Morgunblaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 18. apríl 1935, M 0 RG UNBLA.ÐIÐ í D R Ó T T I R 6 íþróttayf i rl it Iþróltír og stjórnmál ciga ekki saman. Iþróttir og met m. m. IV. íþróttahreyfingunni alment, *og þá einnig hinni íslensku, hefir verið álasað fyrir það, að ofmikið sje sókst eftir verðlaun- unum og því, að setja ný met. Þetta leiði svo til þess, að menn kunni sjer ekki hóf, þjálfi sig um of og þannig geti íþrótta- iðkanir orðið til skaða. Það skal játað, að til eru menn, sem sækjast mikið eftir því að setja met og ná verð- launum, hikurum og „medal- íum“, til þess eins, að hafa eitt hvert sýnilegt tákn þess hve miklir íþróttamenn þeir sjeu. Þessir menn hafa orðið hje- gómagirnd sinni að bráð, og þá skortir íþróttamenningu. — Þetta eru mennirnir, sem hugsia aðeins um það að sigra, en ekki .á hvaða hátt sigurinn er feng- inn. En þessir menn eru undan- tekningamar. Er jeg s>annfærð- ur um að slíka menn má telja aðeins á fingrum einnar hand- ar. — Allur fjöldi íslenskra í- þróttemanna er laus við þenn- an leiða galla. Fyrir þeim er „bikarinn“ auka-atriði. Miklist þeir af nokkru er það raf því, áð þeir eiga hraustan og fagr- an líkama, sem þeir hrafa lagt rækt við og orðið hefir til þess að þeim hefir tekist að sigra fyrir fjelag sitt. Yfirleitt eru íþróttamenn stoltir af fjelagi því er þeir tilheyra. Meta oft- ast sinn eigin hag minna, en fjelags síns. Þetta er holt. Það kennir ungum mönnum að vinna fyrir aðra og með öð*-- um. íþróttamönnum er það yfir- leitt ljóst, að metin eru meðal, ■ einn liður í iðkun íþrótta, sem segir til um það, hve lángt þeir • eru á leið komnir. Málbandið og klukkan segir þeim til um það, hvað þeir geta og hvað þeir mega bjóða lík»ama sínum. Þau tæki eru því nauðsynleg. Hitt, að þeim langar til að vita hvað »aðrir geta, og hve langt íþróttamenn annara þjóða ■eru á leið komnir, er eðlilegt. Þessvegna skrásetur hver þjóð met sinna íþróttamanna, og met þess mannsins sem lengst hefir náð, er skráð sem heimsmet. V. Það mun ósjaldan vera eft- irsóknin eftir metunum, sem fær íþróttamanninn til þess að ofbjóða líkama sínum. Heldur mun það stafa að mestu leyti af því, að menn æfa ekki á rjettan hátt, og þá langoftast af því, að þeir gefa sjer ekki nægan tíma til æfinganna, áð- ur en keppa sk»al. Stunda æf- ingarnar ekki nægilega lengi, og ekki með nægilegri kost- gæfni. En þetta stendur til bóta. Nú orðið æfa flestir íþrótta- menn bæði sumar og vetur, en það þýðir þ»að, að þeir ætlast ekki til þess að líkaminn kom- ist í bestu þjálfun á skömmum tíma. Um kepni í íþróttum hefi jeg svo oft áður skrifað hjer í blaðið, að óþarfi er að endur- takia það. Aðeins skal það sagt, að keppnin er nauðsyn fyrir hvern íþróttamann og sje nokk- urrar skynsemi gætt, er hún að- eins til bóta. VI. Þeir, sem standa rað hinni pólitísku íþróttahreyfingu hafa oft ráðist hart að kappleikum, metum og keppni einstaklinga og flokk'a. Sjerstaklega þó hin- um stóru mótum t. d. milliríkja kepni og Olympsleikum. Þessir menn ættu vel að gæta þess hvar þeir standa áður en þeir kasta steinunum. Hjer á landi er þátttak»a svo lítil í íþróttum innan pólitísku íþróttafjelaganna, að keppni er útilokuð að mestu. — En hvernig er þetta erlendis? Alls staðar þar sem slík íþróttaf je- lög eru til erlendis, er kept í íþróttum, met skráð og verð- laun veitt. Þau hafa sína meist- ara, methafa og „stjörnur.“ — Og þau eru í flestum grund- vallaratriðum rekin á sama hátt og hin „fyrirlitlegu borg- aralegu íþróttafjelög“, enda hafa þau alt sem þau vita í íþróttum lært hjá „borgaraleg- um íþróttamönnum“. í hvei’ju þau víkja af þeim grundvelli mun síðar sagt. Það kann að hljóma fallega í eyrum, að segja það, að ekk- ert vit sje í því að taka þátt í hinni „brjáluðu borgaralegu íþróttakepni“, sem verji milj- ón^im í Olympsleika og að betra væri að verja því fje, sem til Olympsleiktaferðar hjeðan kynni að verða varið, til bygg- ingu sundlauga og íþrótbavalla. En þessir menn kjaftshöggva sjálfa sig illilega, því þeir vilja óðir senda menn til Danmerk- ur eða Noregs, sem yrði eins dýrt, og þeir heimta og skora á íþróttamenn að þeir taki þátt í hrnu mikla íþróttamóti í Moskva 1936, sem Rússar verja miljónum til, og sem verður helmingi dýrara að sækja, en ferðin til Berlín á Olympsleik- ana þar næsta ár. Hvað verða margir vellir byg'ðir fyrir það fje, sem spiar- ast kynni á því að hætta við ferðina á Olympsleikana — ef á að taka það og miklu meira og verja til Moskvaferðar ? — Jeg bara spyr — svona laus,- legta og blátt áfram. Iþróttir og pólitík eiga ekki saman. Allir geta iðkað íþrótt- ir. Það er engin nauðsyn að tilheyra sjerstökum stjórnmála flokki til þess. Jeg vildi ósk»a Met. Hin heimsfræga sundkona Willy den Ouden setti 28. f. m. nýtt heimsmet í 500 m. sundi, frjáls aðferð á 6 mín. 48.4 sek. Hnefaleikar. Erfiðleikar Schmeling. Nú lítur út fyrir að gera eigi Schmeling erfiðara fyrir en bú- ist var við í fyrstu um það að fá að mæta Max Baer og berj- ast við hann um heimsmeistara- tignina. Þeir sem fyrst komu til tals voru Carnera fyrver- andi meistari, Hamas og Lasky, sem voru álitnir bestir í Ame- ríku, Schmeling ,og næstir þess- um voru tilnefndir Neusel og Jack Peterson. Hinir tveir síð- ast nefndu þó tæplega í fullri alvöru. Hamas. Eins og áður hefir verið frá skýrt hjer í blaðinu, sigraði Schmeling fyrst Pavlino afreks meistaran, og Neusel, en Hamas fekk sigur yfir Lasky. Síðar sigraði Neusel Jack Pet- erson. Virtist þá liggja beint þess, að íslenskir verkamenn, sem aðrir, legði íþróttaiðkanir fyrir sig sem mest, hvar og hve nær, sem þeir geta og í þeim fjelagsskap, sem þeir kunna best við sig. Einnig vildi jeg ósk»a þess að við gætum sent flokka til Dan- merkur, Noregs, Berlín og Moskva. En fjárhagurinn segir til um það að verulegu leyti. Leyfi hann ekki sendingu ís- lensks íþróttaflokks nema á einn staðinn, verður hann að fara þangað, sem mest er fyrir íþmttamennina að sjá og láera. Svarið við þeirri spumingu, á hvraða móti. íþróttamaðurinn læri mest, verður ekki gefið á pólitískum grundvelli. — Mat íþróttamannanna og svar við spurningunni, miðast við í- þróttagildi og íþróttamenningu Þeim verður áreiðranlega ljett um svarið. Framh. K. Þ. tm •••« við að Schmeling og Hamas berðust um rjettinn til að mæta Baer. Sá leikur endaði eins og menn muna með glæsilegum sigri Schmeling. En í millitíð- inni barðist Lasky, sem margir télja betri en Hamas, við Brad- dock og tapaði greinilega fyr- ir honum. Braddock er gamall sem hnefaleikari, hraustur, slagharður og „tekniskt“ full- kominn. Hann var meistari í næst þyngsta flokki fyrir nokkrum árum, hætti hnefa- leik um tíma, en byrjaði aftur fyrir skömmu og hefir unnið hvem sigurinn af öðrum. Hnefaleikaráð New York hefir nú áícveðið að Schmdling verði að berjast við Braddock og sigra hann áður en hann fær að berjast við Baer um heimsmeistaratignina. Schmel- ing hefir áður sýnt að örðug- leikarnir eru aðeins til þess að yfirstíga þá, svo hann ætti að geta sigrað Braddock og náð því takmarki sem hann svo á- kveðið hefir sótt að undanfarið. K. Þ. Joe Louis. Sá hnefaleikari, sem vakið hefir mesta eftirtekt undanfar- ið er blökkumaðurinn Joe Lou- is. Er það með fádæmum hve fljótt honum hefir tekist að komast í röð bestu hnefale'k- ara heimsins. Hann er aðeins 21 árs að aldri og fyrstu kenslu í hnefaleik fekk hann 1932. Snemma á árinu 1934 varð hann áhugamanna-meistari í næst þyngsta flokki og 4. júlí í fyrra gerðist hann atvinnu- maður í hnefaleik. Hann hefir barist 14 sinnum hingað til og ávalt sigrað, og er nú skráður nr. 5 á lista „The Ring“ yfir bestu hnefaleikara heimsins. Joe Louis tekur íþrótt sína alvarlega. Hann æfir vel og reglulega, reykir ekki, drekkur ekki áfengi, fer í rúmið kl. 10 á kvöldin, og rífur í sundur öll brjef frá stúlkum, sem biðja hann um stefnumót. Hann vinn- ur fyrir systur sinni og móður Olympsklukkan. Þett.a er frumsmíðin að hinni viiklu klukku, sem á að hringja inn Olympshátíðahöldin í Berlín að ári, og gefa merki um leika og sýningar. Hún verður 10 smá- lestir að þyngd. og aðaláhugamál hans er að geta keypt handa þeim hús og búið þeim gott heimili. Sennilega á hann eftir að tapa í hnefaleik fyr eða síðar, en það er víst, að hann verður hættulegur keppinautur þeim sem óska að berjast við Baer. K. Þ. Tvöfalt „Knock out“. Það barst í tal fyrir skömmu milli mín og tveggja manna, sem áhuga hafa fyrir hnefa- leik hvað dómari ætti að gera ef hnefaleikarar í kepni „slægi hvorn annan út“. Annað hvort verður dómarinn þá að dæma jafntefli, eða ógilda leikinn (no contest), ef báðir liggja eftir að hann hefir talið yfir þeim. Þetta virðist langt sótt dæmi, en þetta hefir komið fyrir. I keppni í New York slógu þeir — Lewis og Burke — sam- tímis og steinlágu báðir. Dóm- arinn taldi yfir þeim, en bjall- an frelsaði þá. (Þetta var síð- ast í 3. lotu). Aðstoðarmenn þeirra hrestu báða upp svo kepnin hjelt áfram þar til Lewis, í 6. lotu, sló Burke út og þá fyrir alvöru. — 23. ápríl 1910 börðust þeir Dutch og Betts, hittu samtímis, báðir lágu, og röknuðu ekki við fyr en eftir 2 mín. Hefir þessu líkt komið oftar fyrir, þó auðvitað sje það mjög óvenjulegt. K. Þ. BlOfill ávall uvn hiO besla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.