Morgunblaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 18. apríl 1335. liriiviinii. Framh. af 3. síðu. Til þess að slökkva eldinn í húsinu vestan við Vitastíginn, þurftu brunaliðsmenn að geta staðið á götunni milli húsanna. Og þetta var hœgt með því móti, að breiða yfir þá segl. Var sett slökkvislanga til þess að halda seglinu blautu meðan slökkviliðsmenn störfuðu þar. Á þann hátt tókst að bjarga því, að þetta hús yrði eldinum að bráð. En austurendi þess skemdist mikið. Þegar við komum á bruna- staðinn var talsverður austan- kaldi. En þegar hjer var kom- ið sögu, hafði vindstaðan breyst, var orðin norðlægari, svo eldurinn sótti ekki eins mikið til vesturs, og í upphafi. Ljetti 'þetta slökkvistarfið við þetta hús. En samtímis þurfti að slökkva eld í húsinu 47 við Grettisgötu, sem stendur norðan við götuna og húsinu 48, sem stendur sunn an við sömu götu, næsta hús við það sem brann, svo og í húsunum 14 og 15 við Vitastíg. Skemdir urðu miklar á öll- um þessum húsum. En það tókst að bjarga þeim öllum frá algerðum bruna. — Hvað getið þjer sagt um björgun og skemdir húsanna? — Jeg hefi ekkert yfirlit yfir það fengið. Úr „Gretti“ var sama og engu bjargað, nema úr kjallaranum. Annars var rifið út úr fleiri húsum, en ástæða var til. En sú saga endurtekur sig jafnan við bruna. Þó húseigendur eða húsráð- endur spyrji mig að því, hvort ástæða sje til að taka innan- stokksmuni úr húsunum, og jeg svari því neitandi, þá fá þeir oft við ekkert ráðið. Sjálfboða- liðar koma og rífa út úr hús- anum eins og þeim _býður við að horfa. Jeg skipaði svo fyrir, að bera skyldi út úr húsunum 44 við Grettisgötu og nr. 15 við Vitastíg. En meðan mesta eld- hafið var, var ekki hægt að komast að því, að bera út úr húsinu við Vitastíg 15. — Hve marga menn hafið þjer við slökkvistarfið, þegar svona ber til? — Við erum 11 fastir starfs- menn slökkvistöðvarinnar, og slökkviliðsmenn auk þess40. Jeg legg meira upp úr því, að hafa vel æft einvalalið, en þó fleiri sjeu. Jeg þykist mega fullyrða að slökkviliðið sje einvalalið, enda sýndi það sig svo í þetta skifti. Þó talsverðar skemdir yrðu þarna á næstu húsum, tel jeg að við höfum sloppðið vel úr því, sem áhorfðist, að ekki varð meira tjón í þessu timb- urhúsahverfi, og stórhýsi orðið alelda, án þess við nokkuð yrði ráðið. Upptökin óviss. Það er víst, að eldurinn kom upp í herbergi þeirra feðga, Jakobs og Sigurðar, á miðhæð hússins. Jakob fór að | heiman kl. 814 í gærmorgun og var þá Sigurður sofandi. ■ Sigurður fór til vinnu sinnar kl. 9. Segir hann svo frá, að hann sje vanur að kveikja sjer í pípu á morgnana um leið og hann fer til vinnu. Segist hann hafa fyrir vana að láta eld- spýtumar í öskubakka. Ekki kveðst hann muna hvort hann hafi kveikt í pípu sinni í gærmorgun og þó svo hefði verið, mundi hann ekki hvar hann hefði fleygt eldspýtunni. Kolaofn var í herberginu; en ekki hefir verið kveikt upp í honum í nokkra daga. Væri því ekki óhugsanlegt að eld- urinn hafi kom'ð frá eldspýtu og hafi verið um tvo tíma að breiðast út áður en hans varð vart. Brunatryggingar. Húsið á Grett'sgötu 46, var bygt 1908, eigandi þess var Kristján Bergsson, forseti Fiski fjelagsins og var það bruna- trygt fyrir 58 þúsund krónur. Af innanstokksmunum var vátrygt hjá Jóhönnu fyrir 6 þúsund krónur. Einnig var vátrygt hjá Axel Grímssyni fyrir 4 þúsund kr. Hjá Ágúst Ingvarssyni fyrir 3 þúsund krónur. ÓvátrygL var hjá Þorláki Einarssyni og misti hann alt sitt. Einnig var óvá- trygt hjá Óskari Sæmundssyni 0g misti hann alt sem hann átti. Þá höfðu þeir feðgar Jak- ob og Sigurður ekki sína muni vátrygða. Ýmsar sögu gengu um bæinn í gær út af brunanum. Ein var sú, að kona hefði fætt bam í húsinu um nóttina, og ung- baminu hefði naumlega verið bjargað úr eldinum. En það mun tilhæfulaust með öllu. — Ein kona þar í húsinu lá að vísu veik í rúminu. Varð henni hverft við, er eldsins varð vart og hljóp út á náttkjólnum, í næsta hús. önnur var sú, að manns, er bjó þar í húsinu væri saknað. Sumir sögðu að hann hefði brunnið inni, en aðrir, að hann hefði hlaupði í dauðans ofbóði til þess að enduraýja vátrygg- ingargjald sitt, er hann vissi að eldur var laus. En hvort tveggja reyndist jafn tilhæfu- laust. Tveir smábrunar. Brunaliðið var kallað þrisvar í gær, sem fyr segir. í fyrsta sinn um kl. 10 í gær- morgun. Var það frá Hverfisgötu . 90. Þar hafði stúlka ætlað að bera olíuvjel milli herbergja. En hún misti olíuvjelina úr hönd- um sjer, og fjell hún á gólfið. Kviknaði í olíunni, er flaut um gólfið, og var brunaliðið kvatt á vettvang. En er það kom að, höfðu íbúar hússins slökt eldinn. Mjög skömmu eftir að bruna- liðið kom frá. Grettisgötu, eða Ágæt, sólrík íbúð, 4 til 6 herbergi, með öllum þœg- indum til leigu í miðbænum, 14. maí n. k. Tilboð merkt: ,,XI“, sendist til A. S. í. fyrir 22. þ. m. w Oxfordhreyfingia. Nýreykt hangikjðt Og öd$rar rullupylsur, HiBibúðin Kerðubreið. llafnarst/æti 18. Sími 1575. Ódýra kjötíð er til ennþá. Hangikjöt af Hólsfjöllum. Sjerstaklega gott saltkjöt. Hjðtbúð fisgeirs fiscuirssonar/ Þingholtsstr. 15. Sími 3416. laust fyrir kl. 4, var það enn kallað. Það var frá Vitastíg 8, húsi Ingimars Jónssönar skólastjóra. Þar hafði kviknað í legubekk. Hann stóð í björtu báli. Var eldurinn slöktur að mestu með handslökkvitækjum. Þó var vatnsslanga leidd inn í húsið. Þá var eldurinn fljótt yfirunnin. Skotasaga. Skoti nokkur lagði í það að draga einn drátt á híutaveltu, og vann smákassa af líkþorna- plástrum. Skömmu síðar keypti hann skó, sem voru alt of þröng ir. Hann vildi fá tækifæri til þess að nota plástrana. Frá París. Grænmeti og alskonar ber er það nýjasta nýja sem stúlkum- ar í París skreyta hattana sína með. Þær ganga mjög svo á- nægðar með stærðar tómata og radísur á höttunum, og smá salathöfuð þykja jafnvel fyrir- tak. — Margir um hituna. 1 Indlandi eru margir, sem sækja um stöður, þegar auglýst er eftir fólki, ekki síður en annarsstaðar. Þannig sendi um 10.000 manns umsóknir, er „The Reserve Bailk“ auglýsti eftir 30 manns, til skrifstofu- starfa. Og lögreglan varð hvað eftir annað að koma og ryðja gÖtuna. „Oft er flagð undir fögru skinni“. Á þjóðleikbúsinu í Grenoble var fyrir skömmu sýndur frægur „bailet". En varla voru leiktjöld- in komin niður, fyr en dansmeyj- arnar lentu í óguriegum áflogum. Og eftir nokkra stund voru lokk- arnir fögru sundur tættir og stúlkurnar komnar upp á lö'g- reglustÖð, allar klóraðar og krass- aðar. Nokkuð hefir verið ritað og rætt hjer á landi um Oxford- hreyfinguna. Þó er það enn eins og flestir telji það útilok- að að hreyfing þessi komi okk- ur íslendingum nokkurntíma við. — En hver veit nema hún gæti einmitt átt nokkurt erindi hing- að. — Flokkur Oxford-manna hefir nú nýlega haldið útbreiðslu- fundi í Höfn. Fundirnir hafa vak'ð tals- vert umtal í blöðum. Hreyfing þessi hefir þó vitaskuld fengið sinn skerf af hinu alþekta „danska gríni“, er fátt lætur óáreitt sem er óviðkomandi mat og „materialisma", og talar til tilfinninganna. Fundir þeir, sem Oxford- mennirnir hafa haldið í Höfn, hafa staðið yfir í 2 klst. hver. „Trúboðarnir“ sem fundina halda eru um 20. Þeir sitja sam an á sviði. Og einir 10 þeirra tala á hverjum fundi. Fundarstjóri skýrir áheyrend um frá hverjir það eru, sem ræðurnar halda, áður en ræðu- menn taka til máls. Hann skýr- ir og frá hverrar stjettar menn það eru og drepur e. t. v. á það, hvernig þeir voru, áður en þeir urðu þátttakendur í Oxford- hreyfingunni. Ræðuynar eru vitaskuld mis- munandi. Un e tt einkennir þær flé'stár,' aS'ræðumenn nota eng- ar eéa því 'h'ær engár tilvitnan- ir í biblíuna. En margir þeirra taka það fram, að þeir lesi jafnan í biblíunni. Talað hófir verið um, að Ox- fordfólkið væri mikið gefið fyr- ir að meðganga syndir sínar opinberlega. En þeir ræðumenn, sem- töluðu á Hafnarfundunum fóru ekki langt út í þá sálma. Þ. e. yfirsjónir þær, sem þeir töluðu um voru ekki sjerlega miklar. Einn af yngri ræðumönnun- um talaði t. d. um, að áður en hann varð þátttakandi í hreyf- ingu þessari, hafi .honum mjög verið gjamt á að stríða yngrt systkinum sínum. En síðan hafi hann alveg hætt þessum ósið. Hann hafi líka legið á því lúa- lagi hjer áður að opna og lesa ástabrjef bróður síns. En nú geri hann ekkert slíkt. Ríkismannsfrú, er tók til máls, skýrði frá því, að áður hafi hún verið fylt hofmóði og litið niður á þjónustufólk sitt og nágranna. En nú sje hún steinhætt því. Nú sjeu þjón- ustustúlkur hennar bestu vinir hennar, 0g hún umgangist þær sem systur sínar væru. Oxfordhreyfingin gerir eng- an greinarmun á trúarflokkum. Trúboðar hennar vinna jafnt með kaþólskum, sem Lúthers- trúar og yfirleitt hvaða trúar- flokki sem ér. Meginstefna hreyfingarinnar er að fá menn til þess að lifa kristilegu líferni, að sýna krist- indóm sinn í verki, í daglegri breytni sinni. Oxfordhreyfingin stefnir að bví að gegnsýra hugarfar manna hverrar trúar sem þefcr eru. Aðalatriðið er, að afmá allan yfirdrepsskap og að menn breyti eftir trú sinni, með kost- gæfni og hreinu hugarfari. , Oxfordmennirnir stefna að því að gerbreyta hugarfari fólks. Og með því að breyta hugarfari einstaklinganna telja þeir veginn ruddan til þess að gera andlega byltingu í heim- inum. Meðal þeirra, sem tóku til máls á fundinum í Höfn um daginn var barónsfrú frá El- sass. Hún lýsti því hvernig hatur og heift hefði verið ríkjandi milli Frakka og Þjóðverja í ÉI- sass. En þegar Oxfordhreyfing- in hefði náð tökum á mönnpm þar, þá hefði hún sjeð Frakka og Þjóðverja á skömmum tíma verða aldavini. Þessi dæmi og önnur slík, gefa hreyfingu þessari byr undir vængi, leiðir þátttakend- urna til þeirrar trúar, að starf þeirra geti leitt til gerbreyt- ingar í heiminum, sem nú er fullur haturs, tortryggni og úlf- úðar. Úr Reykfavíktirlífína. fið hafa tfma til að lifa, Reykvíkingar hafa veitt því eftirtekt á undanförnum árúm, að tiltölulega margir þeirra manna, sem „eldast vel“ sém kallað er, sem halda andlegum og líkamlegum kröfum til hárr- ar elli, hafa um langt skeið æfinnar haft þann fasta dag- lega sið, að fara í styttri eða skemri gönguferðir. Nefna mætti mörg dæmi þessu til sönnunar. En dæmin eru svo alkunn, að þess gerist ekki þörf. Þótt þessir menn hafi átt annríkt um dagana, hafa þeir gefið sjer tíma til þess að fara í gönguferðir þessar, hálfan, einn og tvo tíma á dag, eða jafnvel lengur. * Þeir hafa ef til vill lært það, að tíminn sem fer í útiveruna, til þess að fá sjer hreint loft í lungun, til þess að hreyfa og stæla líkamann, fer ekki til' ó- nýtis. Að dagsverkið verður eins mikið, þó þessi stund hafi ekki beinlínis verið notuð til vinnunnar. Að þeir afkasta þeim mun' meiru við sín and- legu störf og skrifstofuvinnu, hinn tíma dagsins, ef þeir neita sjer ekki um hressingu útilofts- ins. — Og svo kann að vera, að þessir menn hugsi svo langt fram í tímann, að þeir hafi það á bak við eyrað, að með dag- legum hressingargöngum sínum, lengi þeir líf sitt og starfsæfi um einn til tvo áratugi, eða svo., En svo eru aftur hinir, sem aldrei gefa sjer tíma til að hressa sig á skemtigöngum og útiyeru. Þykjast aldrei mega missa neina stund, frá því að dunda við verk sín. Dagsverkjð verður oft ekkl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.