Morgunblaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 3
Mmtudaginn 18. a&rfll935. MOROUNBLAÐIÐ 1É Stórbrnni á Grettisgötu i gær. TimburhúsitS „Gretlir" brann Á $\ ipsf uiidu til kaldra kola. Kvikiiaöi í næstu liúsuiu, og §kemdu§t þau allmikið. Um stund var hætta á að eldur- inn hretddíst í mörg'hús, en fyrir ölula framgöngu slökkvilitSsins i varð þwí afstýrt. Um klukkan 11 í gær, varS vart við eld í húsinu „Gretti" við Grettisgötu 46. Þegar eldsins var vart, var hann orðinn svo magnaður, að því nœr engu varS bjargaS úr húsinu. Þegar eldsins varð vart. Það upplýstist til fulls í lög- .reglurannsókn í gær, að eld- I urinnkom upp í herbergi, sem yar í norðaustur hlið hússins á miðhæð. I herbergi þessu bjuggu feðgarnir Jakob Sig- urðsson bílstjóri og sonur hans Sigurðiir. Herbergjaskipun á hæðinni var þannig, að þrjú herbergi ,voru undir norðurhlið, og var herbergi feðganna austast. í hinum tveim herbergjunum var íbúð Jóhönnu Einarsdóttir og var miðherbergið svefnher- bergi. ' Uppgangur á hæðina var í austurenda, og herbergi feðg- anna því næst honum. ,.if, Hjá Jóhönnu var gestkom- andi Leifur sonur hennar, kona hans 'og ungbarn. Kona Leifs varð fyrst eldsins vör. Fór hún inn í svefnherbergið, og sá hún I þá, að reyk lagði inn frá her- bergi feðganna í gegnum dyr, j sem altaf voru læstar. Hljóp hún þegar til Leifs manns síns sem var í næstu stofu, og sagði nonum frá reyknum. Brá hann skjótt við og ætlaði að kom- ast inn í herbergi feðganna úr svefnherberginu. Þreif hann rum, sem stóð fyrir hurðinni og dróg það fram á gólf. En við það gaus meiri reykur gegn um hinar læstu dyr. Sá hann þá, að um mikinn eld var að fæða. nefnd hafi hugsað sjer þetta þannig. Mjólkursölunefnd eða meiri hluti nefndarinnar, er svo ein- staklega lagin á að hitta á af- káralegustu og vitlausustu úr- lausn málanna, þess vegna er einmitt mjög sennilegt, að hún fínni þá aðferð með kaldhreins- uðu Korpúlfsstaðamjólkina, sem að ofan greinir! pj^hyrí / ' /1 / f /f //,s/A/S , , / '///<< 7 7 /.¦'/ / f47#/ '///f, ¦ ¦ - •' ¦¦¦ ''.¦.¦ ; 4.4. '/, 44. > t Grunnmynd af húsum Grettisgötu, sem brann ¦ ¦. ¦ brunasvœðisins. Nr. 46 við alveg, er í miðri' mýhdinni. Þá hljóp hann að herbergis- dyrunum sem voru í ganginum en þær voru einnig læstar. Rendi hann sjer þegar á hurðina og braut gat á hana. En um leið og hurðin brotnaði gaus á móti honum eldur, og brendist hann í andliti og hár hans sviðnaði. Herbergið var þá orðið al- elda. Á meðan á þessu stóð fór kona Leifs til að kalla á bruna liðið, en vegna þess að hún var ókunnug, fór hún fyrst í þvotta hús, sem var austanvert við húsið bg kallaði á Jóhönnu tengdamóður sína, sem var þar við þvott. Hljóp Jóhanna þá til og braut brunaboða, sem var á húsinu sjálfu, á horninu, sem vissi að Grettisgötu og Vita- stíg. En hún vissi ekki betur en slökkviliðinu væri nú gert að- vart. Fór hún þá upp í íbúð sína, um suðurdyr, er voru á húsinu. Tók hún með sjer eitthvað lauslegt sem fyrir hendi var, til að bjarga því úr eld'mum. En svo fljótt magnaðist eld- urinn á þessari hæð, að hún komst ekki inn í íbúðina aftur. En vegna þess að henni fór að lengja . eftir slökkviliðinu, fór hún aftur að brunaboðan- um og þá er víst að bruna- boðihn hefir kallað, því þá kom slökkviiiðið að vörmu spofi. Frá eldhúsinu í íbuð Jó- hönnu var hægt að komast inn í eldhús í íbúð Óskars Sæm- mundssonar og þaðan upp á efri hæð hússins. Fór Leifur þessa leið og er hann kom upp á loftið, hitti hann fyrir gamla konu, sagði henni frá eldinum og hljóp svo niður sömu leið aftur og út. Fólkið sem bjó á efri hæð hússins komst út um útgang á suðurhlið hússins. Frásögn slökkviliðsstjóra. Þrisvar var slökkviliðið kall- að í gær. Blaðið hafði í gær tal af Pjetri Ingimundarsyni slökkvi- liðsstjóra, er hann var nýkom- inn heim frá þriðja brunanum. Brunarnir tveir á Hverfisgötu 90 og á Vitastíg 8, eru ekki í frásögur færandi, segir hann. En bruninn á Grettisgötu er einhver sá erfiðasti, sem jeg hefi fengist við. Við vorum nýkoninir frá brunanum á Hverfisgötu, og hafði jeg gengjð frá „slökkvi- stöðinni hiður í Austúrstræti. Þá kom alt í einu brunabíll fyrir hornið á Hótel Island og hljóp jeg upp í hann. Vorum við á svipstundu komnir á vettvang. En er við komum að Grett- isgötu 46, mætti okkur óefni- leg sjón. Hið stóra timburhús Grett- isgata 46, var tvílyft á háum kjallara, og íbúðarloft yfir, með kvistum. Er viS komum þangaS, var efri hæSin og þakhæSin alelda og kominn mikill eldur í stofu- hæS'na. Var þaS augljóst þegar, aS ekki kom til mála, aS húsinu yrSi bjargaS. Var ungbarn í eld- inum? Er jeg kom að húsinu, var mjer sagt, að ungbarn hefði orðið eftir á efstu hæð húss- ins, þegar fólk flúði út úr því. Varð mjer þá fyrst.fyrir, að athuga hvort nokkur tök væru á því að komast inn í íbúðina, þar sem sagt var að barn þetta væri. En jeg sá brátt, að engin til- tök voru á því, því eldurinn var svo magnaður orðinn. Rjett á eftir fekk jeg aS vita, aS hjer var aSeins um lausafregn aS ræSa, og barn- inu myndi hafa veriS bjargaS. Eldsvoðinn. Nú var að athuga hvað hægt var að gera til þess að stemma stigu fyrir útbreiðslu eldsins. Húsið nr. 46, sem gekk venjulega undir nafninu „Grett- ir", hafði orðið alelda á 4—5 mínútum. Og þegar við komum á vett- vang logaði stafninn á húsinu nr. 44 við Grettisgötu, en það hús stendur hinumegin (vest- anmegin) við Vitastíginn. Mjer lýst svo á, að eldurinn í „Gretti" hafi magnast svo fljótt, að enda þótt slökkvilið- ið hefði staðið með slökkvi- slöngur til taks þegar eldsins varð vart, þá hefði ekki tekist að bjarga því frá bruna. Slökkvistarfið byrjaði þann- ig, að við s ettum slöngur á brunahanana, án þess að nota dælur. , Þegar slökkviliðið feldi reykháf „Grettis". Það tekur styttri tímá ad sétja slöngurnar á hanana ,en að köma slökkvidælunum í starf. Þess vegna byrjum við venjulega -þannig meðan við erum að koma dælunum á stað. En eldurinn var svo magn- aður, að jeg sá brátt, að slöng- urnar dugðu lítið. Settum vi& því 2 dælur til starfa. Og brátt höfðum við sam- band við 8 brunahana og 2 dælur í gangi. Mesta hættan var á að eld- urinn breiddist út þannig, að eigi tækist að bjarga húsinu , nr. 44, vestan við Vitastíginn. Ef það hús hefði orðið eld inum að bráð, taldi jeg, að um 10 hús yrðu í hættu. Hafði jeg fengið yfirlit yfir væntanlegt eldsvæði, og ætlaði mjer að takmarka útbreiðslu eldsins við þau hús. Var því lögð aðaláherslan á að bjarga húsi nr. 44. Var nú hætt að dæla á aðal bálið í „Gretti", því þegar svona stendur á, var engin á- stæða til þess að tefja bruna hússins sem hættan stafaði frá, heldur var best að það fuðraði upp sem fyrst, svo hættan tæki sem skjótastan enda. Framh. á bls. 6. Meðan bálið stóð sem hæðst. (Myndin tekin af Njálsgötu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.