Morgunblaðið - 29.12.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1934, Blaðsíða 8
6 MORGTTNBLAÐIÐ Laugardaginn 29. des 1934. ”3 € jsmá-auglýsingar Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstu éramóta. Kaupum gamlan kopar. Yald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 Túlipanar, Hyasintur, blóma- körfur. Gróðrarstöðinni. Sími 3072 Þvi er slegíð föstu að stcersta og fjölbreyttasta bíað landsíns er HrHngiO f síma 1600 og gerfst kaupendtir. Nýir kaupendur fá blaðið okeypis til næstkomandi áramóta. Annar s*nur Lindberghs. Þetta er fyrst.a myndin, sem tek- ist hefir að ná af yngra syni Lindberghs. Hann er nú á þriðja árinu, og hefir lians verið svo vadlega gætt, að myndasmiðir liafa ekki fengið að koma nærri lionum. Hyggin kýr, f Nebraska átti heima mað- ur einn að nafni Warren. Mr. Warren átti kú. Sú kú var afar falleg og' vel hirt, hún var eins falleg og nokkur kýr gat verið Það var þess vegna alt útlit til þess að kýrin myndi viuna fvrstu verðlaun á dýrasýningu, sem átti að halda í nágrenni við Nebraska, Mr. Warren hafði mikinn hug á því að fara með kusu sína á sýninguna, en þegar til kom var svo dýrt að fara með hana á stað inn, að liann gafst upp við alt saman. En kusa var ekki á því. Hún Viti hjá Honolulu. Stærsti og öflugasti vitaljós- gjafi í heimi er í vitanum á Makapuu Point hjá Honolulu. Með því að bera saman stærð- ina á fólkinu og ljósgjafanum í vitanum, geta menn gert sjer nokkra hugmynd um stærð hans. var eins ólm að komast á dýra- sýningu og f'agrar konur í feg- urðarsamkepni. Hún labbaði því af stað, þegar enginn sá til, og í rjetta átt. Hún komst á sýning- una og fekk fyrstu verðlaun. Um kvöldið kom hún arkandi heim, með blómsveig á liöfði. Við liorn- in var bundinn seðill, sem gaf til kynna að hún liefði verið nr. 1. En Warren varð sjálfur að sækja launin, þau liafði kýrin ekki fengið. 1 er merkft ftiinna vandlátu. Hvrevktur lax Kaupfffelag Borgfirðftnga. Sími 1511. Þessi saga á að vera sönn, al- veg sönn, eftir því sem amerísku blöðin segja. Morgunblaðið með morg- unkaffinu. SYSTURMR. 69. hana. — Hver átti barnið með þjer? öskraði hann framan í hana. — Hver á það? Þú færð það ekki, þó svo faðir þess væri ræningi og morðingi. Jeg sleppi því aldrei. En jeg vil fá að vita, hver á það! Lotta kveinkaði sjer ekki undan taki hans, enda þótt það hlyti að hafa verið sárt. En í nábleiku andlitinu glóðu augu hennar eins og eldingar, með Öjlum þeim krafti, sem dauðahatur getur gefið, leit hún á hann. — Þú átt það sjálfur! sagði hún. Hann slepti henni og hörfaði aftur á bak. — Það er lýgi, sagði hann, en sannfæringuna vantaði í röddina. Og í sama vetfangi vissi jeg, að Lotta hafði sagt satt, og að jeg hefði getað fengið að vita sann- leikann tafarlaust, ef jeg ekki hefði viljað loka augunum fyrir honum af hugleysi og hræðslu. Jeg þurfti ekki mikið fyrir því að hafa að rifja upp. fyrir mjer þessa ólánsnótt milli 14. og 15. júlí — því jeg sá það alt ljóslifandi fyrir mjer. Álexander, sem hafði þotið út frá mjer í vonsku, áh þess að vilja lofa mjer að fylgja sjer til dyra. „Jeg veit upp á hár, hvar hinn heiðraði starfs- bróðir minn frá baroktímanum hefir sett dyravarð- árgluggann", hafði hann sagt. Og Lotta, sem kom heim með Martin, hafði kvatt hann úti á götunni. Jeg þóttist nú heyra í lyklinum hennar í skráar- gatinu. ... Og nú vissi jeg hvað þar eftir hafði skeð, á einni sekúndu varð mjer það Ijóst, þó jeg hefði árangurslaust brotið heilann um það árum aaman. Martin hafði í raun 'og veru farið leiðar .sfenar. En Alexander hafði ekki vakið dyravörð- ien. Hann hafði verið kyr í dimmum forsalnum og beðið eftir Lottu, og með honum hafði hún svo farið út í skóginn. Hann var hermaðurinn, sem vinir Hellmuts höfðu sjeð hana ganga með. — Þú hefir kannske gleymt nóttinni? sagði Lotta, — nóttinni áður en þú fórst til vígvallar- ins í síðara skiftið! Stuna heyrðist eins og frá píndri sál. Hugsaði enginn um Irenu? —- Hvemig gastu gert þetta? sagði hún. — Al- exander, hvernig gastu fengið það af þjer? Hún var alt í einu farin að tala með þunglamalegu konuröddinni aftur, þessari uppgefnu rödd, sem hún hafði haft forðum, þegar hún hjelt að Alex- ander hefði yfirgefið hana fyrir fult ogg alt. — Og jeg sem hefi leyft þjer alt og fyrirgefið alt. Þú heldur kannske, að jeg hafi ekki vitað neitt um skrifstofustúlkuna eða tiansmeyna — jeg vissi það alt og fyrirgaf það. En mína eigin systur! Og hún ekki annað en saklaust barn þá! — Jeg elskaði hana, sagði Alexander. — Frá fyrsta augnabliki og þangað til. . . . hefi jeg elsk- að hana. Veslings Irena, það getur þú víst ekki fyrirgefið mjer. — Nei, sem sagt, þau hlífðu ekki hvert öðru. í hálftíma höfðu þau alveg slept sjer, en nú fóru þau smám saman að koma fyrir sig vitinu aftur. Það var eins og hagljel hefði dunið yfir. Og hve mikið var tjónið? Það vissi enginn enn. En eitt vissu þau, sem sje það, að Irena hafði beðið mest tjónið. Alexander og Lotta höfðu geng- ist að eins og rándýr — en það var hjarta Irenu, sem þau höfðu rifið sundur. En þegar þeim var það Ijóst, var það um seinan. Þau gengu til hennar, Lotta lagðist á knje fyrir framan hana og hallaði höfðinu í kjöltu hennar, en AJexander strauk hár hennar. Irena brosti. Hún var stórfengleg í þessu augnabliki. Þjáning- in hafði gert hana mikla, komið henni til að vaxa upp úr sjálfri sjer. Hún brosti. — Það er framorðið, sagði hún. — Þú getur ekki farið til Eibsee í dag, Lotta. Alexander fer með þinn niður í þorpið. Jeg skal taka til í gestaher- berginu handa þjer. Nú skulum við hætta þessu. Hún stóð upp og losaði sig frá Lottu, sem lá með höfuðið í hnjám hennar og höndum Alexand- ers, sem ljetu vel að henni. — Við skulum sjá, hvernig við tökum þessu á morgun. — Nei, jeg fer, sagði Lotta og reif húfuna sína niður af snaganum. Æðisgengin örvænting skein út úr andliti hennar. Ef hún hefði gert alvöru úr því, að leggja af stað, hefði það verið kraftaverk, ef hún hefði sloppið við slys. 4 — Þú getur ekki farið núna, sagði Irena og tók húfuna úr hendi hennar. — Því er nú einu sinnii svona varið, að við heyrum saman .... Það er- svo augljóst, að þú blátt áfram getur ekki farið.. — Hvers vegna ekki? spurði Lotta. — Af því mjer þykir vænt um þig, þrátt fyrir alt.. Irena gekk brosandi út úr stofunni. ,,Eins og dýrlingur“ hugsaði jeg með sjálfri mjer. Alexand- er fór á eftir henni. Lotta gekk út að glugganum; og opnaði hann. Loftið var svalt og ilmandi eftir óveðrið. Ilminn lagði frá skóginum og blómunum í litla sveitagarðinum fyrir framan húsið. Úti fyrir bar svarta þúst við fjöllin. Það var bíll Lottu. Ljós- bjarmar voru á flökti á himninum, var það mýra- ljós eða elding Iangt í burtu? Alexander hafði sagt, að óveðrið kæmi aftur. — Klaufalega að farið, sagði Lotta biturlega.- Lífið hefði getað orðið svo einfalt og gæfusamt. — Hefirðu elskað hann í öll þessi ár? spurði jeg.. Hún ypti öxlum. — Það hefi jeg víst. Alexander og Irena gengu saman eftir malar- stígnum að hreyfingarlausum bílnum. Alexander hafði lagt handlegginn um axlir Irenu, eins og hann vildi verja hana kvöldkuldanum. Jeg hafði aldrei sjeð hann láta svo vel að henni. — Heldurðu, að Alexander og Irena muni nokk-- urn tíma sættast? sagði Lotta. — Vilt þú, að þau sættist? Hún hikaði. — Er nokkur munur á að óska ogr vilja? Það hlýtur það víst að vera, því — jeg veít ekki, hvers jeg óska. En jeg vil, að Irena verðin hamingjusöm aftur. Ljósin á bílnum blossuðu upp. Alexander hafði tekið kofort Lottu og bar það inn. Irena hjelt sig,; altaf við hlið hans. Þá heyrðum við þungt fótatak" Alexanders í stiganum. Hann var að bera kofortið upp í gestaherbergið. Skömmu síðar var hanrr:; kominn að bílnum aftur. Vjelin skrölti og vagninn, ók út I myrkrið. — Heldurðu, að mjer sje nú óhætt að fara frarm til Felix? spurði Lotta. Jeg fór með henni út í eldhúsið. Eldabuskan hafði sett drenginn í vinnu; hann sat á háum stóL — - Á jeg að hjálpa þjer dálítið? spurði Lotta. og var að tína grænar baunir út úr belgjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.