur. Hann er önnur kafinn við alvarleg formannsstörf. — Jæja, þá skulum við bæta við stúlkunni, sem gengst fyrir fjáröflun, sagði Moldavantsev auðmjúkur. Hún getur gifst formanninum eða jafnvel Ro- binson. Það gerir söguna meira spennandi. | — Kemur ekki til nokkurra mála. Óheilbrigt ástabrall á ekki heima í barnabókum. — Hún tekur aðeins við samskot- unum og geymir fjeð í perir ingaskáp, | Moldavantsev ókyrðist í hæg- indastólnum: — En, sjáðu til, það getur ekki verið til pen- ingaskápur á eyðiey. I II. — Jú, rjett er það, en það Ritstjórinn varð hugsi: — er enginn ráðsstjórnarbragur á Bíddu við, bíddu rólegur, sagði þessu. : hann, — þarna kemur dásam- — En páfagaukurinn. Hann legt upphaf á fyrsta kapítula. á að tákna útvarpið, þaulæfður Sjórinn skolar Robinson og þulur. ráðsmönnunum upp á eyna, og — Páfagaukurinn er ágætur, þar að auki mörgum þarfleg- garðræktin fyrirtak, en hjer er um hlutum. B. Cofjen, 11 & 15 Trinity House Lane, Hull, England, óskar öllum vinum sínum gleði- legra jóla og góðs og farsœls nýárs og mun hafa mikla á- nœgju af að sjá þá, hvenœr sem þeir koma til Hull. — öxi, byssu, áttavita, rommkút, glasi með meðali við skyrbjúgi, rausaði skáldið hróð- ugur. — Sleppum romminu, flýtti ritstjórinn sjer að segja. Og hvers vegna glas af meðali við skyrbjúgi. Hver þarf á því að halda? Nei, blekbytta, það væri miklu betra, og peningaskápur. Endilega peningaskápur. — Þú með þinn peningaskáp! Samskotafjeð má vel geyma í holum trjábol. Hver ætli svo j sem færi að stela því? — Hver? En Robinson og ráðsformaðurinn og skipulags- nefndin. I — Svo að skipulagsnefndin hefir líka komist af? spurði Moldavantsev og dró niður í honum. — Einmitt það! Stundarþögn. — Kannske borð í fundasalinn hafi líka rekið? spurði skáldið háðs- lega. — Vitanlega. Þú verður að sjá verkafólkinu fyrir því, sem það þarf til vinnunnar. Gott og vel! Láttu þá hafa vatnsflösku, bjöllu og borðdúk. Einn eða tveir borðdúkar hefðu vel get-! að skolast upp, annar rauður og hinn grænn. Jeg skal ekk-, ert skifta mjer af sköpun þessa listaverks, en þó er eitt, sem umfram alt verður að koma fram. Þú verður að draga upp , mynd af alþýðunni, hinni vinn- i andi stjett. — En öldurnar hefðu ekki getað skolað mannfjölda upp í fjöruna, ansaði Moldavantsev. Það er beint á móti frumhug- mynd sögunnar. Gættu nú að. Hvemig ætti úthafið að geta skolað tugum þúsunda upp á eyðiey. Það er hlægileg vit- leysa. — Bíddu við, sagði ritstjór- inn. Lítill, hressandi, hjartan- legur hlátur gerir engum mein. — Nei, öldur úthafsins gætu það aldrei. — Nú, en hvað höfum við að gera við öldur? spurði rit- stjórinn. — Hvernig ætti fólkið að komast til eyjarinnar. Jeg gekk p*3-mm—1 GLEÐILEG JÓL! ,. Jón Sigurpálsson (verslunin). út frá, að hún ætti að vera óbygð. — Hver hefir sagt þjer það. Þetta er mesti misskilningur. — Nú veit jeg, hvernig þetta á að vera. Það er eyja, eða miklu fremur skagi. Það er miklu skemtilegra, og þar koma fyrir mörg nýstárleg, skemtileg og spennandi ævintýri. í hvíldar- tímanum er unnið að því, að skipuleggja verkamannafjelags- skapinn. Myndarlega stúlkan ; finnur margt athugavert í f jár- | söfnun sinni. Alþýðan og for- maðurinn hjálpa henni. í sögu- lok geturðu haft samfylkingar- fund. Það yrði mjög raunveru- legt, einkum frá listarinnar sjónarmiði, og það er fyrir öllu. — En Robinson, stundi Moldavantsev upp, og nú var mjög af honum dregið. — Vel á minst. Robinson er til trafala. Burt með hann. — Hann er hjákátleg og sífrandi vandræðaskepna. — Nú skil jeg, andvarpaði Moldavantsev. Sagan verður tilbúin á morgun. — Ágætt. Vertu sæll. Haltu áfram þínu skapandi verki. — Stattu við! I upphafi sögunnar var skipreiki. Við skulum ekki hafa neinn skipreika. — Það verður skemtilegra. Ertu með? P. S. þýddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.