Morgunblaðið - 09.02.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.1935, Blaðsíða 7
Laugardaginn 9. fcbr. 1935. MORGliNBLAÐIB 7 Eirikur Guðmundsson fyrrum bóndi og hreppstjóri í Anstur-Skaftafellssýslu andaðist hinn 31. f. m. að heimili frú Guð- laugar dóttur sinnar og tengda- sonar síns, Elísar kaupmanns Jónssonar, á Eeykjavíkurvegi 5 við Skerjafjörð. Eiríkur varð maður háaldraður, eða freklega 91 árs, því að hann var fæddur 13. dag janúarmánað- ar (Geisladag) 1844 að Hoffelli í Nesjum og voru foreldrar hans Guðmundur óðalshóndi í HoffelU Eiríksson og kona hans, Sigríður .Jónsdóttir frá Hlíð. Guðmundur var bróðir Stefáns alþingismanns Eiríkssonar í Árnanesi (d. 1884) ogj ljest í hárri elli árið 1898. En Sigríður var systir Eiríks hrepp- stjóra í Hlíð í Skaftártungu, er alkunnur var um alt Suðurland fyrir knáleika sakir. Sigríður and- aðist 1878, en Eiríkur bróðir hennar ári áður, á gamlársdag 1877. Yoru þeir systkinasynir Ei- ríkur í Hoffelli og Sveinn Eiríks- son í Hlíð, síðást prestur að Ásum í Skaftártungu (d. 19. júní 1907), og mjög svo jafnaldra, því að síra Sveinn var fæddur 4. Ágúst 1844. Synir þeirra Iloffellshjóna, er upp komust, voru Jón eldri í Þinganesi (d. 1916), Eiríkur, er fyr getur, og Jón yngri í Hoffelli (d. 1927), faðir Guðmundar, er þar býr nú. Voru þeir Eiríkur og Jón í Þinganesi orðlagðir burðamenn og hinir garplegustu, miklir vexti og fríðir sýnum, en Jón í Hoffelli, er var þeirra minst- xir vexti, var og hið mesta snyrti- .menni og búhöldur ágætur. Allir voru þeir bræður þjóðhagásmiðir, svo sem verið höfðu þeir Hlíðar- feðgar og aðrir frændur þeirra. Þeir voru friðsamir menn og hátt- prúðir, drengir góðir og fyrir öðr- um um flesta hluti. En þótt þeir væri mörgum öðrum betur til for- ingja fallnir, þá ljetu þeir lítið yfir sjer og höfðu sig lítt í frammi. .Komust þó eigi hjá því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum, og hafði Eiríkur með höndum hreppstjórn um það skeið, er hann bjó í Nesj- unl, og síðar, er hann bjó austur á Jökuldal. Myndir af þeim Hof- fellsbræðrum með æviágripi þeirra eru í Óðni 1923. •Líðlega t'vítugur (1866) kvænt- ist Eiríkur Halldóru Jónsdóttur, bónda í Heinabergi á Mýrum, og Eagnhildar, Nikulásdóttur, og var Nikulás hálfbróðir Eiríks sýslu- manns Sverrissonar^ Varð þeim hjónum 5 barna auðið, en 4 dóu í bernsku. Allmiirg börn ólu þau upp, og er eitt þeirra Ingvar Ey- mundsson ísdal (frá Dilksnesi). Eiríkur hóf búskap sinn í Heinabergi, en fluttist síðar að Svínafelli í Nesjum, þá að Borg- um og þaðan að Meðalfelli, og var hann einatt kendur við þann bæ. Úr Nesjum fluttust þau hjón að Brú á Jökuldal (1891), og þar ljetst Halldóra húsfreyja fáum árum síðarf En skömmu eftir alda- mótin fluttist Eiríkur að Syðra- Firði í Lóni og bjó þar síðan, eða fram tU ársins 1921, er hann brá búi og fluttist að Djúpavogi til dóttur sinnar og tengdasonar, er áður getur, og hefir notið ástrík- is þeirra og aðhlynningar síðaii Með þeim fluttist hann árið 1924 að Skildinganesi við Skerjafjörð. Var jafnan fjölkyæmt á heimili hins höfðinglynda húsráðanda. Á hinum síðari búskaparárum EiJ ríks á Brú fluttist til hans ráðs- kona (1899)) Jóhanna A. Kjerulf, systir Þorvarðs læknis K., og Váf* hún með honum æ síðan. Reyndist hún honum hin umhyggjusamasta húsmóðir, dygg og uærgætili. Sjálfan stundaði hún hann jafn- trúlega, er ellin færðist yfir hann, en síðasta æviár sitt lá hann rúm- fastur. Eiríkur var ágætum kostum bú- inn, til lífs og sálar; hann var skýr og skemtinn, enda skáld- mæltur vel; ritaði afbragðs hönd og svo setta sem koparstunga væri, og lögfróður var hann í bestá lagi, eftir því, sem þá tíðkaðist. Hann var blíður í lund og hreinn — íturhreinn, svo að and- rúmsloftið varð lieilnæmt og hress andi í návist hans. Hann var skör- ungur að yfirlitum og í öllu framferði, en hann var líka „öld- ungurinn með barnshjartáð“, því að hugsunarhátturinn var hágöf- ugur eins og öll persóna láanns- ins. Það þykir að vonum sárt, er upuvaxandi atgervismönnum er á burt svift í blóma lífsins; en hitt er þá ekki síður ánægjulegt, að fá sem lengst að njóta návistar íturmenna þjóðfjelagsins, er í öllu mega verða samvistarmönnum sín- um fögur fyrirmynd, bæði í orð- um ,og athöfnum. Einn þessara ógleymanlegu samferðamanna var Eiríkur Guðmundsson, göfugmenn- ið, sem engan átti óvininn, en jafnmarga vini sem kunningja, því að honum gat enginn kynst svo að eigi leiddi það til einhlítr- ar vináttu. Og reýndar þurfti ekki annað en að sjá manninn, stór- brotinn, og þó mildan, til þess að sannfærast um, að hann var meistaraverk þess, sem alt gerír vel og dásamlega. Hver þjócf miklast af slíkum mönnum, þó að misbrestur nokkur kunni einatt að vesra á því, að þeir sje rjett og maklega metnir. En víst ær það, að hverri þjóð er hin nfestá nauðsyn á að eignast slíka af- burðamenn, til þess að halda uppi smælingjunum, ■ sföíTégum og lík- amlegum — tU þess að vera |.)eiru sú lýsandi Íeiðarstjártiá,' se'm vls- ar veginn, ef ekki er ávalt nægi- lega ratljóst. : ,... Slíkir menn „lifa, þótt þeir deyi“. Þeirra minning er sígóð og þjóðbætandi. Skaftfellingur. .... --W- .... Bygging flughafna í enskum borgum. London, 8. febr. FÚ. Fulltrúar 50 borga sitja nú fund í London, til þess að ræða um byggingu flughafna í borgunum. Dagbok. □ Edda 59352127 — Fyrirl. Atkv. Veðrið í gær: Stormur ýfir Faxaflóa á hreyfingu norðaustur eftir. Um suðurhluta landsins er S-rok (9—12 vindstig) og 7—8 st. hiti, en um allan Norðurhluta þess er A-átt með. 2 st. frosti og snjó- komu. Óveðrið mun fara norðaust- ur yfir Iandið, með miklum hraða. Ný lægð er við S-Grænland og út- lit fyrir uinhleypiöga. Sama veðr- átta áfram. Veðurútlit í Rvík í dag: Fyrst minkandi NV-átt og síðan SV-átt- Snjókoma eða slydda. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson. Kl. 2 Barnaguðs- þjónusta (síra Fr. H-). Kl. 5 síra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 2 síra Árni Sigurðsson. Engin messa í Hafnarfjarðar- kirkju á morgun. Kveldsöngur verður í fríkirkj- unni í „ Hafnarfirði annað kvöld kl. 8.80, síra Jón Auðuns. í Aðventkirkjunni kl. 8. Allir velkomnir. 0. Frenning. Stolið peningakassa. Á miðviku- dagsnótt var stolið peningakassa skrifborði sr. Friðriks Rafnar á Akureyri. Hafði þjófurinn brotið rúðu og seilst um gluggann inn í skrifborðið og tekið kassann. Eru líkur til að Jjann hafi ygrið híbýla- kunnugur á heimili prests. f kassanum voru sparisjóðsbæk- ur, verðbrjef og nokkrir skart- kripir. Málið er í rannsókn. Vegna þess, að töluverð töf varð í, gær vegiia innbrots í happ- drættisskrifstofu Stefáns Pálsson- •ár: ■ dSigbjörns Ármanns, hafa þeir ákveðið, að hafa skrifstofuna opna í kveld til kl. 10v 'Geta menn til þess tíma framlengt happdrætt- ismiða sína frá fyrra ári. t,; Sjómannakveðja. Erum á leið til Englands. Vellíðan. Kærar kveðj- ur. Skipverjar á CypRtoppi. B.v. Hávarður ísfirðingur kom í gærmorgun. Cape Tariffa, enski togarinn, sem hingað kom fyrir skömmu með brotin stjórnpall, hefir nú fengið viðgerð og fór á veiðar í gær. Línuveiðarinn Geysir. fór á veiðar í gær. Thornhope. kolaskip, fór lijeðan í gærmörgun. „Piltur og stúlka'L Á morgun verða 1 va*r sýningar á sjónleikn- um „Piltúr og stúlka“ í leikhúsinu, kl. 3.15 og kh 8. Verð aðgöngu- miða er lækkað að báðum sýning- unum. Sala aðgöngumiða hefst í dag kl. 4 í Iðnó. Kristján búðarmaður, ein skemti legasta persónan í sjónleiknum „Pilti og stúlku“ hefir nú að und- anförnu verið leikin af Indriða Waage í forföílum Alfreds Andrjessonar, sem atvinnu sinnah yegna hefir verið fjarverandi úr híentiín-'UUV'hríð. Hafa áhorfenduK haftv rhina . bestu skemtun af leik Indriðá' ívþessú. hlutverki og má ekki' á milli; ^jú iúm. meðferð þess- ara tveggja leikara á hlutVérkr •nu. ,,,,, , Eimskip. Gullfyss, fór. ti) ,Ka,upv mannahafnar í gsvrkvöhb. Goða foss kom til Hull í .gærmorgun og fór þaðan í gajrkyöldi.. Dettifoss kom til Patreksf járðar kl. 2 í gær. Brúarfoss fór frá KaupmannáhÖfn í gærmbrgtin á Jéið til Leiíh. Laga- foss er væhtaniegur til Reykja- víkur í dag. Selfoss er á leið til Reykjavíkur frá London. Smásöluverð á Clgaredum niá ekkfl vera liærra en Iijer segflr: Capstan 10 stk. pakkinn kr. 0.85 Players N/C. med. 10 — — — 0.85 Do. — — 20 — — — 1.60 May Blosson 20 — — — 1.30 Elephant 10 — — — 0.60 Commander 20 — — — 1.20 De Reszke 20 — — — 1.30 Do Turks 20 — — — 1.35 Soussa 20 — — — 1.35 Teofani 20 — — — 1.35 Craven A. 10 — — — 0.80 Westmnister A. A. 10 — — — 0.75 Melachrino No. 25 20 — — — 1.35 Abdulla No. 70 20 — — — 1.45 Do. Imperial 20 — — — 1.45 Do. No. 25. 20 — — — 2.35 Do. — 25 10 — — — 1.20 Do. — 28 25 — — — 2.50 Do. — 16 20 — — — 2.60 Do. — 16 10 — — — 1.40 Bastos 20 — — — 1.06 Papastratos No. 1 20 — — — 1.50 Hellas No. 2 20 — — — 1.50 Do. No. 5 20 — — — 1.30 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má álagningin í smásölu vera 3% hærri vegna flutningskostnað^r. Athygli skal vakin á því, að hærri álagning á cigar- ettur í smásölu en að ofan segir er brot á 9. gr. reglugerð- ar frá 29. des. 1931 um einkasölu á tóbaki og varðar frá j 20—20000 króna sektum. Reykjavík, 8. febrúar 1935. Tá&akseinkasflls rikisins. Laugamannamót verður haldið í Oddfellowhöllinni (uppi) sunnud, 10. febr. kl. 9 síð- degis. — Nemendur mega taka með gesti. Áðgöngumiðar seldir á afgr. Nýja dagblaðsins og versl. Bristol, Bankastræti. Enskur togari kom hingað í fyrrinótt. Skipið lekur eitthvað lítilsháttar, auk þess gr ljósavjel skipsins biluð. Farþegar með Gullfossi í gær til Kaupmannahafnar: Ragnar Blöndal og frú, Grethe B. Möller, Axel Ketilsson, Margrjet Jóns- dóttir, Sólveig Matthíasdóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Marta Ein arsdóttir, Margrjet Leví, Soffía Jóhannesdóttir, Árni Á. Árnason, lt^upm., Baldur Guðlaugsson, K. Petersen, Vigfús Sigurgeirsson, Jón Björnsson kaupm. o. m. fl. Utfárpið: Laugardagur 9. febrúar. 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 12,50 Dönskukensla. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Barnatími: FuglaSögur (Gunnar Magnússon kennari). 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Erindi: Land og saga, VIII (Einar Magnússon mentaskóla- kennari). 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. Fyrsfa flolilis norðlenskt dilkakjöt Kjöt af fullorðnu, 40—50 aura Vá kg. Bjúgu, Svið o. m. fl. Kjötbúðin Njálsgötu 23. Simi 2648. Hreinar ljereftstuskur kaup- ir HERBERTSPRENT, Bankastræti 3, háu verði. 20,30 Leikþáttur; „Vorsálir og haustsálir“, úr Sögum Rann- veigar, eftir Einar H. Kvaran (Ragnar E. Kvaran, Ásthildur Lgilson, Guðrún Indrið&dóitir, Salbjörg Thorlacras). 21,15 Tónleikar: a) Útvarpstríóið; b) Grammófónn: Ljett lög fyr- | ir Iiljómsveit; ' Danslög til kl. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.