Morgunblaðið - 29.12.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1934, Blaðsíða 6
-S- 6 TS MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 29. des 1934. manninum er best gefið: góð móðir. Þar fanstu skjól og skilning, sem þú kunnir að meta, og þess vegna söngstu af svo mikilH sálardýpt og innileik þessi orð: Svo hefi jeg engum unnað heitt, sem ann jeg þjer----- Það var sú ást, sem gaf þjer styrkinn á banabeðnum — — — sú ást, sem lyfti þjer yfir gröf og dauða, því í henni var sigurinn---------það var hún, sem gaf þjer þrek til að kaupa líf þitt svo dýru verði. Og þaðan kaustu þjer hinstu kveðjuna, því þú vissir að þar »r alt best — — — um þær hendur lá leiðin til ljóssins, sem þú þráðir, og sem þú sagðir að mundi lækna þig núna, þegar daginn færi að lengja.----- Nú hefurðu fengið ósk þína uppfylta — kannske þá heit- ustu — að komast til hnígandi aólroðans. — — Þá sagðirðu „Gaman Xrærí að vera þama“, og okkur, sem heyrðum þessa látlausu setn- ingu, hefir kannske ekki dottið í hug þá hve hún var sögð af heilum hug, eða skilið forsýn þína, þegar þú söngst: — Ó, breiddu þá, mamma, yfir beðinn minn og bjóddu mjer góða nótt! Henrik Thorlacius. ,»«»——— Góð skemtun. Það var upprunalega ætlunin, að Pjetur Jónsson, hinn ágæti óperusöngvari, efndi til hljómleika daginn, sem hann átti 50 ára af- mæli. En margra hluta vegna þótti hentugra, að fresta þessari fágætu skemtun fram yfir jól, svo sem flestir ættu þess kost að geta. verið með að hylía þennan fræga Reyk- víking. Nú er afráðið, að hljóm- leikarnir fari fram á sunnudaginn kl. 3 í Gamla Bíó — og ætti þá hvert sæti að vera fullskipað. Pjetur er tvímælalaust okkar langhesti og frægasti söngvari. Enginn hefir sem hann unnið sjer frægð á sviði sönglistarinnar meðal framandi þjóða og því verð- ur aldrei neitað, að Pjétur var meðal fremstu söngvara hins söngelska Þýskalands um margra ára skeið. ísland stendur því í þakklætissknld við þennap fræga son sinn. Og Reykvíkingar ættu að fagna Pjetri á sunnudaginn að verðleíkum, fylla húsið og þakka honum allan heiðurinn sem hann Mefir unnið landi voru erlendis. Alt það besta, sem Pjetur söng á óperum erlendis, ætlar hann nú að lofa okkur að heyra. Og auk þess hefir hann fengið sjer til að- stoðar Karlakór K. F. U. M. og K. F. og þá Emil Thoroddsen og Pál Isólfsson, svo skemtunin verð- ur fágæt í meira lagi. Leihhú§iSI. Piltur og síúlka. i39V Martha IndriSadóttir og Gunnþórunn Halldórsdóttir sem Gróa á Leiti og Ingveldur í Tungu. Piltur og stúlka er fyrsta skáldsagan í yngri bókmentuxn Islands, og að ýmsu leyti mjög viðvaningslega samin, en þó stórmerkt rit á sínum tíma, og sígild og harðla fróðleg heímild þar er fólkið ýmist rolur og fylliraftar, (sem hanga inn í búðunum og staupa sig og láta reka sig út af dönskum búðar- þjóni með valdsmannssvip, bæt- ir E. Th. við í leiknum), eða um lífið hjer á landi um miðja forskrúfaðir uppskafningar, sem síðustu öld. Sagan er ekki ástarsaga, þó að nafnið bendi til þess. Lýsing- in á ástum Sigríðar og Indriða er tilkomulítil og þunn, og und- arlega litlaus, ef hún er borin saman við lýsingar á innræti og atferli annara sögumanna, — en það er fyrst og fremst þeirra Skipi hjargað úr mikliBfti hrakningum. London 27. des. FÚ. Belgiskt skip, sem rekið hefir fyrir vindi og sjó í fimm daga út af ströndum Nova Scotia, komst í kvöld til Halifax. — Kanadiska flutningaskipið Lady Laurier, hafði getað komið línu um borð í það, og dró það síð- an til hafnar. Magnea Sigurðsson og Kristján Kristjánsson sem Sigríður og índriði. vegna að sagan er skrifuð, — hún er lýsing á allskonar hálf- gerðu og algerðu hyskí, sem kemur við sögu hinna ungu elsk enda. Pilfcur og stúlka er ádeila á alt, sern Jón Thoroddsen liefir haft mesta skömm á í samtíð sinni. — Undir niðri er sagan þrungin af fyrirlitning og and- stygð, en skáldið virðist hafa ^ fullkomið taumhald á sínum persónulegu tilfinningum, sag- an virðist ýkjulaus af því að j vjer finnum að hún er heiftar- ’ laus, Hún byrjar í sveitinni, þar sem alt snýst um smásálarleg- j an nágrannakrit, um eigur sam-! ansaumaðra nirfla, um matarást1 hjúa og sóðaskap ríkra búra, ' þar sem sterkustu öflin eru! rógur, bakferli og refjar i ruddalegra sálna, — og alt þetta legst á eitt um að bæla hverja unga, hreina tilfinning og gera henni ólíft í heimahög- um. Svo berst leikurinn til höf- uðstaðarins, til Reykjavíkur, og tala eins bjagað og dönskuskot- ið og ,,mentun“ þeirra frekast leyfir — og þar sem kvenfólkið snarsnýst fiaðrandi utan um fínustu mennina: danska vevsl- unarmenn. — Það er engu líkara en að J. Th. hafi fyrir- litið nálega alt í samtíð sinni, að minsta kosti hjá eldri kyn- slóðinni, og ekki fundist annað fagurt í þjóðlífi sínu en ástir heilbrigðrar æskn út um sveit- irnar — þær ástír, ,sem þann kunni síst að lýsa af öllu sem varð honum að yrkisefni. Nú — eftir að Piltur og stúlka hefir verið eio vinsælasta skáldsaga íslensk, áratugum saman, og er því nær hverjú mannsbarni kunn — nú kemur sonarsonur J. Th., Emil Thor- oddsen, til sögunnar, og með honum leikarar vorir á fjórða áratugi 20. aldar, og leysa þetta verk úr hálfgerðum álögum. Því að svo fjarri sem því fór að J. T. væri meistari í frásögn, eins víst er hitt, að hann var víða snillingur í því að lýsa fólki í samtölum. Á leiksviðinu losnar verk J. Th. við alt sem háir því, og hitt verður eftir, og verður enn betur lifandi, öll þjóðlífslýsing verksins enn blæ- meiri fyrir þá umgjörð og þau áhrif sem leiksviðið og hið tal- aða orð gefa kost á. Alt sem gott er í sögunrú hef- Brynjólfur Jóhannesson og Val- ur Gíslason sem BúrfelIs-feSgar ir E. Th. kunnað að nota af smekkvísi og hugkvæmni, og meira en það, hann hefir víða ort ágætlega í eyðurnar, verið trúr verki afans, en gert það skemtilegra og auðugra, orðið meira úr sumum persónum (Kristjáni búðarþjón o. fl.), og úr sumum atburðum (búðar- dvöl Guðrúnar og Sigríðar hjá Möller kaupmanni, sem er einn skemtilegasti þátturinn í leikn- um). Hann hefir auk þess gert leikinn að söngvaleik, samið for leik að þáttunum og lög við kvæðin í sögunni og nokkur fleiri af ljóðum J. Th., sem ofin eru inn í leikinn. Jeg held að engum sem í leikhúsinu var hafi dulist að margt var mjög fallegt í tónsmíðum hans. En því fekk maður ekki að heyra betur lagið við Ó, fögur er vor fósturjörð? Lagið var sungið Arndís Björnsdóttir og Alfred Andrjesson sem Guðrún og Kristján búðarmaður. i fjarska við leiksviðið, og tal- að á sviðinu meðan byrjunin var sungin. En það var stein- hljóð í salnum, fólk hlustaði ef til vill ekki á annað með sterk- ari eftirvænting en einmitt þetta lag. Því ef E. Th. hefir gert verulega gott lag við þetta fagra, fræga kvæði afa síns, þá hefði það getað orðið eftir- minnilegasti viðburður kvölds- ins að heyra það sungið fyrsta sinni opinberlega, — þá gæti þetta lag orðið ódauðlegt, orðið sá þjóðsöngur Islendinga, sem altaf er vonast til að fram komi! Jeg vil nú gerast svo djarfur að fara fram á það, að leiknum verði þannig breytt, að öll þrjú erindi kvæðisins verði sungin, og söngurinn látinn færast nær, eftir því sem á kvæðið líður, þannig að áheyrendum gefist sem bestur kostur á að átta sig á laginu. Indriði Waage hafði leikfor- ustu. Leikurinn var sýndur af miklu fjöri, kannske sumstaðar af of miklu fjöri, of fjarri þeim hugmyndum sem vjer gerum oss um sveitafólk, bæði fyr og sið- ar. En yfirleitt má segja að leikforustan hafi verið ágæt — nema í einu atriði, og það var því meinlegra, sem það var ein- mitt samtalið, er leikurinn end- ar á: þegar Sigríður og Indriði hittast aftur, eftir að þeim hefir verið stíað sundúr um langa hríð með ósannindum og rógi, sem hefir eitrað líf þeirra. Sú lýsing er afleit í sögu J. Th., og varð enn verri á leiksviðinu-, þar sem samtalið fór fram í. belg og biðu, í hvelli og skyndi, með kjassi og brosum — eins og- ekki hefði annað til borið en smávægilegur misskilningur, og það daginn áður, eða svo. Leik- stjórinn hefði getað gert þessa, endurfundi stórum eðlilegri og áhrifameiri, — að minsta kosti hefði hann átt að taka eftir þvl,. sem í sögunni stendur, að þeg- ar Indriði og Sigríður hittast. aftur, eftir alt sem á undan er gengið, þá „verður þeim báðum í fyrstu svo bilt við, er þau þektu hvort annað, að hvorugt gat um stund komið upp nokkru ; orði“. Hjer eru ekki tök á að gera nema ófullkomna grein fyrir því hvemig hver einstakur af hinum mörgu leikendum leysti hlutverk sitt af hendi. Lang- best ljek, eins og oft áður, Brynjólfur Jóhannesson (Bárð- ur á Búrfelli). Myúidin af þess- um gamla búra, sem er skorp- inn, heiðgulur, sljólegur og sila- legur af sálarleysi og nísku, með nefið sístíflað af tóbaki, -— sú mynd var hvergi ýkt, hvergi skræmd, en hver dráttur í henni sannur og ljós, hún var full- komin. Gunnþórunn Halldórs- dóttir Ijek Ingveldi í Tungu, og hefir varla Öðru sinni verið sýnd jafnkostuleg og bráðlifandi kerling á leiksviði voru. Yfir- leitt var alt sí-malandi kven- fólk til sjávar og sveita ágæt- lega leikið, af Soffíu Guðlaugs- dóttur (madömu Ludvigssen),. Arndísi Björnsdóttur (Guð— rúnu), Ásthildi Egilsson (Stine) Magnea Sigurðsson og Gunnar Hansen sem Sigríður og Möller kaupmaður. Mörthu Indriðadóttur (Gróu á Leiti). Þó hefir rnaður hugsað sjer Gróu gömlu öðru vísi, hæg- ari og hyggindalegri, meiri tóu- Iymsku í svip og látbragði. Og unga parið? Magnea Sigurðsson (Sigríður) var falleg og náttúr- leg, ung og barnsleg, Kristján Kristjánsson (Indriði) er óend- anlega miklu betri söngvari en leikari. Valur Gíslason ljek Guðmund á Búrfelli og gerði úr honum hinn hressilegasta durg, en Þorsteinn matgoggur Gests Pálssonar var ekki nógu óhefl- aður (maðurinn of laglegur, of vel ldiptur og til hafður). Gunn ar Hansen ljek Möller kaup- mann, af þeirri sljettstroknu dönsku snyrtimensku, sem Reykjavík þeirra tíma hefir skriðið fyrir, og Alfreð And-> rjesson Kristján búðarmann... sömuleiðis á bjagaðri dönsku, og gerði úr einu af minni Mut- verkunum eina skemtilegustu. persónu leiksins — það er meim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.